Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 25 Fréttir Gíslastaðir í Hvítá: 13 ára veiddi 13 punda lax Hann Sigurbjörn Gestur Sæv- arsson, sem er 13 ára, átti eftir- minnilegan veiðidag á Gísla- stööum fyrir skömmu. Hann var þarna við veiðar ásamt íleirum og hafði sett á Tóbý svartan en festi skömmu seinna og sleit hann af. Hann setti þá á Lippu spún, sem veiðst hefur mjög vel á, og viti menn; það tók lax þennan spún hjá honum í öðru kasti. Sigurbjörn glímdi við fiskinn og landaði honum skömmu seinna. Baráttan stóð stutt enda kokgleypti laxinn. Maríulaxinn var kominn á land og það skemmtilega við þetta er að veiðimaðurinn er 13 ára og maríulaxinn var 13 pund. „Við höfum selt á milli 350 og 400 svona Lippu spúna í sumar. Þessi tegund er rauð og veiði- menn virðast veiða vel á hana,“ sagði Lárus S. Guðjónsson í Veiðibúð Lalla í Hafnarfirði í gærkveldi þegar við spuröum um þennan ákveðna spún. Sigurbjörn Gestur Sævarsson, 13 ára, með 13 punda mariulaxinn nokkrum minútum eftir löndun. DV-mynd Sævar Sigurður Friðriksson frá Siglufirði með tvo nýveidda úr Flókadalsá. DV-mynd Örn Ágæt bleikjuveiði í Flókadalsá fremri Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Ágætlega hefur veiðst í Flóka- dalsá fremri síðustu vikurnar og hafa margir náð að veiða kvótann sem er 30 bleikjur á stöng yfir dag- inn. Flókadalsá fremri er áin fram- an Flókadalsvatns en í henni veið- ist nær eingöngu silungur og hefur áin oft verið með fengsælh bleikju- ám á landinu. í sumar gekk mjög seint í ána og byrjaði vart að veið- ast fyrr en um miðjan júlí. Um 25. var hins vegar kominn mikill fisk- ur í ána og síðan hafa margir náð að veiða 30 fiska yfir daginn en það er sá afli sem leyft er að veiða á stöng. Tvær stengur eru í ánni á dag. Flókadalsáin er eftirsótt af sil- ungsveiðimönnum, útivistarfólki og náttúruunnendum. Flestirbestu veiðistaðir eru framan byggðar í dalnum og nokkurt labb að Kraka- vallafossinum sem er besti veiði- staðurinn í ánni. Þarna er því mik- il kyrrð og einkar friðsælt en shkar aðstæður virðast eftirsóttar, ekki síst af þéttbýhsbúum sem margir sækjast eftir kyrrð og einveru fjarri alfaraleið. Veiddu 25 laxa í Norðurá „Norðurá er með í kringum 1520 laxa á þessari stundu, sýnist mér. Síðasta holl veiddi 30 laxa en stjómarhollið 25,“ sagði Hahdór Nikulásson, veiðivörður í Norðurá í Borgarfirði. Norðurá hefur ennþá forystuna en Þverá sækir fast á og munar ekki nema 30-40 löxum. Véiðivon Gunnar Bender „Ef það kæmi rigning gæti veiðst vel í Norðurá og Þverá núna undir lokin; fiskurinn er fyrir hendi,“ sagöi veiðimaður sem var aö koma úr Borgarfirðinum. Meðlimir í stjóm Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur voru að koma úr ánni fyrir fáum dögum og höfðu veitt 25 laxa sem er minna en oft áður. Þetta er annar veiðitúr þeirra í Norðurá á þessu sumri en með þeim í þessum seinni veiðitúr sum- arins voru einnig nokkrir gestir. Úr Hörðudalsá í Dölum eru komnir 13 laxar á bilinu 5 til 12 pund og 280 bleikjur trá 1 upp í 3 pund. Verðið hefur nú verið lækkað úr 11 í 9 þúsund. Á myndinni er Ingþór Kárason að dást að veiðinni hjá pabba sínum, Kára Jóhannssyni frÁ Akranesi. Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Það var blíðskaparveður á sunnudaginn þegar hópur fólks safnaðist saman á Ingólfstorgi þar sem lagt var af stað í Jésúgöngu. Fólkið gekk saman í nafni Jesú Krists og naut um leið útiverunnar og félagsskaparins. íbúar við Þingholtsstræti í Reykjavík héldu svokahaða miðsumarshátíö í bakgarði við í húsinu nr. 33 sl. laugardagskvöld. Mikið fjör var og dönsuöu gestir fram eftir allri nóttu, gæddu sér á vöfílum og nutu góða veðursins. TOkyimingar Félagsstarf aldraðra í Gerðu- bergi Á morgun, fimmtudag, kl. 10.30 verður helgistund í umsjón Ragnhildar Hjalta- dóttur. Kl. 12 hádegishressing. Vinnu- stofur og spilasalur opin. Kl. 15 kaffitími. i næstu viku er fyrirhuguð berjaferð, frekari upplýsingar í s. 79020. Tjarnarkvartettinn Tjarnarkvartettinn heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík á Sóloni íslandusi í kvöld kl. 21. Kvartettinn flytur aht sitt efni án undirleiks. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög, madrigalar, leikhústónlist, djass og dægurlög. Skáldið sem sólin kyssti í tilefni þess að 90 ár eru Uöin frá fæð- ingu Guðmundar Böðvarssonar skálds hafa æviminningar hans, skráðar af Silju Aðalsteinsdóttur, verið gefnar út. Bókin verður kynnt á samkomu í Hótel Borgar- nesi 28. ágúst nk. Tombóla Sandra, Anita, Sólveig og Tinna héldu tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuöu 2075 kr. Tombóla Andrea, Þórhalla, Sandra og Þórir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuöu 1426 kr. Tapað fundið Úlpa tapaðist Laugardaginn 20. ágúst sl. tapaðist blá, síð úlpa í Norræna húsinu. Bak úlpunnar er áletrað orðunum Falcon Sport. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í s. 17030. , Hringur glataðist Módelhringur úr silfri tapaðist á snyrt- ingunni í Húsasmiðjunni, Skútuvogi, föstudaginn 12. ágúst. Finnandi er vin- samlega beðinn að skila hringnum í upp- lýsingabás Húsasmiðjunnar í Skútuvogi. Viðskiptalífið í hnotskurn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.