Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613' FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Fara verður að lögum Póst- og símamálastjóri hyggst fara aö ósk húsfriðun- amefndar um, aö gamla pósthúsiö á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis veröi málað í upprunalegum ht rauð- brúnum. Með þessu fer hann aö lögum og gefur öörum valdamönnum gott fordæmi, sem ekki veitir af. Gamla pósthúsiö í Reykjavík var friðað áriö 1991, eftir aö miklar skemmdir höföu veriö unnar á því að innan. Síöan húsið var friðað má ekki breyta svipmóti þess og hafa verður samráð við húsfriðunamefnd um breyting- ar. Um mál af þessu tagi gilda sérstök húsfriðunarlög. Fólk getur deilt um, hvort hin og þessi lög séu góð eða skynsamleg, en nauðsynlegt er að fara eftir þeim. Ef lög em tahn ónothæf, er til stofnun, sem getur breytt þeim. Það er Alþingi. Þetta kerfi lagaheföar er homsteinn þjóð- skipulagsins hér á landi og í öhum nágrannalöndunum. Töluvert er um, að valdamenn vilji ekki fara að lögum og komist upp með það. Nokkur dæmi um slíkt hafa verið í fréttum að undanfómu. Th skamms tíma leit svo út, sem Póst- og símamálastjóri mundi ekki leita samráðs við húsfriðunamefnd um htinn á pósthúsinu. Samkvæmt lögum ber að fá leyfi fornleifanefndar til að raska fomleifum, sem em orðnar hundrað ára. Forn- leifanefnd neitaði að veita leyfi til að raska bæjarstæði Hrafns Sveinbjamarsonar læknis á Eyri við Amarfjörð, þegar Hrafnseyramefnd vildi reisa þar torfbæ. Samt fór Hrafnseyramefnd sínu fram gegn lögum og rétti. Hún sneri sér til óviðkomandi aðila, þar á meðal til forsætisráðuneytisins, sem lét sig hafa það að lýsa sérstakri ánægju með lögbrotið. Menntaráðherra hefur stutt lögbrotið með því að gera ekkert í máhnu. Frumkvæði að lögbrotinu haföi fyrrverandi ráöuneyt- isstjóri, sem heföi átt að vita betur. En valdshyggjan er honum orðin svo eiginleg, að hann hefur misst sjónar á, hvar geðþóttavaldið endar og hvar lögin byija. Hið sama má segja um ráðuneytin, sem styðja hann. Á Seltjamamesi er bæjarstjóri, sem þekktur er af andstöðu við náttúru og menningarsögu. Hann hefur látið gera við Ráðagerði voldugt bortorg, sem er tvöfalt stærra en það þarf að vera. í því skyni hefur honum tek- izt að sphla fjöru, sem ótvírætt er á náttúruminjaskrá. Samkvæmt lögum þarf að hafa samráð við náttúm- vemdarráð í slíkum thvikum, en það var ekki gert, enda fuhyrti bæjarstjórinn í fjölmiðlum, að íjaran væri ekki á náttúruminjaskrá. Óbeint er hann studdur af náttúru- vemdarráði, sem enn hefur ekki mannað sig th mótmæla. Áður haföi verið rifmn meira en aldargamah sjóvam- ar- og túngarður við Eiði. Grjótið úr garðinum hefur nú verið notað í annan vegg, sem er aht öðmvísi en gamh garðurinn og sumpart á öðrum stað. Búið er að breyta fornminjum í eins konar fyrirbæri úr tízkublaði. Varað var við þessum spjöhum bæjarstjórans á Sel- tjamamesi í tæka tíð. Samt var ekki farið að lögum og engin tilraun gerð th að tryggja, að garðurinn yrði endur- hlaðinn á upprunalegan hátt. Ef ljósmyndir hafa verið teknar og teikningar gerðar, þá vom þær ekki notaðar. Lögbrot em ekki bara framin á sviðum