Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd lifidef lotterí John Major segir nýtt happ- drætti verða til hagsbóta fyrir Breta alla. Eyjóifitfhressíst Heilsufar Frakka fer skánandi þrátt fyrir of mikla víndrykkju og of xnargar sígarettur. Stjórninofaná Ríkisstjóm Pouls .. Nyrups Rasmussens, forsætisráð- herra Dan- merkur, og flokkar sem eru lengst tii vinstri njóta fylgis 53,5 prósenta kíósenda en hægriflokkamir 45,5 prósenta, samkvæmt nýrri könnun. Balladurliklegastur Franskir kíósendur telja aö Edouard Bailadur forsætisráö- herra verði næsti forseti. Banniaflétt Breska stjórnin ætlar að aflétta banni við að útvarpa röddum leiðtoga Sinn Fein, pólitísks arms IRA. Rannsakað á Kýpur Rannsóknin á moröinu á danska leiösögumanninum Lou- ise Jensen á Kýpur mun taka eina til tvær vikur. Verða ekki með Samtök heittrúaðra múslíma í Alsír taka ekki þátt i viðræðum um framtíð landsins í næstu viku. Varaðirvið Bandarískir þegnar á Haití hafa verið beðnir um að búa sig undir innrás og sanka að sér vistum. PáfiogBusheinhuga Jóhannes Páll páfi og George Bush eru báðir andvígir innrás Bandaríkjamanna á Haítí. Ahovekurreiði Orð Eskos Ahos, forsætis- ráðherra Finn- lands, um aö finnska þingiö kynni aö fresta að taka ákvörð- un um hvort Finnland geng- ur í Evrópusambandiö, hefur vakið reiði stjómmálamanna. Stöðva hjálparflug Bresk samtök hafa stöðvað hjálparflug til Sarajevo. Jeltsin fram Helsti talsmaður Jeltsíns Rúss- landsforseta sagði að lýöræöisöfl- in gerðu rétt í að treysta á fram- bOð hans 1996. Reuter, Ritzau Allt klárt fyrir innrás Bandaríkj amanna á Haítí: Hraðarhendur Bandaríski herinn ætlar að hafa hraðar hendur eftir næturinnrásina sem verður væntanlega gerð á Haítí á næstu dögum og senda hersveitir um allt landið til að ná því á sitt vald. „Viö höfum gert þaö lýðum ljóst að við viljum takmarka mannfall eins og hægt er. Þetta verður ekki nein smáaðgerð. Við vfljum fara út í sveitir landsins' með hraði til að koma í veg fyrir ofbeldisverk fylk- inga Haítímanna," sagöi háttsettur embættismaður í bandaríska vam- armálaráðuneytinu sem ekki vildi láta nafns síns getið. Innrásaráætlunin gerir ráð fyrir því að sérsveitir flotans og aðrar sér- sveitir laumist fyrst á land í höfuö- borginni Port-au-Prince til að afla upplýsinga og undirbúa þyrluárás frá flugmóðurskipinu America með þátttöku tvö þúsund hermanna. Á svipuðum tima munu allt að tvö þúsund menn úr 10. fjallaherdeild- inni koma frá flugmóðurskipinu Eis- enhower inn til höfuðborgarinnar og um 1800 landgönguliðar flotans munu koma með þyrlum til Cap- Haitien á norðurhluta eyjarinnar. Yfirmenn í hernum segja að allt verði til reiðu fyrir innrás í dag eða á morgun en herforingjastjórn Haítí hefur enn tækifæri til að fara sjálf- viljug frá svo hægt verði að finna friðsamlega lausn á deilunni. Clinton Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhug- aðri fjáröflunarferð tÚ Kaliforníu á sunnudag vegna þessa. Frönsk stjórnvöld ætla að senda sveitir til frönsku eyjarinnar Mart- inique í Karíbahafi til að hægt verði að flytja franska þegna og aðra Evr- ópubúa burt frá Haítí verði lífi þeirra stefnt í voða í innrás Bandaríkja- manna. Reuter Gaulversku kapparnir Steinríkur og Astrikur hafa kætt margan manninn með uppátækjum sínum síðustu áratug- ina. Þeir voru í London i gær til að halda upp á 25 ára afmæli fyrstu ensku útgáfunnar á ævintýrum þeirra. Bækurnar um þá félaga hafa verið þýddar á 57 tungumál. Símamynd Reuter Veðsett í útlöndum og 1 eigu fárra fjölskyldna: Svíþjóð eins og bananalýðveldi Eru það þegnar bananalýðveldis sem ganga að kjörborðinu á sunnu- dag þegar sænskir kjósendur flykkj- ast á kjörstaði? Þétta er ein þeirra spurninga sem menn hafa verið að velta fyrir sér í Svíþjóð undanfarna daga og sá sem lýsir landinu sem bananalýöveldi er dálkahöfundurinn Ulf Nilsson í blað- inu Expressen. Nilsson segir að Svíþjóð uppfylli öll venjuleg skilyrði fyrir slíkri nafn- gift: Landið er veðsett í útlöndum og það eru aðeins nokkrar fjölskyldur sem eiga þaö. í Svíþjóð er þaö einkum Wallenbergfjölskyldan sem sfjómar Ericsson, ÁBB, S-E bankanum og flestum öðrum stórfyrirtækjum. Umdeildar staðhæfingar Nilssons fengu svo aukið vægi þegar bæði Peter Wallenberg og fjórir af æðstu mönnum fyrirtækja hans blönduðu sér í kosningabaráttuna og vöruðu við skattahækkunum. Þeir sögðu að þær myndu skaða samkeppnisstöðu sænskra fyrirtækja og þeir kynnu því að neyðast til að flytja fyrirtæki sín til útlanda. Ailir litu á útspil kaupsýslumann- anna sem árás á þau áform jafnaðar- manna aö hækka skatta á tekjur yfir vissu lágmarki. Þá eru það erlendir fjárfestar sem fjármagna stóran hluta gífurlegrar lántöku sænska ríkisins en skuldir þess nema rúmlega 1300 milljörðum sænskra króna. