Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994
13
Flas er falli næst
íslendingar hafa áunnið sér virð-
ingu annarra strandríkja í hafrétt-
ar- og fiskverndunarmálum. Þekk-
ing okkar og skipulag á nýtingu
flskstofna hefur orðið öðrum þjóð-
um til eftirbreytni. Með minnkandi
þorskafla undanfarin ár hafa tog-
arar í síauknum mæh haldið til
úthafsveiða utan 200 mílna land-
helginnar á fjarlæg hafsvæði, m.a.
í Smuguna í Barentshafi og við
Svalbarða.
Á þessu hafsvæði er stærsti
þorskstofn veraldar. Þarna eru því
gifurlegir hagsmunir í veði fyrir
Norðmenn og Rússa, en leyfilegt
er að veiða þarna nú um 700-800
þúsund tonn. Verndunaraðgerðir
þessara ríkja undanfarin ár hafa
borið ríkulegan ávöxt.
Viðbrögð Norðmanna
Það voru því eðhleg og reyndar
sjálfsögð viðbrögð Norðmanna að
vernda og skipuleggja veiðar á
þessum hafsvæðum, ella yrðu þau
eyðilögð með óheftri rányrkju út-
hafsflota fjölda ríkja líkt og gerðist
við Nýfundnaland og víðar. Norð-
menn áttu því ekki annarra kosta
völ en að færa landhelgina út í 200
mílur 1977 við Svalharða og lýsa
einhliða yfir að þetta væri þeirra
fiskverndunarsvæði.
Aðrar þjóðir sem áttu aðild að
Svalbarðasamningnum frá 1920 og
áunnið höfðu sér fiskveiðiréttindi
fengu úthlutað kvóta. Þó svo að
Norðmenn hafi skort lagalegar
heimildir til slíkra aðgerða þá
hljóta allir sem virða rétt strand-
ríkja til verndunaraðgerða að við-
urkenna nauðsyn þessara aðgerða.
Náist ekki samkomulag á hafrétt-
arráðstefnunni um réttarstöðu
strandríkja til nýtingar og vernd-
unar fiskstofna á úthöfum ættu ís-
lendingar að fara að fordæmi Norð-
manna og lýsa einhliða yfir eigin
fiskverndunarsvæði á Reykjanes-
hryggnum úr 200 í 400 mílur.
Við myndum þá úthluta þeim
þjóðum kvóta, sem hafa áunnið sér
fiskveiðiréttindi á þessum slóðum
m.a. Norðmönnum og Rússum.
Ætli hagsmunaaðilar þessara ríkja
myndu þá ekki þrýsta á stjórnvöld
KjaUaiiim
Kristján Pétursson
fyrrv. deildarstjóri
að opna „Smugur“ í Norðurhöfum
fyrir íslendinga?
Samningar eða illdeilur?
Það hlýtur að vera vænlegri kost-
ur að ná samningum við þessi ríki
með þeim hætti að beita þeirra eig-
in rökum og aðgerðum í fiskvemd-
unarmálum en að standa í illdeil-
um við góða granna.
Við náum best fram markmiðum
okkar við þessar þjóðir með því að
koma fram við þær eins og við vilj-
um að þær komi fram við okkur.
Nauðsyn brýtur lög, líttu þér nær
era gömul og ný sannindi. Viö
verðum að ígrunda markmið okkar
í þessari deilu af skynsemi, ábyrgð
og þrautseigju þvi flas er falli næst.
Kristján Pétursson
„Þó svo aö Norðmenn hafi skort laga-
legar heimildir til slíkra aðgerða þá
hljóta allir sem virða rétt strandríkja
til verndunaraðgerða að viðurkenna
nauðsyn þessara aðgerða.“
í Smugunni. - Sjálfsögð viðbrögð Norðmanna að vernda og skipuleggja veiðar á þessum hafsvæðum, seg-
ir Kristján m.a. í greininni.
Allir í góðu skapi
Það er greinilegt að sumarið er
komið í fjölmiðlabyltinguna.
