Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 29 Kveðskapur Egils á veggjum Kjarvalsstaða. Kveðskapur Egils Skalla- grímssonar Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á kveöskap Egils Skaíla- grímssonar. Egils saga rís hæst í þeim kveðskap sem eignaður er hinni stríðlunduðu hetju. Hann var heiðinn maður en þó prím- signdur á enskri grundu. Hann orti dróttkveðnar vísur sem eru Sýningar með glæsilegustum skáldskap af þeim meiði. Sú braghst var flókin og fólu skáldin merkinguna í tor- skildum kenningum og orða- flækjum. Vísa var ekki skilin nema ratað væri um völundar- hús heiðinnar goðafræöi og flókið líkindamál ráðið. Meðal kvæða eftir Egil Skalla- grímsson eru: Arinbjamarkviða, lofkvæði um góðvin Egils, Son- artorrek, erfikvæði um syni hans, og einnig eru varðveitt brot úr þremur drápum og fjölmargar lausavísur eru eignaðar Agh. Sýning þessi er hður í ljóðasýn- ingum Kjarvalsstaða sem eru unnar í samvinnu við Ríkisút- varpið og hafa verið fastir hðir á dagskrá safnsins síðan 1991. Sýn- ingin stendur til 11. september. Krókódílar hafa verið stærri en þeir eru nú. Dýrinvoru mun stærri í fomöld Krókódílar geta verið ógnvekj- andi en þeir krókódílar sem við þekkjum í dag eru aðeins smá- smíði miðað við þá sem lifðu á tímum risaeðlanna. Stærsti krókódhl, sem þekkist, var Dein- osuchus riograndenis, sem lifði fyrir 75 mihjónum ára á vatna- og fenjasvæðunum þar sem nú er Texas. Hlutar slíks dýrs, sem Blessuð veröldin fundust í Big Bend þjóðgarðinum í vesturhluta Texas, gefa til kynna aö krókódíllinn hafi verið 16 metrar að lengd. Lengsta slangan Lengsta slangan, sem vitað er að hafi lifað á jörðinni, er kyrki- slanga sem kölluð hefur verið Gigantophis garstini og lifði fyrir um 38 mihjónum ára þar sem nú er Egyptaland. Hluti hryggjar og fleiri brot sem fundist hafa benda til þess að slangan hafi verið 11 metra löng. Áður hafði slanga, sem steingerðar leifar fundust af í Mah, verið áætluð 23 metra löng en þegar nánar var að gáð reynd- ist lengdin vera 9 metrar. Stærsti froskurinn Froskar eru ekki stórir í dag en fundist hafa leifar af froskdýri sem lifði fyrir 270 nnlljónum ára í norðurhluta Brasihu og er talið að þessi froskur, sem í mörgu hktist krókódíl, hafi verið 9 metr- ar að lengd. Þjóövegir víðast hvar í góðu ástandi Færð á þjóðvegum landsins er yfir- leitt góð og greiöfært í alla lands- hluta. Á einstaka stöðum eru vega- vinnuflokkar að vinnu og ber þar að Færðávegum gæta varúðar, má nefna að á leiðinni austur á Höfn frá Reykjavík er verið að vinna við leiðina frá Jökulsá að Höfn og einnig við Kirkjubæjar- klaustur. Litlar breytingar eru á vegum á hálendi íslands. Flestar leiðir eru aðeins færar jeppum og fjórhjóla- drifsbOum en þó eru nokkrar vinsæl- ar leiðir opnar öllum bílum og má þar nefna leiðina í Landmannalaug- ar og um Uxahryggi. Hljómsveitin Nl+ hefur verið á faraldsfæti í allt sumar og hefur farið vitt og breitt um landið og leikið í fjölmörgum samkomuhús- um. Hljómsveitin gerir stans í bæn- um um þessar mundir og í gær- kvöldi lék hún á Gauki á Stöng og leikur þar einnig í kvöld. Nl+ var stofnuð snemma á árinu i kjölfar þess að Stjómin hætti. í hljómsveit- inni eru Sigriður Beinteinsdóttir söngkona, Friörik Karlsson gítar- leikari, Guðmundur Jónsson gítar- leikari, Þórður Guðmundsson bas- saleikari og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikarL Tónleikaröðin á Gauk á Stöng heldur síðan áfram og hljómsveitin N1 + fyrir framan rútuna sem ferðast var með f sumar. sem tekur við af N1 + er Rask sem leikur á fimmtudagskvöld og síðan tekur Gaheó við og leikur á fóstu- dags- og laugardagskvöld. C3-ETTL5C2 ro-mt; scbf=-rj>ö® S\/e:if-lro zzrézœ pr-xr-U-Eics-pg 'ijcrRO'R' cs-KFtrnLjRkí(=jr, V/RLHOFPHÐ PTd?i=:itvif=7 I—IRXT>fc<VJ K-RItsicSOM p=?t—«=aÖF=r=?