Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT 8. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Skyndibitakra fta verk Vestur í Bandaríkjunum reka margvíslegir sértrúar- söfnuðir sérstakar sjónvarpsstöðvar og draga þar fram svokaUaða trúboða sem predika orð Guðs með áköllum, hrópum og hávaða. Þessir menn eru fæstir guðfræðingar að mennt heldur sjálfskipaðir útverðir Drottins og segj- ast hafa það til brunns að bera að geta framkaUað krafta- verk. Syndugir og sjúkir eru leiddir í hálfgerða dáleiðslu og tilbeiðslu og áður en varir eru fyrrgreindir sjónvarps- predikarar orðnir að hálfguðum og frelsurum í augum safnaðarmeðhma. Og raka saman fé í krafti boðskapar- ins. Einn þessara hálfguða, Benny Hinn að nafpi, sótti ís- land heim nú í vikunni fyrir forgöngu Fíladelfíusafnaðar- ins og hvorki meira né minna en fjögur þúsund manns fylltu íþróttahúsið í Kaplakrika til að hlýða á predikun- ina. Einkum virtist þó mannsöfnuðurinn mættur til að fá bót meina sinna hjá kraftaverkamanninum. Ekki skal gert lítið úr trúaráhuga þeirra sem stóðu að samkomunni né heldur þeirra sem þangað mættu. Fíladelfíusöfnuðurinn á íslandi er virtur og vel þekktur söfnuður hér á landi og vammlaus í sinni trú. Eflaust er Benny Hinn trúaður og góðhjartaður maður og sagt er að samkoman í Kaplakrika hafi verið ólík þeim messu- gjörðum sem tíðkast hér á landi. Enda verður því ekki logið upp á þá Bandaríkjamenn að þeir kunni ekki að troða upp. íslenska kirkjan mætti margt læra af kirkju- starfi fyrir vestan. Yfirþyrmandi sorgar- og hátíðarblær yfir venjulegu messuhaldi á íslandi er flestu venjulegu fólki torskilinn og fráhrindandi. Hvers vegna þurfa trúar- athafnir alltaf að vera svo drungalegar og alvarlegar að enginn megi þar hósta né brosa? Á ekki trúin að vera til gleði og uppörvunar? En margt má á milli vera og skammt öfganna á milli og erfitt að gera það upp við sig hvort betur eigi við, hlátur eða grátur þegar sýnt er frá því hvar fólk í hjóla- stólum og alvarlega sjúkt fólk mætir til trúarsamkomu hjá hinum bandaríska sjónvarpspredikara í von um kraftaverk. Fólk fær ekki lækningu á sjúkdómum sínum eða mein- um með áköllum til Guðs í himnum. Og það fær ekki neina bót á eymslum eða meiðslum með snertingu frá Benny Hinn, hversu góðviljaður sem hann kann að vera. Hér er að ferðinni loddaraskapur og leikaraskapur sem er því andstyggilegri sem hann hefur einlæga trú fólks að leiksoppi. Saklaust og leitandi fólk er dregið á tálar. Trúin er hins vegar af hinu góða þegar hún felst í andlegum styrk enda eru huglækningar góðra gjalda verðar með öðru og enginn vafi er á því að einbeiting hugar og viljastyrkur ráða miklu um ástand og líðan hvers einstaklings. Vel kann það að vera að einhverjum líði betur 1 ná- vist bænarinnar þegar bandarískur sjónvarpspredikari fer fagmannlega með sín guðsorð á fjöldasamkomum og leiðir viðstadda í trans, alveg eins og menn verða saddir á skyndibitastað. En sá skyndibiti seður ekki hungur til eilííðamóns fremur en kraftaverkin hans Benny Hinn. Sú uppákoma sem átti sér stað í Kaplakrikanum verð- ur ekki tekin alvarlega og er nánast grín ef ekki væri verið að hafa trúna og sakleysið í farteskinu. í ofanálag er fólki gert að greiða í samskotabauka fyrir að fá að taka þátt í dýrðinni. Hvert renna þeir peningar? Benny Hinn hefur hótað því að koma aftur og hver á þá að borga brúsann? Varla ætlar guðsmaðurinn að framkalla kraftaverk fyrir ekki neitt? Ellert B. Schram „ísland hefur mikla sérstööu vegna einhæfni atvinnulifsins og þýðingar sjávarútvegsins,“ segir m.a. í grein Ein'ars. Vegvísir til framtíðar Þaö má segja aö samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæöi hafi verið rökrétt framhald á þeirri braut sem ísland hefur fariö í utan- ríkismálum síöustu áratugina. Um þennan samning var mjög deilt á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Nú eru þessi átök hins vegar aö baki. Þaö er athyglisvert að í allri þeirri umræðu sem hefur fariö fram um kosti og galla ESB-aðildar hefur aldrei bólað á kröfu um aö viö segjum okkur frá EES-samn- ingnum. Þaö hlýtur að segja sína sögu, ekki síður en sú yfirlýsing eins helsta andstæöings EES- samningsins, Steingríms Her- mannssonar, aö „eftir að EES- samningurinn