Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
Vísnaþáttur
Sigurður
Breiðfjörð
Á fyrri hluta síöustu aldar hefur
almennt verið tahð að ekkert skáld
hér á landi hafi notið jafn mikillar
hylh alþýðu og Siguröur Breið-
fjörð. Víða ferðaðist Sigurður inn-
an lands sem utan. Dvaldist hann
þó lengstum á Vesturlandi og var
hann ættaður þaðan og átti þar
frændur og velgjörðarmenn. Var
hann einnig í Vestmannaeyjum og
tíöum í Reykjavík og fluttist að síð-
ustu þangað alfarinn og lést þar
sumarið 1846, þá 48 ára að aldri.
Um vos sitt og volk, sem efnale-
ysi og basl bjó honum, kvað Sigurð-
ur:
Ég er snauður, enginn auður
er í hendi minni,
nærri dauður drottins sauður
í djöfuls vesöldinni.
Sigurður kom að Laugarvatni til
Magnúsar Jónssonar bónda þar og
kvað um hest hans sléttubandavísu
þessa:
Fínu gengi fákur ann
finnst í gerðu skrifi
sínum lengi herra hann
heppinn verði og lifi.
í síðustu ferð sinni um Árnes-
sýslu sumarið 1845 sótti Sigurður
heim séra Þórð Árnason. Var með
þeim kunningsskapur. Þegar Sig-
urður kemur í hlað að Klausturhól-
um var Þórður þar úti fyrir. Kvað
þá Breiðfjörð:
Það er gömul guða spá
gefin á helgum stólum,
að Breiðíjörð muni fulla fá
flösku í Klausturhólum.
Augnabliki síðar voru þeir komn-
ir inn í stofu og lagði séra Þórður
brennivínsflösku á borðið fyrir
Breiðfjörð. Kvað hann þá:
Góðir bræður gleðjum oss,
gleymum mæðu fremur,
ahra gæða gnægð og hnoss
guðs af hæðum kemur.
Sigurður kom að Miðdalskirkju í
reisu þessari og var þar margt fólk
saman komið, Var hann hreifur af
víni sem endranær og brá á glens
við stúlku eina er þar var stödd.
Hún tók því miður. Þá kvað skáld-
ið:
Þú mátt leggja af þennan hátt
ef þenkir að veröa kona.
Við þig get ég varla átt.
Vertu ekki svona.
í Þorlákshöfn var Sigurði tekið
og veitt sem höfðingja. Fyrsta dag-
inn sem skáldið dvaldist þar veitti
Magnús Beinteinsson honum svo
mikið brennivín sem hann vildi í
sig láta og varð Breiðíjörð, sem
þótti sopinn góður, ölvaður nyög
svo Magnús brá á það ráð aö
skammta skáldinu vinið og nam
skammtur þessi átta staupum á
dag. Frekar mun Breiðfjörð hafa
fundist þetta naumlega skammtaö
og kastaði fram eitt kvöldið þessari
vísu:
Nú dugar ekki raup né raus,
regluna mun ég halda.
Ég hef drukkið átta staup
í mér er þó kalda.
Dag einn henti þaö er Sigurður
dvaldist í Þorlákshöfn að skáldið
heyrði stúlku svæfa bam og raul-
aði hún þá vísu úr Númarímum
Sigurðar:
Svefninn býr í augum ungum
em þau hýr þó fehst brá,
rauður vír á vangabungum
vefur snýr sér kringum þá.
Skáldiö heyrði til og kannaðist
við faðerni kviðlingsins. Hann vék
sér þá að stúlkunni og kastaði fram
þessari vísu:
Þér er skást ef það er reynt
þig sem best að vara.
Kvennaást mig svíkur seint
svo mun ennþá fara.
