Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Kjósendur í svefnrofunum Fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar og núverandi félagsráðherra er ekki einn á báti í misbeitingu valds til einkavinavæðingar. Hann kom að vísu eins og sprengja inn í spillinguna og hefur á skömmum tíma afrekað meira á því sviði en aðrir valdamenn til samans. Svonefndir nomaveiðarar á fjölmiðlum hafa haldið áfram svokölluðum galdraofsóknum og fundið, að utan- ríkisráðherra Alþýðuflokksins hefur einnig verið drjúgur á sviðinu. Hann fór fremur hægt af stað, en hefur síðan aukið ferðina samkvæmt formúlunni, að allt vald spillir. Utanríkisráðherra hefur á ferh sínum ráðið tólf al- þýðuflokksmenn til ráðuneytisins og til starfa á Kefla- víkuflugvelli, alla án auglýsingar á störfunum. í öllum tilvikum gekk hann framhjá reyndu fólki í ráðuneytinu og á vellinum og spillti um leið starfsandanum. Ráðherrann gróf undan ráðuneytisstjóranum í sumar, þegar hann lét hann fullyrða, að búksláttarfræðingur og fyrirhugað sendiherraígildi í London hefði formlega diplómatastöðu. Skömmu seinna varð ráðuneytisstjórinn að fífli, þegar ígildið fékk loks slíka pappíra. Utanríkisráðherra hefur leikið ráðuneytið grátt á valdaferli sínum. Hann hefur meðhöndlað það eins og sandkassa, hrakið hæfan hafréttarfræðing úr starfi og hlaðið upp fólki, sem ekki getur unnið fyrir sér úti í þjóð- félaginu. Hann hefur gert ráðuneytið illa starfhæft. Þótt þessi spilling hafi grafið um sig á nokkrum tíma og farið hægt vaxandi, hefur hún fallið í skugga sprengj- unnar úr Hafnarfirði, sem hefur verið umræðuefni fjöl- miðla í þessum mánuði. Sameiginlegt í báðum tilvikum er, að forustuflokkur spillingár ræður ferðinni. Alþýðuflokkurinn er orðinn svona spilltur, af því að ráðamenn hans hafa sannfært sig um, að kjósendur séu fljótir að gleyma og láti spillinguna ekki koma niður á flokknum. Með djarflegri framgöngu flokksbroddanna í kosningabaráttu megi hjálpa fólki til að gleyma. Ráðamenn Alþýðuflokksins hafa líka sannfært sig um, að tiltölulega fáir kjósendur geri sér rellu út af spillingu og aðrir muni í staðinn halla sér að flokknum í von um feita bita af einkavinaborði valdsins. Og það er einmitt rétt, að kjósendur eru bæði áhugalitlir og gleymnir. Ráðamenn Alþýðuflokksins vara sig hins vegar ekki á, að almennt stefnir stjómkerfið hægt og sígandi í átt frá skömmtun og fyrirgreiðslu til fastra mynztra og reglna, sem mismuna ekki borgurum landsins. Aukin einkavinavæðing Alþýðuflokksins stefnir í öfuga átt. Þótt kjósendur hafi ekki nógu miklar áhyggjur af spill- ingu, eru þeir vafalaust í stórum dráttum fylgjandi því, að ísland færist smám saman í átt til siðmenningarríkja á því sviði. Það getur hefnt sín á Alþýðuflokknum að reyna að færa spillingarklukkuna aftur á bak. Um þessar mundir mæhst Alþýðuflokkurinn með minna en 6% fylgi. Það jafngildir, að þjóðin hafi að sinni hafnað flokknum sem marktækum þátttakanda í stjóm- málum. Ekki er víst, að ráðherrunum verði að þeirri von, að kjósendur hafi gleymt öllu í næstu kosningum. Ef ættingja- og einkavinaflokkurinn fær verðuga ráðn- ingu í