Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 9 Utlönd Skilduerfingj- anneinaneftir ílautarferð Massimo Altieri, flmm ára gam- all ítalskur drengur, var skilinn aleinn eftir úti í skógi eftir aö fjöl- skylda hans hafði verið þar í laut- arferð. Massimo fannst skömmu síðar grátandi og vegvilltur, 150 kíló- metra frá heimili sínu 1 Róm. Varð að gefa dreng ís til að hafa hann hægan meðan lögreglan leitaði að fjölskyldunni. í ferð Altieri-Fjölskyldunnar voru 13 manns og veitti enginn því athygli að einn vantaöi þegar haldið var heim. Afmn var með i fór og héldu foreldrarnir aö Massimo hefði farið með honum en afinn að hann hefði farið með foreldrunum. Massimo komst heim heill á húfi og útataður í ís eftir fimm klukkutíma ævintýri úti í hinum stóra heimi. Evrópusambandið: Óákveðnir Norðmenn vilja aðild Skoðana- kannanir í Noregi benda til að fiestir þeirra sem: til þessa hafa tek- ið afstöðu til Evrópusam- bandsíns muni samþykkja aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í nóvember. Síðustu kannanir sýna að já- mönnunum er stöðugt að fjölga. Nei-menn halda sínu en óákveðn- um fækkar. Um 45% aðspurðra segjast nú vera á móti en 32% með. Þríðjungur kjósenda er því enn óákveðinn. Um hugi þeirra mun Gro Harlem Brundtland berjast næstu mánuði við Evr- ópuandstæðinga. Finnarsláfyrri met í útflutningi Flnnar gera sér nú vonir um að einni alvarlegustu efnahags- kreppu í sögu landsins sé lokið. Útflutningur eykst óðfluga og var á fyrra helmingi þessa árs meiri en nokkru sinni fyrr. Vöxturinn nemur 16% miðað við fyrra helm- ing síðasta árs. Innflutningur hefurásamatímaaukistum 11%. Hrun Sovétríkjanna kom illa við Finna en um 30% af útflutn- ingstekjum þeirra komu frá risanum í austri. Nú hefur tekist aö vinna nýja markaði á Vestur- löndum. fieuterogNTB Díana prinsessa stendur höllum fæti vegna símaatsins: Ráðabrugg hjá drottningunni - segir virtur hirösagnfræðingur um nýjustu uppákomuna Heittsúkkulaði Súkkulaðisalar í Belgíu kvarta sáran eftir hitabylgjuna í sumar. Almenningur varö að svala sér á ís og gosi í hitunum þannig að lítið bráðnaði af sætindunum á tungum landsmanna. „Ég þekki vel hvernig ráð eru brugguð í konungshöllinni. Þar er engu eirt og enn einu sinni er Díana prinsessa fórnarlambið," segir Judi Wade, virtur breskur hirðsagnfræð- ingur, sem nú hefur snúist á sveif með Díönu í vandræðum hennar vegna umtalaðs símaats. Wade gefur í skyn að alla uppá- komuna megi rekja til Elísabetar drottningar, sem vilji ýta prinsess- unni endanlega út í kuladann. Wade spáir því þó að Díana muni á endan- um fara með sigur af hólmi í þessari lotu í baráttunni við tengdafólk sitt í Buckhinghamhöll. Launráð í höliinni? Fréttin af meintu símaati Díönu hjá sameinginlegum vini hennar og Karls prins er nú hætt að snúast um hver hringdi og andaði í símann hjá vininum. Nú þykjast menn sjá að einhver standi fyrir ófrægingarher- ferð gegn prinsessunni. Sjálf hefur hún ítrekað sagt aö einhver vilji sér illt en hefur ekki viljað segja hver bruggi þau launráð. Lögreglan hefur orðið að verja hendur sínar í málinu. Sir Paul Con- Díana prinsessa á nú í miklum erfið- leikum og liggur undir ámæli fyrir simaat. Fylgismenn hennar vilja þó rekja atmálið allt til Elísabetar drottningar. Lét liminn fyrir að tæla tvær stúlkur Kólumbíski sælgætissahnn Marco Velez fer ekki á fjörurnar við fleiri stúlkur í bráð. Hann kom í gær inn á sjúkrahús í heimabæ sínum Tula og bar sig aumlega. Hann hafði