Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 Stuttar fréttir Verðlagáuppieið Verðlag á helstu matvælum hækkaöi mjög í írak í gær vegna refsiaðgerða SÞ og jókst ótti manna um hungursneyð. Myrtiföðiu’Sinn Sautján ára sænskur piltur myrti föður sinn meö kúbeini að yfirlögðu ráði. Hertöryggi Danir ætla að efla allt öryggi um borð í ferjum sínum í kjöli'ar slyssins í Eystrasalti. lOOdagaðætfun Rudolf Scharping, kanslaraefni þýskra jafnað- armanna, ogfé- lagar hans kynntu í gær hundrað dagana komist þeir til valda eftir kosningarnar 16. okt- óber. Rætt um kosningar PLO og ísrael hefja viöræður um kosningar á vesturbakkanum og Gaza á mánudag. Skoðar umhverfið Geimskutlan Endeavour fór á loft í gær til umhverfisrannsókna með öflugri ratsjá. Verkfalli Eokið Verkfalli flugvallarstarfs- manna SAS í Noregi er lokið og kemst flug í eðlilegt horf í dag. Húsrifnaði Sex manns að minnsta kosti fórust þegar gassprenging reif í sundur hús í Mílanó á Ítalíu. Fabiusískoðun Laurent Fab- ius, fyrrum for- sætisráðherra Frakklands, sætir nú rann- sókn yfirvaida fyrir meintan þátt sinn í eyðnihneyksl- inu mikla þcgai’ dreyrasjúkhng- um var gefið eyðnismitað blóð. Kohlvararvið Helmut Kohl Þýskalándskansl- ari hefur varaö við að Bretar verðí einangraðir innan ESB. Tapiedæmdur Franski stjórnmáiamaðurinn og eígandi Marseille-fótboltaliðs- ins var dæmdur í skilorðsbundið íangelsi fyrir líkamsárás. Til bráðabirgða OECD hefur skipað Svíann Staffan Sohlman í stöðu yfir- manns til bráðabirgða þar til sátt næst um nýjan stjóra. Keuter, NTB Hráolían á uppleið Hráolíuverð á markaði í London hækkaði sl. fimmtudag upp í 16,75 dollara tunnan. Bjartsýni er ríkjandi hjá mörgum framleiðendum að verð- ið hækki enn meira en aðrir virðast ekki vera á sömu skoðun, samkvæmt fréttaskeytum. 95 og 98 oktana bensín lækkaði í Rotterdam um tæp 5% í vikunni en hækkaði lítillega aftur sl. fimmtudag. Verðið er þó enn nokkru lægra en fyrir viku.' Svipað verð er á 92 okt. bensíni milli vikna. Engar stórbreytingar hafa orðið á hlutabréfavísitölum í helstu kaup- höflum heims í vikunni. Ótti við vaxtahækkun í Bandaríkjunum leiddi t.d. til þess aö FT-SE100 í Lon- don lækkaði á fimmtudag. Reuter/Fin. Times Úflönd Ytri stefnisdyr ferjunnar Eistlands rifnuðu af: Flakið f annst í „skipagrafreit“ geta sagt til um hvers vegna ferjan sökk. Yfirmaður alþjóða siglingamála- stofnunarinnar í London sagði í gær að hann mundi biðja öryggismála- nefnd stofrtunarinnar um að skoða byggingu og rekstur ekjuferja eins og Eistlands. Tvö sænsk dagblöð sögðu frá því að ferjan Mariella, sem tók þátt í björgunaraðgerðunum á miðviku- dag, hefði lent í svipuðu fyrir átta árum þegar sjór æddi inn um stefnis- dyrnar og niður á bílaþilfarið Sænsk stjórnvöld tilkynntu að all- ar feijur, sem sigldu til og frá Sví- þjóð, yrðu skyldaðar til að útbúa far- þegalista. Aðeins 141 maður komst lífs af úr slysinu og að sögn lækna og björgun- arliða voru það aöallega ungir hraustir karlmenn. Áttatíu og fimm lík hafa fundist og talið er að flestir hinna rúmlega níu hundruð sem saknað er séu um borð í flakinu á 80 til 90 metra dýpi. Reuter Sænskir sérfræðingar, sem rann- saka ástæður sjóslyssins í Eystra- salti aðfaranótt miðvikudagsins, sögðu í gær að ytri dyrnar á stefni feijunnar Eistlands hefðu rifnað af og valdið því að hún fylltist af vatni og sökk á örskömmum tíma undan Finnlandsströndum. Rúmlega níu hundruð manns fórust í slysinu. „Ytri dymar voru týndar," sagði Bengt-Erik Stenmark, yfirmaður sænsku siglingamálastofnunarinn- ar, á fundi með fréttamönnum. Stenmark sagðist íhuga að banna öfl skip svipaðrar gerðar og ferjan í kjölfar frétta um fjöldann allan af túvikum þar sem stefnisdyr