Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
53
Pálmi Gestsson og Sigurður
Skúlason í hlutverkum sínum i
Gaukshreiðrinu.
Sýningar á
Gaukshreiðr-
inuhefjastáný
Gaukshreiðrið eftir Ken Kesey
og Dale Wassemann var frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn
vetur og var það sýnt átta sinnum
fyrir fullu húsi en þurfti síðan að
víkja fyrir öðrum verkum. Nú er
verið að færa leikritið upp að
nýju og verður fyrsta sýningin í
kvöld.
Leikhús
í Gaukshreiðrinu er fjallað um
líf á geðveikrahæli. Lífsnautna-
maðurinn McMurphy ætlar að
komast þægilega hjá þrælkunar-
vinnu í ríkisfangelsinu með því
að fá sig vistaðan á geðsjúkra-
húsi. Hann á samt erfitt með að
sætta sig við reglur deildarinnar
og kerfi sem virðist einungis vera
til kerfisins vegna. Valdabarátta
hans og yfirhjúkrunarkonunnar
Ratched er rauði þráðurinn í
verkinu og brátt fer dvöl
McMurphys að taka á sig allt
aðra mynd en hann haföi í upp-
hafi ætlað sér.
Eftirminnileg kvikmynd var
gerð eftir Gaukshreiörinu þar
sem Jack Nicholson sýndi snilld-
arleik í hlutverki McMurphys en
í sýningu Þjóðleikhússins fer
Pálmi Gestsson með hlutverkið
og Ragnheiður Steindórsdóttir
fer með hlutverk Ratched.
Kvenfólkið
hefur keppni
í hand-
boltanum
Það verður mikið um aö vera
fyrir aðdáendur boltaíþrótta um
helgina. Nú er hafm barátta vetr-
arins og er handbolti karla kom-
inn vel á veg og keppni í efri deild-
unum í körfunni og blakinu er
hafið. Einn ieikur fer fram: í 1. i
deild karla í handbolta í dag.
Stjaman leikur gegn Selfossi og
hefst sá leikur i Garðabæ kl. 16.00.
Keppni í 1. deild kvenna hefst í
dag og verða leiknir fjórir leikir
og er þegar búið að spá um út-
komuna, hver sem niðurstaöan
verður. Víkingur og Valur hefja
mótið með leik i Víkinni kl. 14.00.
Kl. 16.00 verða tveir leikir, ÍBV-
KR og Fram-Haukar, og kl. 17.00
keppa Fylkir og Ármann.
A morgun verður siðan kláruð
fjórða umferðin í 1. deild karla í
handboltanum. Þá leika Hauk-
ar-KA, Valur-ÍR, Víkingur-KR,
Afturelding-ÍH og HK-FH. Hefj-
ast allir lcikirnir kl. 20.00. nema
leikur HK-FH sem hefst kl. 20.30.
Hcil umferö veröur einnig í körf-
unni á sunnudag og hefiast allir
leikirnir kl. 20.00. Þór leikur gegn
; Haukum. Skallagrímur gegn ÍA,
ÍBK gegn ÍR, KR gegn Grindavík,
UMFN gegn SnæfeSi og Tinda-:;
stóil leikur gegn Val.
Hæglætisveður
á landinu
í dag eru horfur á góðviðri á öllu
landinu, hægum vindi um mestallt
Veðrið í dag
land og léttskýjuðu eða jafnvel heið-
skíru. Áfram verður fremur kalt í
veðri. Hitinn verður frá frostmarki
upp í 5 stiga hita . Á höfuðborgar-
svæðinu verður hægviðri og léttskýj-
að, hiti 0-4 stig að deginum en tveggja
til fimm stiga frost í nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 18.48
Sólarupprás á morgun: 7.38
Síðdegisflóð í Reykjavik: 15.39
Árdegisflóð á morgun: 4.09
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri léttskýjað 3
Akumes léttskýjað 5
Bergsstaðir léttskýjað 3
Keilavíkurílugvöliur léttskýjað 4
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 4
Raufarhöfn léttskýjað 3
Reykjavík léttskýjað 4
Stórhöiði léttskýjað 5
Bergen rigning 4
Helsinki skýjað 10
Kaupmannahöfn skýjað 14
Berlín skýjað 15
Feneyjar þokumóða 23
Frankfurt léttskýjað 18
Glasgow súld 14
Hamborg skýjað 15
London alskýjað 15
Nice rigning 22
Róm skýjað 26
Vín léttskýjað 19
Washington heiðskirt 13
Winnipeg skýjað 5
Þrándheimur skýjað 8
Jim Carrey leikur grimumanninn
Stanley Ipkis í The Mask.
