Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Síða 11
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 11 Robbie Coltrane um sálfræðinginn Fitz: Hann er ruddi en eldklár Robbie Coltrane þykir núna einn af bestu skapgerðarleikurum Breta eft- ir frammistöðu sína í hlutverki sál- fræðingsins Edwards Fitzgeralds í sakamálasögunum Brestir. Stöð 2 hefur hafið sýningar á þessum sjón- varpsþáttum sem notið hafa mikilla vinsælda í Bretlandi. Fitz er lýst sem þeirri manngerð sem myndi eyða bamabótunum í veðbanka. Hann drekkur, svindlar, lýgur og reitir nánast alla sem hann hittir til reiði. Hlutverkið var skrifað sérstaklega fyrir Coltrane sem er hæstánægður með persónuna Fitz. „Hann er ruddalegur og sjálfhverfur. Það er ekki hægt að semja við hann og hann sér enga ástæðu til að ljúga í vingjamlegum tilgangi. En hann er eldklár,“ segir Coltrane í viðtali í í kjölfar sakamálaþáttanna um Fitz hefur Robbie Coltrane fengiö boð frá Hollywood um dramatísk hlutverk. bresku blaði. Það er aðallega fyrir gamanhlut- verk sem Coltrane er þekktur. Marg- ir muna eftir honum í Nuns on the Run, The Pope Must Die, Comic Strip og Tutti Frutti. Coltrane, sem er 43 ára, er kvæntur myndhöggvaranum Rhonu Gemmel sem er 20 árum yngri en hann. Hann hafði áður verið 15 ár í ástarsam- bandi viö Robin Paine sem hann kynntist á listaskóla. Hún vildi aftur á móti ekki giftast honum því henni fannst hún þá verða of bundin. Sagt er að á tímabili hafl Coltrane sjálfur verið jafnoki Fitz í drykkju, reyking- um og reiðiköstum. í kjölfar sakamálaþáttanna um Fitz hefur Coltrane fengið boö frá Holly- wood um dramatísk hlutverk. Venju- lega eru bandarískar sjónvarps- stöðvar á varðbergi gagnvart tryllt- um söguhetjum sem drekka og reykja en Fitz og jafnframt Coltrane hafa vakið mikinn áhuga þeirra. Coltrane er að vonum ánægður og sérstaklega yfir því að nú muna flest- ir eftir honum sem Fitz. í blaðaviðtal- inu getur hann þess þó að á bar í New York hafi tvær konur virt hann fyrir sér og síðan hafi önnur þeirra spurt: „Varstu eða varstu ekki vanur að vera nunna?“ Að sögn Fitz lét hann sér nægja að svara spurning- unni með einu jái og spyrjandinn hafði einnig virst ánægður með það svar. Coltrane vill halda einkalífi sínu utan við sviðsljósið. Hann segir þó að hann sakni eiginkonunnar og litla sonarins, Spencers, sem heitir eftir uppáhaldsleikara Coltranes, Spencer Tracy, þegar hann er langt frá heim- ilinu vegna starfa sinna. • • USTFORÐLNARNAM Listförðunarskóli Svíðþjóðar (The Make Up Artist School Of Sweden) • fyrsta flokks kennsla i v v • Hverjum nemanda sinnt sérstaklega • sérlega óaýrt nám • kenntmeðhágæða vöntm frá heims- þekktum frtmileiðanda • námssýning fyrir fulltrúa þekktr'a fyrirtækia • veitum aðstoð við útvegun húsnæðis Sláðu á þráðinn —við töium íslensku! W ÍF^ 'Almlofsgatan 3 114 51 Stokkhólmi Svíðþjóð Þessar tölur slivrð þrí ásímann fiirm tilþess að fá sambartd við okkur: 90 46 8 6607479 AEG Opið laugardaga kl. 10.00-14.00 BOSCH BRÆDURNIR [©] ŒMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 ^índesíF Bæklingurinn liggur frammi á öllum söluskrif stofum Flugleiða Söluskrifstofur Flugleiða Reykjavík, Laugavegur7, Hótel Esja, Suðurl.braut 2, Kringlan. Keflavík, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50200 ísafjörður, Mjallargötu 1, sími 94-3966. Akureyri, Akureyrarflugvelli, sími 96-12200. Húsavík, Húsavíkurflugvelli, 96-41140. Egilsstaðir, Egilsstaðaflugvelli, sími 97-11210. Hornafjörður, Hornafjarðarflugvelli, sími 97-81250. Vestm.eyjar, Vestmannaeyjaflugvelli, sími 98-13300 FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Álfabakkaló, 109 Reykjavík, Sími 91-671700, Fax 91-673462 O Gettysburg V/SA VISA LEIÐIIJ tJM BANDAREKm MtES FLUGLEIÐUM Handhægur leiöavísir á leiö þinni um Bandaríkjanna. Upplýsingar um hótel, veitingahús, verslanir, söfn og aöra áhugaveröa staöi oom rronP or>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.