voru opnar. Finnska björgunarskipið Suunta fann flak feijunnar í gær á svæði sem kallað er „Skipagrafreiturinn" vegna þess hve straumar þar eru varasam- ir og veður óútreiknanlegt. Um borð í Suunta er þekktur finnskur sjávarjarðfræðingur, Juko Nuorteva, sem fann flak finnsks her- skips á svipuðum slóðum fyrir þrem- Eistnesk kona minnist þeirra sem fórust með ferjunni Eistlandi í Eystrasaltinu aðfaranótt miðviku- dagsins. Símamynd Reuter ur ámm með aðstoð fullkominna sónartækja. í skipinu em einnig fjar- stýrðar myndavélar og ættu þær að john Wayne Bobbitt, sem fraegastur er fyrir það að konan hans skar undan honum sællar minningar, er hér í góðum félagsskap þriggja klámdrottninga, þeirra Krystal Gold, Veronicu Brazil og Tiffany Lords, sem léku með honum í klámmyndinni „John Wayne Bobbitt - óskorinn“. Myndin var frumsýnd í fyrrakvöld vestur í Hollywood. Bobbitt og Lords áttu í ástarsambandi á meðan á tökum stóð og gengur hún nú með barn hans undir belti. Símamynd Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 4000 /; Oow Jow$ i !3700r 36001 3500 3Ö66,»7 J J A S 3300 13200 13100 2900 : 2800 Í2700 ‘ " "2902,5' J j A S 2250 2200 /v JnjK\ 2150 2100 2050 2000 2043,68 J J Á S HanKSftrac |10 Í050°| ÍooooS 19500 19000 :. ,• mt*yia j Á s 8000 mmm J J Á S [ 320= 280 310,1 j 'm 50 201,86 jjfTs 20 * :: 16.78 tunna J J A S !OV Landsstjómar- formaðurinn íafvötnun Lars Emil Jo- hansen. for maður gi-æn- lensku lands- stjórnarinnar, sneri heim í vikunni eftir sex vikna frí í Danmörku þar sem hann fór í meðferð við áfeng- issýki á meðferðarstofnuninni á Friðriksbergi. Þegar Johansen fór að heiman í ágúst grunaði engan hvað hann hugðist fyrir og enginn kjaftaðí frá fy rr en hann steig sjálfm- fram fyrir skjöldu og gekkst við drykkjuvandamáli sínu. Johan- sen segist vona að játning sín geti orðið til þess að aðrir alkó- hólistar á Grænlandi taki sig saman í andlitinu. Skipstjóriferj- unnartýndurog tröliumgefinn Stjórnendur björgunaraðgerð- anna vegna ferjuslyssins í Eystrasalti sögðu í gær að þeir hefðu engar sannanir fyrir því að annar skipstjóranna hefði komist lífs af aðrar en munnlegar frásagnir. „Hann er bara eins og draug- ur," sagði Antti Jaaskelainen sem ber ábyrgð á þvi að safna saman upplýsingum um þá sem komust lifandi úr hildarleiknum. „Nafn hans er ekki á neinum lista." Sænskir fjölmíðlar hafa skýrt frá því að skipstjórinn, Aavo Piht, hafi verið fluttur á sjúkrahús og hann sé nú einhvers staðar í Finn- landi. Talið er að lnnn skipstjórinn hafi farist með skipi sínu. ESBáfram sterkiríNoregi Norskir kjósendur virðast láta sér fátt um finnast ESB-baráttu stjómmálamannanna því and- stæðingar aðildar Noregs aö Evr- ópusambandinu haía gott forskot á stuðningsmenn, samkvæmt septemberkönnun blaðsins Dag- bladet. Fylgjendur aðildar eygja aðeins veika von um sigur ef Svíar og Finnar samþykkja aðild í þjóðar- atkvæðagreiðslu. í könnun blaösins eru 47 pró- sent aðspurðra andsnúnir aðild að ESB en 27 prósent meðmæltir en fjórðungur hefur enn ekki gert upp hug sinn. Ef Svíar og Finnar segja já ætla 34 prósent Norðmanna að gera slíkt hið sama en 40 prósent eru enn andvíg. Wiesenthal seg- ir Danmörku skemmaímynd Nasistaveiði- maðurinn Sím- on Wiesenthal segir að Danir eyðileggiímynd lands síns því að leyfa þýskum nýnas- istum lireiðra um sig meðal þeirra og breiða út áróður sinn. Þýskur nasisti, Thies Chri- stophersen, hefur verið búsettur í átta ár í Kollund á Suður-Jót- landi og annar skoðanabróðir lians vifl setjast að á Jótlandi. íbúar smábæjar eins vildu þó ekkert með svona liö hafa og hröktu hóp þýskra nýnasista á brottfyrirskömmu. Ritzau, NTB, Rcuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.