Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
Fréttir
Alþýðuflokkurinn:
Ríkisendurskoðun beðin
um siðferðisvottorð
- Alþýðuílokkurinn er ekki siðspilltur, segir Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins, boðaöi fréttamenn á sinn
fund í gær til að tilkynna þeim um
að ráöherrar og þingmenn flokksins
ætluðu að biöja Ríkisendurskoðun
um siðferðisvottorð fyrir Alþýðu-
flokkinn og ráðherra hans. Einkum
að skoðað yrði mál Guðmundar Árna
Stefánssonar og eins embættisveit-
ingar Jóns Baldvins, eftir þá gagn-
rýni sem hann hefur hlotið í DV, að
því er hann sagði.
Jón Baldvin margtók það fram á
löngum fréttamannafunddi að það
væri rangt að segja að Alþýðuflokk-
urinn væri siðspilltur flokkur. Hann
væri heiðarlegur flokkur og meðal
annars þess vegna færi hann fram á
þessa skoðun Ríkisendurskoðunar.
I ræðu Guðmundar Árna Stefáns-
sonar, varaformanns flokksins, á
kratafundi í Hafnarfirði síðastliðinn
miðvikudag sagði hann að þess yrði
krafist að aðrir stjómmálaflokkar
gerðu hreint fyrir sínum dyrum eins
og kratar. Þessi krafa er ekki uppi
hjá krötum nú.
Stjórnarslitum hótað?
Jón Baldvin var spurður hvort
þessi krafa heföi verið tekin út vegna
hættu á stjórnarslitum. Hann sagði
svo ekki vera. Samkvæmt heimild-
um DV munu kratar hafa verið látn-
ir vita af því frá þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins að slík krafa myndi
kosta stjórnarslit.
Samtölin trúnaðarmál
Jón Baldvin var spurður að því
hvort hann hefði farið fram á það við
Guðmund Árna að hann segði af sér.
Hann vildi ekki svara þessu en sagði
að öll samtöl hans og Guðmundar
Árna vegna þessa máls væru trúnaö-
armál.
Jón Baldvin sagði að kratar væru
að biðja Ríkisendurskoðun um mat
á því hvað væru réttar og eðlilegar
stjórnsýslureglur og venjur. Hann
var spurður hvort Ríkisendurskoðun
gæti skorið úr um siðferðileg áhta-
mál, sem flest þessi mál eru.
„Ríkisendurskoðun getur ekki
skorið úr um siðferðileg áhtamál.
Hún getur svarað því hvað er rétt
og innan réttra og eðlilegra stjórn-
sýslumarka. Meginverkefni Ríkis-
endurskoðunar er að hafa eftirht
með ráðstöfunum almannafjár og
hvernig því er varið og hvemig það
er nýtt,“ sagði Jón Baldvin.
Hann viðurkenndi að Ríkisendur-
skoðun væri ekki eða ætti ekki aö
leita eftir sannleikanum í pólitík,
þegar bent var á að kratar væm að
biðja um það með því að vísa þessum
siöferðismálum sínum til Ríkisend-
urskoðunar.
„En Ríkisendurskoðun getur tekiö
að sér almenna stjórnsýsluskoðun,
sem fjallar ekki eingöngu um fjár-
mál,“ sagði Jón Baldvin.
Ríkisendurskoðun
þjónar Alþingi
Þá var bent á að Ríkisendurskoðun
væri til þess að þjóna Alþingi gagn-
vart framkvæmdavaldinu. Nú ætlaði
framkvæmdavaldið, það em ráð-
herrar Alþýðuflokksins, að nota Rík-
isendurskoðun til að hvítþvo sig, sem
hún hefði ekkert umboð til.
Jón Baldvin svaraði þessu með því
að segja sögu af því aö hann hefði
ekki náð að hreinsa sig af þeirri ásök-
un, ársínum tíma, að hafa keypt vín-
fóng í afmæh konu sinnar á kostnað
ráðuneytisins, fyrr en hann hefði
beðið Rikisenbdurskoðun að fara of-
an í saumana á því máh.
Þá var Jón Baldvin spurður út í
hvort rætt hefði verið um það innan
þingflokks krata að Guðmundur
Árni hefði sagt ósatt á fréttamanna-
fundi á dögunum. Það hefði sannast
þegar Þorkell Helgason ráðuneytis-
stjóri og Páll Sigurðsson ráðuneytis-
stjóri upplýstu það í blöðum. Jón
Baldvin átti mjög erfltt með að verja
þetta atriði. Um málið urðu miklar
umræður á fundinum og sagði Jón
Baldvin varðandi það sem Guð-
mundur Árni sagði rangt frá á frétta-
mannafundinum:
„Stundum verður mönnum á að
fara ekki rétt með staðreyndir."
Viðbrögð stjómarandstöðu við niðurstöðu Jóns Baldvins
Breytir engu um siðf erðisþáttinn
„Mér finnst þessi fundur ekki hafa
breytt neinu. Þama er bara verið að
reyna að klóra yfir hlutina. Mér
finnst að það hefði verið langsterkast
fyrir Guðmund Árna að segja af sér
en halda áfram aö vera þingmaður.
Það hefði verið langsterkast fyrir
Alþýðuflokkinn líka,“ segir Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir, þingkona
Kvennahstans, um niðurstöðu Jóns
Baldvins Hannibalssonar og þing-
flokks Alþýðuflokksins í máh Guð-
mundar Arna Stefánssonar.
