Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1994
51
Afmæli
Kristján Sigfússon
Kristján Sigfússon, bóndi að Húns-
stöðum í Austur-Húnavatnssýslu,
varð sextugur í gær.
Starfsferill
Kristján fæddist á Grýtubakka í
Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu
og ólst þar upp til 1949. Þá flutti
hann með foreldrum sínum og
systkinum að Breiðavaði í Langadal
þar sem hann átti heima til 1963.
Hann flutti þá að Húnsstöðum og
hefur verið þar bóndi síðan með
hefðbundinn fjár- og hrossabúskap.
Auk þess hefur Kristján hlunnindi
af sölu á laxveiðileyfum og hefur
stundað vörubílaakstur með bú-
skapnum.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 24.8.1963 Grétu
Björnsdóttur, f. 28.6.1943, kennara
og húsfreyju. Hún er dóttir Björns
Kristjánssonar frá Brúsastöðum í
Vatnsdal, fyrrv. kennara á Húns-
stöðum, og k.h., Maríu Jónsdóttur
frá Húnsstöðum, húsfreyju þar.
Börn Kristjáns og Grétu eru Björn
Þór, f. 1963, stýrimaður, búsettur á
Húnsstöðum, en kona hans er Elín
Rósa Bjamadóttir húsfreyja og eiga
þau tvö böm, Bjarna Frey, f. 1988,
og Grétu Maríu, f. 1990; Sigurbjörg,
f. 1973, stúdent, búsett á Húnsstöð-
um; Jóhanna María, f. 1975, nemi.
Systkini Kristjáns: Sigurbjörg, f.
1932, húsmóðir í Reykjavík; Bjarni,
f. 1933, kranamaður í Reykjavík;
Helga, f. 1936, húsfrfeyja á Akri í
Þingi; Þorsteinn, f. 1938, forstöðu-
maður visthælisins í Gunnarsholti;
Kolbrún, f. 1939, læknaritari í
Reykjavík. Uppeldisbróðir Kristjáns
er Haukur Jóhannsson, f. 1929,
verslunarmaður í Reykjavík.
Foreldrar Kristjáns voru Sigfús
Hermann Bjarnason, f. 3.6.1897, d.
23.7.1979, bóndi á Grýtubakka og
síðar á Breiðavaöi, og k.h., Jóhanna
Erlendsdóttir, f. 16.3.1905, d. 20.8.
1979, húsfreyja.
Ætt
Sigfús var sonur Bjama, b. á
Grýtubakka, Arasonar, b. á Þverá í
Eyjafirði, Jónssonar, b. í Víðigerði.
Móðir Bjarna var Rósa Bjarnadótt-
ir, b. á Kambfelli og Espihóli, Jó-
hannessonar.
Móðir Sigfúsar var Snjólaug Sig-
fúsdóttir, b. á Varðgjá, Guðmunds-
sonar, b. á Varðgjá, Magnússonar.
Móðir Snjólaugar var Margrét
Kristjánsdóttir, b. á Sigríðarstöðum
í Ljósavatnsskarði, Arngrímssonar.
Jóhanna var dóttir Erlends, b. á
Hnausum í Þingi og á Auðólfsstöð-
um, Erlendssonar, b. á Böðmóðs-
stöðum í Laugardal og í Skálholti,
Eyjólfssonar. Móðir Erlends var
Margrét Ingimundardóttir.
Móðir Jóhönnu var Sigurbjörg
Þorsteinsdóttir, b. á Grund í Svína-
dal, Þorsteinssonar, b. þar, Helga-
sonar. Móðir Þorsteins Þorsteins-
sonar var Sigurbjörg Jónsdóttir,
prests á Auðkúlu, Jónssonar og
Ingibjargar Oddsdóttur, prests á
Miklabæ, er samkvæmt þjóðsög-
unni hvarf þaðan sem frægt er,
Gíslasonar. Móöir Sigurbjargar
Þorsteinsdóttur var Guðbjörg Sig-
urðardóttir, b. á Kúskerpi í Refa-
Kristján Sigfússon.
sveit, Vigfússonar og Guðrúnar Ól-
afsdóttur.
Börkur Hansen
Friðgeir Börkur Hansen, dósent við
Kennaraháskóla íslands, Logafold
85, Reykjavík, verður fertugur á
morgun.