menningar- sögu og náttúmvemdar. Á sama tíma hafa bankamir ólögleg samráð um debetkort, þar sem tugum mhljóna er velt á herðar almennings, og hafa síðan ólöglög sam- ráð við samtök kaupmanna um staðfestingu lögbrotsins. Með sífehdum lögbrotum af ýmsu tagi og afskiptaleysi af lögbrotum af ýmsu tagi eru stjómvöld í anda aust- ræns geðþótta að grafa undan homsteini þjóðfélagsins. Jónas Kristjánsson Nýju forsetamir mæna vonaraug- um til Moskvu Ákvöröun um að leysa upp Sovét- ríkin var í rauninni tekin á fundi þriggja manna í veiöihöll í Bélo- veskí skógi í Hvíta-Rússlandi í des- ember 1991. Aö undirlagi Borísar Jeltsíns, forseta rússneska sam- bandslýðveldisins, hitti hann þar forseta sovétlýðveldanna Hvíta- Rússlands og Úkraínu. Þeir gengu frá samstarfssamningi slavnesku lýðveldanna þriggja, kjarna sovét- veldisins, sem síðan leiddi til form- legrar upplausnar þess á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss- lands, síðar í sama mánuði. Með því að leysa Sovétríkin upp á þennan hátt sló Jeltsín tvær flug- ur í einu höggi. Hann færði sjálfum sér raunverulegt æðsta vald yfir Rússlandi og hann gerði að engu síðustu valdaátyllu Míkhaíls Gorb- atsjovs sovétforseta keppinautar síns. Forsetar Hvíta-Rússlands og Úkraínu fengu einnig stöðu þjóð- höfðinga sjálfstæðra ríkja, en hafi á ýmsu gengið fyrir Jeltsín í Moskvu frá 1992, hefur flest gengið á afturfótum í Minsk og Kíev. Þing- ið setti Shúsketvitsj, forseta Hvíta- Rússlands, af í fyrra og á sunnu- daginn féll Leoníd Kravtsjúk Úkra- ínuforseti í síðari umferð forseta- kosninga. Svo vildi til að sama dag var einn- ig síðari umferð forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi og þar féll einnig Vjatséslav Kebitsj sá sem bolaði Shúskevitsj frá völdum. Meginund- irrót ósigra beggja forseta er sú sama, óstjórn í hvíveta og ófremd- arástand í efnahagsmálum með hraklegum kjörum fyrir allan al- menning. Sigurvegararnir í Kíev og Minsk boða gerólíka stefnu til að ráða fram úr öngþveitinu en eitt er þó sameiginlegt í markmiðum þeirra. Báðir segjast ætla að reyna að koma á auknum tengslum og sam- vinnu við Rússland, sérstaklega með efldum viðskiptum. Alexander Lúkasénko, nýi forset- inn í Hvíta-Rússlandi, gengur svo langt að lofa að beita sér fyrir efna- hagslegri sameiningu við Rússland og í ofanálag pólitísku bandalagi slavnesku ríkjanna þriggja sem áður voru sovétlýðveldi, Hvíta- Rússlands, Rússlands og Úkraínu. En að öðru leyti lofaði Lúkasénko að útrýma spillingu í stjórnkerfinu, koma á verðstöðvun í óðaverð- bólgu, hefta einkavæðingu og banna einkaeign á landi. Þessi málflutningur færði honum yfir fjóra fimmtu atkvæöa í síðari um- ferð forsetakosninganna. Leoníd Kútsjma sem sigraði nafna sinn Kravtsjúk í Úkraínu með um átta hundraðshluta mun er maður af allt öðru sauöahúsi. Hann stýrði mestu eldflaugaverk- Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson smiðju Sovétríkjanna, og þar með vísast heimsins, áður en hann varð um tíma forsætisráðherra hjá keppninaut sínum. Stjórnarferill Kravtsjúks hefur einkum einkennst af kyrrstöðu og aðgerðarleysi í efnahagsmálum. Miðstýringarkerfið hefur fengið