Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994
Fréttir
Lán sem Electrolux bauð borginni:
Kjörin betri
en danska ríkið
getur fengið
- segir Ásgeir Þórðarson hjá VÍB
„Miðað við þá vexti sem mest hefur
verið talað um, þ.e. upp á 8,1%, þá
er ljóst að það lán sem Electrolux er
að bjóða borginni er á afskaplega
góðum kjörum. Danska ríkið fær t.d.
ekki svona góð kjör á dönskum verö-
bréfamarkaði. Það þarf að greiða um
8,6% vexti á tíu ára bréfum. Við erum
m.ö.o. að tala um vexti hálfu pró-
senti undir því sem danska ríkið þarf
að borga,“ sagði Ásgeir Þórðarson
hjá VÍB um lánakjör á tilboði sem
Electrolux gerði borginni varðandi
byggingu fjölnota íþróttahúss í Laug-
ardal.
Ásgeir sagði aðspurður um orð
Sigrúnar Magnúsdóttur, að borgin
sjálf gæti fengið og hafi fengið hag-
stæðari lán, aö hér væri ekki um
sambærilega hluti að ræða.
„Þetta er svona eins og að bera
saman melónur og banana. Sigrún
er að bera saman annars vegar lán
í dönskum krónum og hins vegar
verðtryggt lán í íslenskum krónum.
Borgin getur hæglega fengið verð-
tyggt lán í íslenkum krónum á rúm-
lega 5% vöxtum en það er af og frá
að borgin geti farið út á markaðinn
og sótt sér betri kjör en 8,1% í dönsk-
um krónum. Hafa verður í huga að
danska lánið er bundið gjaldmiðlin-
um en er óverðtryggt að öðru leyti
þannig að það er mjög hættulegt að
blanda þessum hlutum saman,"
sagði Ásgeir.
Úttekt á tekjum lækna:
Sá tekjuhæsti með rúmar
11 milljónir í árstekjur
- landlæknir meðal þeirra tekjulægstu í læknastétt
Bjöm Önundarson, fyrrverandi
yfirtryggingalæknir hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, var tekjuhæsti
læknirinn á síðasta ári í úttekt sem
DV gerði á tekjum 25 þekktra lækna.
Samkvæmt álagningu hafði Björn að
jafnaði 945 þúsund krónur í tekjur á
mánuði eða samtals á tólftu milljón
yfir áriö. Miöað við árið á undan
hækkuðu uppgefnar tekjur Bjöms
um 113 þúsund krónur á mánuði
milli áranna 1992 og 1993.
Úttekt DV leiðir í ljós að læknarnir
höfðu að meðaltah 487 þúsund krón-
ur í mánaðartekjur á síðasta ári. Sé
tekið mið af sambærilegri úttekt DV
í fyrra á tekjum 23 þessara lækna
hafa tekjur þeirra hækkað að meðal-
tali um 15 þúsund krónur á mánuði.
Næstmestu tekjumar á síðasta ári
hafði Gunnlaugur Geirsson, prófess-
or í réttarlæknisfræði, með 783 þús-
und á mánuði. Gunnlaugur var
tekjuhæstur læknanna í fyrra með
887 þúsund og hefur því lækkað um
ríflega hundrað þúsund krónur á
mánuði.
í þriðja sætinu var Júlíus Valsson,
nýskipaður yfirtryggingalæknir hjá
Tryggingastofnun, með 695 þúsund
krónur á mánuði. Miðað við árið 1992
hafa tekjur Júliusar hækkað um ríf-
lega hundrað þúsund krónur á mán-
uði. Fast á hæla hans kemur Þórður
Harðarson lyflæknir með 694 þúsund
krónur á mánuði.
Athygh vekur að Ólafur Ólafsson
landlæknir og Matthías E. Halldórs-
son aðstoðarlandlæknir eru langt
undir meðaltekjum þeirra lækna
sem úttektin nær til. Tekjulægstur í
úttektinni reyndist hins vegar Einar
Thoroddsen, háls-, nef- og eyrna-
læknir, með 291 þúsund krónur á
mánuði. Munurinn á hæstu og
lægstu mánaðartekjum reyndist
hvorki meiri né minni en 654 þúsund
krónur.
