Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 1994 Sviðsljós Það var ekki laust viö að hrollur færi um þá sem horfðu á svipbrigðin á þessum ungu drengjum sem heimsóttu Tívolí UK um helgina sem um þessar mundir er staðsett við Reykjarvíkurhöfn. Öskrin og lætin voru þvílík að heyra mátti úr mikilli íjarlægð enda þarf þónokkurn kjark til að setjast í þessi sæti ótilneyddur. Furðufjölskyldan svokallaða sem hefur m.a. verið tíður gestur í húsdýra- og fjölskyldugarðinum í Laugardal að undanfórnu, skemmti gestum garðsins í seinasta skipti sl. helgi. Fjölskyldan túlkaði söguna „Njálu“ á skemmtilegan og fróðlegan hátt við mikla kátínu viðstaddra. Fjöldi fólks tók þátt í svokölluðu Fræ-hlaupi á laugardag sem haldiö var undir kjörorðinu „stöðvum unglingadrykkju". í hlaupinu keppti hver við sjálfan sig og réð fólk því hvort það gengi, skokkaði, hlypi eða hopp- aði. Að hlaupinu loknu var boðið upp á hressingu sem margir tóku feg- ins hendi eftir áreynsluna. Það ríkti sannkölluð sveitaballsstemning á Hótel íslandi á laugardags- kvöldið þegar hljómsveitin Fánar og gestahljómsveitin Brimkló léku fyr- ir dansi. Gestir dansleiksins dönsuðu af lífi og sál enda skemmtilegar hljómsveitir þarna á ferð. Verslunin Kjallarinn stóð fyrir sýningu á nýtískufatnaði á Rósen- berkjallaranum sl. helgi. Sýningin var óvenjuleg enda tískan í dag bæði skemmtileg og íjölbreytt. Förðun annaðist Þórunn Högna, Linda, Jói og félagar sáu um hár- greiðsluna, Richard Scobie um tón- listina og Ella hafði umsjón með sýningunni. Þau fylgdust með af mikilli athygh börnin sem horfðu á Furðufjölskyld- una túlka söguna „Njálu“ á fróðlegan og skemmtilegan hátt í fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal á laugardaginn. Furðufjölskyldan hefur að undanfornu skemmt gestum garðanna með leik sínum og var sl. helgi lokahelgi hennar. Það var góður kokkteill af tónlistarmönnum sem tóku sig saman og spiluðu danstónlist fyrir gesti skemmti- staðarins Tunglsins á föstudagskvöld. Uppákoma þessi var nefnd „Funkyhipphoppjamm" og eru það þau Danni úr hljómsveitinn Nýdönsk, Svala Björgvinsdóttir söng- kona og Óskar saxófónleikari sem þarna flytja tónlist af mikilli hst. Áskrifendur DV eiga möguleika á glæsilegum ferðavinningum! Áskriftarsíminn er 63»27»00 - lslártd Sækjum það heim! Hópur frá flmleikadeild Armanns sýndi fimleika á Árbæjarsafni á sunnudaginn. í hópnum voru ungmenni á aldrinum 10—18 ára og sýndu þau margs konar æfingar. Á myndinni sést tomphóppur Ármanns sýna dans, en hópurinn er skipaður stúlkum á aldrinum 10-18 ára. Þrír hollenskir Ustamenn ásamt einum Islendingi opn- uðu sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu um helg- ina. Tilefni sýningarinnar er samvinna milli Nýhsta- safnsins og Quartair Gaherís í Haag. Sýning á verkum þriggja íslendinga verður svo opnuð í Haag í ágúst nk. Á myndinni eru hstamennirnir fjórir, Patricia Spoelder, Margrét Haraldsdóttir Blöndal, Sander Doerbecker og Marloes Hoogenstraaten. Hringiða helgarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.