Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 15 Kjallaiinn Dr. Hannes Jónsson tyrrv. sendiherra aðilar að fjölda fjölþjóðastofnana. Ég nefni aðeins nokkur dæmi: Á árinu 1947 gerðumst við aðilar að OEEC sem breytt var í OECD í París 1961. Síðan 1949 höfum við átt aðild bæði að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu og að RÖSE síðan 1974. Við gerðumst aðilar að EFTA1970, Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Alþjóöabankan- um 1945, Alþjóöalánastofnuninni 1956, Alþjóðaframfarastofnuninni vægari en bæði ESB og Norður- landaráð. Að tala um einangrun þótt við gerumst ekki aðilar að 12-ríkja (jafnvel 18) hópi gamalla nýlendu- ríkja á hinum litla skaga Vestur- Evrópu á heimskortinu, þótt Norð- urlöndin fari þangað, er hreinn aulaskapur í Ijósi staðreyndanna um fjölþætta aðild okkar að mikil- vægari stofnunum. Og hverjum dettur svo í hug að „Þannig erum við t.d. aðilar að stærstu alþjóðastofnunum heims, Sameinuðu þjóðunum, með um 180 ríkjum, svo og sérstofnunum þeirra...“ Aðild að fjölþjóðastofnunum Til viðbótar erum við fullgildir 1961, GATT 1964 og þannig mætti lengi telja. Öll eru þessi alþjóða- og fjölþjóðasamtök stærri og mikil- Sviss sé einangrað þótt það hafnaði aðild að bæði EES og ESB? Dr. Hannes Jónsson Einangrunarsífrið Utanríkisráðherra hélt fyrirlest- ur í skrifstofu sendiráðs ESB í Bonn 14. júlí sl. Þar boðaði hann m.a. að langtímahagsmunir íslands væru best tryggðir með aðild að ESB. í umræðum, sem á eftir fóru, var hann beðinn að nefna helstu kosti og galla aðildar fyrir ísland. Helsta gallann sagði hann vera að við þyrftum sennilega að greiða meira til ESB en við fengjum úr sjóðum þess. „Stóri kosturinn er sá,“ sagði hann, „að með inngöngu komumst við hjá einangrun," hafði Mhl. eftir honum. Hvar er maðurinn staddur á jarðkúlunni? Veit hann ekki að við höfum allt lýðveldistímabilið verið utan ESB, EBE og EB án minnstu einangrunar? Þessi einangrunarvaðall er eft- iröpun á þessari áróðursklisju tals- manna ESB að ríki utan bandalags- ins einangrist. Gefið er í skyn að aðild eða ekki aðild að þessum 12 ríkja samtökum ráði einangrun eða virkri þátttöku Evrópuríkja í hinu alþjóðlega samfélagi hðlega 180 ríkja. - Hafa menn heyrt aðra eins vitleysu? Eðli ríkjasamskipta Grundvöhur allra ríkjasam- skipta er tvíhliða samskipti. Ríki viðurkenna fuhveldi og sjálfstæði hvert annars með þvi að taka upp gagnkvæmt stjórnmálasambandog skiptast á ambassadorum eða fuU- trúum. íslenska lýðveldið hefur nú tvíhliða samband við yfir 100 ríki. Þessi tvíhUða samskipti eru lykl- amir að samskiptum ríkja og hags- munagæslu þeirra í hinu alþjóð- lega ríkjasamfélagi. Þessu til viðbótar kemur fjöl- þjóðadiplómati vegna samstarfs ríkja í vaxandi fjölda fjölþjóða- og alþjóðastofnana. Þannig erum við t.d. aðilar að stærstu alþjóðastofn- un heims, Sameinuðu þjóðunum, með um 180 ríkjum, svo og sér- stofnunum þeirra, eins og t.d. Efna- hagsnefnd S.