„Það getur veriö gott að Ríkisend-
urskoðun skoði þá afmörkuðu þætti
spilhngarmála Alþýðuflokksins sem
hún getur fjallaö um en það breytir
engu um hina siðferðilegu og stjóm-
málalegu þætti málsins sem em yfir-
gnæfandi. Þetta mál snýst fyrst og
fremst um huglæg atriði, siðferði,
trúnaðartraust og áreiðanleika. Rík-
isendurskoðun getur að sjálfsögðu
ekki svarað til um slíkt,“ segir Stein-
grímur Sigfússon, varaformaður Al-
þýðubandalagsins. Steingrímur segir
að samþykkt Alþýðuflokksins breyti
engu um meginatriði spihingarmála
Alþýðuflokksins. Hann segir allt
benda til þess að Alþýöuflokkurinn
ætli að svæfa málið. „Ég tel að Guö-
mundur Árni ætti að hugleiða það
mjög rækilega að biðjast lausnar. í
það minnsta tímabundið meðanþessi
úttekt fer fram,“ segir Steingrímur.
„Ríkisendurskoðun fer yfir reikn-
inga ráðuneytanna á hverju einasta
ári og það er skylda hennar að kveða
upp álit á þeim. Ég get ekki séð að
Ríkisendurskoðun geti gert nokkum
skapaðan hlut umfram það. Hún er
ekki stofnun sem kveður upp úr um
siðgæði í stjórnmálum. Hún er ekki
siðferöisstofnun. Ég ætla ekki að
setja fram neina skoðun á því hvort
Guðmundur Árni á að segja af sér.
Eg er hins vegar þeirrar skoðunar
að ríkisstjórnin í heild eigi að segja
af sér,“ segir Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins.
„Mér virðist sem þingflokkur Al-
þýðuflokksins hafi tekið ákvörðun
sem er þess eðhs að enn sé verið að
rannsaka mál Guðmundur Áma
Stefánssonar þrátt fyrir greinargerð
hans. Menn hljóta að bíða niðurstöðu
Ríkisendurskoðunar til þess að átta
sig á því hver eigi síðasta orðið.
Við höfum bæði lög og stofnanir
sem eiga að veita stjórnmálamönn-
um og ráðherrum aðhald og ég hefði
áhtið að Ríkisendurskoðun sinnti
þeim skyldum og eftirht hennar með
störfum ráðuneyta sé þannig að í
raun sé þar um daglegt efdrlit að
ræða,“ segir Björn Bjarnason, vara-
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins.
Stuttar fréttir
Svarloliaiækkar
Olíufélögin þijú lækkuðu öll
svartohutonnið um það sama í
gær, eða úr 15.700 niður í 15.100
krónur. Lækkunin nemur 3,8%
og tekur gildi i dag.
Sendiherra Svíþjóðar á íslandi
sendi í gær frá sér yfirlýsingU þar
sem hann þakkar íslendingum
veitta samúð og hluttekningu
vegna ferjusly ssins á Eystrasalti.
Fórnarlambaminnst
Biskup íslands hefur beint þeim
tilmælum til presta að fórnar-
lamba ferjuslyssins veröi minnst
i messum morgundagsins.
Prinsessa mætir
Benedikta, ein af dönsku prins-
essunum, heimsækir Reykjavík
eftir helgi í tilefni af menningar-
vikunni „Danskir haustdagar".
Vigdisfer vestur
Vigdís Finnbogadóttir forseti
fer til Bandaríkjamia í dag vegna
. lýðveldishátíðar í New York og
Washington. Vigdís hittir Bih
Clinton aö máh nk. fóstudag.
Ottar Birting laus:
Greiddi 6 milljóna
króna tryggingu
„Við fengum að fara gegn 6 milljón
króna tryggingu. Búnaðarbankinn
ábyrgðist þessa upphæð," segir Elma
Þórarinsdóttir, útgerðarmaöur Ott-
ars Birting, sem fékk að fara frá
Tromsö um miðjan dag í gær.
Elma segist efast um það aö hún
eigi meiri viðskipti við Landsbank-
ann en útgerð hennar hefur verið þar
með viðskipti fram að þessu. Hún
segir Norðmenn hafa reynst útgerð-
inni betur í deilunni en íslendingar.
Eykon og Ingi Björn hætta
Síðdegis í gær sendi Eyjólfur Konr-
áð Jónsson alþingismaður frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Ég hef nú, að vandlega athuguðu
máh, ákveðið að gefa ekki kost á mér
til þingsetu að þessu sinni, með fram-
boði í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík í lok októbermánaðar.
Þrátt fyrir þessa ákvörðun mun ég
ekki draga mig í hlé úr stjórnmála-
baráttunni. Þvert á móti taka áfram
fullan þátt í að vinna að framgangi
sjálfstæöisstefnunnar eins og ég hef
gert síðustu áratugi."
Ingi Bjöm Albertsson alþingismað-
ur gefur heldur ekki kost á sér í próf-
Eyjólfur Konráð Jónsson. kjöri Sjálfstæðisflokksins.
DV
Fjórtán í framboð
Þessir fjórtán höfðu tifkynnt um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík þegar framboðsfrestur rann út klukkan 17.00 í gær. Kjörnefnd
getur hins vegar óskað eftir því við aðra einstaklinga að þeir gefi kost á sér
í prófkjörinu ef henni þykir ástæða til.