í útvörpunum okkar eru allir í
svo góðu skapi að það er eins og
þeir hfi bara á vahumtöflum. Og í
sjónvörpunum eru menn alltaf að
bjóða okkur eitthvað fyrir ekki
neitt sem við höfum ekkert að gera
með, til dæmis af því að við eigum
nót af því fyrir. Bíla, sjónvörp,
veiðidaga í laxveiðiám, grihmat, og
gönguferð á Esju og til baka aftur.
En auðvitað langar okkur ekkert
í neitt af þessu. AUra síst bíla því
að þeir eru svo dýrir í rekstri. Mér
er sagt að það kosti mánaðarlaun
bánkastjóra að reka einn bU á ári.
Sjónvarp eiga víst allir, ég þekki
fólk sem á þrjú. Tveir dagar í bestu
laxveiðiá landsins er svona álíka
spennandi og að fara á bílasýningu
og horfa á gírstangir og bensín-
tanka.
- Og eins og alhr vita grillar ekki
nokkur maður á íslandi nema sem
afsökun fyrir því að fara á fyUirí.
Meira fjör
Og ekki er fjörið minna í verslun-
unum. Þar getur maður ekki leng-
ur keypt það sem mann langar til
því að það er svo óhollt. Þaö er allt-
af verið að reyna að koma í veg
fyrir að við drepumst úr kólesteról-
innihaldi fæðunnar og halda nær-
ingarfræðingar og eróbikkmeistar-
ar um stjórnvölinn í þeim efnum.
Stundum gengur áróðurinn fyrir
hoUustunni svo langt hjá þessu
KjaUarinn
Benedikt Axelsson
kennari
ágæta fólki að manni finnst maður
ekki staddur í venjulegri nýlendu-
vöruverslun heldur á einhvers
konar allsherjar grænmetisútsölu
í himnaríki.
Hvaðer til ráða?
Auðvitað getum við ekki stjómað
góðmennsku fjölmiðlabyltingar-
innar. Og það er svo sem saklaust
að þröngva bfi upp á einhvem eða
gönguferð.
Stundum finnst manni þó að
fjölmiðlabyltingin ætti að snúa sér
að einhveiju öðru. Til dæmis að
vanda betur málfar sitt. Ég held
nefnilega að flestir, sem unna ís-
lenskri tungu, hafi einhvem tím-
ann heyrt ambögur í útvarpi og
margir oft á dag. Misjafnt er þó
hvað menn vanda málfar sitt htið.
Sumir sletta útlensku, aðrir eru
þágufahssjúkir og margir virðast
hafa ahst upp við slíka málfátækt
að það er engu hkara en þeir geti
ekkert sagt okkur merkilegra á
óbjagaðri íslensku en hvað klukk-
an sé og varla það einu sinni.
Lengi vel voru dagblöðin útverðir
íslensks máls. Gömlu setjararnir
voru prófarkalesarar síns tíma og
lögðu metnað sinn í að setja rétt.
Þegar tæknin jókst og flýtirinn
varð meiri vora ráðnir til blaðanna
kunnáttumenn í íslensku sem leið-
réttu texta blaðamanna og setjara.
En nú er öldin önnur. Prófarka-
lesarar eru hér um bU eins útdauð-
ir og geirfughnn. Enda er varla
hægt að þverfóta fyrir vihum í
blöðunum. Þar klóra menn í
bakkafullan lækinn, sjá sér þann
kost grænstan og svo er komið ann-
að hljóð í skrokkinn á mönnum.
Ágætur blaðamaður, sem var
fljótur að hlaupa, byrjaði eitt sinn
grein sína: Þannig er mál með
vesti. - Og meinti það.
Og í ágætu blaði stóð í fyrra, og
haft eftir bónda nokkrum, að nú
væri fyrirslætti lokið í Eyjafirðin-
um.
Kalla má allt þetta klaufavUlur
og segja sem svo að það sé ekki von
að ungt fólk viti úr hvaða jarðvegi
málið sé sprottið. Löngu gleymdir
atvinnuhættir höfði ekki til unga
fólksins og svo framvegis.