Starfsferill
Börkur er fæddur á Sólvangi í
Hafnarfirði en ólst upp í Ytri-Njarð-
vík. Hann er stúdent frá Mennta-
skólanum að Laugarvatni 1975, BA
frá HÍ1982 með uppeldisfræði sem
aðalgrein, M.Ed í stjórnsýslufræði
menntamála frá háskólanum í Ed-
monton í Kanada 1984 og doktor í
sömu fræðum og frá sama skóla
1987.
Börkur var kennari við Bama-
skóla Keflavíkur og við Héraðsskól-
ann á Laugarvatni. Hann hefur
starfað við Kennaraháskóla íslands
frá 1987 og er þar nú dósent. Börkur
hefur verið stundakennari í uppeld-
isfræðiviðHÍ.
Börkur starfaði ásamt Gunnari
Árnasyni sem umsjónarmaður yfir
kennsluréttindanámi fyrir Ust- og
verkmenntakennara á framhalds-
skólastigi við KHÍ, var kennslustjóri
Kennaraháskóla íslands um skeið
og er umsjónarmaður með námi
fyrir stjórnendur skóla. Hann hefur
setið í ráðherraskipuðum nefndum
og gegnt trúnaðarstörfum.
Börkur hefur skrifað fjölda rann-
sóknarskýrslna og tímaritsgreina
og haldið erindi víða.
Fjöiskylda
Börkur kvæntist 29.91974 doktor
Guörúnu Björk Guðsteinsdóttur, f.
17.9.1954, lektor í enskum bók-
menntum við HÍ. Foreldrar hennar:
Guðsteinn Einarsson, f. 26.8.1899,
d. 1973, hreppstjóri og forstjóri
Hraðfrystihúss Grindavíkur, og
Sigrún Guðmundsdóttir, f. 9.5.1916,
kennari og fyrrv. hreppstjóri. Hún
er búsett í Grindavík.
Börn Barkar og Guðrúnar: SUja
Hrund, f. 5.4.1975, framhaldsskóla-
nemi; Guðsteinn Haukur, f. 29.3.
1976, framhaldsskólanemi.
Systkini Barkar: Sigurlaug Svafa,
f. 24.11.1956, félagsráðgjafi í Reykja-
vík; Erpur Snær, f. 20.11.1966, há-
skólanemi; Broddi Reyr, f. 1.10.1970,
Friðgeir Börkur Hansen.
háskólanemi. Hálfbróðir, samfeðra:
Garðar, f. 5.6.1952, hljóðtæknimað-
uríSvíþjóð.
Foreldrar Barkar: Garðar Haukur
Hansen, f. 18.12.1930, d. 24.3.1971,
flugvélstjóri, og kona hans, Hanna
Sigrún Erla Svafarsdóttir, f. 16.6.
1931, hjúkrunarkona. Hún er búsett
íReykjavík.
Börkur er að heiman.
Ingirnn Valtýsdóttir
Ingunn Valtýsdóttir íþróttakennari,
Birkigrund 69, Kópavogi, verður
sextug á mánudaginn.
Starfsferill
Ingunn er fædd í Laugardal í Ár-
nessýslu og ólst þar upp. Hún lauk
íþróttakennaraprófi 1955, var við
framhaldsnám við íþróttaháskóla
Danmerkur (DHL) 1982-83 og lauk
BA-prófi í heimilsfræðum frá Kenn-
araháskólaíslands 1993.
Ingunn kenndi við grunnskóla í
Reykjavík 1957-61, við Menntaskól-
ann að Laugarvatni 1964-76 og við
Kvennaskólann í Reykjavík frá
þeimtíma.
Fjölskylda
Ingunn giftist 18.12.1961 Þóri Ól-
afssyni, f. 27.1.1936, rektor Kennara-
háskóla íslands. Foreldrar hans:
Ólafur Þórðarson, d. 1989, bóndi og
KristínÁrnadóttir.
Börn Ingimnar og Þóris: Kristín,
f. 11.7.1961, læknir, gift Gunnari
Jónssyni lögfræðingi, þau eiga þrjú
böm, Þóri, f. 13.7.1985, Gest, f. 25.1.
1988, og Ingunni, f. 11.5.1990; Sigríð-
ur, f. 30.10.1962, læknir; Böðvar, f.