Jón hreppstjóri á Vindási í Land-
sveit fylgdi Siguröi út yfir Þjórsá
og kváðust þeir þar á, Jón byrjaði
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
en Breiðfjörð botnaði. Jón kvað er
þeir voru komnir út yfir Þjórsá:
Klárinn yðar kominn er
koskur yfir svaðið,
Breiöfjörð botnaði:
Aldrei þessi oftar fer
yfir Þjórsár vaðið.
Þegar Jón bjóst til ferðar frá
Þjórsárholti mælti hann th Sigurð-
ar:
Komdu nú að kveðja mig,
kemur af því staka.
Breiðfjörð:
Andskotinn má eiga þig
í ánni fá að taka.
Frá Þjórsárholti reið Sigurður út
í Grímsnes og Laugardal. Gisti
hann þá að Mosfelli hjá Halldóri
presti Jónssyni. Þegar hann reið í
hlað þar var hann ferðlúinn. Er
hann hafði þegið veitingar lagðist
hann í rúmið í gestastofunni í öll-
um fótum og svaf þar lengi. Dimmt
var orðið að kveidi er stúlkur tvær
gengu inn í stofuna til þess að búa
um rúm handa hinum nafnkunna
gesti. Skáldið vaknaði þá, reis upp
og horfði svefnþungum augum á
stúlkurnar og kvað þessa vísu:
Þama kemur drós og drós,
drottinn ykkur leiði,
þegar bætist ljós við ljós,
laglegur er það greiði.
Aö Torfastöðum í Grafningi kom
Sigurður en heimilisfólk þekkti
hann ekki. Þá kvað Breiðfjörð:
Fyrst ei þekkið þennan mann,
um það skal fræða yður.
Siguröur Breiðfjörð heitir hann
um húsagisting biður.
Það var í réttunum aö vínflaska
skáldsins brotnaði. Kvað hann þá.
Illa fór nú fyrir mér,
flest era ráðin þrotin.
Svona er það sem svikult er
svei þér, þú ert brotin.
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA/S
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Matgæðingur vikunnar
Vínarsnitsel
með gaffalbitum
„Mér fmnast svo oft vera flóknir réttir í matreiðslu-
þáttum þannig að ég ákvað að hafa eitthvaö einfalt
og þægilegt en samt vinsælt. Þetta eru allt réttir sem
ég hef verið með allan minn búskap og er bara ósköp
venjulegur heimilismatur," segir Helga Höskuldsdótt-
ir, ljósmóðir og matgæðingur vikunnar að þessu sinni.
„Þetta eru eiginlega bara mínar uppskriftir sem ég
átti hvergi á blaði þannig að ég varð að setjast niður
og hugsa allar mælieiningar," sagði Helga ennfremur.
Hún segist miða uppskriftirnar við sex manna fjöl-
skyldu.
Vínarsnitsel með gaffalbitum
8-10 lambasnitsel
2 egg
brauðrasp
salt, pipar, season ah
hvítlauksduft
Eggin eru slegin í sundur og kryddinu hrært saman
við, kjötinu velt upp úr egginu og raspinu og steikt á
pönnu. Síðan er kjötbitunum raðaö í eldfast mót og
smjörklípum raðað ofan á. Sett í 200 stiga heita ofn í
tíu mínútur. Borið fram með kartöflum, grænum
baunum, sítrónusneiðum og það sem er ómissandi í
þessu öllu eru gaffalbitarnir.
Ýsubuff
800 g ýsuhakk án lauks (aðeins hreint hakk - ekki fars)
hveiti
salt og pipar
season all eða sítrónupipar
1 stór laukur
„Ég bý til buff úr hakkinu, sem verður að vera úr
glænýrri ýsu, og velti bitunum upp úr hveitinu sem
hefur verið kryddað vel. Síöan steikt á pönnu beggja
megin. Þá er örlitlu vatni og smjörklípu bætt á pönn-
una, 1 tsk. af kjötkrafti og salti. Borið fram með nýjum
kartöflum, miklu af steiktum lauk og fersku hrásalati."
