Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 28
 oo 28 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 Halldór Blöndal. Ekkert at- hugavertvið að bændur selji beint „Ég hef hug á því aö opna leiðir fyrir bændur til að selja afurðir sínar beint til neytenda. Þetta tíðkast viða erlendis enda ekkert athugavert við það. Þetta mundi efla íslenskan landbúnað til muna,“ segir Halldór Blöndal í DV. Uppákomur þessar eru stórhættulegar „Ég er alltaf mjög tortrygginn þegar svona lagað ber á góma. Mikið af lágkirkjulegum heittrú- arhreyfmgum eru í mínum huga stórhættulegar og afvegaleið- Ummæli andi. Því miður er það svo að oft eru það annarleg sjónarmið sem ráða ferðinni," segir Geir Waage, formaður Prestafélagsins, í DV. Fólkið dansaði og ældi „Það er óhætt að segja að það hafi allt orðið vitlaust á sýning- unni. Fólk söng, dansaði og ældi og allt var útbíað," segir Björn Árnason um áhrif sýningar á Woodstock í Sam-bíóunum. eldrarhalda landsfund Samtökin Heimili og skóli munu um næstu helgi halda landsfund foreldra grunnskóla- barna í Reykholti i Boi'garfirði. Þar munu foreldrar ræða saman um böm, uppeldi og siðast en ekki síst skólamál sem snerta hverja barnafjölskyldu níu mán- uði á ári i ein 10-15 ár. Þau sera halda erindi eru Sigriður Hall- dórsdóttir hjúkrunarfræðingur, Fundir Jóhann Ingi Gunnarsson sál- fræðingur og sr. Þorvaldur Karl Helgason hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Heimili og skóla í síma 627475. Lært að sitja fyrir framan Ijósmyndavélina Dagana 27.-28. ágúst standa Mód- elsamtökin fyrir námskeiði fyrir stúlkur og pUta, fjórtán ára og eldri, þar sem kennt verður aö sitja fyrir framan ljósmyndavél- ina. Ijósmyndari verður Gústav Guðmundsson sem hefur starfaö i Kanada og hefur mikla reynslu i tiskuþósmyndun. Allir þátttak- endur fá tvær stækkaðar myndir. Oftheyrist Hann tefldi á tæpasta vað. Rétt væri: Hann lagöi á tæpasta vað. Eða: Hann tefldi á tværhætt- Skúrir suðvestanlands Austlæg átt, stinningskaldi sums staðar við suðurströndina en annars gola eða kaldi. í dag verður dálítil Veðrið í dag súld eða rigning með köflum suð- austan til á landinu, á Austfjörðum og vestur með suðurströndinni. Suð- vestanlands verða skúrir en skýjað og að mestu þurrt í öðrum landshlut- um. Veður fer lítið eitt hlýnandi um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan og norðaustan gola eða kaldi og smáskúrir í dag en suð- austan gola eða kaldi og súld eða rigning í nótt. Hiti verður á bilinu 10 til 16 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.13 Sólarupprás á morgun: 5.48 Síðdegisflóð í Reykjavík 20.23 Árdegisflóð á morgun: 8.39 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 7 Akumes alskýjað 12 Bergsstaðir þoka 6 Keíla víkurílugvöllur súld 10 Kirkjubæjarklaustur skúrás. kist. 10 Raufarhöfn léttskýjað 8 Reykjavík úrkomaí grennd 11 Stórhöfði rigning 10 Bergen léttskýjað 13 Helsinki skýjað 12 Kaupmannahöfn hálfskýjað 16 Berlín skúr 15 Feneyjar þokumóða 22 Frankfurt þrumuveö- ur 19 Glasgow skýjað 13 Hamborg þrumuv. á s. klst. 16 London léttskýjað 13 Nice skýjað 22 Róm léttskýjað 25 Vín skýjað 18 Washington heiðskírt 15 Nuuk þokaí grennd 6 Þrándheimur léttskýjað 12 Vilborg Gunnarsdóttir, framkvaemdastjóri islenska dansflokksins: „Þetta er spennandi og lifandi starf, ég var sjálf í ballett sem bam og þekki því nokkuð til, auk þess sem ég hef alltaf haft áhuga á leik- húsi og má segja aö í starfinu teng- ist þetta tvennt, listaheimurinn og viðskiptaheimurinn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir sem ráðinn hefur Maður dagsins verið framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins frá 1. september. Vil- borg er viðskiptafræðingur og starfaði áður hjá skattstjóranum í Reykjavík. Skyldí ekki vera mikill munur á að starfa hjá skattstjóranum og hiá íslenska dansflokknum. „Það er reginmunur á. Hér starfa ég innan um fólk og hitti margar persónur daglega. í starfi minu hjá hjá skatt- stjóranum sat ég ipni á skrifstofu og var roeira í ópersónulegu sam- Vilborg Gunnarsdóttir. bandi við fólk, og sendi út óvinsæl bréf.