Hitaveita Suðumesja:
umhverfisátak
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum:
Hitaveita Suðumesja hefur stað-
iö í miklum framkvæmdum við
vannaorkuver sitt i Svartsengi en
þar er verið að fegra umhverfi veit-
unnar hæði utan sem innan dyra.
Móttökusalurinn hefur verið
glæsilega endurnýjaður en þar
kemur fjöldinn aUur af gestum ár-
lega til aö kynna sér stööina. Kostn-
aðurinn við þessar umhverfisfram-
kvæmdir er nálægt 40 milljónum
króna en fyrirtækið mun fagna 20
ára afmæU sínu í desember næst-
komandi.
Tekjur lækna
— mánaóartekjur í þúsundum króna á árinu 1993
291 Einar Thoroddsen, háls-, nef- og eyrnalæknir
324 Víkingur Arnórsson barnalækftir
329 Höröur Þorleifsson augnlæknír
330 Ellen Mooney húösjúkdlæknif
: ? 1 I •: |
331 Jón Kr. Jóhannsson tryggingalæknlr
335 Matthías E. Halldórsson aöstoöar landlæknir
i "I. . I I I
349 Stefán Ó. Bogason tryggingaiæknir
!. j I i
349 Olafur Ólafsson landlæknir
l . t l í. .
372 Jón Guögeirsson húösjúkdlæknir
l l. : l : I .. I
372 Gunnlaugur J. Snædal kvensjukdlæknir
i i : i i - . f- ■
401 Tómas Helgason geölæknir |
420 Gunnar Sigurösson lyflæknir
428 Gunnar Gunnlaugsson skurðlæknir
i i 1 I I
459 Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrna æknir
469 Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir
! i i i I
480 Ingimundur Gíslason augnlæknir
I I í I I
617 Grétar Sigurbergsson geölæknir
l I I s. I t l
835 Jónas Hallgrímsson, prófessor í meinafræöum
651 Atli Þór Ólason bæklunarlæknir
I I I I I i !
088 Einar Stefánsson augnlæknir
i . i r-a»i .1 i -1?
694 Þóröur Harðarson lyflæknir
i : .....1 í I I . I - - -
695 Júlíus Valsson tryggingalæknir
í í l . l i i i
783 Gunnlaugur Geirsson réttariæknir
i .11 i l í í l
945 Björn Onundarson tryggingalæknir
I II I I i I I
0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000
I dag mælir Dagfari
Áttum sigurinn vísan
íslenska þjóðin beið spennt um síð-
ustu helgi. Það var að vænta góðra
tíðinda úr ýmsum áttum. Af Sval-
barðasvæöinu biðu menn eftir
fregnum af þorskastríðinu eftir að
óvígur togarafloti landsmanna
sigldi þangað þöndum seglum. Af
Evrópumeistararamótinu í frjáls-
um íþróttum í Helsinki var beðið í
ofvæni eftir árangri íslensku kepp-
endanna, sem allir höfðu getið sér
gott orð áður en keppnin hófst. Og
frá Locamo var reiknað með þeim
fréttum að Friðrik Þór Friðriksson
sópaði til sín verðlaunum með Bíó-
dagana sína.
Ekkert af þessu rættist. Flotinn
sneri sér að veiðum á nýjan leik
og flúði í Smuguna. Það voru sár
vonbrigði enda hafði átt sér stað
hálfgerð herkvaðning í togaraflot-
anum og menn höfðu dagana á
undan unnið stórkostlegan sigur á
Norðmönnum, þegar þeir gáfust
upp við það að halda Hágangi II.
og gera aflann upptækan. Sigurinn
var slíkur að þeim Hágangsmönn-
um var fagnað sem þjóðhetjum viö
komuna heim og ein fréttastöðin lét
þess getið að Anton Ingvason stýri-
maður og haglabyssuskotmaður
væri ókvæntur maður. Það mátti
skilja sem ábendingu til kvenþjóð-
arinnar að nú bæri vel í veiði þegar
slíkt ofurmenni gengi laust.
