Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Vísnaþáttur__ Vestur- heimska Fjöldi Islendinga fluttist vestur um haf í lok síöustu aldar og freistaði þess áð kanna landgæði þar vestra. Furðar mann hversu þjóðrækni þeirra var mikil og menningar- starf. Fjöldi bóka og þá ekki síst ljóðabækur voru prentaðar vestra. Einn þessara manna var Sigur- björn Jóhannsson frá Fótaskinni. Um þá ágætu og víðkunnu konu Gróu á Leiti orti hann: Vondra róg ei varast má, varúð þó menn skeyti, mörg er Gróa málug á mannorðsþjófa Leiti. Sigurbjörn var eitt sinn spurður hvert hann væri að fara og svaraði þá með þessum vísum: Lífsins neyð mér löngum sveið, lítt þó beiðist tafar. Mitt er skeið á ringulreið rakin leið til grafar. Hér ég bíð við hættu stríð, heimskan þýðist vana, lífs því kvíði langri tíð langtum síður bana. Einhverntíma var Sigurbirni út- hýst ásamt fleirum sakir þrengsla. Orti hann þá vísu þessa: Héðan frá þótt hrekjast megum, heims hvar þjáir vald, skála háan allir eigum uppheims bláa tjald Næsta vísa Sigurbjamar er úr runu er hann nefnir „Nokkrar sundurlausar vísur“ og munu ortar til Sveins nokkurs veitingamanns. Ein vísan er svona: Ölvaguðs að grátum kraup gjaman breiskur maður. Láttu Sveinn á lítið staup lífs þá nýt ég glaður. Þessa vísu Sigurbjarnar mætti margur samtímamaðurinn grunda: Lítils met ég mælskuglaum, meira þarf að skoða hvort mun betur standast straum steinn eða hreykin froða. Skömmu eftir að stuttu pilsin urðu tíska sat Káinn fyrir framan unga og fallega stúlku sem huldi lítt leggjafegurð sína, nema að síð- ur væri. Loks stóðst hann ekki mátið og segir við hana: Ekkert kalla ég á þér ljótt, yndis-snjalla mærin; mér hafa alla æfi þótt á þér falleg lærin. Þekktasti skáldbóndi er dvaldi í vesturheimi mun ugglaust vera Stephan G. Stephansson. Flutti hann vestur 1873 með foreldrum sínum. Var þar bóndi og landbún- aðarverkamaður og viö skógar- högg á vetrum. Um ellikerlingu yrkir Stephan: Fimleik skeikar förlast mér, fætur reika eymdir, giktarveikur armur er æskuleikar gleymdir. Við spurningunni um hvað sé skáld, hefur Stephan þetta svar: Hvaö sé skáld? Spyr þú að því! Þarna er einkunn talin: Það er djúpur eldur í ösku þunnri falinn. í blæ sem varla bærði rós, blossa kann og funa, kveikja hita, líf og ljós- líka kannske bruna. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Um ljóðabókina „Við ysta haf ‘ eftir Huldu, er kom út árið 1926, yrkir Stephan: Er mér, lögstum undir skugga aftur á bak, yndi að heyra inn um glugga íslenskt svanakvak. Þessi alkunna vísa Stephans er fyrir löngu orðin þjóðsöngur ei- nyrkjans: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. í þessari vísu hugsar Sthepan til skáldbróður síns Þorsteins Erl- ingssonar er hann líknar snjótittl- ingum að vetrarlagi: Um þessara fugla þorra-töf því er til að gegna: Ég tók þá af guði á gjöf, greyin Þorsteins vegna. Víst er það að hversu sem hérvist okkar er kostum prýdd er ekkert víst um um frekari sælu. Um þetta kveður Sthepan: Kvennalán ei hamlar hót himnaflutningonum. Jafnvel Drachmann, Danabót, dó frá mörgum konum. Meðan heimsstyrjöldin fyrri stóð yfir kvað Stephan: Læsir Hlóðyn, Hlé og ský, hatursglóðum tveimur dauðra blóði drukkinn í djöfulóður heimur. Heimildir: Sigurbjörn Jóhannsson Ljóðmæli 1902 Andvökur I-IV 1953-58 Lausavísur 1993 ísl. skáldatal PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Útboð Steypuviðgerðir - Múlastöð Póst- og símamálastofnun óskareftirtilboðum I steypuvið- gerðir á Múlastöð, Ármúla 27 í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudag- inn 8. ágúst kl. 14.00. Vettvangsskoðun verður miðviku- \ daginn 27. júlí kl. 14.00. Matgæðingur viknrtnar_________x>^\ Heill humar með smjörristuðu brauði - og nautabógsteik Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og matgæðingur vikunnar. „Þessi réttur er mjög góður sem forréttur en hann er líka hægt að matbúa sem aðalrétt. Menn eru oft í vandræðum með að fá humar en minn humar hef ég fengið hjá Borg- ey hf. í Hornafirði og þeir senda hvert á land sem er,“ segir Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslustöðvar Kaupfélags Ey- firðinga, Hrísey, en hann er mat- gæðingur DV að þessu sinni. Fljótlegur og einfaldur „Uppskriftina að heilum humri fékk ég hjá kpkki á Hótel Höfn á Hornafirði, Óðni Eymundssyni, fyrir 5-6 árum. Ég hef notað hana mjög mikið og hún hefur lukkast alveg einstaklega vel.