“ Vilborg sagði að mikiö starf væri fram undan. „Víð erum að und- irbúa danshöfundakvöld sem verð- ur í Tjarnarbíói. Fyrir þá sýningu semja þrír ungir höfundar nýja dansa: Lára Stefánsdóttir, Hany Hadya og David Greenall. í þessum dönsum er tekið á ýmsum þáttum og má geta þess að í dansi Davids Greenalls er komið inn á alnæmi." Vilborg sagði aðspurð að dans- flokkurinn þy rfti að sniða sér stakk eftir vexti, fjárráðin væru tak- mörkuð en þó væri nokkuð um verkefni i vetur, meðal annars yröu dansararnir þátttakendur í tveim- ur söngleikjauppfærslum á vegum leikhúsanna, Kabarett og West Side Story, og síðan yrði stór klass- isk sýning í vor í Þjóðleikhúsinu: „Þaö sem þarf að berjast fyrir er að fá aukið fjármagn frá ríkinu svo hægt sé reka dansflokkinn sóma- samlega." Vilborg sagði aö áhugamál henn- ar tengdust öll leikhúsi og dansi. Vilborg er gift Lárusi Bjömssyni, ljósameistara Borgarleikhússins, og eiga þau tvær dætur. Myndgátan Lausn á gátu nr. 999: á Síðari leikur IA gegn velska lið- inu Bangor í Evrópukeppni fé- lagsliða verður í kvöld uppi á Skipaskaga og hefst hann klukk- an 18,00. IA-liðið, sem er svo gott Iþróttix sem búið að tryggja að íslands- meistarabikarinn verði áfram á Akranesi, vann fyrri leikinn 2-1 og á því mikla möguleika á að komast áfram í keppninni. Akra- nesliðið er sterkt um þessar mundir og ef allir bestu liðs- mennimir verða með ættu þeir að geta unnið auðveldlega. Nú fer að liða að sveitakeppni 1 golfi en þessi umfangsmikla golfkeppni fer fram á þremur golfvöllum um næstu helgi, 1. deildin Ieikur á Grafarholtsvelli, 2. deild á Helíu og 3. deild á Eski- firði. Mótið stendur i þrjá daga og hefst á föstudag. Skák Á opna alþjóðlega mótinu í Gausdal á dögunum kom þessi staða upp í skák rússneska alþjóðameistarans Tregubov frá ísrael, sem hafði hvitt og átti leik, og Kraidman. Hvítur leikiu' og vinnur: 38. Hh6!! og svartur gafst upp. Ef 38. - Dxd4 39. Hxh7 +! Kxh7 40. Dg6 + Kh8 41. Dh5+ Bh6 42. Dxh6 mát. Jón L. Árnason Bridge Um gang sagna og úrspilsins gilda ákveðnar reglur sem eiga að tryggja það að allir hafi jafnan rétt við spilaborðið. Þó finnast hér og þar göt í lögunum sem annar aðilinn getur hugsanlega notfært sér, sinni hhð til hagsbóta. Hér er eitt dæmi úr spili sem kom fyrir í keppni í Noregi. Sagnir gengu þannig, vestur gjaf- ari og NS á hættu: * K5 V 7542 ♦ 4 + 986532 ♦ DG109642 »3 ♦ 7 + DG107 N V A S * 73 V ÁKDG106 ♦ G652 + 4 Féflettir Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki * Á8 V 98 ♦ ÁKD10983 + ÁK Vestur Norður Austur Suður 34 Pass 4? 5* P/h Eins og sést á spilunum byggjast 5 tiglar á því að svína fyrir tígulgosann fjórða hjá austri. Vestur spilaði út einspili sínu í hjarta, austur drap á tíuna og spilaði síðan hjartaás. Suður trompaði með tíg- ultíunni!? og vestur henti spaða. Norður spurði suður hvort hann ætti ekki neitt hjarta og suður sagði: „Ó, fyrirgefðu, ég sé það núna að ég á hjarta á höndinni. En með bragði sínu gat sagnhafi séð að vestur átti ekki tígulgosann. Því er auð- velt mál fyrir hann að spila sig inn á blindan og taka svíninguna í tígh. Um litarsvik sagnhafa ghda allt aðrar reglur en htarsvik hjá vöminni. LitarsvikaspU sagnhafa verður aldrei refsispU og því virðist sem sagnhafi geti hagnýtt sér þessa brotalöm í lagakerfinu. En á móti kemur að keppnissijóri hefur leyfi og rétt tU þess að breyta niðurstöðu spUs ef hann telur að spUari hafi hagnast í spU- inu á ólöglegan hátt. TU viðbótar má bæta þvi við að ef sagnhafi hefði ekki svikið Ut og austur hefði spilað hjarta þriðja sinni hefði sagnhafi væntanlega trompað með tíunni og staðan komið í Ijós. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.