Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Side 7
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 7 Fréttir Stykkishólmur: Sömu listar Þrír listar verða í framboði í bæjarstjórnarkosningunum í Stykkishólmi 1. október eða sömu listar og voru í framboði í kosning- unum í vor. Framboðslistarnir eru lítið breyttir frá því í síðustu kosn- ingum. Kosningarnar 28. maí voru úrskurðaðar ógildar þar sem fram- boðsfrestur rann út áður en sam- eining Stykkishólms og Helgafells- sveitar var auglýst í Stjórnartíð- indum. B-hsti Framsóknarflokks: 1. Guð- brandur Björgvinsson sjómaður, 2. Hilmar HaUvarðsson rafverk- taki, 3. Elín Sigurðardóttir ljósmóð- ir, 4. Sigurður Þórarinsson stýri- maður, 5. Karl M. Helgason raf- virki. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra: 1. Ellert Kristinsson fram- kvæmdastjóri, 2. Bæring Guð- mundsson verkstjóri, 3. Guðrún Gunnarsdóttir ritari, 4. Rúnar Gíslason dýralæknir, 5. Margrét Thorlacius ljósmóðir. H-hsti Vettvangs: 1. Davíð Sveins- son skrifstofumaður, 2. Kristín Benediktsdóttir húsmóðir, 3. Guð- rún Marta Ársælsdóttir verka- kona, 4. Hörður Gunnarsson skip- stjóri og 5. Hermann Guðmundsson rafvirki. Hólmavlk: Þrír listar Guðfinnur Fiimbogason, DV, Hólmavik: Þrír listar verða í kjöri við kosn- ingarnar 1. október nk. eða jafn margir og við kosningarnar 28. maí í vor. Aðeins H-listi er mikið til skipaður sama fólki, hinir tveir bera ný nöfn og eru að hluta til skipaðir nýju fólki. H-Usti almennra borgara: 1. Jón Ólafsson, 2. Jónína Gunnarsdóttir, 3. Rósmundur Númason, 4. Ey- steinn Gunnarsson, 5. Björgvin í f ramboði Gestsson. L-listi framfarasinnaðra borgara: 1. Drífa Hrólfsdóttir, 2. Gunnar R. Grímsson, 3. Jón Arngrímsson, 4. Sigfús Ólafsson, 5. Haraldur V.A. Jónsson. N-listi, nýtt framboð sjálfstæðis- manna og óháðra: 1. Daði Guðjóns- son, 2. Guðrún Eggertsdóttir, 3. Gunnar Jóhannsson, 4. Kristján Steindórsson, 5. Kristinn Ver- mundsson. Sjávarútvegsráðherra um takmörkun kvótaframsals: Ekkert tilefni til breytinga „Þetta er tímabundin regla sem fellur niður eftir eitt og hálft ár. Hún var sett til að leysa átök milli sjó- manna og útgerðarmanna. Ég sé ekk- ert tilefni til breytinga á henni,“ seg- ir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram hjá mörgum út af svokallaðri 15 prósent reglu. Reglan, sem þrengir mjög rétt út- gerða til að færa kvóta milli skipa, hefur orðið mörgum tilefni til gagn- rýni. Formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða sagði hana einfaldlega vit- leysu sem bæri að afnema. Forsvars- menn fiskmarkaða hafa einnig gagn- rýnt hana og telja hana m.a. setta til höfuðs fiskmörkuðum. „Þetta ákvæði hefur tímabundið gildi og verður afnumið um áramótin 1995-1996,“ segir Þorsteinn. AEG Opið laugardaga kl. 10.00-14.00 BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 ^índesíf Mercedes-Benz í 40 ár / á Islandi Verið velkomin á sýningu í tilefni afmælisins laugardag 17.9. eða sunnudag 18.9. Opið kl. 12.00 - 16.00. Mercedes-Benz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.