En sem sagt. Enginn sigur í Sval-
barðadeilunni því aö útgeröar-
menn sendu skipin í Smuguna og
fóru að veiða aftur. Þaö var nú ljóti
misskilningurinn. Haglabyssumar
voru klárar, varðskipin voru klár
pg Norðmenn höfðu uppgötvað að
íslendingar réðu yfir ofurvindum,
sem Norðmenn ættu ekkert svar
við. En þessum vopnabúnaði var
ekki beitt á Svalbarðasvæðinu og
norska strandgæslan greip í tómt
þegar hún hélt að nú væri hennar
Waterloo runnið upp.
íslendingar sendu úrvalssveit
íþróttafólks á Evrópumeistaramöt-'
iö í Helsinki og þar voru helst
bundnar vonir viö kastarana okk-
ar. Vésteinn Hafsteinsson hefur
verið í fremstu röð kringlukastara
og Pétur Guðmundsson varð fyrst-
ur í undankeppninni.
Eitthvað hefur komið fyrir þá fé-
laga þegar til sjálfrar keppninnar
kom því að Vésteinn náði ekki einu
sinni í úrslit og Pétur varð sjöundi
þegar á hólminn kom. Þetta hefur
áreiðanlega ekki verið þeim sjálf-
um að kenna, heldur aðstæðunum
eða þá að þeir hafa verið illa upp-
lagðir, en það er einmitt akkilesar-
hæll íslenskra íþróttamanna að
þeir eru afar óheppnir á stórmót-
um, hvaö þeir eru alltaf illa upp-
lagðir þegar stóra stundin rennur
upp.
Það gengur hara betur næst.
Friðrik Þór kvikmyndaframleið-
andi sem var næstum því búinn að
vinna til óskarsverðlauna í fyrra
eða hittiðfyrra, fór með Bíódagana
sína á kvikmyndahátíðina í Log-
amo. Myndin fékk gífurlega góðar
viðtökur og vakti langmesta at-
hygli hátíðargesta en af einhveij-
um dularfullum ástæðum þótti
dómurum myndir frá írak hafa
tekist betur heldur en Bíódagamir.
Þetta voru sár vonbrigði hér heima
og helsta fréttaefniö að Bíódagar
hefðu ekki fengið verðlaun, eins og
það væri sjálfgefið fyrirfram aö
myndin fengi verðlaun.
Þessi úrsht komu Friðriki Þór
hins vegar ekki á óvart. Hann
þekkti dómarana og það var þeim
að kenna aö myndin fékk ekki
verðlaun. Það var ekki myndinni
að kenna heldur dómurunum. Má
segja að aðstæður hafi verið svip-
aðar hjá Friðriki Þór og þeim á
Svalbarða og hinum í Helsinki að
þær gáfu ekki tilefni til góðs árang-
urs. Islendingarnir ákváðu að bíða
átekta og auðvitað getur maður
ekki reiknað með að fá verðlaun
fyrir bestu myndina, ef dómarar
em á móti myndinni og hafa betri
smekk fyrir bíómyndum frá írak
heldur en bíódögum frá Reykjavík.
Hvað þá ef menn eru illa upplagðir
eins og í Helsinki.
Svona er þetta nú einu sinni að
það eru ekki alltaf jóhn og við get-
um ekki ahtaf sigrað. Það gera að-
stæður og dómarar og meira fiskirí
annars staðar. Ekki hitt, að við sé-
um ekki nógu góðir eða séum ekki
thbúnir th að taka við verðlaunum.
Það er ekki vandamálið. Við voram
í rauninni bestir og áttum sigurinn
vísan, hvort heldur á Svalbarða,
Helsinki eða Locarno. Þaö kemur
bara næst.
Dagfari
I
i
I