Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1994, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994
27
Fjöliniðlar
Hve lengi
tilrauna-
sjónvarp?
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum koma prédikarans Benn-
ys Hinns hingað tii iandsins og
sú samkoma sem hann hélt í
Kaplakrika er búin að vera á
milli tannanna á fólki og sýnist
sitt hverjum. Benny Hinn kom
hingað á vegum sjónvarpsstððv-
arimiar Omega sem sendir út á
hverjum degi sjónvarpsupptökur
frá slíkum samkomum og viðtals-
þætti þar sem Jesús er lofaöur í
öðru hverju orði, fólk segir frá
frelsun sinni og Outt eru væmin
lög með trúarlegum textum. AUt
fer þetta fram á ensku.
Omega er rekin sem tilrauna-
sjónvarp, en hverjar eru reglur
um slíkar útsendingar? Nú hefur
Omega verið rekin í um það bil
tvö ár á þessum nótum og alltaf
birtist á skjánum að um tilrauna-
sjónvarp sé að ræða. Sýn starfaði
á þessum nótum í langan tíma en
þar var þó sjónvarpsefnið ís-
lenskað. Hjá Omega fer allt fram
á ensku og í langflestum tilfellum
er ekki verið að hafa fyrir þvi að
islenska þættina. í einstaka til-
fellum er töluð íslenska ofan í
þann sem enskuna mælir.
Nú eru í gildi lög um það hvern-
ig senda skal erlent sjónvarpsefni
út og bæði Sjónvarpið og Stöö 2
verða að beygja sig undir þessi
lög. En í krafti þess að um til-
raunaútsendingu sé að ræða þá
þarf Omega ekki að hafa fyrir því
að íslenska efni sitt. Spurning er
hversu lengi hægt er aö halda úti
tilraunasjónvarpi. Ef það er hægt
eins lengi og aðstandendur
Omega kæra sig um er þetta að
sjálfsögðu langódýrasta leiðin til
aö reka sjónvarpsstöö.
HiLmar Karlsson
Andlát
Magðalena Guðlaugsdóttir frá
Þambárvöllum andaðist á sjúkra-
húsinu á Hólmavík aðfaranótt 22.
ágúst.
Magnús Grímsson, Ferjuvogi 21, lést
af slysförum 22. ágúst.
Jóhann Þ.K. Björnsson andaðist á
Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn
22. ágúst.
Sigurbjörn Jónsson, Hólmgarði 36,
varð bráðkvaddur hinn 13. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram.
Anna Guðrún Halldórsdóttir frá
Siglufirði, Tómasarhaga 29, Reykja-
vík, lést 22. ágúst sl.
Vilbogi Magnússon, Njörvasundi 10,
Reykjavík, lést á Borgarspítalanum
sunnudaginn 21. ágúst sl.
WWWWWWWI
SMAAUGLYSINGADEILD
OPIÐ:
Virkadaga frákl. 9-22,
laugardaga frá kl. 9-16,
sunnudaga frá kl. 18-22.
ATH.! Smáauglýsing
í helgarblað DV verður
að berast okkur fyrir
kl. 17 á föstudag:
Þverholti 11 - 105 Reykjavík
Sími 91-632700
Bréfasími 91 -632727
Græni síminn: 99-6272
©1993 Kmg Faaturas Syndicat#. Inc. World rights reservod.
Ástæða vandamála okkar?
Þú horfir framan í hann.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögieglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s.
22222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavik 19. ágúst til 25. ágúst, að báð-
um dögum meðtöldum, verður í Hraun-
bergsapóteki, Hraunbergi 4, simi 74970.
Auk þess verður varsla í Ingólfsapóteki,
Kringlunni 8-12, sími 689970, kl. 18 til
22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag.
Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í
síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfj arðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51328,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kt. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustööinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: KI. 15.30-16.30.
Grensásdeild: KI. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra hélgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Ki. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 Og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 Og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkyimiiigar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
BókabOar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Vísir fyrir 50 árum
Miðvikudaginn 24. ágúst:
Fatapoki fundinn. Vitjist á Hverfisgötu
99a.
Spákmæli
Það er spakur faðir sem þekkir barnið
sitt.
Shakespeare
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiöjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opiðkl. 13-17 þriðjud. -laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjamamesi: Opiö kl. 12-16 þriöjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58,
sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar-
tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 tii
17.15. sept. til 1. júni sunnud. frá 14-16.
Bilaiúr
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjarnarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamames, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 985 - 28078
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alia virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öörum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoö borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 25. september.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú einbeitir þér að nýjum áhugamálum. Mikill skoðanaagreining-
ur getur kallað á rifrildi. Gerðu það sem þú getur til að koma í
veg fyrir það.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Reyndu að skipuleggja það sem framundan er. Þú hefur mikið
að gera og því er nauðsynlegt að vera skipulagður.
Hrúturinn (21. mars-19. apríi):
Þú verður að fást við breyttar aðstæður. Þér bjóðast ýmsir mögu-
leikar og ný tækifæri. Þú þarft því að vera skjótur að bregðast við.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Þú blandar saman ýmsum ólíkum þáttum. Nú er góður timi til
þess að koma hlutunum í verk. Happatölur eru 8,17 og 29.
Tvíburarnir (21. mai-21. júní):
Gerðu ráð fyrir breytingum á áætlunum þínum og jafnvel ein-
hverjum vonbrigðum. Leitað eftir skjóli hjá þínum nánustu.
Krabbinn (22. júní-22. júli):
Reyndu að átta þig á sjónarmiðum annarra. Þá ganga málin bet-
ur fram. Seinkanir gætu haft áhrif á ferðalög. Frestun væri jafn-
vel skásti kosturinn.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Bíddu með allar mikilvægar ákvarðanir þar til síðar. Vandinn
er nefnilega sá að þú veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Svo er að sjá sem þú íhugir ferðalag, jafnvel til fjarlægs ákvörðun-
arstaðar. Vandaðu aRan undirbúning. Slakaðu vel á í kvöld.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Mikilvægt er að raða málum í röð eftir mikilvægi. Þannig vinn-
ast þau best. Þú átt gott með að vinna með öðrum.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Hæfileg þrjóska gæti komið sér vel til þess að ná fram þeim ár-
angri sem þú telur ásættanlegan. Þú sinnir hagnýtum störfum.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Ef þú ert í vafa í ákveðnu máli er best að treysta á innsæið og
reynsluna. Þú reynir nýjungar í samskiptum þínum við aðra.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Taktu ekki afstöðu til máls sem þú þekkir ekki nógu vel. Breyting-
ar sem verða geta hafa slæm áhrif á þig.
Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er
í hverri viku 63*27«00
til heppinna - 1355^
áskrifenda fsland
DV! Sækjum þaö heim!