var geröur erum við komnir með viðskiptasamning sem okkur dugar fullkomlega". Liggur á? Undarlegt má þaö heita aö nú er talað þannig aö okkur hggi reiðinn- ar ósköp á viö aö taka grundvall- arákvarðanir um afstöðu okkar til Evrópusambandsins, ESB. Að- stæður hafi breyst svo, er fullyrt, vegna þess aö fjögur EFTA-ríki hyggi nú á inngöngu í Evrópusam- bandið. Nú er þaö svo aö það hefur lengi legið fyrir aö stjórnvöld fjögurra EFTA-ríkja hafa viljaö sækja um aðild aö ESB. Þetta var til dæmis ljóst á meðan við ræddum EES- samninginn. Þess vegna var það eðlilegt að Alþingi samþykkti án mótatkvæða að taka upp viðræður við Evrópubandalagið (síðar ESB) um tvíhliða samskipti þess og ís- lands. Raunar kemur fram í sjálfri ályktuninni að það sé beinlínis gert vegna þess að tilgreind fjögur ríki hyggi nú á aðild að ESB. KjaUariim Einar K. Guðfinnsson alþingismaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á Vestfjörðum Dregið úr stofnanaþættinum Þær aðstæður sem þá ríktu eru til staðar nú. Það er til dæmis alveg jafn óljóst nú og þá hvort þjóðir þessar samþykki aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Raunar er flest sem bendir til þess að Norðmenn hafni ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu nú í haust. För Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra fyrr í sumar til Brussel skýrði margt í Evrópuumræðunni. I mínum huga var það mikilvægast sem þar kom fram aö ráðamenn ESB töldu vel gerlegt að draga úr stofnanaþætti EES-samningsins ef EFTA-ríkin fjögur gengju í ESB. Þar með var endanlega úr gildi fall- in veigamesta röksemdin sem hald- ið var á lofti fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu. Óhugsandi nú Það er ekkert að því að menn velti fyrir sér kostum og göllum ESB-aðildar. En þá mega menn aldrei gleyma því að ísland hefur mikla sérstöðu vegna einhæfni at- vinnulífsins og þýðingar sjávarút- vegsins. Þó allt annaö væri í okkar huga jákvætt við ESB-aðild þá er hún alveg óhugsandi nú meöan sjávarútvegsstefna sambandsins er við lýði. Við háðum öll okkar þorskastríð til þess að tryggja yfir- ráðin yfir fiskimiðum okkar. Því viljum við ekki glata. Þess vegna eru vangaveltur um aðildarumsókn að ESB í einum hvelli gjörsamlega tilefnislausar og fráleitar. Alþingi hefur sagt hug sinn með samningnum um hið Evr- ópska efnahagssvæði og vfija til viðræðna við ESB. Það er vegvísir okkar til næstu framtíðar. Einar K. Guðfmnsson „Þess vegna var það eðlilegt að Alþingi samþykkti án mótatkvæða að taka upp viðræður við Evrópubandalagið (síðar ESB) um tvíhliða samskipti þess og Is- lands.“ Skoðanir annarra Framtak í bændastétt „Sá kraftur sem í bændastéttinni býr kemur eink- ar vel fram þessa dagana í einstæðu framtaki tveggja ijölskyldna bændafólks nyrðra að stofna hlutafélag og efna til glæsilegrar landbúnaðarsýningar sem nú stendur yfir. ... Þetta framtak gefur fólki í sveit og þéttbýli tækifæri til þess að kynnast landbúnaðinum og þeim krafti og þeim möguleikum sem eru í þess- ari grein, þótt erfiðleikar steðji að.“ Úr forystugrein Tímans 23. ágúst. Halaróf uaðgerð olíufélaganna „Allar útskýringar olíufélaganna um að eitt félag- anna hafi tekiö ákvörðun um hækkað verð og hin fylgt samtímis í kjölfarið verka óneitanlega tvímælis á almenning. í fyrsta lagi er skýringin ótrúverðug og í öðru lagi verður þessi halarófuaðgerð að teljast einstæð í vörusölu samkeppnisaðila, hérlendis jafnt og erlendis.... Hvernig má þaö vera að öll olíufélög- in hafa ákveðið að hækka bensínverð samtímis, þrátt fyrir þá staðreynd að cif-verð á bensíni hafi farið lækkandi frá áramótum eins og fram hefur komið í verslunarskýrslum frá Hagstofu íslands?" Úr forystugrein Alþbl. 23. ágúst. Engu að tapa „Það er viðurkennt af Benny Hinn, að ekki lækn- ast allir, sem eftir því leita á samkomum hans. Það er því tómt mál að tala um, að lækningum sé lofað. en hverju tapa þá þeir, sem ekki læknast? Ekki er um aö ræða fjárútlát, því aðgangur er ókeypis. Sjúk- dómurinn er að vísu enn fyrir hendi, en hins vegar verður lækning að teljast ólíkleg, þótt ekki heíði verið sótt samkoman. Það er því erfitt að sjá, hvaða tjón hefur hlotist." Baldur Pálsson í Mbl. 23. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.