Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 11 Fréttir Innanlandsflugsfyrirtækis Flugleiða bíður erfitt verkefni: Byrjað verður á að lækka áhaf narkostnað - til að minnka gríðarlegt tap af innanlandsfluginu Heimildarmönnum DV innan flug- málageirans ber saman um að erfitt verkefni bíði forráðamanna fyrir-. tækisins sem Flugleiðir ætla að stofna í kringum innanlandsflugið. Undanfarin fimm ár hefur tapast í kringum 1 milljarður króna af innan- landsfluginu og hafa Flugleiðamenn fengið sig fullsadda af taprekstrin- um. Til að byrja með er reiknað með áframhaldandi tapi hjá nýja félaginu en fyrsta verkefnið verður að lækka áhafnarkostnað. í hlutfafli af heild- arrekstrarkostnaði er kostnaður vegna áhafna Flugleiða talinn með þeim hærri sem tíðkast hjá sambæri- legum flugfélögum. Áhafnarkostnaður Flugleiða á síð- asta ári var í kringum 230 milljónir króna. Það er um 24% hlutfall af rekstrarkostnaði innanlandsflugs- ins. Hjá sambærilegum flugfélögum í Evrópu og Ameríku er hlutfaflið 15-20%. Þetta er hlutfall sem ætlunin er að lækka hjá nýju fyrirtæki um innanlandsflugið. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að viðræöur hefjist við starfsfólk og stéttarfélög hið fyrsta um breytingar á starfsemi félagsins og „nauðsynlegar breytingar sem gera þarf á kjarasamningum vegna þeirra“. Tryggvi Baldursson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, sagði við DV að félagsfundur væri boðaður eftir helgi þar sem þessi mál yröu rædd og í kjölfarið mætti vænta viðræðna við Flugleiða- menn. Ekkert útilokar óbreytt ástand „í okkar huga er ekkert ljóst í þessu nema það að núverandi kjarasamn- ingur og starfsaldurskerfi gerir ekki ráð fyrir aðskilnaði á þennan hátt. Hins vegar er ljóst að þetta nýja félag mun þurfa að sækja ýmsa þjónustu tfl móðurfélagsins. Því er ekkert sem útilokar óbreytt ástand og félagið leigi bara starfskrafta flugmanna af móðurfélaginu," sagði Tryggvi. Hjá Flugleiðum hefur þetta verið þannig aö menn byrja sem flugmenn innanlands, verða svo flugmenn í millilandaflugi, síðan flugstjórar innanlands og loks flugstjórar í milli- landafluginu. Tryggvi sagðist ekki sjá möguleika á stórfelldum breytingum á kjara- samningum flugmanna þar sem þeim hafi oft verið breytt undanfarin ár til að auka hagræðingu í rekstri Flugleiða. „Að sjálfsögðu munum við ekki samþykkja skert kjör en við erum opnir fyrir viðræðum sem mögulega fela í sér einhveijar áherslubreytingar sem geta leitt til hagkvæmni í rekstri," sagði Tryggvi. Sitja uppi með Fokkerana Annar stór þáttur, sem bíður úr- lausnar nýs fyrirtækis, er flugvéla- kosturinn. Flugleiðir eru með fjórar Fokker 50 vélar á kaupleigu frá Fokker-verksmiðjunum og hafa ver- ið í vandræðum meö verkefni fyrir eina vélina. Flugleiðamenn segja að Fokkerarnir borgi sig ekki nema á fjórum stærstu áætlunarstöðum fé- lagsins: Akureyri, Egilsstöðum, ísafirði og Vestmannaeyjum. Hins vegar sagði einn reyndur flugmaður við DV að 19 sæta vélar dygðu á öll- um leiðum nema milh Akureyrar og Reykjavíkur. STÖÐVUM BILINN f við þurfum að ila í farsímann! y^JFEROAR Flugleiðir sitja í rauninni uppi með Fokker-vélarnar - því samkvæmt kaupleigusamningnum geta þeir los- að sig við eina vél árið 1997 en þá næstu ekki fyrr en árið 2002. Árið 1997 verður einkaleyfi Flugleiða til nokkurra áætlunarstaða afnumið í samræmi við flugmálareglur EES- samningsins þannig að rekstur Fokker-véla gæti reynst enn erfiöari eftir þann tíma. Hringdu iflnig íkvöld. einn+eim 99 18 30 39,90 mín. PONÍÍl mmm sioustu »«e*ft/4M}ntyUNfm FRÁBÆRT ÖRVAL AF ÓOÝRRI VÖRU, TIL OÆMIS: Saba VR-6828 myndbandstœki m/scart-tengi, fjarst., 365 daga upptökuminni o.m.fl. 51,900,- Samsung SCM-81UU ni|omtœkiasam- stœða 2x60W, geislasp., kass,- tœki, útv., magnari, hót.og fjarst. 59.900, * Samsung CX-6833ZN 28" Nicam-stereo sjónvarp m/ ísl. textavarpi, Super VHS, scart-tengi o.m.fl. 69.900,.- Saba T-7048 28" Nicam-stereo sjónvarp m/ ísl. textavarpi, Super VHS, scart-tengi o.m.fl. 69.900,: greiðslukjör við allra hœfi Hraðþjónusta víð landsbyggðina: sr»t númer: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdcegurs) Grensásvegi 11 Sími: 886 886 Fax: 886 888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.