Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
Fréttir
Lögreglan rannsakar dularfuHt hvarf þriggja hrossa 1 Mosfellsbæ:
Hrossin fengu hvorki
vott né þurrt í 3 vikur
- fundust innilokuö og orðin grindhoruð 1 útihúsi 1 nágrenninu
„Þetta eru bara sjúklingar núna.
Ég hef hrossin í húsi og gef þeim
meöal annars vítamín. Fyrst fengu
þau sprautu og þeim var gefiö reglu-
lega. Ég er ekki viss um að þau fari
úr hesthúsi fyrr en í vor. Þau verða
jafnvel ekki búin að ná sér fyrr,“
sagði Kristján Guðmundsson á
Hrafnhólum í Mosfellsbæ í samtali
viðDV.
Lögreglan rannsakar hvarf þriggja
af hrossum Kristjáns sem talin eru
hafa verið lokuð inni í útihúsi
skammt frá í þrjár vikur. Næsta jörð
er Skeggjastaðir og þar fundust
hrossin. Nýir eigendur þar, meðal
annars Baltasar Kormákur leikari,
fundu hrossin þar sem þau voru illa
á sig komin í einu af útihúsunum en
þar eru hús sem eitt sinn voru notuð
undir minkabú. Lögreglan var látin
vita og eigandinn í framhaldi af því.
áhyggjufullir
„Stjómin samþykkti einróma
að senda formanni framkvæmda-
stjórnar Alþýðuflokksins bréf
vegna umræðna um málefni og
störf Guðmundar Árna Stefáns-
sonar. Innihald bréfsins gerum
við ekki opinbert þar sem sam-
þykkt var að það færi ekki til
fjölmiöla," segir Bolli Valgarðs-
son, formaður Félags ungra jafii-
aðarmanna í Reykjavik.
Samkvæmt heimildum DV
samþykkti 10 manna stjóm SUJ
í Reykjavík í vikunni ályktun
sem er efnislega nánast sam-
hljóða þeirri sem Félag frjáls-
lyndra jafnaðarraanna sam-
þykkti á miðvikudaginn. 1 þeirri
samþykkt var þess krafist að
Guömundur Ámi geri hreint fyr-
ir sínum dyrum en segi ella af sér
sem ráðherra og varaformaður
flokksins. Bréf ungkrata var sent
Guömundi Oddssyni, formanni
framkvæmdastjórnar flokksins.
Stuðningur í Hafnarfirði
Mál Guömundar Áma kom
einnig til umræðu á fundi sfjóm-
ar Alþýöuflokksfélagsins í
Reykjavík í vikunni. Engar sam-
þykktír voru gerðar á fundinum
en samkvæmt heimildum DV
komu fram miklar áhyggjur hjá
stjórnarmönnum yfir þeirri stöðu
sem flokkurinn er kominn í
vegna umræðunnar um Guð-
mund Áma. ■
Guömundur Ámi á þó einnig
stuðningsmenn í Alþýöuflokkn-
um. í gær sendu stjóm fulltrúar-
áðs f Hafnarfirði og bæjarfulltrú-
ar flokksins þar f bæ frá sér álykt-
un, þar sem „áróðursherferð
Qölmiöla", sem svo er nefnd, gegn
honum er fordæmd. Er lýst full-
um stuöningi við Guömund
Árna.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins mun koma saman til
fundar ánæstudögum tíl aðræða
þá gagnrýni sem komið hefur
fram, innan sem utan flokksins,
á störf Guðraundar Áraa. Á fund-
inum verður tekin ákvörðun um
hvenær næstí flokksstjómar-
fundur veröur haldinn til að taka
á málinu. Buist er viö að fundur-
inn veröi haldinn 24. september
eða 1. október.
Kristján Guðmundsson með hrossin í gær þegar hann hleypti þeim úr húsi. Hann segir að þau muni sennilega
ekki ná sér fyrr en næsta sumar. DV-mynd GVA
Ásakanimar á hendur Guðmundi Áma Stefánssyni:
Fráleitt að tala um
samsæri í f lokknum
- segir Margrét S. Bjömsdóttir, formaður öjálslyndrajafhaðarmanna
Guðmundur Ámi Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra sagði í viðtali viö
DV í gær að það vektí athygli sína
að formaður Félags frjálslyndra jafn-
aðarmanna, sem krefst þess að Guð-
mundur komi á fund í flokknum og
hreinsi sig af ávirðingunum, væri
Margrét S. Bjömsdóttir, aöstoðar-
maður Sighvats Björgvinssonar heil-
brigöis- og tryggingaráðherra. Guð-
mundur hefur einnig sagst hafa
heyrt sögur um að ávirðingamar,
sem dunið hafa á honum undanfarið,
séu skipulagðar í Alþýðuflokknum.
Hann segist aftur á mótí ekki hafa
viljað trúa því fram til þessa.
- „Enginn úr forystuliði flokksins,
hvorki þingmenn né ráðherrar, vissi
af því þegar við vorum að semja
þessa ályktun og samþykkja hana.
Enginn, hvorki Sighvatur Björgvins-
son né aðrir. Sighvatur hefur verið
erlendis síðastliðnar tvær vikur og
ég hef ekki rætt þetta mál við hann,“
sagði Margrét S. Bjömsdóttir, for-
maður félagsins og aðstoðarmaður
Sighvats Björgvinssonar, þegar hún
var spurð um málið.
- Hafnar þú því að hér sé um aðför
að Guðmundi Árna aö ræöa sem sé
skipulögð innan Alþýðuflokksins?
„Ég tel alveg fráleitt að halda því
fram að flokksmenn skipuleggi þetta.