næstu kosningum, hafa kjósendur lagt sitt af mörk- um til að vara stjómmálamenn og -flokka við að ganga of langt í spillingu. Slík viðbrögð kjósenda mundu vafalít- ið leiða almennt til hægfara samdráttar í spillingu. Eftir allt, sem á undan er gengið, er orðið brýnt fyrir kjósendur að losna undan því ámæli, að þeir hafi hvorki greind né minni til að standa undir hlutverki sínu. Jónas Kristjánsson Konurnar sigruðu klerka- veldið á mann- fjöldaráðstefnu „Stjórnar Vatíkaniö heiminum?" spurði Maher Mahran, ráðherra mannfjölgunarmála á Egyptalandi, með þjósti á fréttamannafundi á mannfj öldaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaíró á miðvikudag í siðustu viku. Þá haföi starf við frá- , gang yfirlýsingar ráðstefnunnar stöðvast að undirlagi fulltrúa Páfa- garðs, sem vildu á þann hátt halda til streitu mótbárum sínum við eina málsgrein í 113 síðna plaggi. Sjálfheldan á ráðstefnu fulltrúa 180 ríkja stóð í tvo sólarhringa og vakti ærinn kurr í garð þeirra sem henni ollu. Upp komu bollalegging- ar um hvort þetta ástand bæri ekki vott um að taka þyrfti til endur- skoðunar þá áhrifastöðu sem Páfa- garður nýtur í starfi SÞ. Málalok urðu svo að fulltrúar Vatíkansins létu undan síga, létu við það sitja að lýsa ágreiningi við tiltekin atriði ályktunar ráðstefn- unnar ásamt nokkrum ríkjum Rómönsku Ameríku og litlum hópi íslamskra ríkja. Grein 8.25, sem mestur styrinn stóð um, breyttist ekki efnislega en orðaröö var hnik- að tiL Sú grein fjallar um að séu fóstureyðingar heimilar skuli framkvæma þær viö sem öruggast- an aöbúnað. Tilraunum íslamskra strangtrú- arhópa til að bregða fæti fyrir starf mannfjöldaráðstefnunnar með hártogunum reiddi engu betur af en herferð páfastóls. Þeir höfðu reynt að halda því fram að þar sem rætt er um hjónaband og önnur sambúðarform sé verið að reyna að fá alþjóðlegt samþykki við sam- búð samkynheigðra. Á daginn kom að þetta orðalag var viðhaft að kröfu ríkja í Karíbahafi, þar sem óvígð sambúð er langtum algengari en hjónabönd. Meginniðurstaðan af þessum átökum er að mikið djúp er stað- fest milli kenninga háklerka ka- þólsku kirkjunnar og strangtrúar- hópa íslams annars vegar og við- horfa og breytni þorra þess fólks sem telst tii þessara trúfélaga. Sér- staklega er þetta áberandi þar sem tekur til getnaðarvarna. Konur voru fjölmennar í sendi- nefndum á ráðstefnunni, og auk þrumuræðu Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, til framdráttar kvenréttindum, voru þær einatt fremstar í flokki að hnekkja málflutningi klerkaveldis- manna af sama trúflokki og þær sjálfar. Brasilíumenn eru fjölmennasta þjóðin sem játar kaþólska trú. Kynntar voru niðurstöður kann- ana sem sýna að 70 af hundraði Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson brasilískra kvenna viðhafa getnað- arvarnir og fleiri myndu fylla þann hóp hefðu þær efni og aöstöðu til. Árið 1970 var meðalfjöldi barna sem hver brasihsk móðir ól tæp- lega sex. Nú er fjöldi fæðinga á barnsburðarskeiði móður að kom- ast niður undir tvær. Hvergi játa fleiri íslamstrú en í Indónesíu. Þar hefur barnafjöldi á fjölskyldu nánast helmingast síð- ustu