Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
Erlend bóksjá
DV
Metsölukiljur
Veme horfir 100
ár fram í tímann
Bretland
Skáldsögur:
1. lain Banks:
Complicity.
2. Michael Crichton:
Dísclosure.
3. Joanna Trollope:
A Spanísh Lover.
4. Danielle Steel:
Vanished.
5. Scott Turow:
Pleading Guilty.
6. Ctare Francis:
Deceit.
7. Wílliam Boyd:
The Blue Afternoon.
8. Sebastian Faulks:
Birdsong.
9. Roddy Doyle:
Paddy Clarke Ha Ha Ha.
10. Tom Clancy:
Without Remorse.
Rit almenns eðlis:
1. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
2. Jung Chang:
Wild Swans,
3. W.H. Auden:
Tell MetheTruthabout Love.
4. Terry Waite:
Taken on Trust.
5. Ranulph Fiennes:
Mind over Matter.
6. J. McCarthy & J. Morrell.
Some Other Rainbow.
7. Bill Bryson:
Neither here nor there.
8. Bill Bryson:
The Lost Continent.
9. Alan Clark:
Diaries.
10. Russell Davies:
The Kenneth Williams Diaries.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Johannes Mollehave:
Læsehest med æselorer.
2. J. Campion & K. Pullinger:
The Piano.
3. Peter Heeg:
Frpken Smillas
fornemmelse for sne.
4. John Grisham:
Klienten.
5. Paul Orum:
Af hjertens grund.
6. Dan Turéll:
Vrangede billeder.
7. Herbjorg Wassmo:
Dinas bog.
(Byggt á Politiken Sondag)
Árið 1863 var franski rithöfundur-
inn og fræðimaðurinn Jules Verne
35 ára. Hann hafði nýlokið við hand-
rit að framtíðarskáldsögu: París á
tuttugustu öldinni skyldi hún heita
og gerast árið 1963.
Hann sendi handritið til útgefanda
síns, Pierre-Jules Hetzel, sem las það
yfir, ákvað að gefa söguna ekki út
og skrifaði eftirfarandi röksemd fyrir
þeirri ákvörðun á spássíuna: „Þú
ætlaðir þér ógerlegt verkefni og þér
tókst ekki að leysa þaö af hendi.
Enginn mun nokkru sinni trúa spá-
dómum þínum.“
Verne lagði handritið til hliðar og
fór að skrifa aðrar sögur - reyndar
tugi þeirra. Þar á meðal kunnustu
verk sín eins og Umhveríis jörðina á
áttatíu dögum, Tuttugu þúsund míl-
ur undir yfirborði sjávar og Ferðina
til miðju jarðar.
Gleymdist í
peningaskáp
Sonur skáldsins, Michel, setti
óprentaða handritið að Parísarskáld-
sögunni í stóran og mikinn peninga-
skáp. Sagnfræðingar töldu að pen-
ingaskápur þessi hefði glatast í síðari
heimsstyrjöldinni. En þegar barna-
barnabarn skáldsins, Jean, setti hús
fjölskyldunnar í Toulon í sölu árið
1989 fannst gamli skápurinn í kjallar-
anum. Jean fékk til liðs við sig lykla-
smið sem tókst að opna skápinn. Þar
voru ýmis bréf, minnisbók og hand-
rit með rithönd Jules Vernes og at-
hugasemd Hetzels á spássíunni. Sér-
fræðingar voru kallaðir til. Þeir stað-
festu að handritið væri tvímælalaust
Jules Verne: „Ný“ skáldsaga eftir
hann er komin út. Hún var rituð fyr-
ir 131 ári.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
eftir Verne og verða minni spámenn
víst að treysta því.
Og nú er skáldsagan loksins komin
út, undir því nafni sem Verne gaf
henni í upphafi -131 ári eftir að hún
var samin.
Mikið hefur verið skrifað um sög-
una í erlend blöð síðustu dagana. Þar
segir að skáldsagan sýni ótrúlega
hæfni Jules Vernes til að sjá fram í
tímann, sérstaklega þó hvernig
tækni og vísindi myndu gjörbreyta
veröldinni.
Bílar og bréfsími
Auðvitað er margt ólíkt í sögunni
frá þeim veruleika sem við blasir í
París nú um stundir. En margt virð-
ist Verne hafa séð fyrir.
