Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 11 Mermincr Um síðustu helgi var norræn al- þýðutónlistarhátíð haldin hér á landi. Fór hún að mestu fram í Norræna húsinu, en einnig var spilað á Ingólfstorgi, í Kolaportinu, Hafnarfirði og víðar. Hátíðinni lauk svo með tónleikum á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið og mun hér greint frá þeim í stuttu máli. TónJist Ingvi Þór Kormáksson f upphafi kynntu Njáll Sigurðs- son, Sigurður Rúnar Jónsson og Bára Grímsdóttir ýmis íslensk þjóðlög, þar á meöal tvísöngslög. Einnig voru íslenska fiðlan og lang- spilið kynnt og auk þess kveðið úr bæði Númarímum og Disneyrím- um. Mörgum þykir kannski ótrú- legt að rímnasönglög (eða rímna- söngl) geti verið heillandi en það jaðraði við að svo væri hér og tókst þeim þremenningum vel upp. Svíar tefldu fram spilamönnum úr Döl- unum. Framlag þeirra hófst með því að einn fiðlaranna, Anna Ristn- er, hóf upp raust sína og voru þau hljóð í óvönum eyrum enn undar- legri en rímnakveðskapurinn rétt áður. Markus Svensson lék því næst mjög fallegt lag á sérkennilegt hljóðfæri sem kallast nyckelharpa. Annars voru fiðlur í aðalhlutverk- um hjá Svíunum og líka hjá Norð- mönnunum sem á eftir komu en þar voru það reyndar harðangurs- fiðlur auk langspils. Þeir voru hpr- ir spilarar eins og þeir sænsku og ekki voru þeir síðri í dansmennt- inni. Eiginlega var tillag þeirra jafn mikið ætlað augum og eyrum. Bún- ingar beggja þjóða voru fallegir og ekki af nýjustu tísku. Er hér var komið sögu létu ís- lendingar aftur til sín taka. Haukur Sigtryggsson hvað nokkrar vísur á léttum nótum, Reynir Jónasson lék íjögur íslensk þjóðlög á harmoníku og saman komu þau fram Ólína Þorvarðardóttir og Arnþór Helga- son í nýjum hlutverkum sem kvæðamenn og var debut þeirra með ágætum. IN4FUN nefnist finnska hljóm- sveitin sem næst var á dagskrá. Voru þar sænskættuð ungmenni á ferð með fiðlur, harmoníku og gít- ar. í polka sem þau fluttu virtist sem aðskotatónar flæktust með en ónefndur skottís var skemmtilegur og hafði þá bæst við harla frum- stætt slagverkshljóðfæri með nokkru norðurhjarayfirbragði. Meðal yngri kynslóðar sænska þjóðarbrotsins í Finnlandi er víst mikill áhugi á þjóðlegri tónlist en ungir „alvöru“ Finnar una sér ef til vill betur við rokk, jenka og tangó. - Rafvædd ballgrúppa, Balt- inget, var fulltrúi Dana; ekta gömludansahljómsveit sem spilar víst gjarnan á krárböllum á sínum heimaslóðum á Jótlandi. Tvær fiðl- ur, harmoníka, gítar og kontra- bassi í góðri sveiflu hleyptu stuði í mannskapinn eftir fremur hátíð- lega dagskrá. Og svo var slúttað með Piparsveinapolka, Sjómanna- skottís og fleiru og sáu um það liðs- menn Harmoníkuunnenda ásamt dönsurum, fiðluleikurum og söngvurum frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. VEISTU að húsbúnaðardeild H úsgagnahallarínnar er smám saman að spyrjast út fyrír fallegt úrval og LAQT VÖRUVERÐ. Húsgagnabollin Stm hefur það alU KvLkmyndir Guðlaugur Bergmundsson Þá er ekki annað eftir en að finna einhvem söguþráð til að spinna utan um þessar persónur þar sem þeim gefst öllum kostur á að sanna sig, bæði fyrir sjálfum sér og félögum sínum, sýna sanna fórnarlund á hættu- stund og almennt umbreytast í góðan gæja. Phil líður ekki jafn bölvanlega og hann hélt, Glen er traustsins verður og Duke hættir við að svindla á félögum