Ð KJOKrt-cLJfe n>hrrM3t=?rvfC)ly ■—íc=>» i f-i /S7Tf=J0 CCEPOR 3=CC<S- ETHrKrX Þessi myndarlegi strákur fædd- ist á fæöingardeild Landspítalans 2. ágúst klukkan 14.30. Hann reynd- is vera 4.770 grömm þegar hann var vigtaður og 55 sentímetra langur. Foreldrar hans em Margrét Hah- dórsdóttir og Jón Arnar Hinriks- son. Eina systur á hann, Elinu, sem er tveggja ára. Juana (Rossy de Palme) er bundin við stól meðan bróðir hennar nauðgar Kika. Furðuveröld PedrosAlmodó- vars Háskólabíó sýnir um þessar mundir nýjustu kvikmynd Spán- verjans Pedros Almodóvars, Kika. í myndinni er Kika sú per- sóna sem er miðpunktur mynd- arinnar þótt fjölmargar aðrar persónur komi við sögu og eru flestar þeirra örlagavaldar í lífi hennar. Eins og þeir sem þekkja myndir Almodóvars er mikið um furðulegar persónur og er óhætt að segja að fáar þeirra eiga heima innan um venjulegt fólk og er Almodóvar stanslaust að koma áhorfandanum á óvart. Pedro Almodóvar var sextán ára þegar hann yfirgaf íjölskyldu sína í Extremadura og hélt til Madrid og vann ýmist við gerð stuttmynda eða skrifaði smásög- Bíóíkvöld ur og voru tvær bækur eftir hann gefnar út. Hann vann sig smám saman upp í kvikmyndum, en fyrstu kvikmyndir hans vöktu athygli og hneykslun. Nýjar myndir Háskólabíó: Blóraböggullinn Laugarásbíó: Umrenningar Saga-bíó: Ég elska hasar Bióhöllin: Valtað yfir pabba Stjörnubíó: Gullæðið Bíóborgin: Út á þekju Regnboginn: Flóttinn Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 201. 24. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,780 67,980 68,890 Pund 105,260 105,580 105,330 Kan.dollar 49,250 49,440 49,870 Dönsk kr. 11,0950 11,1390 11,1040 Norsk kr. 9,9850 10,0250 10,012<te' Sænsk kr. 8,8390 8,8750 8,9000 Fi. mark 13,4130 13,4660 13,2540 Fra. franki 12,8100 12,8620 12,7710 Belg. franki 2,1308 2,1394 2,1209 Sviss. franki 52,1300 52,3400 51,4600 Holl. gyllini 39,1400 39.3000 38,8900 Þýskt mark 43,9700 44,1000 43,6300 it. líra 0,04308 0,04330 0,04352 Aust. sch. 6,2430 6,2740 6,1970 Port. escudo 0,4289 0,4311 0,4269 Spá. peseti 0,5260 0,5286 0,5300 Jap. yen 0.68760 0,68970 0,70160 irskt pund 103,770 104,290 103,960 SDR 99,26000 99,75000 100,26000 ECU 83.5500 83,8800 83,4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 1 T~ r~ V íT z~ ? r~ )0 J w h /5“ rr~ !T“ )(, 17- h íT“ 1 * Lárétt: 1 lasleiki, 8 snoppa, 9 veðurfar, 10 brjálsemi, 11 lærling, 13 borðstokkur, 16 kákan, 18 hafni, 20 hæst, 21 sveifla. Lóðrétt: 1 smábitar, 2 flatfisk, 3 gubbi, 4' man, 5 hnullung, 6 plöntufóstur, 7 til, 12 beitan, 14 trýnis, 15 kroppi, 17 skaut, 19 þegar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skerpa, 8 líða, 9 una, 10 öfl, 11 utar, 12 neistar, 15 glæta, 17 tá, 19 viða, 21 nón' 22 asi, 23 lami. Lóðrétt: 1 slöngva, 2 kíf, 3 eðli, 4 raust, 5 puttana, 6 ana, 7 marr, 13 Elis, 14 atóm, 16 æði, 18 áni, 20 al.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.