“ I réttinn fer eftirfarandi: 1 kg heill humar, flokkaður (5-8 stk./kg) rifmn ostur Fylling: 2-stk. ferskir sveppir 1 stk. lítill laukur eða púrrulaukur 1 pressaður hvítlauksgeiri 2 msk. soðin hrísgrjón 1 msk. brauðrasp 1 tsk. steinselja 2 msk. hvítvín 1 msk. smjör Hrærið fyllinguna saman og smakkið hana til með salti og hvít- um pipar. Takið humaröskjuna út úr frysti 1 klst. fyrir notkun. Skerið humarinn eftir endilöngu og hreinsið haus og kvið, setjið fyll- inguna í staðinn. Leggið humarinn í eldfast mót og penshð hann með smjöri, hvítlauk og salti, saman- hrærðu. Rífið síðan ostinn yfir. Bakið humarinn undir grilli í 3-5 mín. Berið fram með smjörristuðu brauði og hvítvíni og spihð Moldá eftir Smetana. Þannig geta menn átt fuhkomna stund. Ef ekki eru th humartangir er hægt að nota hnetubrjót og heklu- nál til þess að ná sem mestu úr humrinum. Nautabógsteik „Uppskriftina að nautabógsteik- inni fékk ég þegar ég var við nám í Danmörku árið 1986,“ segir Ari. „Það sem mér finnst gott við þessa steik er hversu kraftmikil hún er. Þessir bitar lenda oft utangarðs í matreiðslunni vegna þess að það eru sinar í þeim en með þessari suðu nær maður þeim mjúkum og fínum. Það kemur einmitt sérstak- lega góður kraftur vegna þess að beinin eru í. Við höfum eldað þenn- an rétt oft heima og foreldrum mín- um, sem eru af eldri kynslóðinni í matarsmekk, hkar t.d. mjög vel við hann.“ I réttinn þarf eftirfarandi: 11/4 kg nautabógsneiðar með beini 1 msk. grænn pipar 5 lárviðarlauf 1 msk. karrí 1 msk. sojasósa 50 g smjörlíki 2 stórir laukar salt vatn 1 dós sýrður rjómi, 18% Skerið laukinn í bita og hitið smjörlíkið á steikarpönnu. Setjið karrí út í og brúnið laukinn upp úr þessu. Þegar laukurinn er orð- inn brúnn er honum hellt í pott og feitin skilin eftir. Myljið græna pip- arinn og nuddið honum inn í kjöt- sneiðamar. Snöggsteikið kjötið á pönnunni þar til það verður fahega brúnt. Helhð sojasósunni yfir kjöt- ið og setjið það í pottinn. Helhð vatni yfir pönnuna og síðan út í pottinn, setjið lárviðarlauf og salt út í og sjóðið í eina og hálfa klukku- stund. Þá er kjötið tekið upp úr og snyrtar burt sinar, fita og bein og því næst sett á fat. Sýrða rjómanum er bætt út í soðið og það síðan þykkt með sósujafnara. Smakkist th með salti og pipar. Sósunni er síðan hellt yfir kjötið. Borið fram með soðnum kartöflum og hrísgrjónum. Ari skorar á Guðmund Kristjáns- son, skipstjóra á Súlnafehi EA 840, að gerast næsti matgæðingur. Hinhliöin Fæ ekkert sumarfrí - segir Karen Sævarsdóttir, íslandsmeistari í golfi Karen Sævarsdóttir, íslands- meistari í golfi, leyfir lesendum DV að kynnast hinni hhðinni á sér aö þessu sinni en hún sigraði á meist- aramóti Golfklúbbs Suðumesja á dögunum. Karen hefur fimm sinn- um í röð orðiö íslandsmeistari í golfi en hún var aðeins 16 ára er hún vann titilinn fyrst. Hún mun keppa á Evrópumóti kvenna sem haldið verður í Svíþjóð 18. júlí en þegar því móti lýkur eða þann 24. júh fer hún beinustu leið á lands- mótið í golfi sem hefst þann 26. júh á Akureyri. „Það má búast við harðari keppni núna en oftast áöur en ég stefni að sjálfsögðu að því að halda titlin- um,“ segir Karen. Karen hefur stundað nám í Texas í Bandaríkj- unum og þar hefur hún sphað golf með skólaliðinu. Fullt nafn: Karen Sævarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 21. febrúar 1973. Maki: Jón H. Karlsson. Börn Engin. Bifreið: Ford Tempo ’87 en hann er í Bandaríkjunum. Starf: Nemi og þjálfari í golfi á sumrin. Laun: Viöunandi. Áhugamál: Allar íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Tvær. Hvað íinnst þér skemmtilegast að Karen Sævarsdóttir. DV-mynd Ægir Már gera? Að vera í góðum vinahópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka th. Uppáhaldsmatur: Maturinn henn- ar mömmu þaö sem hún eldar hveiju sinni. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og kalt Eghs appelsín. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Steffi Graf. Uppáhaldstímarit: Öll erlend golf- blöð og svo íþróttablaðið hér heima. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er svo mikið til af þeim. Ahir ís- lenskir karlmenn eru yfirleitt myndarlegir. Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn- inni? Fylgist litiö með, er alveg hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Golfarann Nick Faldo. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Whitney Ho- uston. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir eru allir ágætir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Guffy í Andrés önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Iþróttir yfir höfuð og þá ber hæst golfið. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Flakka á milh. Uppáhaldsútvarpsmaður: Anna Björk Birgisdóttir á Bylgjunni. Hvort horfir þú meira á Sjónyarpið eða Stöð 2? Er þeim megin sem dagskráin er betri hveiju sinni. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Edda Andrésdóttir á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður: Heima hjá mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Golf- klúbbur Suðurnesja. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Stefni upp á við. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fæ ekkert sumarfrí. Ægir Már Kárason •3 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.