Það eru ekki flokksmenn sem skipu-
leggja embættísfærslur Guðmundar
Áma Stefánssonar. Það em ekki
flokksmenn sem skipuleggja það
hvað fjölmiðlar fjalla um og hvað
ekki. Við erum einungis að bregðast
við upplýsingum sem fram hafa
komið og hans svörum viö þeim sem
við teljum ekki fullnægjandi. Við
tökum á þessu stígi enga efnislega
afstöðu. Viö teljum hins vegar að'
þetta hafi valdið trúnaðarbresti milli
ráðherrans og almennings og okkar
floksmanna. Þess vegna viljum við
að þetta verði rætt á vettvangi
flokksins. Og það hlýtur að vera
kærkomið tækifæri fyrir Guðmund
Áma aö ræða þar málin við sína
flokksfélaga.“
-- Þykir þér hann ekki hafa gert það
í greinum sínum og viðtölum?
„Nei, okkur íinnst það ekki.“
Kjördæmisþing sjálfstæðismanna hefst á Vestflörðum í dag:
Margir tilbúnir í próf kjörsslaginn
- prófkjör líklega um miðjan október
Kjördæmisþing sjálfstæðismanna
á Vestfjörðum verður haldið á
ísafirði um helgina. Þingið hefst í dag
og stendur í tvo daga. Þar er að vænta
ákvörðunar um prófkjör. Reiknað er
með því að samþykkt verði að halda
prófkjör sem þá yrði haldið um miðj-
an október.
Það er búist við mikilli baráttu í
prófkjöri og margir em í startholun-
um. Einar K. Guðfmnsson, Guðjón
A. Kristjánsson og Einar Oddur
Kristjánsson munu allir gefa kost á
sér í efstu sætí listans. Þá hefur Ólaf-
ur Hannibalsson lýst því yfir aö hann
muni taka þátt í prófkjöri ef af því
verður. Talið er líklegt að Steinþór
Gunnarsson, ísafirði, muni fara
fram. Ásgeir Þór Jónsson, Bolungar-
vík, staðfesti í samtali við DV að
hann mundi gefa kost á sér. Þá em
Gísh Ólafsson, Patreksfirði, og Sig-
ríður Hrönn Elíasdóttir, Súðavík,
tahn líkleg í baráttuna. Þá heyrist
nafn Hildigunnar Lóu Högnadóttur á
ísafirði nefnt. Það liggur fyrir að
margir muni taka þátt í baráttunni
og líklega aldrei fleiri.
Geirþrúður Charlesdóttir, formað-
ur kjördæmisráðs, sagðist eiga von á
því að samþykkt yrði að efna tíl próf-
kjörs.
„Ég var búinn að leita hrossanna og
var farinn að hallast að því að þeim
hefði verið stohð,“ sagöi Kristján.
Óljóst er hvemig hrossin komust
mn í framangreint útihús. Aðrar dyr
hússins era innkeyrsludyr en hinar
eru með renniloku. Því er alls ekki
tahð útilokað að hrossin haíi verið
lokuð inni af mannavöldum. Þau
höfðu verið í giröingu ásamt fleiri
hrossum og því var því ekki veitt
sérstök eftirtekt þegar þau hurfu.
Mögulegt er aö hrossin þrjú hafi far-
iö að útihúsunum þegar hópurinn
slapp út fyrir girðingu.
Kristján sagði að eitt af hrossun-
um, Hnokki, heföi verið selt til út-
landa en af því gæti ekki orðið með
sama hætti og áætlað hefði verið. Hin
hrossin voru talin efnileg eins og
Kristján orðaði það.
Stuttar fréttir
Háttsettur embættismaður hjá
ráöherraráði Evrópusambands-
ins gorir ekki ráð fyrir íslandi í
hópí þeirra 16 nýju ríkja sem
væntanlega verða gengin í sam-
bandið árið 2004. RUV greindifrá
þessu.
Eftir helgi fer fram í Reykjavík
ráðstefna um notkun og sam-
ræmingu á þekkingu frumbyggja
við vemdun umhverfis á norður-
slóöum. Ráðstefnuna sækja full-
trúar Norðurlandanna, Banda-
ríkjanna, Kanada og Rússlands.
Þörfáfrekaramati
Skipulagsstjóri ríkisins hefur
úrskurðað að frekara mat á um-
hverfisáhrifúm þurfi að fara
fram vegna lagningar Drangsnes-
vegar um Selströnd í Steingrims-
firði, milli Hálsgötugils og Hellu.
Landgræðsluverðlaun
Daviö Oddsson afhenti í gær
landgræðsluverðlaunin 1994 við
athöfn í Gunnarsholti. Verðlaun-
in hlutu Ámi Gestsson, Böðvar
Jónsson, Gautlöndum, og Skóg-
ræktarfélag Garðabæjar.
Gæruseljendur segja aö verð-
stríö sé í gangi vegna harðrar
keppni Skinnaiðnaðar á Akur-
eyri og Loðskinns á Sauðárkróki
um allar fáanlegar gærur til sút-
unar. Samkvæmt RÚV má einnig
vænta innílutnings á gærum.
Frimerkjafróðleikur
Norrænir unglingar keppa í
spumingakeppni um frimerki á
norrænu unglingasýningunni
sem haldin er á Kjarvalsstöðum
um helgina. Landssamband ís-
lenskra frímerkjasafnara stend-
ur fyrir sýningunni.
Davíö Oddsson forsætisráö-
herra segir mál Guðmundai-
Ama Stefánssonar félagsmála-
ráðherra alfarið innanhússmál
hjá Alþýöuflokknum. Bylgjan
greindi frá þessu.