Aldarfjórðungi áður en bifreiðin
var fundin upp spáði Verne þannig
gífurlegri umferðarteppu í höfuð-
borg Frakklands vegna farartækja
sem væru knúin áfram af vél en ekki
hestum og væri stjórnað af sitjandi
ökumanni sem notaði stýrishjól og
ýtti á fótstig til að breyta hraða farar-
tækisins að vild.
Hann lýsti einnig almenningsfar-
artækjum sem líkjast mjög algengum
járnbrautum nútímans og segir frá
150 metra háum tumi sem gnæfi yflr
París - einmitt á þeim stað þar sem
Eiffelturninn var reistur mörgum
áratugum síðar.
Þá lýsir Verne því þegar fyrsti raf-
magnsstóllinn er búinn tii — 25 árum
áður en hann var fundinn upp í
Ameríku. Og hann spáði einnig fyrir
um bréfsíma sem geri kleift að senda
bréf, undirskriftir eða myndskreyt-
ingu símleiðis langar leiðir.
Þessar lýsingar þykja sýna enn
frekar þá framsýni Jules Vemes sem
reyndar kom skýrt fram í mörgum
öðrum ritum hans.
í þessari nýju sögu gerði hann sér
einnig grein fyrir neikvæðum áhrif-
um tæknibyltingarinnar. Söguhetj-
an, rithöfundurinn Michel, á þannig
dapurlega ævi í París árið 1963 þar
sem fátækt er mikil, áhugi á skáld-
skap og bókum næsta lítill og risafyr-
irtæki allsráðandi í sókn eftir sífellt
nýjum tækniframförum.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Michael Críchton:
Disclosure.
2. V.C. Andrews:
Pearl in the Mist.
3. Tom Clancy:
Wíthout Remorse.
4. Winston Groom:
Forrest Gump.
5. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
6. Stephen King:
Nightmares & Dreamscapes.
7. Phillip Margolin:
Gone, but not Forgotten.
8. Laura Esquivel:
Líke Water for Chocolate.
9. Peter Hoeg:
Smilla's Sense of Snow.
10. Kevin J. Anderson:
Champions of the Force.
11. Tom Clancy:
Clear and Present Danger.
12. Dean Koontz:
The Door to December.
13. Nora Roberts:
Born in Fire.
14. Michael Crichton:
A Case of Need.
15. John Grisham:
The Client.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadíe & C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Howard Stern:
Private Parts.
3. Thomas Moore:
Care of the Soul.
4. Karen Armstrong:
A History of God.
5. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
6. Ann Rule:
You Belong to Me.
7. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
8. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird Sings,
9. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
10. Susanna Kaysen:
Girl, Interrupted.
11. Peter D. Kramer:
Listening to Prozac.
12. M. Hammer 8t J. Champy:
Reengineering the Corporation.
13. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
14. Sophy Burnham:
A Book of Angels.
15. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
(Byggt á New York Times Book Revíew)
Vísindi
Heimurinn
kornungur
Athuganir úr geimsjónaukan-
um Hubble hafa leitt í ljós að
sennilega er heimurinn yngri en
talið hefur verið á síðari árum.
Búist er viö að þetta muni ergja
marga gamla stjarnfræðinga sem
reiknað hafa út aldur heimsins.
Mælingar úr Hubble hafa sýnt
að fjarlægustu stjörnumar, sem
fundist hafa, eru ekki eins langt
i burtu og áður var talið. Þaö
þýðir að þær eru yngri en trúað
hefur veríð til þessa. Er þá miðað
við kenninguna um „stóra hvell“
ogað heimurinn sé að þenjast út
Veröld okkar reynist þá ef til vill
bara kornung þegar allt kerour
til alls.
Endurbættur
skurðleysir
Bandarískir vísindamenn hafa
fundið upp nýja aðferð við að
beita icysigeislum við skurðaö-
gcrðir. Spáð er að þessi nýjung
leiöi til byltingar við lækningar
af þessu tagi.
Leysigeislamir, sem nú em
notaðir, valda jafnan skemrodum
á fleiri veijum en á að skera. Þetta
hefur takmarkað mjög notagiidi
geislanna. Leysigeislar em nú
mest notaöir við aðgerðir á aug-
um. Þeir gefa betri raun en hnífar
og nú lítur út tyrir aö stórt skref
hafi verið stigið á þróunarbraut
leysigeislanna.