Þ. fyrir Evrópu. í því samstarfi höfum við beinan aðgang að hverju einasta aðildarríki. Það er því hreinn aulaskapur að tala um einangrun okkar á alþjóðavett- vangi þótt við gerðumst ekki aðilar að ESB. „íslenska lýðveldið heíur nú tvíhliða samband við yfir 100 riki,“ segir dr. Hannes m.a. í greininni. Varúð! Gönguskór skemma landið Löngum hefur það verið vélvædd útivist sem hefur verið mesta áhyggjuefni róttækra náttúru- verndarsinna. Á ég þá einkum við ferðir á jeppum og fleiri farartækj- um auk þess sem skotveiðar og þess háttar er mörgum þyrnir í augum. En nú er svo komið að fjöldi gangandi fólks og hjólreiða- fólks úti í náttúrunni er orðinn vaxandi áhyggjuefni víða um lönd. Fjöldatúrismi í fjölmennum og þéttbýlum lönd- um Mið- og Vestur-Evrópu hefur aldrei þótt neitt tiltökumál þótt margmennt væri í almennings- görðum og á náttúruverndarsvæð- um. Mið-Evrópubúar eru vanir fjölmenni og því að vera innan um margt annað fólk. Bandaríkjamenn eru aftur á móti vanir því að geta farið um víðáttumikla þjóðgarða sína án þess að hitta aUt of margt fólk og þannig höfum við íslending- ar einnig viljað hafa það í okkar óbyggðum. Nú er þetta að breytast. í nýlegri grein í Newsweek er greint frá vandamálum fjöldatúrismans. Færri komast t.d. að en vilja til að labba um í þjóðgörðum í þeim til- vikum sem gista þarf í göngutjaldi dagleið eða meira frá ytri mörkum garðsins. Fyrir 23 árum þurfti hvergi að panta sUka gistingu fyrir- fram; nú í ár eru það 78 staðir sem Kjallariim Ingólfur Ásgeir Jóhannesson uppeldisfræðingur og fyrrum landvörður hafa bókunarkerfi á þessari þjón- ustu. í Newsweek er einnig bent á að Uklega þyki fæstum mikið til trjáa og runna koma ef annað ferðafólk er að þurrka fotin sín á þeim. En við slíku má þó búast þar sem margir eru á ferð. Og spyija má hvort sé alvarlegra að höggva tré til timburframleiðslu eða troða það til dauða með því að traðka á rótum þess. ísland er viðkvæmt Aðstaða til útivistar er ekki nógu góð á íslandi og of lítið hefur verið gert til að fólk geti notið náttúru og útivistar á friðlýstum svæðum eða annars staðar. Göngustígar eru stuttir og lélegir og litlu fjármagni virðist veitt til gerðar fleiri og betri stíga. Og ef ekki væri fyrir starf íslenskra og breskra sjálfboðaUða- samtaka væri ástandið enn þá lak- ara. Mér var nýlega bent á það af göngufólki að gönguskór skemmi landið. Ekki var það nú svo að ég hafi aldrei tekiö eftir mínum eigin sporum á viðkvæmum söndum eða í mosa. En þá fyrst kárnar gamanið þegar tugir og hundruð ferðafólks fara sömu slóðimar: þá markar í landið. Raunar voru það tugþús- undir á hverj u ári sem grófu djúpar skorur í friðlýsta gervigíga á Skútustöðum í Mývatnssveit með því einu að labba upp á Rófugerðis- hóUnn. Nýja þjóðargjöf! Eg legg til að jafnvirði þjóðhátíð- ar á Þingvöllum verði varið í gerð göngustíga um landið, vandaðra stíga sem þola þúsundir göngu- skópara og nokkur hundruð fjalla- hjól á hveiju ári. Ég veit ekki hvað 80 eða 100 miHjónir hrykkju langt en þær dygðu í startið. Þetta er líka landnýtingarspurs- mál. Fólk getur ekki lengur búist við því að fá að vera eitt síns liðs úti í náttúrunni, heldur þarf að skipuleggja landnýtingu með það í huga að jafna aðstöðu fólks til að njóta náttúru sem jafnframt má ekki eyðileggja. Ný þjóðargjöf í formi göngustíga væri skref í þá átt. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson „Eg legg til að jafnviröi þjóðhátíðar á Þingvöllum verði varið í gerð göngu- stíga um landið, vandaðra stíga, sem þola þúsundir gönguskópara og nokk- ur hundruð fjallahjól á hverju ári.“ Meðog Kraftaverkalækningar Aðferðir Meistarans „Eg er hlynntur kraftaverka- samkomum sem boða mönnum Jes- úm Krist krossfestan, upprisinn og dýrlegan Snorri Óskarsson frelsara. Sem safnaöarhirðir. lænsvemn hans á ég að leggja hendur yfir sjúka, smyrja þá með oliu og biðja fyrir þeim. Þetta er svið trúarinn- ar sera reiknar með hjálp heilags anda. Ég er kristinnar trúar og verð því að vera hlynntur aðferð- um Meístarans frá Nazaret. Ég fagna kraftaverkasamkom- um sem leiða íslendinga frá Ný- öld, miðlum og frosinni „heföa- trú“. Trúarlíf er í eðli sínu utan marka vísinda og skynsemi því öll þekking manna hefur ekki enn sannað né afsannað tilvist lifandi Guðs. Ennþá er því leið trúarinn- ar hinn djúpi farvegur blessunar og lækningar sem Guð notar til að sýna elsku sína á manninum. Ég er þakklátur fyrir krafta- verkasamkomm- sem opna fyrir hönd Guðs og leysa manninn frá hugarfarslegum sem likamlegum sjúkdómum. Sefjun, tilíinningasemi eða of- stæki er lýsing á mannlegum þáttum og án þeirra erum viö ekki eðlilegir menn. Jesús Krist- ur vinnur sitt verk þrátt fyrir það hvernig við erum samsett. Af ávöxtunum skulum við dæma samkomurnar. Kraftaverkasam- komur, guðfræði, læknisfræöi og sálfræði eiga samleið með aö efla góða ávexti, likamlega sem hug- arfarslega. Fótur vex ekki _ mt r ■ V „Hugur og Iíkami eru nátengd fyrir- bæri. Fólk þekkir svita í lófum, kvíöa, jafnvel niður- gang fyrir próf eða við að byrja í nýrri vinnu. son adstoöarland- lasknir. Þáfinnurfólk meira fyrir verkjaseiðmgi þegar það er þrey tt eða illa fy rirkallað. Fólk sem á við félagslega erfið- leika að stríða, s.s. atvínnuleysí, einangrun og fátækt, fær fremur sjúkdóma en þeir sem búa við sæmileg kjör. Heilbrigði er þann- ig samsett úr líkamlegum, and- legum og félagslegum þáttum og hver hefur áhi'if á hinn. Kraftaverk eru til ef átt er viö þaö að hafa áhrif á líkamleg óþægindi með breytingu á and- legu ástandi. Þvi miður er þessi andlega vellíðan oft tímabundin og einkenni um líkamleg óþæg- indi koma gjarnan fram á ný. Kraftaverk íþeim skilningi aðt.d. fótur, sem tekinn var af, vaxi á ný eru ekki til - þvi miður. Trúarbrögð geta vafalaust auk- ið fólki heilbrígði með því að auka því hugarró en upphlaup og skrípalæti þar sem trúarofstæki á í hlut eru ekki til þess fallin að bæta nokkurn til frambúðar. Samkvæmt lögum telst það til skottulækninga ef sá sem ekki hefur til þess leyfi býöst til að taka sjúklinga til lækninga. Al- varlegast er þegar fólk býður augljóst heilsu- eða ijárhagstjón af meðferðinni og þegar viðkom- andi skottulæknir ráðleggur fóiki að leita ekki til lærðra lækna eða breytir meðferð þeirra."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.