Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ1994 37 Trimm - Guðmundur Harðarson kynnir nýstárlega sundkeppni í Kópavogi Guðmundur Harðarson ætlar að fitja upp á nýmælum við Sundiaug Kópavogs. DV-mynd BG í tengslum vlð Sundlaug Kópa- vogs er starfræktur ársgamall trimmklúbbur sem nýtur stöðugt vaxandi vinsælda. Klúbbfélagar hittast á mánudögum og míð- vikudögum og er skipt i tvo hópa. Annarerfyrirþásem viljaganga eöa skokka rólega, hinn fyrir þá sem treysta sér í ögn lengra skokk eða hlaup. I lok hvers tíma er gjaman synt og teygt vel á í vellíðan heitra potta sem eru mýmargir í Kópavogslauginni. Auk þess er frjáls tími á laugar- dögum sem allir nýta sér, bæði byrjendur og lengra komnir. Þátttakendnr greiða 1.000 krón- ur fyrir sex vikna þátttöku. Fastir félagar í hópnum fá 10% aukaaf- slátt af 30 miöa kortum með sundmiðum og greiða því i raun aðeíns 81 krónu fyrir hverja sundferð. Leiðbeinandi er Aðal- steinn Jónsson iþróttakennari en nánari upplýsingar fást í Sund- laug Kópavogs. Margir taka þátt í almennings- hlaupum án þess að komast nokkru sinni á verðlaunapall. Fiestir eru ánægðir án þess en aðrir hafa hent á nauðsyn þess að skilgreina upp á nýtt í hverju sigur felst. Veltum fyrir okkur eftirfarandi atriðum. Fórstu yfir marklínuna áður en auglýsingaborðinn um hlaupiö var tekinn niður? Þú vannst. Þegar hlaupiö var hálíh- aö hefðir þú getað stafað nafnið þitt með færri en þrem villum? Þú ert sigurvegari Fór maður með sementspoka á bakinu nokk- uð fram úr þér á leiðinni? Þú vannst. Ekki spurning. Gastu komist hjálparlaust á klósettið daginn eftir hlaupið (það má skríöa)? Þú vannst. Þarna sést aö með réttu hugarf- ari er hægt að ganga frá hveijum leik sem sigurvegari. Góða skemmtun í næsta hlaupi. „Þegar norræna sundkeppnin var tóku allir íslendingar þátt og syntu 200 metrana hver um annan þveran. En 200 metrar er ekki nóg. Venjulegt fólk er 6-8 mínútur að því en við þurfum meiri hreyfingu. Með þessari nýstárlegu sundkeppni viljum við sýna fólki fram á að það er enginn vandi að synda lengra og ekki eins erfitt og margir halda. Við viljum stuðla að aukinni þátttöku almenn- ings í sundi og um leið kynna þá frá- bæru aðstöðu sem býðst í sundlaug- inni okkar hérna í Kópavogi," sagði Guðmundur Harðarson, forstöðu- maður í Sundlaug Kópavogs, í sam- tali við trimmsíðuna. Sundkeppnin, sem sérstaklega er ætlað að höfða til almennings og köll- uð Kópavogssund, fer fram í sund- Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson lauginni 4. september. Keppnin felst í því að hver og einn syndir eins langt og hann getur undir eftirliti sérstaks talningarmanns og fær verðlaun fyr- ir í samræmi við vegalengd. Þeir sem synda meira en 500 metra fá bron- spening, þeir sem synda meira en 1.000 metra fá silfurpening og gull er veitt þeim sem synda meira en 1.500 metra. Sérverðlaun verða veitt þeim sem synda lengstu vegalengdina í aldursflokki 12 ára og yngri, 16 ára og yngri, 17-A9 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir þá sem eru fæddir 1978 eða fyrr og 300 krónur fyrir þá sem eru yngri. Ymislegt til skemmtimar „Sá sem er í meðallagi vel syndur ætti að komast 1.000 metra á um 30 mínútum. Að áreynslu jafngildir þetta 4-5 kílómetra skokki, “ sagði Guðmundur. Keppnin er haldin í samvinnu við sunddeild Breiðabliks sem mun að- stoða við eftirlit og annast veitinga- sölu á svæðinu. Boðið verður upp á kaffi og kökur og fleira gott. Einhver tónlistaratriði eru í bígerð og ýmsar uppkomur eru fyrirhugaðar fólki til skemmtunar. Sundlaug Kópavogs er ný og glæsi- leg og reist við hlið gömlu sundlaug- innar á Rútstúni. A þessu ári hafa verið gerðar þær endurbætur að gamla laugin var endurnýjuð og grynnkuð svo nú hentar hún sérlega vel til kennslu og er vinsæl af bama- fólki. Þrír nýir pottar voru settir upp við nýja laugarkerið í sumar, þar af eiáw5 með loft- og vatnsnuddi og einn sér- stakur bamapottur. Auk