Umsjón
Gísli Kristjánsson
Nýjar reglur um stöðugleika og öryggi í ferjum:
Taka gildi eftir 11 ár
Það er kaldhæðnislegt að nýjar
reglur um stöðugleika og öryggi um
borð í feijum vora samdar árið 1990
en gilda aðeins um ný skip. Eldri ferj-
ur mega lúns vegar sigla með undan-
þágu fram til árins 2005 eða í ellefu
ár í viðbót. Óhappaferjan Eistland
sigldi samkvæmt slíkri undanþágu.
I nýju reglunum er kveðið á um
að þétt skilrúm skuh vera á bílaþil-
fari. Það dregur mjög úr hættunni á
að ferjunum hvolfi við að fá sjó inn
á þilfarið, líkt og gerðist í Eistlandi.
Þótt enn hafi ekki verið skorið end-
anlega úr um orsök slyssins mikla á
Eystrasalti þá bendir allt til þess aö
hurðir fyrir innkeysluopum á bíla-
þilfarið hafi verið óþéttar og sjór átt
greiða leið þar inn.
Á undanfómum árum hefur stöðug-
leiki stórra bfla- og farþegaferja verið
rannsakaður nákvæmlega. Skip þessi
em miög hábyggð og hefur það vakið
gransemdir um að þau væm óstöðug.
Svo mun hins vegar ekki vera sé aflt
með felldu. Stöðugleikinn getur samt
raskast á skammri stundu komi sjór
inn á þilfórm. Þá hvolfir ferjunum á
skömmum tíma.
Þetta hefur lengi veriö vitað en samt
hefur lítið verið gert í málinu. Eitt ráð-
ið til að koma í veg fyrir stórslys er
að skipta þilfórunum upp í hólf þannig
að sjór gangi ekki borðstokka á mflli
komist hann inn í skipið.
Skipaverkfræðingar segja að svo
virðist sem margar feriuútgerðir vilji
ekkert læra af stórslysum síðustu
ára. Allar ferjur ættu fyrir löngu aö
vera komnar með skilrúm á þilförin
en það kostar peninga.
Öryggisreglur fyrir ekjuskip
Alþjóölegar öryggisreglur fyrir ekjuskip eins
og Eistland eiga að taka gildi
núna um helgina.
Reglur þessar voru samdar
eftir aö ferjan Herald of
Free Enterprise sökk
áriö 1987.
Bæöi Eistland og Herald of
Free Enterprise sukku á
skömmum tíma eftir aö sjór
komst inn á bílaþilfar.
Sjór kemst inn á bílaþilfar @ i öldugangi fossar sjór- @ Safnist allur sjórinn út I aóra
— lítið þarf til þess aó koma inn á milli borðstokka. síðuna getur skipinu hvolft á
skipinu úr jafnvægi. skömmum tíma.
mönnum?
Þýskir og ítalskir vísindamenn
hafa fundið nýjar visbendingar
um að menn geti fengið svokall-
aða kúariðu. Um er að ræða
veirusjúkdóm sem leggst á mið-
taugakerfið og svipar til riðu í
sauðfé.
Enn er ekki vitað hvort um
sama sjúkdóm er aö ræöa. Um-
breytingar í heilavef fólks sem
látist hefur úr Creutzfeldt-Jakob
sjúkdómi em mjög áþekkar
breytingum sem koma fram í
heila kúa sem drepist hafa úr
kúariðu.
Líklegt er að sams konar veira
leggist á miðtaugakerfi nagdýra
á borð við mýs og hamstra. Þessi
tíðindi, sem kynnt eru í breska
læknablaðinu Lancet, þykja þó
ekki gefa filefni til að óttast að
menn geti smitast af kúm með
kúariðu.
Hestar kljást
til að slappa af
Franskir dýrafráeðingar hafa
fundið út að hestar kljást til að
slappa af. Hjartsláttur hesta fell-
ur um allt að 10% meðan þeir eru
að kljást. Það mun vera órækt
vitni um afslöppun.
Dýrafræðingarnir lceddust aö
hestunum með hlustunarpípur
og mældu hjartsláttinn. Áður var
talið að hestana klæjaði og því
vilduþeirlátaklórasérá bakinu.
Rannsóknin leiddi einnig í Ijós
að hestar í stóði byrja jafnan aö
kljást eftir að spenna hefur komið
upp í hópnum. Atferlið vitnar því
um sáttavilja eftir sundurlyndi.