Rjómarönd með
karamellusósu að hætti ömmu
'/; htri ijómabland
2 egg
1 tsk. vanilludropar
50 g sykur
Helga Höskuldsdóttir, matgæðingur vikunnar.
5 blöð matarlím
1 'A dl þeyttur rjómi
Sykur og eggjarauður þeytt mjög vel saman. Rjóma-
blandið er hitað og matarlímið uppleyst í því og blönd-
unni síðan hellt yfir eggjablönduna. Þetta er aðeins
látiö stífna og ágætt að hræra aðeins í því. Þegar bland-
an er farin að stífna aöeins er þeyttum rjóma bætt út
í mjög varlega ásamt stíiþeyttum eggjahvítum.
Meö þessu er borin fram karamellusósa sem gerir
gæfumuninn:
150 g sykur brúnaður á pönnu en út í hann er settur
1 % dl vatn og látið sjóða saman svohtla stund, ekki
of lengi. Síðan hellt í skál og látiö kólna en þó ekki í
ísskáp. Þá er 1 A dl rjómi þeyttur og hrærður saman
við sykurbráðina. Sósan er síðan borin fram með búö-
ingnum.
Helga ætlar að skora á Ásgerði Ólafsdóttur, systur-
dóttur sína, sem er hjúkrunarfræðingur í Danmörku,
að vera matgæðingur næstu viku. „Hún er mjög snið-
ugur kokkur og á öragglega einhverjar skemmtilegar
uppskriftir," segir Helga.
Hinhliðin
Vil hjálpa unglingum
í vímuefnavanda
- segir Sigrún Þorvaldsdóttir blómadrottning
Það er blómadrottningin Sigrún
Þorvaldsdóttir sem sýnir á sér hina
hliðina að þessu sinni. Sigrún, sem
er tæplega tvítug Vestmannaeyja-
snót, var valin blómadrottning á
árlegu blómaballi í Hveragerði sem
haldið var um síðustu helgi.
Hún er nýkomin til íslands eftir
eins og hálfs árs dvöl í Bandaríkj-
unum þar sem hún starfaði sem
au pair. „Núna er ég að reyna að
komast í sjálfboöavinnu hjá Rauöa
krossinum við að hjálpa unghng-
um sem eiga við vímuefnavanda-
mál að stríða. Svo hef ég hka áhuga
á að komast í Fósturskólann," segir
Sigrún.
Fullt nafn: Sigrún Þorvaldsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 10.10.1974.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Hef ekki eignast bíi enn.
Starf: Ég hef ekkert starf eins og
er en langar að komast í sjálfboða-
vinnu hjá Rauða krossinum.
Laun: Engin eins og er.
Áhugamál: Snjóbretti.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í Iottóinu? Þrjár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að renna mér á snjóbretti.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að hanga og hafa ekkert að
Sigrún Þorvaldsdóttir.
gera.
Uppáhaldsmatur: Pitsa með mikilli
hvítlauksolíu.
Uppáhaldsdrykkur: Egils appelsín.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Ég fylgist
ekkert með íþróttum.
Uppáhaldstimarit: Elite.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Richard Gere.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Demi Moore.
Uppáhaldsleikari: Anthony Hopk-
ins.
Uppáhaldsleikkona: Demi Moore.
Uppáhaldssöngvari: Björk Guð-
mundsdóttir.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tommi og Jenni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Þátturinn
hans Eiríks á Stöð 2.
Ertu hlynnt eða andvig veru varn-
arliðsins hér á landi? Hlynnt.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni
Dagur.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ég horfi mjög lítið á
sjónvarp þannig að ég get ekki gert
upp á milli.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eirík-
ur.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer
lítið út að skemmta mér en skrepp
stundum á pöbba.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Ég stefni að því að
veita alla mín hjálp þeim sem þurfa
hjálp.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ferð-
aðist um Kalifomíu.