þess eru tveir pottar við gömlu laugina enn notaðir. Við sundlaugina er gufubað, sólbaðsstofa, nuddstofa, lítill æfinga- salur, fjöldi vatnsleikfanga og síðast en ekki síst fræg rennibraut. Akureyri á hlaupum Hraðatafla Þessi tafla sem sýnir mismunandi skokk- og hlaupahraða á ýmsum vegalengdum er ágætt hjálpartæki. Með töflunni getur skokkari fylgst með framförum sínum og sett sér framtíðarmarkmið. Klippið töfluna út og geymið. Skylt er að geta þess aö tafla þessi er úr fómm Gísla Ás- geirssonar í Hafnarfirði sem hefur stundað langhlaup um árabil. Akureyrarmaraþon fer fram í þriðja sinn laugardaginn 23. júlí. Að sögn Sigurðar Magnússonar í sam- tali við trimmsíðuna taka norðan- menn sér Reykjavíkurmaraþon til fyrirmyndar í öllum framkvæmda- atriðum. Þátttakendumr er boðið í veglega pastaveislu kvöldið fyrir hlaup, allir fá pening fyrir þátttöku, sigurvegarar í öllum flokkum fá bik- ar til eignar, sigurvegarar í hálfm- araþoni fá peningaverðlaun, nýja skó, bikar og matarboð í verðlaun. Flugleiðir gefa öllum sem ætla að hlaupa afslátt á flugi til Akureyrar og bæjarstjórinn ræsir hlaupið með pompi og prakt við íþróttavöllinn. 10 vegleg aukaverölaun verða dregin út og sérstök pitsuverðlaun veitt 10 þátttakendum. Boðið er upp á hálfmaraþon, 10 kílómetra og 4 kílómetra hlaup. Að sögn Sigurðar voru tæplega 200 keppendur í fyrra en í ár er mikill áhugi og hafa meöal annars borist skráningar erlendis frá. Á Akureyri er skráð á skrifstofu UFA og í símuife' 27791 og 25279 á kvöldin en í Reykja- vík er tekið við skráningum á skrif- stofu Reykjavíkurmaraþons í Laug- ardal. Tímiákm 5 km 7 km 10km 15km hálf- mara- maraþon þon 3.00 15.00 21.00 30.00 45.00 1.03.18 2.06.35 3.10 15.50 22.10 31.40 47.30 1.06.49 2.13.37 3.20 16.40 23.20 33.20 50.00 1.10.20 2.20.39 3.30 17.30 24.30 35.00 52.30 1.13.51 2.27.41 3.40 18.20 25.40 36.40 55.00 1.17.22 2.34.43 3.45 18.45 26.15 37.30 56.15 1.19.07 2.38.15 3.50 19.10 26.50 38.20 57.30 1.20.53 2.41.45 3.55 19.35 27.25 39.10 58.45 1.22.38 2.45.17 4.00 20.00 28.00 40.00 1.00.00 1.24.24 2.48.47 4.05 20.25 28.35 40.50 1.01.15 1.26.09 2.52.19 4.10 20.50 29.10 41.40 1.02.30 1.27.55 2.55.49 4.15 21.15 29.45 42.30 1.03.45 1.29.40 2.59.21 4.20 21.40 30.20 43.20 1.05.00 1.31.26 3.02.51 4.25 22.05 30.55 44.10 1.06.15 1.33.11 3.06.23 4.30 22.30 31.30 45.00 1.07.30 1.34.57 3.09.53 4.35 22.55 32.05 45.50 1.08.45 1.36.42 3.13.25 4.40 23.20 32.40 46.40 1.10.00 1.38.28 3.16.55 4.50 24.10 33.50 48.20 1.12.30 1.41.59 3.23.57 5.00 25.00 35.00 50.00 1.15.00 1.45.30 3.30.59 5.10 25.50 36.10 51.40 1.17.30 1.49.01 3.38.01 5.20 26.40 37.20 53.20 1.20.00 1.53.32 3.45.03 5.30 27.30 38.30 55.00 1.22.30 1.56.03 3.52.05 5.40 28.20 39.40 56.40 1.25.00 1.59.34 3.59.07 5.50 29.10 40.50 58.20 1.27.30 2.03.05 4.06.09 6.00 30.00 42.00 1.00.00 1.30.00 2.06.35 4.13.11 7.00 35.00 49.00 1.10.00 1.45.00 2.27.41 4.55.22 8.00 40.00 56.00 1.20.00 2.00.00 2.48.47 5.37.34 Reykjavíkur maraþon 21. ágúst 1994: Mikilvægt að teygja vel eftir hlaup - teygjur auka liðleika vöðva 8. vika 17/7-23/7 Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km (10km) (21 km) 8km ról. 16km ról. hvíld hvíld 4kmról. 7kmjafnt 3kmról. hvíld 5kmjafnt 25 6kmról. 11 kmjafnt 4kmról. hvíld 7kmjafnt 44 Mjög mikilvægt er að teygja vel eftir sérhvert hlaup. Við viðhöldum liðleika með því að teygja. Með lið- leika er átt við hreyfivídd í einum eða fleiri liðamótum. Viö getum við- haldið alhliöa liðleika líkamans með því að fara í gegnum undirstöðu- teygjuæfingar. Við skulum einnig hafa það hugfast að með því að teygja vel kemur þú í veg fyrir strengi dag- inn eftir áreynslu. Þessar teygjuæf- ingar hafa áhrif á stóra vöðvahópa. Teygjuæfingar þessar finnast í bók hefur lengi fengist í bókaverslunum höfundarins Bobs Andersons en hún hér í bæ. J.B.H. mmmmm VOLVO 850 Styrktaraðili Reykjavfkurmaraþons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.