Gríma með
töframátt
Laugarásbíó hefur nú um helg-
ina forsýningar á einni af vinsæl-
ustu kvikmyndum vestan hafs í
sumar, The Mask, sem er sann-
kölluð ævintýramynd með Jim
Carrey í aðalhlutverki en Cárrey
sló eftirminnilega í gegn í Ace
Venture: Pet Detective fyrr á
þessu ári.
Carrey leikur Stanley Ipkiss
sem er bankastarfsmaður sem lif-
ir fábrotnu og látlausu lífi. Stan-
ley er vinafár og flestir vorkenna
honum. Kvöld eitt ákveður vinur
hans að draga hann með sér á
Bíóíkvöld
vinsælan næturklúbb til að
hrista aðeins upp í honum. Stan-
ley kemst aldrei svo langt því
hann er stöðvaður við inngang-
inn. Á heimleiðinni stöðvast bíll-
inn hans á brú og þar upphefst
ævintýri hans þegar hann kemur
auga á sérkennilega grímu fljót-
andi í vatninu fyrir neðan hann.
Þegar heim kemur setur liann á
sig grímuna og umtumast ger-
samlega....
Hinn snjalli gamanleikari, Jim
Carrey, hefur nú á einu ári leikið
í tveimur vinsælum kvikmynd-
um og er ein eftirsóttasta stjarn-
an í Hollywood.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Kúrekar í New York
Laugarásbíó: Dauðaleikur
Saga-bíó: Skýjahöllin
Bióhöllin: Leifturhraði
Bióborgin: Sonur Bleika pardussins
Regnboginn: Neyðarúrræði
Stjörnubíó: Ulfur
Á morgun, sunnudaginn 2. okt-
óber, heldur Atli Harðarson fyr-
irlestur á vegum Félags áhuga-
Fundir
manna um heimspeki. Fyrirlest-
urinn nefnist Vélmenni. I honum
mun Atli fjalla um gervigreindar-
iræði og tilraunlr til þess að
smíða vélar sem hafa mannlega
eiginleika. Fyrirlesturinn verður
í stofu 101 í Odda og er öllum
opinn og er aðgangur ókeypis.
Gengiö
Almenn gengisskráning Ll' nr. 229.
30. september 1994 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 67,590 67,790 68,950
Pund 106,820 107,140 105,640
Kan.dollar 50,260 50,460 50,300
Dönsk kr. 11,1230 11,1670 11,0480
Norsk kr. 9,9720 10,0120 9,9710
Sænskkr. 9,0050 9,0410 8,9110
Fi. mark 13,8220 13,8770 13,4890
Fra. franki 12,7900 12,8410 12,7790
Belg. franki 2,1231 2,1316 2,1246
Sviss. franki 62,5800 52,7900 51,8000
Holl. gyllini 38,9800 39,1300 38,9700
Þýskt ma.rk 43,6800 43,8100 43,7400
It. líra 0,04338 0,04360 0,04325
Aust. sch. 6,2000 6;2310 6,2190
Port. escudo 0,4279 0,4301 0,4297
Spá. peseti 0,5263 0,5289 0,5265
Jap.yen 0,68590 0,68800 0,68790
Irsktpund 105,460 105,990 104.130
SDR 99,07000 99,57000 99,95000
ECU 83,4500 83,7900 83,4400
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Myndgátan
Áhaukí homi
ÍAV h
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
■E'y^oR —