sínum. Og það sem mennirnir taka sér fyrir hendur er leit aö fóldum gullfiársjóði sem segir frá á uppdrætti sem Mitch fann saumaðan inn í hatt Curlys. Gulhð drífur þá áfram en í raun skiptir gullið ekki máli, heldur sannleikurinn sem þeir komast að um sjálfa sig. Eða hvað? Verða menn í Ameríku ekki að fá einhverja umbun erfiðisins? Billy Crystal lætur sig dreyma um hetjulíf kúreka. Varla verður þessi gullleitarferð Crystals og kó til fiár í hinum harða raunveruleika ef gæði myndarinn- ar ráða einhverju þar um. Hér hefur greinilega verið kastað til höndunum við undirbúninginn því brandar- arnir eru fáir og langt er á milli þeirra, auk þess sem þeir eru bara alls ekkert fyndnir. Leikararnir eiga hka í mestu vandræðum með sig, enda kannski ekki þeir allra bestu, Jack gamh Palance er þó þeirra skástur. En falleg kvikmyndataka og landslag standa fyrir sínu. Það nægir þó ekki til að bjarga þessari mynd frá glötun. Gullæðið (City Slickers. The Legend o( Curly's Gold). Handrit: Billy Crystal, Lowell Ganz og Babaloo Mandel. Leikstjóri: Paul Welland. Leikendur: Billy Crystal, John Lovitz, Daniel Stern, Jack Pal- ance. Polki eða polska - norræn alþýðutónlistarhátíð Stjömubíó - Gullæðið: ★ V2 Betra gull af manni en gull Billy Crystal og félagar hans gerðu það greinilega svo gott með City Slickers númer eitt að þeir ákváðu, eins og svo margir hafa gert á undan þeim og margir eiga enn eftir að gera, aö höggva einu sinni enn, að minnsta kosti, í sama knérunn og gera aðra mynd um hina firrtu borgarbúa úti í guðsgrænni, eða þannig, náttúrunni. Undirritaður sá ekki fyrri myndina en fastlega má gera ráð fyrir að höfuðpersónurnar séu hinar sömu, útvarpsstjórinn Mitch (Crystal) sem er orðinn fertug- ur, aulabárðurinn Phil (Stern), besti vinur hans og undirsáti, og Glen (Lovitz), bróðir Mitch og ónytjung- ur. Eina persónuna vantar þó, sjálfan kúrekann aldna, Curly sem við hinir óinnvígðu fræðumst um að hafi látist í fyrri myndinni og verið jarðsettur einhvers staðar úti í kúrekaauðnum Ameríku. En höfundar deyja þó ekki ráðalausir því í staðinn kemur Duke (Palance), bróðir Curlys og tvífari. Sviðsljós Sigurvegarar í ökuleikni Sigurvegarinn, Páll Halldórsson, ásamt Ragnari Magnússyiii, sem fékk önnur verðlaun, og Sævari Gunnarssyni sem fékk þriðju verðlaun. Anna Kr. Hansdóttir hlaut fyrstu verðlaun í kvennaflokki. í öðru sæti hafn- aði Helga Jónsdóttir og í þvi þriðja Guðlaug Kristinsdóttir. Lokaumferð Ökuleikni 1994 fór fram helgina 12.-14. ágúst. Sigurveg- ari í karlaflokki að þessu sinni var Páll H. Halldórsson en í kvennaflokki hlaut Anna Hansdóttir fyrstu verð- laun. Nýr haust- og vetrarlisti. 1300 bls. með frá- bærum fatnaði á alla fjölskylduna; skólafötin, vinnufötin, tískufatnaður, hér er það allt. Gjafavara, heimilisvara, tæknivörur, búsáhöld, allt fyrir heimilið. Nýir sérlistar: Madeleine, tískulistinn lch mag's, stór númer Euro Kids, barnalistinn Image, fyrir unga fólkið Aktive Freizeit, frístundalisti Pantaðu lista eða komdu í nýja verslun okkar og kynntu þér vörutilboð okkar. LISTAKAUP HF. DALVEGI 2, KÓPAVOGSDAL, 200 KÓPAVOGI. SÍMI 64-2000 • ÞÝSKAR GÆÐAVÖRUR • STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI • GOTT VERÐ • ÍSLENSKUR ÞÝÐINGARLISTI Word Námskeið á myndböndum — Hagavík hf— ( 644244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.