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum fær jafnaðarmannaflokkur Ingvars Carlssons 44 prósent at- kvæða og verður hann því að fara í samsteypustjórn með einum eða tveimur flokkum til að hafa meiri- hlutastuðning á þingi á bak við sig. Ritzau, Reuter Rotterdam-markaður: Bensínverð hrynur enn Bensínverð á markaði í Rotterdam hrundi í vikunni. Á einni viku hefur verðið lækkað um allt aö 10%. Þann- ig fór tonnið af 92 okt. bensíni úr 160 í 145,50 dollara og 98 okt. úr 183,50 í 168 dollara. Lækkunin er rakin til offramleiðslu og mikilla birgða. Svipuð lækkun átti sér stað á 95 okt. bensíni en olían hefur breyst minna. Þannig hefur svartolía í raun hækkað um einn dollar tonnið und- anfama viku. Hráolían hefur lækkað lítillega svo og gasolían. Hlutabréfaverð í stærstu kauphöll- um heims er almennt lægra en fyrir viku síðan ef Wall Street er undan- skilin. Væntingar um lækkandi verð- bólgu varö til þess að Dow Jones hlutabréfavísitalan náði sínu hæsta frá því í febrúar sl. Kauphallir og vöruverð erlendis | 2250 DAX-30 2200 [> 2150 fti Vi/M\ 2íooJ U 2000 2113,98 j j Á S 2150i 210001 . >20500 1 jsfíOOOO i .19500 19796,26 Á S Sophia Loren sextug í næstu vikuenslung ítalska kvik- myndaleikkon- an Soplúa Lor- en holdur upp á sextugsafmæliö sitt í næstu viku en hún liefur þó aldrei kosið þar sem hún er of ung, að eigin sögn. „Innst inni er ég enn eins og tólf ára bam. Ég er yngri en böm- in mín,“ sagði Lqren í viðtali við \ ítalskt timarit. „Ég hef aldrei kos- ; iö þar sem ég hef ekki aldur til þess.“ Sophia er gift kvikmynda- : framleiöandanum Carlo Ponti og | eiga þau tvo uppkomna syni. „Ég í trúi á hjónabandið, vinnuna,; börnin, tryggðina og mínar eigin ' rætur,“ sagði leikkonan. Andstæðingar ESB í Noregi eru fastirfyrir Nákvæmlega helmingur kjós- enda 1 Noregi segist ætla að greiða atkvæöi gegn aöild lands- ins að Evrópusambandinu í þjóð- aratkvæðagreiöslunni í nóvemb- er en aðeins 28 prósent munu samþykkja aöild. Tuttugu og tvö prósent kjósenda eru óákveðin. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun sem birtist í blaðinu Aftenposten í gær. Hún sýnir einnig að andstæðingar em fastir íyrir og aö það muni ekki breyta miklu þótt Svíar og Finnar sam- þykki aðild. Reyndar hefur andstæðingum ]. ESB fjölgað um tvö prósentustig; miðað við síðustu könnun Aften- i posten en stuðningsmönnum hef- j ur aftur á móti fækkað um þrjú i prósentustig. Sjómenn hundóánægðir i meðþorskkvót- | ann í Eystrasalf i Dönsku sjómannasamtökin ero afar óánægð með niðurstöður samningaviðræðnanna um þorskkvótann í Eystrasalti á næsta ári og kalla þær „hrikaiega lélegar". Sjómennirnir krefjast bóta trá stjórnvöldum, m.a. til að leggja skipum sínum, ef sjómenn á Borgundarhólmi og aðrir þeir sem stunda veiðar í Eystrasalti eiga að komast klakklaust í gegn- um næsta ár. Allt bendir til aö þorskkvótinn verði 100 þúsund tonn en danskir sjómenn, þýskir og sænskir krefj- ast 200 þúsund tonna kvóta. UffeEllemann sagðiósattum fjárstuðning Uffe Elle- mann-Jensen, fyrrom utan- rikisráðherra Danmerkur, er sakaður um að hafa sagt ósatt í sjónvarpsum- ræðura á fimmtudagskvöld þegar hann sagði að flokkur hans, Venstre, hefði ekki þegiö íjárstuöning frá samtökum í landbúnaöi. Flokkurinn þáði sem svarar um hálfri milljón íslenskra króna í kosningasjóö frá samtökum ntjólkurframleiðenda og segir Uffe að það sé stuðningur frá samtökum úr atvinnulíflnu. Varaforseti búnaðarsambands- ins segir hins vegar að Uffe sé að reyna aö þvo hendur sínar af málinu. Reuter, NTB, Ritzau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.