tvo áratugi, lækkað úr 5,6 bömum á móður 1971 niður í 3,0 árið 1991. Á ráðstefnunni í Kaíró myndaði Indónesía ásamt níu öðr- um þróunarríkjum hóp sem hyggst breiða út meðal þjóða, sem svipað eru settar, þekkingu á því hversu ná má skjótum og stórfelldum ár- angri í að draga úr viðkomu með því að koma fræðslu á framfæri, fyrst og fremst við konur af alþýðu- stétt. Löndin sem að fræðsluátakinu standa eru í mismunandi heimsálf- um og þjóðirnar sem þau byggja játa mismunandi trúarbrögð. Hóp- inn skipa Bangladesh, Egyptaland, Indónesía, Kenýa, Kólumbía, Mex- íkó, Marokkó, Taíland, Túnis og Zimbabwe. í kaþólska landinu Kól- umbíu hefur meðaltal barneigna á konu lækkaö úr 7,1 barni í 2,9 á þrem áratugum. Búddatrúarmenn byggja Taíland, og þar hefur barna- fjöldinn á konu minnkað úr 6,5 í 2,1 á aldarfjórðungi. íslamskir Túnisbúar eru fremstir meðal Afr- íkuþjóða í takmörkun viðkomu með fræðslustarfsemi, hún er nú komin niður í 1,9 af hundraði ár- lega. Það sem mestum ýflngum veldur er að einlíflsklerkar kaþólsku kirkjunnar fást alls ekki til að við- urkenna það sem konumar vita, af tvennu illu era lögleyfðar fóstur- eyðingar skárri kostur en þær sem ella fara fram á laun við afleitar aðstæður og með bráðum lífsháska fyrir konuna sem í hlut á. Fóstureyðingar eru ámóta marg- ar í Bandaríkjunum og Brasilíu. í Bandaríkjunum eru þær löglegar og þar verða 10.000 konur fyrir sjúkrahúsvist vegna eftirkasfa á ári hverju. í Brasilíu eru fóstureyð- ingar ólöglegar, og þar koma 400.000 konur á sjúkrahús á ári hverju vegna eftirkasta eftir þær. Skoðanir aimarra Sumarklædda sjarmtröllið „Utanríkisráðherrafundurinn í Barentshafsráð- inu í gær endaði sem smugudagurinn stóri. Sumar- klædda sjarmtröllið, málrófsmaðurin Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra íslands, fékk sína smugu til viðræðna við stórabróður í Noregi og hinn léttpirraða rússneska björn. Um leið opnaöi Björn Tore Godal utanríkisráðherra stóra smugu í barátt- unni fyrir inngönguna í Evrópusambandið.“ Úr ritstjórnargrein í Nordlys 16. sept. 1994. Clinton ætlar að gera allt einn „Bill Clinton forseti heldur fast við þá stefnu sína að leita ekki staðfestingar hjá þinginu fyrir innrás í Haítí. Þar með á hann ekki á hættu að verða undir í þinginu með fyrirætlanir sem virðast æ vafasam- ari og óvinsælli með hverjum degi sem líður. Með þessu móti brýtur hann gegn fyrirmælum stjórnar- skrárinnar um skiptingu valdsins. Þetta grefur og undan möguleikanum á skjótum árangri við að hrekja bófana úr valdastólunum á Haítí og eykur líkurnar á langvinnum átökum þar.“ Úr forystugrein The Washington Post 15. sept. 1994. Noregi ýtt út af sviðinu „Nú lítur út fyrir að Torvald Stoltenberg tapi slagnum um að verða næsti framkvæmdastjóri NATO. Alþjóðlegar fréttastofur segja að Willy Claes, utanríkisráðherra Belgíu, sé nokkuð öryggur um að fá stöðuna. Þaö sem er áhugavert í þessu máh er að það er skólabókardæmi um hvemig Noregi verður ýtt út af sviði öðryggismála í Evrópu standi landið utan Evrópusambandsins." Úr forystugrein Verdens Gang 14. sept. 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.