Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 5 Fréttir Hellir grafinn 1 Langjökul og íslögin aldursgreind: ís frá tímum Snorra „Draumsýnin er að gera stór sal- arkynni inni í jöklinum. Það er svo silfurtært og yndislegt þarna inni. Síðan lýsir maður þetta upp og þá verður þama einstakur furðu- heimur," segir Kristleifur Þor- steinsson á Húsafelli. Kristleifur hefur hugsað sér að verða fyrstur manna til þess að gera helli inni i Langjökli. Hann ætlar að hefja verkið í dag og ljúka fyrsta áfanga verksins áður en ferðamenn yflrgefa landið í haust. „Við notum í þetta keðjusög, heit- an vír og rafmagnshöggbor. Þetta verður mikið verk og það fer nátt- úrlega eftir því hvað hellirinn á að vera stór hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður kannski tíu ára verk en þá verða þama komin heil- mikil salarkynni þvers og kruss um jökulinn. Jökullinn býður upp á svo mikið og inni í hellinum verð- ur hægt að gera listaverk og alls kyns afldma," segir Kristleifur. Byrjað. verður á því að grafa metradjúpa sprungu í jökulinn og á hellinum verður væntanlega fimm metra þykkt þak sem á að endast nokkur ár. Meiningin er að byggja stiga niður í sprunguna. „Náttúruverndarráð fer fram á að fylgst sé með þessu verki af marktækum vísindamönnum. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðing- ur verður því með mér í þessu og ætlar að aldursgreina ísinn í jöklin- um fyrir mig. ísinn ætla ég að nota í drykki fyrir ferðamenn. Fólk get- ur þá valið ísinn frá því ári sem það kýs. Ef það vill ís í drykkinn sinn frá tímum Snorra Sturlusonar- þá verður það væntanlega hægt,“ segir Kristleifur. Kristleifi þykir mikilvægt að ferðamennirnir fái að sjá eitthvað af jöklinum, jafnvel í blindþoku. Þá er hægt að fara með þá inn í jökulinn í staðinn fyrir upp á hann. Þj óöminj avörður: Ekki beðinn um skýrslu - hittirráðherraumhelgina „Ég sagði í gríni við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar: „Æth mað- ur þurfi ekki að skrifa skýrslu um þetta?“ Þá kom frétt um að mér hefði verið gert að skila skýrslu um horfna muni í Þjóðminjasafninu," segir Þór Magnússon þjóðminjavörður í sam- tali við DV. Að sögn Þórs hefur hann ekki ver- ið beðinn um skýrslu varðandi horfna muni í Þjóðminjasafriinu en hann mun taka saman greinargerð engu að síður fyrir sjálfan sig og er ráðuneytinu velkomið að fá hana einnig. Þór sagði við DV að hlutir sem hyrfu af safninu fyndust yfirleitt aft- ur. Sem dæmi um það fundust nýlega tvö innsigli sem hafði verið sárt saknað. Algengasta orsökin fyrir að hlutir týnist er að þeir eru lagðir á rangan stað í safninu. Vegna við- gerða á Þjóðminjasafninu er stöðugt verið að flytja til hluti og Þór býst við að sjá marga hluti sem ekki hafa sést árum saman. „Það eru ekki margir munir sem eru horfnir og þeir finnast örugglega aftu. Fjölmiðlar eru að gera úlfalda úr mýflugu," segir Þór. Þjóðminjavörður hittir mennta- málaráðherra, Ólaf G. Einarsson, um helgina og ætla þeir að ræða ýmis mál er við koma safninu. Eurimages-sjóðurinn: Benjamín dúfa fær tæpar 8 milljónir Stjóm kvikmyndasjóðs Evrópu- ráðsins, Eurimages, samþykkti á fundi sínum í Varna í Búlgaríu að veita stuðning við 25 verkefni. Euri- mages hefur það hlutverk að styðja evrópsk samstarfsverkefni á sviði leikinna kvikmynda í fullri lengd og heimildamynda. Fulltrúi íslands í stjórn Eurimages er Ólafur Arnar- son. Meðal þeirra verkefna sem hlutu stuðning var myndin Benjamín dúfa sem er samstarfsverkefni íslenskra, sænskra og þýskra aðila. Leikstjóri myndarinnar verður Gísli Snær Erl- ingsson. Stuðningurinn, sem er í formi víkjandi láns, nemur um 7,7 miljónum íslenskra króna. SVARTISVANURINN Laugavegi 118 Sumarverð á ís Barnaís 60 kr. Venjulegur 80 kr. Hvítur-Bleikur-Brúnn úsnœði e<5a ráðast aðrar fra>; Reglulegar afborganir: mána&arlegarársfjór<5ungslega ramlevcemdir. •gar afborganii eða tvisvar á ári, allt eft ir förfum hvers og ems. til 3ja ára homa feim vel sem hyggjast kaupa t.d. bíl e<5a húsbúnað. Me<5 fví að sta<5grei<5a viðhomandi hlut jœrðu í mörgum tilvihum afslátt sem getur lœhhað haupver<5i<5 verulega. 1 til nohhurra mánaða henta vel joegar ráðist er í a<5 haupa heimilistœhi eða fegar farf a<5 brúa bil á milli haupsamnings- greiðslna í fasteignahaupum, svo a<5 dœmi séu teh in. ' VC‘#r \a<5 mœta sveiflum í mánaðarlegum útgjöld- um getur verið gott a<5 hafa yfirdráttarheimild á téhhareihningnum / debethortareihningnum. Sparisjóáur Hafnarfjaráar Lýáur einstaklingfum í launareikningfsviáskipti og aágang aá fjölLreyttum lánamögfuleikum. Menn kafa fært sigf úr kanka í sparisjóá fyrir minna SPARISJ OÐUR HAFNARFJARÐAR Strandgfötu • Reykjavíkurvegfi • Garáakæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.