23.10.1966, hagfræðingur, kvæntur
Hrefnu Sigfinnsdóttur viðskipta-
fræðingi; Valtýr, f. 25.9.1968, verk-
fræðingur, unnusta hans er Elísa
Jónsdóttir'háskólanemi.
Bræöur Ingunnar: Guðmundur
Rafnar, f. 13.10.1937, skólastjóri,
kvæntur Ásdísi Einarsdóttur, þau
eigaþrjúbörn; Böðvar, f. 13.7.1939,
rafvirkjameistari, kvæntur Hólm-
fríði Guðjónsdóttur, þau eiga þrjú
böm; Gunnar, f. 7.11.1945, læknir,
kvæntur Sólveigu Þorsteinsdóttur,
þau eiga fjögur börn.
Foreldrar Ingunnar: Valtýr Guð-
mundsson, f. 6.4.1908, bóndi í Miö-
dalskoti í Laugardal, síðar húsvörð-
ur hjá Orkustofnun, og Sigríður
Ingunn Valtýsdóttir.
Böðvarsdóttir, f. 29.8.1912, d. 19.4.
1990, ljósmóðir.
Ingunn og Þórir taka á móti gest-
um í Framheimilinu, Safamýri 28,
sunnudaginn 2.10. frá kl. 17-19.
63 27 OO
markaðstorg
tækifæranna
95 ára
Kristmann Magnússon,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
85 ára
Ólafur Sigurðsson,
Noröurbrún 1, Reykjavik.
80 ára
SigurðurPálsson,
Hléskógum8, Egilsstöðum.
Haraldur Hálfdánarson,
Hábæ33,Reykjavik.
Þorsteinn Jonasson,
Valllioltsvegi 7, Húsavík.
Jenný Magnúsdóttir,
Háteigsvegi 48, Reykjavík.
Jóhanna ívarsdóttir,
Furugmnd 66, Kópavogi.
Eiginkona hans er Björg Ólafsdótt-
ir handavinnukennari.
Þau taka á móti gestum á heimih
dóttur sinnar aö Laugargötu 2 á
Akureyri sunnudaginn 2.10. ff á kl.
15-19.
60ára______________________
Eysteinn Árnason,
Öldugötu 59, Reykjavík.
Magnús Jóhannsson, kafari og
framkvæmdastjórí Ökuleiða,
Miðgarði7,Keflavík.
Kona hanser
Hrafnhildur
Guöbrands-
dóttir
húsmóöir.
Þautakaámóti
gestumáheim-
ili sínu sunnu-
daginn2.l0frá
kl. 16.
50 ára
Haraldur Bjömsson fram-
kvæmdastjóri,
Skildinganesi 34, Reykjavík.
Eiginkona hans er Þóra Stefáns-
dóttiren hún
varð sjötug
10.7 sl.
Þautakaámóti
gestumáaf-
mælisdaginní
Átthagasal
HótelSögufrá
kl. 17-19.
Kristján B. Guðmundsson,
Seljabraut 22, Reykjavík.
Sigtryggur Kristjánsson,
Stóragarði 5, Húsavík,
Magnfríður Jóna Júlíusdóttir,
Hrauntungu 1, Kópavogi.
Lárus J.O. Jóhannsson,
Hallgilsstöðum, Sauðaneshreppi.
Jósef Kristjánsson bifvélavirki
(áafmæli3.10),
Vanabyggð 7, Akureyri.
Ásta Kristinsdóttir,
Akralandi 3, Reykjavík.
Vignir Jónsson,
Sílakvísl8, Reykjavík.
Sigríður Hreiðarsdóttir,
Víðimýri6,Akureyri.
Stefán P. Sveinsson,
Norðurvangi 3, Hafnarfirðí.
Andrea Sigurðardóttir,
Hofsvallagötu 56, Reykjavík.
Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Suðurhólum 16, Reykjavík.
EyglóBjörk Guðsteinsdóttir,
Hjallabraut 33, Hafnaríiröi.
40 ára
Hildur Pálsdóttir,
Geirmundarstöðum, Hólmavíkur-
hreppi.
Aðalheiður María Karlsdóttir,
Eskiholti l, Garðabæ.
Hrönn Ágústsdóttir,
Hrauntúni 36, Vestmannaeyjum.
Guðmunda H. Sigurðardóttir,
Laufvangi4, Hafnarfiröi.
Birgir Finnbogason,
Vesturási 56, Reykjavik.