Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
Hún sá hina hliðina í flóttamannabúðum Rúandamanna:
Maður sér
árangnr
Þessi mynd var tekin af Mariönnu (í miðið) í Afganistan ásamt tveimur
innfæddum stúlkum sem hún þjálfaði og kenndi.
starfs síns
- segir Maríanna Csillag sem er nýkomin frá Tansaníu
„Eg býst við að þetta hafi verið ævin-
týraþrá í upphafi. Ég kynntist fólki
sem hafði starfað í flóttamannabúö-
um og það hafði áhrif. Mig langaði
að prófa enda virtist þetta heillandi
starf,“ segir Maríanna Csillag, 33 ára
hjúkrunarfræðingur, sem er nýkom-
in heim eftir þriggja mánaða dvöl í
Tansaníu þar sem hún aðstoðaði
flóttafólk frá Rúanda.
í desember 1991 fór Maríanna í
fyrsta skipti til hjálparstarfa en sú
ferð var mjög afdrifarík. Það var í
Afganistan þegar Jón Karlsson
hjúkrunarfræðingur var myrtur af
skæruhðum. „Þegar ég fór til Af-
ganistan hafði verið stríð í gangi
milli skæruliða og Rússa í þrettán
ár þannig að maður átti ekki von á
neinum breytingum á því. Svo illa
vildi til að Rússarnir fóru og skæru-
hðar gerðu árás á borgina. Það var
hræðhegt að missa einn starfsmann
og alveg ólýsanlegt. Við vorum þrír
íslendingar og mikil samheldni með-
al okkar, auk þess sem ég hafði unn-
ið með Jóni á Borgarspítalanum.
Þetta var mikið áfall," segir Mar-
íanna. „Jón Karlsson starfaði við
flutninga á særðum og sótti þá út
fyrir borgina en við vorum á sjúkra-
húsi þannig að það var talsverður
munur á starfi okkar.“
Maríanna starfaði í sex mánuði í
Afganistan og segir aö hún hafi aldr-
ei mátt vera aö því að fá heimþrá.
Þetta er í rauninni bijáluð vinna tólf
th þrettán tíma á dag, enda sér mað-
ur árangur af starfinu," segir hún.
Maríanna segir að starf Rauða
krossins sé tvíþætt, annars vegar að
setja upp sjúkrahús á stríðssvæðum
og hins vegar að koma upp aðstöðu
fyrir flóttamenn, svokölluðum flótta-
mannabúðum.
Hræöileg lykt
Rauði krossinn hafði samband við
Maríönnu í maí sl. og bauð henni að
fara th hjálparstarfa í Tansaníu með
fjögurra daga fyrirvara. „Ég hafði
starfað á stríðssvæði í Afganistan og
langaði að prófa hina hhðina líka.
Þetta var aht öðruvísi starf því þegar
við komum á svæðið var þar ekkert,
bara auðn. Þarna voru bara 350 þús-
und manns sem biðu eftir aðstoö. Við
þurftum því aö koma upp flótta-
mannabúðum með hehsugæsluað-
stöðu. Aðrir sáu um matardreifingu
og salernisaðstöðu. Við vorum fimm
Vesturlandabúar sem tókum að okk-
ur að koma þessu upp en lyfjasend-
ingar og annar búnaöur kom um
svipað leyti og viö, m.a. tjöld þar sem
útbúið var sjúkrahús. Ég gleymi ör-
ugglega aldrei þeirri stund er ég kom
fyrst á svæðið en lyktin þar var
óbærileg, blönduð rotnunar- og
skolplykt, en þarna voru aðeins örfá
salerni. Flóttafólkið sem kom fyrst
var ekki mjög hla á sig komið, enda
hafði það flúið áður en skipulagðar
aftökur fóru fram. Þegar leið á tím-
ann fór þetta mjög versnandi. Sumir
höföu fahð sig í margar vikur neðan-
jarðar og voru mjög vannærðir og
sjúkir."
í lífshættu
Maríanna segir að Rauði krossinn
sé virtur í þessum löndum og þess
vegna er fólkið mjög þakklátt þeirri
hjálp sem það fær. „Stundum var
fólk búið að ganga dögum saman
áður en það kom að landamærunum
og leggja sig í mikla lífshættu. Það
hélt áfram aiveg þangað til það vissi
að því yrði bjargað."
Engu að síður er það ekki alveg
hættulaust að starfa fyrir Rauða
krossinn og Maríanna og félagar
hennar urðu að flýja og fara í felur
vegna árásar hútumanna sem beind-
ist gegn hvíta manninum. „Þeir sem
dvöldu í okkar búðum voru úr ætt-
bálki hútumanna í Rúanda og meðal
þeirra voru margir þekktir morð-
ingjar sem voru leiðtogar ættbálks-
ins en hinn ættbálkurinn, tútsi, hafði
fyrirskipað að þeir skyldu allir
drepnir. Einn af þessum stóru herr-
um kom í tjaldið hjá Sameinuðu þjóð-
unum en fylgismenn héldu að hann
hefði verið handtekinn og gerðu að-
súg að tjaldinu. Svo iha vhdi th að
tjald Rauða krossins var við hhðina
og því var ráðlegast aö koma hvíta
fólkinu í burtu. Við komumst þó ekki
langt því engir bílar voru þarna á
þessu augnabliki en við vorum fahn
í tjaldi, á bak við skhrúm. Þar biðum
við og ég get ekki neitað að hjartslátt-
urinn var hraður og „dettifoss" und-
ir handleggjunum. Þetta voru um
fjörutíu þúsund manns sem gerðu
aðsúg og viö heyrðum þá koma nær
og nær og ahtaf köhuðu þeir: „Drep-
um hvíta manninn." Skyndilega upp-
hófst skothríð fyrir utan og ég gat
ekki annað en hugsað: ég var þó í
skotvarnarbyrgi í Afganistan en
þarna var ég í tjaldi. Þetta var ekki
þægheg hugsun. Síðan kom einhver
og sagði að búið væri að kalla á her-
inn og þá ætti þetta aö róast, sem og
varð,“ segir Maríanna sem sannar-
lega var í mikilh lífshættu þarna.