að lafa uppi og ganga sér til húðar meö þeim afleiðingum að lands- framleiðsla hefur dregist saman um tvo fimmtu milli ára. Verðbólga æðir áfram. Kútsjma setur á oddinn í kosn- ingastefnu sinni efnahagsumbætur með einkavæðingu og fjármála- stjórn sem rís undir nafni. Þá vill hann komast að varanlegu sam- komulagi við Rússa um orkukaup Úkraínumanna, en afhending þeirra á olíu og gasi hefur verið stopul vegna gífurlegrar skulda- söfnunar Úkraínumanna. Rússar eru fjölmennir í iðnaðar- héruðum Austur-Úkraínu og á Krímskaga og þar fékk Kútsjma yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Kravtsjúk skírskotaði hins vegar til úkraínskrar þjóðernisstefnu og uppskar yfirburða fylgi í vestur- héruðunum. Kravtsjúk lýsti yfir að kosning- um loknum að hann heföi sett sér að leitast við að sætta þessar and- stæður en það verður ekki auðvelt verk. Deila Úkraínu og Rússlands um Svartahafsflota Sovétríkjanna er óleyst og stjóm Rússa á Krím stefnir að fullri sjálfstjóm. Þjóð- ernissinnar í Vestur-Úkraínu hafa stofnað eigin her. Rússlandsstjóm kveðst til við- ræðu við nýju valdhafana í Kíev og Minsk um nánari tengsl og aukna samvinnu, en kosningaúr- slitin í nágrannaríkjunum geta ekki verið Jeltsín óhlandið fagnað- arefni. Lúkasénko hefur að ýmsu tekið sér rússneska þjóðemis- sinnann Vladímír Zhírínovski til fyrirmyndar og ábyrgð á íjárhag Hvíta-Rússlands gerði að engu ár- angur Rússlandsstjómar við að lækka verðbólgu. Rígurinn milli Rússlands og Úkraínu er djúpstæður og stafar þar eins og víðar í fyrrum Sovét- ríkjum ekki síst af því að samofnu hagkerfi var sundrað með einu pennastriki í Bélovskí skógi, án þess skeytt væri um hvað kæmi í staðinn. Leoníd Kútsjma ræðir við fréttamenn í Kíev eftir kosningasigurinn. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Innrás á Haítí „Innrás í Haítí mun ekki skapa viðunandi póli- tískt ástand í landinu, ávinna vinsældir hjá ná- grannalöndunum né gefa gott fordæmi um beitingu hervalds á tímum þíðu í alþjóðastjórnmálum. Það er engin trygging fyrir því að herir Bandaríkjanna geti horfiö á brott jafn snöggt og þeir komu né fyrir því að mannfjöldinn á Haítí fagni innrásarliði. Inn- rás hefur heldur ekki víðtækan stuðning hjá almenn- ingi í Bandaríkjunum né á þinginu." Úr leiðara Herald Tribune 14. júlí 1994. Byssusala bönnuð „Rannsóknir staðfesta að tvisvar sinnum meiri líkur séu á því að kona sé skotin og drepin af eigin- manni sínum eða nánum ættingja heldur en að hún falli fyrir höndum ókunnugs manns sem notar byssu eða annað vopn til verksins. Sú staðreynd mælir einfaldlega gegn því að byssusala sé leyfð til þeirra sem hafa orðið uppvísir að ofbeldi inni á heimilinu.“ Úr leiðara USA Today 14. júlí 1994. Ný staða í Úkraínu „Kravtsjúk verður að bera ábyrgðina á að Úkra- ína er ekki komin lengra áleiðis á þriggja ára valda- tíma hans... Nýi forsetinn, Kútsjma, er hlynntur nánu samstarfi við Rússa og eyðingu kjamorku- vopna sem Bandaríkjamenn og Rússar höfðu áður samið um. Það upprætir í sjálfu sér þann vanda sem umheimurinn sá í Úkraínu.“ Úr leiðara Politiken 13. júli 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.