En þegar víðlesnasta blað lands-
ins leyfir sér að halda því fram að
bæjarstjórinn í Hafnarfirði eigi tvo
sfjúpsyni með konunni sinni hlýt-
ur mælirinn að vera fullur.
Benedikt Axelsson
„Ágætur blaðamaður, sem var fljótur
að hlaupa, byrjaði eitt sinn grein sína:
>annig er mál með vesti. - Og meinti
3að. Og í ágætu blaði stóð í fyrra, og
laft eftir bónda nokkrum, að nú væri
fyrirslætti lokið í Eyjafirðinum.“
Eykurmögu-
| M| I N f R
leika kjosenda
„Það hefur i
oft verið talið
vandamál í ís-
lenskum
stjómmálum
að þú veist
hvaðþúiætur
ofan í kass-
ann á kjördag Einar Kari Haralds-
en ekki hvað son.framkvæmda-
upp úr hon- stjórl Alþýðubanda-
um kemur. lags.
Þetta atriði hefur oft verið til
umQöhunar í íslenskum stjórn-
málum. Þaö þarf að auka mögu-
ieika kjósandans til að velja sér
stefnu- og starfsskrá ríkisstjóm-
ar. Skrána á aö kynna fyrir kosn-
ingar, hverjir standi aö henni og
hverjir valskostirmr séu.
Ég held að almenningur sé að
verða æ betur upplýstur um
stjómmál. Fólk er hætt að hlusta
á tilbúinn ágreining flokkanna
sem þeir nota til aö skilja sig hver
frá öðrum. Menn spyrja frekar
um árangur og hvaö flokkarnir
ætlist fyrir í ríkisstjóm.
Ég held að hluti af þreytunni í
stjórnmálalífinu sé fólginn í því
að fólki finnst það ekki hafa um
neina kosti að velja. Ég er ekki
sammála því að svona fylkinga-
skipan fyrir kosningar stroki út
allan mun milh fylkinga. Munur-
ínn er fyrst og fremst sá að flokk-
arnir vinna heimavinnu sína fyr-
ir kosningar, og kjósendur hafa
tækifæri til að dæma hana, í stað
þess að vinna hana eftir kosning-
ar án þess að kjósendur hafi
nokkuö um það að segja.“
Ekki sett f ram
af alvöru
„Þessar
hugmyndir
sem Óiafur
Ragnar liefur
sett fram eru
vissuiegar at-
hyghsverðar,
ekki síst sök-
um þess að
þær koma af
vinstri væng
stjómmál-
anna þar sem flokkamir em
flestir. Undirrót þessara hug-
mynda hans er náttúrlega fram-
boð R-listans i Reykjavik. Hins
vegar get ég ekki séð að það séu
nokkrir möguleikar á því núna
aö stilla upp ríkissfjórn fyrir-
fram. Ég held að það geti ekki
gerst nema við höfum tveggja
flokka kerfl í islenskum stjórn-
málum. Við sjáifstæðismemi
mundum fagna því ef það kæmist
á tveggja flokka kerfi þannig að
við vissum hverjir væru and-
stæðingar okkar í raun. Við höf-
um hins vegar getað myndað rík-
isstjómir með Aiþýðuflokki og
Pramsóknarflokki hin síðari ár.
Að sjálfsögðu er Alþýðubanda-
lagið ekki útilokað sem sam-
starfsaöhi, svo framarlega sem
ura það næðust málaefhalegar
forsendur og niðurstaða,
Ég lít fyrst og fremst á þessa
hugmynd Ólafs Ragnars sem til-
raun hans til að koma sér inn í
umræðuna og tel að hún geti ekki
verið sett fram af fullri alvöru.
Sjónarmiö Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks
í málefnum ESB, landbúnaðar og
sjávarútvegs, til dæmis, eru svo
gjörólík að ég get ekki ímyndað
mér að þeir geti boðið fram sem
em heild í kosningum hvaö þá að
þeir geti komi sér fyrirfram sam-
an um það á hvaöa nótum þeir
myndi ríkisstjórn.“