„Þetta orsakaði vitaskuld mikla
spennu og við fórum ekki inn í þess-
ar flóttamannabúðir næstu fimm
daga.“
Soðnirbananar
og hrísgrjón
Maríanna segir aö ólíft hafi verið í
flóttamannabúðunum þegar líöa tók
á daginn vegna mengunar. „Þegar
350 þúsund manns byrja á sama tíma
að elda með eldivið myndast ógurleg-
ur reykur og það var ekki líft fyrir
okkur í þessu lofti þannig að við
bjuggum í tjöldum klukkustundar
akstur frá flóttamannabúðunum.
Þar svaf maður á hermannabedda í
svefnpoka í þijá mánuði og maturinn
samanstóð af soðnum banönum,
hrísgrjónum og baunum þannig að
ekki var fjölbreytninni fyrir að fara,
enda töluðu margir um að ég hefði
grennst þegar ég kom heim. Við sem
störfuðum við hjálparstarfið bjugg-
um þama saman svo maður var aldr-
ei einn, það var ekkert prívat."
Lífið snerist um vinnuna þessa þrjá
mánuði sem Maríanna var í Tansan-
íu og hún segir hana hafa verið mjög
gefandi og verðugt verkefni. „Ég hef
starfað sem hjúkrunarfræðingur í
tíu ár og undanfarið á gjörgæsludehd
Borgarspítalans þar sem tæknin er
ahsráðandi. í Tansaníu hafði maður
kunnáttuna og sjálfan sig. Maður
læröi því margt á þessum tíma,“ seg-
ir Maríanna.
„Það var líka margt mjög óhugnan-
legt sem ég sá þama og er maður þó
ýmsu vanur. í eitt skiptið fór maginn
marga hringi en þá var ég stödd við
landamærin þar sem er fljót sem var
talsvert í fréttum en þar lágu hk um
aht. Einnig kom fólk þama yfir sem
var mjög slasað eftir að ráðist hafði
verið á það. Eitt skiptið kom kona
gangandi á móti mér en hún var með
djúpt og stórt sár á höfði og hálsi sem
blæddi mikið úr og flugnager var í
kringum hana. Það var ótrúlegt að
þessi kona skyldi vera á lífi en hún
var höfuðkúpubrotin. Ég bjó um sár-
in eins og mögulegt var miöað við
aðstæður en síðan var henni komið
á eitt tjaldsjúkrahúsið þar sem lífi
hennar var bjargað. Það var daglegt
brauð að finna svona mikið slasað
fólk við landamærin," segir Mar-
íanna og segist ekki skilja þessa óg-
urlegu grimmd sem hún varö vitni
að. „Þetta fólk hlýtur að vera sam-
viskulaust. Mannslífm eru lítils met-
in og forgangsröðin er önnur en við
þekkjum. Ég átti oft erfitt með að
sætta mig við aö fólkið hugsaði aht
öðmvísi en ég.“
Langar aftur
Þrátt fyrir stríð og mikla eymd
hélt lífið áfram sinn vanagang hjá
flóttamönnunum og Maríanna segir
að fæðingar hafi verið 40-50 í hverri
viku. í fréttum birtast einungis
slæmu fréttimar en Maríanna segir
að það sé ótrúlegt hve fólkið rpyni
að lifa eðlhegu lífi þrátt fyrir hörm-
ungarnar.
- En værir þú reiðubúin að fara aft-
ur?
„Já, strax á morgun. Þetta er
spennandi og maður sér ótrúlegan
árangur af starfi sínu. Á þessum tima
sem ég var í Tansaníu sá maöur búð-
imar rísa og þegar ég fór var fólkið
farið aö bjarga sér sjálft. Það getur
verið erfitt að kveðja," segir Mar-
íanna Csihag, sem er ungversk í báð-
ar ættir, en foreldrar hennar komu
hingað th lands sem flóttamenn árið
1956.
Séð yfir til Rúanda frá Tansaníu þar sem flóttafólkið streymdi yfir, sumt
stórslasað. Við árbakkann lágu lík eins og hráviði.
Þessi fjölskylda var nýkomin frá Rúanda með allar sínar eigur. Fólkið
byggði sér strákofa og reyndi að lifa eðlilegu lifi.
„Móðir þessa drengs gaf okkur hann,“ segir Maríanna sem er hér að
hjúkra „fósturbarninu" í Afganistan.