Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Frjálst óháð dagblaö MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994. Hálendisferð: Skotið á mann gegnum lokaðar kamardyr Maöur hlaut talsveröa áverka eftir aö hafa fengið haglaskot í andlit um höna helgii Maöurinn var ásamt félögum sín- um á Sultarfitjum á Tungnamanna- afrétti og var gist í kofa sem þar er og þurfti maðurinn að bregða sér á kamar. Einn félaginn ætlaði að gera honum grikk og skjóta á hurö kam- arsins. En hann fór haglavillt, tók stærri högl en hann hafði ætlað, og svo fór að þau gengu í gegnum þykk- an krossviðinn í hurðinni. Mörg þeirra höfnuðu í andliti mannsins sem var fluttur í heilsugæslustöðina í Laugarási þar sem Hulda Brá Magnadóttir læknir reyndi að gera að sárum hans: „Mér var sagt að þetta hefði verið slys. Höglin voru mikið til við augn- krókinn og ég treysti mér ekki til þess að hreinsa allt í burtu. Ég sendi hann því til Reykjavíkur til frekari meðferðar." Lögreglan á Selfossi staðfesti að málið væri í rannsókn og sagði að það færi sína leið til saksóknara því hér væri augljóslega um að ræða vítavert gáleysi í meðferð skotvopna. Morfíniog astmalyfjum stoliðfrálækni Morfini og bricanyl-astmalyfjum var stohð úr tösku læknis á stofu hans á heilsugæslustöðinni að Sól- vangi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Lög- reglan telur ekki útilokað að þarna hafi sami þjófur verið á ferð og sá eða þeir sem tóku talsvert magn af róandi lyfjum úr fórum dýralæknis á Suðurnesjum fyrir helgina. Farið var inn á tveimur stöðum í húsnæði heilsugæslunnar - storm- járn var spennt upp í stofu læknisins en einnig var farið inn í herbergi við hhð aðalinngangs en þar var umslag tekið sem innihélt 6 þúsund krónur í peningum. Ördeyöa í Smugimni: Haldaheim Ördeyða er nú í Smugunni eða allt niður í nokkra fiska í hah. Einhverj- ir ísfisktogarar eru þegar á heimleið án þess að ná fullfermi. Togarinn Hólmanes frá Eskifirði lagði af stað heimleiðis í gær með um 70 tonna afla, en skipið getur tekið upp undir 200 tonn af ísfiski. Þá er togarinn Runólfur á heimleið með rýran afla. LOKI Erþaðsattaðeina kraftaverkið í Kaplakrika hafi verið að KR sigraði FH? Héraðsdómur Reykjavikur klæða áður en haldiö var með flug- í gæsluvarðhald á meðan málið var inginn. dæmdi i gær fimm mamis, þar af véltilíslands22.marsl992.Þannig rannsakað. Fimmti aðilinn í þessu dómsmáli þtjú systkin, í tveggja til tólf mán- var maðurinn frumkvöðull aö til- Systirin og yngri bróðirinn voru var einnig dæmdur í gær. Höfuð- aða fangelsi fyrir að hafa flutt til raun til innflutnings á þremur kíló- bæði dæmd i þriggja mánaða fang- paurinn fékk hann th aö flytja 733 landsins samtalstæplega fimmkiló umafhassi. elsi. Framangreindur fjórði aðili í grömm af hassi og 4 grömm af af hassi í þremur ferðum á árinu Fjórmenningamir voru hand- málinu var dæmdur í 9 mánaða marijúana til landsins 1. nóvember 1992, teknir þegar þeir komu til íslands. fangelsi i gær en hann var einnig 1992. Eins og í hinum tilvikunum 33 ára karlmaður, sem er elstur Systkin höfuðpaursins og fjórðí sakfelldurfyriraðhafa.ásamtelsta undirbjó höfuðpaurinn efnin til systkinanna, var dæmdur fyrir að aðilinn höfðu límt á sig eitt kiló af bróðurnum, staðið að innflutningi flutnings en fékk annan til að flytja hafa skipulagt og staðið aö inn- hassi hvert en sjálfur var hann á einu kílói af hassi til íslands í þau í flugvél til landsins. flutningi á megninu af efninu. ekki með efni á sér þegar farið var byriun mars sama ár. Höfuðpaur- Mennirnir voru dæmdir fyrir að Hann fékk systur sína, 26 ára, og heim. „Burðardýrin" áttu að fá um inn hafði í því tilviki keypt hass í hafa staðið sameiginlega að þess- bróður, sem er 22 ára, til að flytja 150 þúsund krónur hvert fyrir Rotterdam og þaö síðan verið flutt um innflutningi i ágóðaskyni. hass til landsins eftir að hafa farið flutninginn, auk þess sem ferðir til Lúxemborgar. Þar var hassið Burðardýrið var dæmt í tveggja með þeim til Hollands og hjálpað þeirra voru greiddar. Fíkniefnalög- festviðlikamaþessfyrrnefndasem mánaða fangelsi fyrir sinn þátt i þeim og fjórða aðila, 21 árs karl- reglan handtók fólkið við komuna flutti það til íslands. Hann átti að máhnu. manni, að koma því fyrir innan- til landsins og fékk það úrskurðað fá 150 þúsund krónur fyrir flutn- Skákþing íslands hófst í Vestmannaeyjum i gær með keppni í landsliðsflokki. Tólf keppendur taka þátt í mótinu sem stendur til 3. september. í fyrstu umferð unnu þeir Rúnar Sigurpálsson, Jóhann Hjartarson, Sævar Bjarnason og Helgi Ólafsson sínar skákir gegn þeim Þresti Þórhallssyni, Magnúsi Pálma Örnólfssyni, Stefáni Þór Sigurjóns- syni og Jóni G. Viðarssyni. Skák Hannesar Hlífar Stefánssonar og James Burden lauk með jafntefli en skák Guð- mundar Halldórssonar og Páls Agnars Þórarinssonar fór í bið. DV-mynd Ómar Garðarsson Akureyrarfimdurinn: skipta gróðan- um f yrirfram „Mér þykir það miður að heyra að menn eru fyrirfram farnir að skipta gróðanum af þessum veiðum og ríf- ast um það hvernig honum megi skipta,“ segir Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings h/f, við DV í morgun þar sem hann var á leið til fundar við aðra útgerð- armenn á Akureyri. Sveinn er þarna að vitna til þess að útgerðarmenn hafa sumir sett fram ákveðnar kröfur um kvóta í Barentshafinu og komið hafa fram ákveðin sjónarmið um það hverjir eigi að njóta góðs af veiðunum. „Ég þekki dæmi um að menn hafa stofnað hlutafélög og byrjað á þvi að skipuleggja skemmtiferðir til út- landa fyrir hugsanlegan hagnað. Þetta er í sama anda. Ég fer á þennan fund án fyrirfram mótaðra skoðana. Ég ætla að hlusta á rök manna áður en ég mynda mér ákveðnar skoðan- ir,“ segir Sveinn. Akureyrarfundurinn hófst klukk- an 10 í morgun þar sem útgerðar- menn og stjómvöld ætla að ráöa ráð- um sínum varðandi Svalbarðadeil- una. Veöriðámorgun: Rigning á Austfjörðum Á morgun verður suðaustlæg og austlæg átt, sums staðar strekkingur norðaustanlands en annars hægur vindur. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum og eins einhver væta á Norðaust- ur- og Suðurlandi. Veðrið verður hins vegar þurrt lengst af um landið norðvestanvert. Veðrið í dag er á bls. 28 Reimar og reimskífur 1*oulsen Suðurlandsbraut 10. S. 680499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.