Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 26
34 LAUGARDAGUR 16. JULÍ 1994 LandsmótUMFÍ á Laugarvatni: Líf og fjör á landsmóti Þaö er mikið um aö vera á lands- móti Ungmennafélags íslands sem nú stendur yfir. Mótiö, sem er 21. landsmót UMFÍ, var sett á fimmtu- dag og stendur fram á annaö kvöld. Keppt verður í fjölmörgum grein- um og stööug dagskrá er í gangi frá morgni til kvölds. Margir af bestu íþróttamönnum landsins eru sam- ankomnir á mótinu og þegar blaöa- maður DV var þar á ferðinni í gær- dag var mikið um að vera og veðr- ið með ágætum þótt það væri dálít- ið hvasst. Á meðal þeirra greina sem keppt er í má nefna knattspyrnu, körfu- knattleik, glímu, blak, borðtennis pönnukökubakstur, línubeiting, stafsetningarkeppni, sund og júdó. Búistvið 9-10 þúsund manns „Við búumst við að það komi alls um 9-10 þúsund manns en þær töl- ur eiga eflaust eftir að fara upp ef veðriö verður sæmilegt. Það voru um fjögur þúsund manns komin hingaö strax á fimmtudaginn,“ sagði Ólafur Öm Haraldsson, framkvæmdastjóri mótsins. „Það er mjög góð stemning hér og ég hef ekki heyrt eina einustu kvörtunarrödd um eitt né neitt. Við erum með um 60 manns á vakt á næturnar og 160 eru við störf á daginn. Síðan er hér Hjálparsveit skáta úr Kópavogi og öflugt lög- reglulið frá Selfossi. Það var mikill manníjöldi sem fylgdist með alls kyns keppni sem var í gangi í gær og keppendur sem og áhorfendur voru á öllum aldri. Þær Áslaug, íris og Hugborg, sem komu með yfir 40 manna hópi frá Ungmennasambandi Vestur- Skaftafellssýslu, sátu á grasinu í mestu makindum og voru að fylgj- ast með dráttarvélakstri. Þær komu á staðinn á fimmtudag og ætla að vera fram á sunnudags- kvöld. „Við ætlum að keppa í æsku- hlaupinu og svo ætlum við líka bara að hörfa á,“ sögðu þær. „Við erum nú orðnar soldið spenntar en við tókum þátt í lýð- veldishlaupinu og svo erum við líka búnar að æfa okkur vel,“ sagði Áslaug. Þær sögðust hafa fengið að vera einar í tjaldi um nóttina og fengið að vaka svolítið frameftir sem hafi verið mjög gaman. „Við vorum með soldið af nammi með okkur og vorum að tala sarnan." Keyptu sér flugna- netfyrirmótið Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll Jóhann Pálsson úr Skagafirði voru aö horfa á spennandi keppni í sundi ásamt sonum sínum Páli Hreini, 11 ára, og Eggerti Daða, 9 ára, þegar blaðamann DV bar að garði. Tíkin þeirra, Pila Páls, fékk einnig að koma með á mótið og virt- ist vera kát yfir öllum látunum og umstanginu á svæðinu. „Við komum á fimmtudagskvöld- ið en þá var fólk svona byrjað að tínast að. Okkur líst vel á þetta og við ætlum að vera fram á sunnu- dag. Við tjölduðum á keppnissvæð- inu og þar hefur m.a. verið komið fyrir stóru matartjaldi," sagði Páll. „Við ætlum nú ekki að taka þátt í neinni keppni, nema þá kannski landshlaupinu, en synir okkar ætla að taka þátt í æskuhlaupinu. Það voru yfir 40 manns sem komu með UMSS og af þeim ætla að minnssta kosti 17 að taka þátt í æskuhlaup- inu.“ Páll sagði að veðrið hefði verið fínt þegar þau komu en það hefði orðið frekar kalt fyrstu nóttina. Hann sagði að þau hefðu þó sem „Við tókum með okkur lopapeysur og hlýjan latnað," sögðu hjónin Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J. Pálsson úr Skagafiröi sem mættu á mót- ið ásamt sonum sinum Páli Hreini, 11 ára, og Eggerti Daða, 9 ára. Tikin Píla Páls fékk einnig að koma með. Stöllurnar Hugborg, Iris og Asiaug frá USVS sátu í mestu makindum í grasinu og fylgdust með dráttarvélakstri. Þær kváðust ánægðar með að hafa fengið að vera saman i tjaldi. betur fer tekið lopapeysur og ann- an hlýjan fatnaö með sér og því hefði þetta allt blessast. „Mér finnst aðstaðan hér bara vera mjög góð og mér sýnist þeir hafa skipulagt þetta mjög vel. Við höfðum nú búist við fleira fólki en það eiga örugglega miklu fleiri eftir að koma.“ Guðmunda sagði að þau hefðu fengið fregnir af því að mikið væri um mý á staðnum og því heföu þau byijað á að kaupa sér flugnanet áður en þau lögðu af stað. „Það var nokkuð um mý hér í gær en það er þó ekki mikið um það.“ - „Þetta hefur verið mjög fint en samt vantar nú sólina," sagði Margrét Vera Knútsdóttir frá Seyðisfirði sem er hér ásamt eiginmanni sinum, Jóni Halldóri Guðmundssyni, þremur börnum þeirra og vinkonu sinni, Dagnýju Sigurðardóttur. DV-myndir ÞÖK. Aðstaðan á svæðinu til fyrirmyndar Jón Halldór Guðmundsson og Margrét Vera Knútsdóttir komu alla leið frá Seyðisfirði með þremur bömum sínum. „Það voru 120 keppendur sem komu á vegum UÍA og um 30 sem komu frá Seyöisfiröi. Okkur líst alveg ágætlega á þetta enn sem komið er, sagði Jón.“ „Okkur var sagt að það hefði verið mjög mikið um mý hér áður en við komum en við höfum nú ekki orðið mikið vör við það,“ sagði Margrét. Margrét ætlar að keppa í handbolta en Jón sagðist bara svona vera að fylgjast með. Þau sögðu að það hefðu ekki verið nein læti fyrstu nóttina þeirra, að minnsta kosti ekki á keppnissvæð- inu þar sem þau væru með tjaldið sitt og öll aðstaöa væri til fyrir- myndar. „Þetta hefur verið mjög fínt en samt vantar nú sólina," sagði Margrét. Þess má geta að landsmótinu lýk- ur með lokaballi sem hefst annaö kvöld kl. 21. í samkomutjaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.