hálf- um mánuði fyrr tælt til sín tvær ungar stúlkur með samræði í huga. Þeim leik lauk svo að snótirnar skáru af honum getnaðarhminn sof- andi. Marco er fertugm- að aldri. Hann var við vinnu sína á götu í Tula þeg- ar stúlkurnar tvær gengu fram hjá. Hann blístraði á eftir þeim og bauð þeim heim að undangengnu skjalli og blíðmælgi ýmiss konar. Stúlkurn- ar saklausu fóru með og virtust í fyrstu til í tuskið. Þær gáfu kavalernum tyggjó áður en gengið var til sængur. Meir man Marco ekki því að í tyggjóinu var eitur sem svæfði hann á augabragði. Að morgni saknaði hann bæði kvennanna og lims síns. Marco sagðist í gær hafa skammast sín svo óskaplega vegna fyrirsjáan- legrar fótlunar að hann beið í hálfan mánuð með að leita til læknis. Nú er honum tjáð að ekkert verði úr þessu gert til að ráða bót á meininu. Aðeins um 10% eru eftir af limnum og ágræðsla óhugsandi. Marco stendur því langt að baki þjáningarbróður sínum, Bandaríkja- manninum John Bobbitt, sem er frægastur allra limskertra manna. Læknar björguðu stolti hans með viðunandi árangri. Reuter don, lögreglustjóri í Lundúnum, gekk í gær fram fyrir skjöldu og lýsti því yfir að hans menn hefðu ekki yfirheyrt Díönu vegna símaatsins og hætt rannsókninni þegar símhring- ingarnar voru raktar í íbúð hennar. Leki hjá löggunni? Lögreglan á þó eftir að upplýsa hver lak fréttinni um lögreglurann- sóknina á símaatinu til íjölmiðla. í því efni greinir menn á um hvort lekinn kom frá lögreglunni eða úr sjálfri konungshölhnni. Á þeim bæj- um báðum bjuggu menn yfir vitn- eskju um málið. Hugo Vickers er annar hirðsagn- fræðingur sem hefur tjáð sig um stöðu Díönu. Hann segir að Díana hafi vart átt erfiðari tíma frá því hún skildi að borði og sæng við Karl mann sinn fyrir tveimur árum. „Prinsessan er á hálum ís,“ segir hann. „Hún hefur ekki verið svo illa stödd um langan tíma og er nú ein- angraðri en nokkru sinni fyrr.“ Fleiri hafa orðið til að taka í sama streng enda hefur Díana ekki lengur fríða sveit hirðmanna til að verja heiður sinn. Reuter CJI£J 33. leikvika, 20.-21. águst 1994 Nr. Leikur: 1. Hammarby ■ 2. Malmö FF 3. Frölunda 4. Örebro 5. Arsenal 6. Chelsea 7. C. Palace • 8. Everton 9. Ipswich 10. Man.Utd. - 11. Sheff.Wed - 12. Southamptn- 13. West Ham - Trelleborg Öster Norrköping AIK Man. City Norwich Liverpool Aston V. Notth For. QPR Tottenham Blackburn Leeds Röðir 2 X 2 1 1 1 2 X 2 1 2 X X Heildarvinningsupphæð: 75 milljónir REIÐHJOLAUTSALA - VERSLIÐ ODYRT 10-15% AFSLÁTTUR 14,5-52,5% GEGN STAÐ- GREIÐSLU 20" Verð frá kr. 13.900. stgr. 13.205. 24" Verð frá kr. 17.280. stgr. 16.416. 26" og 28" frá kr. 16.600, stgr. 15.770. 28" 10 gíra kr. 15.750. stgr. 14.962. 20" fjölskylduhjól kr. 15.400, stgr. 14.630. HJÓLIN ERU AFHENT SAMSETT 0G STILLT A FULLK0MNU REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI. ÁRSÁBYRGÐ 0G FRÍ UPPHERSLA Á NÝJUM HJÓLUM VARAHLUTIR 0G ViÐGERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLIÐ í SÉRVERSLUN 20" m/fótbremsu, stgr. frá 15.105. 20" 12 gíra. stgr. frá 18.900. 24" 18 gíra, stgr. frá 20.430. 26" 18 gíra. stgr. frá 20.430. 26" 21 gírs. stgr. frá 26.930. Barnastólar frá HAMAX, viður- kenndir og vandaðir, tilboð kr. 2.900, verð áðurkr. 3.800. Barna- hjálmar, BELL, kr. 1.000, unglinga- hjálmar, BOERI, kr. 2.490. Ármúla 40. Símar 35320 688860 NOTUÐ HJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI ALGENGT VERÐ KR. 3.000-6.500 Verslunin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.