Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Fréttaljósmynd ársins 1993, Börnin í Intifadahreyfingunni. Myndin er af drengjum á Gazasvæðinu en hana tók kanadískur Ijósmyndari, Larry Towell. Þessi mynd og fieiri verðlaunamyndir World Press Photo verða til sýnis í Kringlunni 30. septembertil 15. október. Mynd: Larry Towell, Kanada. Magnum Photos, USA. Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo '93 hefst í Kringlunni 30. september: Drengir á Gazasvaeðinu með byssur á lofti - átökin á Gazasvæðinu verkefni kanadíska ljósmyndarans Larrys Towells Þegar uppreisnin á Gazasvæðinu hófst árið 1987 þjappaði hún Palest- ínumönnum saman um þaö mark- mið að hrinda af sér hersveitum ísra- ela. Börn og unglingar voru þar eng- in undantekning og tóku virkan þátt í baráttu Intifadahreyfingarinnar við ísraelska hermenn. í mars í fyrra var kanadíski ljósmyndarinn Larry Towell staddur á Gazavæðinu og sá þá hvar palestínskir drengir mund- uðu leikfangabyssur til merkis um andóf sitt. í því augnabliki tók hann þá mynd sem valin hefur verið frétta- ljósmynd ársins 1993 eða World Press Photo of the Year. Myndin af. drengjunum á Gaza- svæðinu og aðrar verölaunaðar fréttaljósmyndir verða til sýnis á sýningunni World Press Photo sem hefst í Kringlunni föstudaginn 30. september og stendur til 15. októher. Verðlaunamyndin hér að ofan var hluti af 9 mánaða verkefni ToweUs á Gazasvæöinu og austurhluta Jerú- salem. Röð mynda úr þessu verkefni Towells má sjá í flokki almennra fréttamynda á sýningunni. Sýna þær vel átökin og spennuna á Gazasvæð- inu sem náöi hámarki í maí í fyrra þegar 30 Palestínumenn voru drepn- ir og hundruð særðir. Auk þess að velja fréttamynd árs- ins 1993 er valin mynd ársins í flokki barnamynda en hana velur dóm- nefnd skipuð bömum frá ýmsum löndum. Fyrir valinu varð svarthvít mynd af bami við söfnun á ösku- haugum. Var myndin tekin í ná- grenni Manila á Filippseyjum, á svæði sem kallast Smokey Mountain, en þar búa um 3000 fjölskyldur innan um hauga af sorpi. Sýningunni World Press Photo er skipt í flokka og eru veitt verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hverj- um flokki. Þessir flokkar eru: frétta- myndir af atburðum, almennar fréttamyndir, fólk í fréttum, íþróttir, tækni og vísindi, listir, náttúra og umhverfi og daglegt líf. Flokkunum er síðan skipt í flokka stakra mynda og myndraðir (stories). Meðal myndefnis á sýningunni er byltingartilraunin í Moskvu, stríðið í Bosníu, eiturlyfjaneysla í Banda- ríkjunum, fyrirburar, flóðin miklu í Bandaríkjunum og ýmsar skemmti- legar myndir úr daglegu lífi fólks í öllum heimshomum. Háttí 23 þúsund myndir Að sýningunni hér á landi standa DV, Hans Petersen og Kringlan. Sýn- ingin var einnig haldin í Kringlunni í fyrra. Fékk sú tilhögun mjög góðar undirtektir. Alþjóðleg dómnefnd kom saman í febrúar í ár. Við blasti ærið verkefni þar sem 22.775 myndir 2.429 ljós- myndara frá 93 löndum biöu skoöun- ar. Ljósmyndasýningar á vegum World Press Photo hafa verið haldn- ar frá árinu 1955. Að baki stendur sjóður sem hefur það að markmiði að verðlauna bestu fréttamyndir hvers árs. Höfuðstöðvamar eru í Hollandi en verðlaunaféð kemur frá styrktaraðilum víða um lönd. Skemmtilegustu sumarmyndirnar Á sama tíma og bestu fréttaljós- myndir heims hanga í Kringlunni verða einnig til sýnis verðlauna- myndirnar í sumarmyndasam- keppni DV og Hans Petersens, Skemmtilegasta sumarmyndin. Verða sjö verðlaunamyndir stækk- aðar hjá Hans Petersen af því tilefni. Verðlaunaafhending í sumarmynda- samkeppninni verður sunnudaginn 2. október þar sem veitt verða vegleg verðlaun fyrir bestu og skemmtileg- ustu myndirnar. „Þaö mætti nota myndir mínar í fréttir en ég hef meiri áhuga á að segja sögur. Ég keppi ekki viö sjón- varp sem varpar kastljósum á hlut- ina í stað þess að lýsa umhverfið. Fyrir tilkomu sjónvarpsins fengu Ijósmyndarar mikið af langtíma- verkefnum en nú er eins og við eig- um aö vera á bak við sjónvarps- myndavélamar til aö snapa hljóö i staö þess aö stunda persónulega blaðamennsku," er haft efdr kana- díska ljósmyndaranum Larry To- welL Larry Towell tóaut World Press Photo-verðlaunin fyrir bestu fréttamynd ársins 1993. Hann nam ljósmyndun í Toronto en til að eiga fyrir salti í grautinn kenndi hann þjóðlagatónlist á árunum 1979- 1989. A þessu ári ar væntanleg bók eftir Towell, undir nafninu Gaza, þar sem margar mynda hans frá Gazasvæðinu eru birtar ásamt texta. Er þetta sjötta bók hans en hann héfur áður samið ljöð auk þess að gefa út ljósmyndabækur. Towell býr í sveitinni i Ontario þar sem hann vinnur Ijósmyndir, sem- ur ljóð og stundar jarðrækt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.