Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Síða 17
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 Bridge 17 NEC-heimsmeistaramótið: Karl og Þorlákur Þegar þetta er skrifaö hefir gengið á ýmsu hjá okkar mönnum í Nýju- Mexíkó. Karlalandsliöið komst í 32 liða úrslit í Rosenblum útsláttar- keppninni en mætti þá ofjörlum sín- um, firna sterkri sveit frá Bandarikj- unum. í henni spiluðu M. Seamon, A. Sontag, E. Kantar, J. Sternberg, B. Chazen og K. Larsen. Þeir Sontag og Larsen hafa spilað hér á Bridgehá- tíð en það setur á þá vissan gæða- stimpil. Kvennaliðinu varð hins vegar lítið ágengt í McConnel sveitakeppninni. S veit frá Bandaríkj unumundirfor- ystu Seymons Deutsch er hins vegar að spila úrslitaleik um heimsmeist- aratitilinn viö sveit frá Póllandi sem Andrzej Orlow stýrir. í tvímenningskeppninni í opnum flokki er líklegt að tvö pör komist í úrslit, þ. e. Karl Sigurhjartarson og Þorlákur Jónsson, sem eru í 18. sæti, og Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson sem eru í 49. sæti þegar undanúrslitakeppnin er hálfnuð. Sextíu og fjögur pör spila í úrslitun- um. í kvennaflokki eru Hjördís Eyþórs- dóttir og Ljósbrá Baldursdóttir í 46. sæti og óvíst að þær komist inn í úrslitin. Það hefir ekki gengið þrautalaust fyrir Karli og Þorláki í undankeppn- inni. Þeir töpuðu kæru gegn banda- rísku pari og 50$ að auki fyrir að Umsjón Stefán Guöjohnsen ónáða dómnefndina. Þeir eiga hins vegar inni stig fyrir kæru sem þeir unnu og hefir staða þeirra batnað sem því nemur. Karl er heldur ósátt- ur við formann dómnefndar, Danann Jens Auken, og gefur honum ekki háa einkunn fyrir spilagetu. Við skulum líta á kæruspilið. N/A-V ♦ D10732 V K1032 ♦ 107 ♦ 106 * KG9865 V G75 ♦ Á98 + 7, ♦ Á V ÁD ♦ DG532 + DG952 Með Bandaríkjamennina Darvey og Randel í n-s en Þorlák og Karl í a-v gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 2tíglar* * pass 2spaðar pass pass 2grönd pass pass pass * Multi Karl spurði um merkingu tveggja granda sagnarinnar og fékk þau svör að hún væri ekki kerfisbundin. Til þess að vernda rétt sinn kallaði hann keppnisstjóra að borðinu. Sið- an spilaði hann út laufi og sagnhafi fékk átta slagi. Eftir spilið kærði hann árangurinn á eftirtöldum forsendum: „Ekki var gefin viðvörun á 2ja granda sögnina. N-s segja hana ekki kerfisbundna. Suöur var að biðja um láglitasögn og norður sá á sínum spilum að suð- ur átti láglitina en gaf ekki viðvörun. Þar með er eðlilegasta útspil vesturs lauf. Fái hann hins vegar viðvörun og réttar útskýringar þá spilar hann út hálit og spilið tapast." Rök keppnisstjóra voru: „Ég var kallaður til eftir sagnir. N-S sögðu sögnina ekki kerfisbundna. Norður sagði pass þvi hann taldi að þeir ættu samlegu í spaða! Það eina sem ég sá athugavert var að sögnin væri ekki kerfisbundin en taldi það ekki refsi- vert. Ég lét því árangurinn standa. Norður og a-v höfðu sömu upplýs- ingarnar um tveggja granda sögn- ina.“ Dómnefndin féllst á rök keppnis- stjóra, taldi kæruna óraunhæfa og hirti tryggingarféð, 50$, af Karli. J. Auken taldi að tvö grönd ynnust, þrátt fyrir hálitaútspil og laufsókn sagnhaífa. Hvað haldið þið? + 4 V 9864 ♦ K64 .A. Á 1Z QAQ Hafnarmót í bridge Júlía Imsland, DV, Höfn Hafnarmótið í tvímenningi í bridge var haldið á Hótel Höfn um síðustu helgi. Þátttakendur voru 36 pör, víðs vegar af landinu. Mótið hófst klukk- -an 19 föstudaginn 23. september með ávarpi séra Baldurs Kristjánssonar og að því loknu sagði Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjarstjórnar, fyrstu sögnina fyrir heimsmeistar- ann í bridge, Jón Baldursson. Spiluð voru 140 spil og lauk mótinu með verðlaunaafhendingu klukkan 15 á sunnudag. Sigurvegarar mótsins voru þeir ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson frá Reykjavík með 409 stig, í öðru sæti voru Jón Bald- ursson og Sverrir Ármannsson frá Reykjavík með 401 stig, í þriðja sæti Pálmi og Guttormur Kristmannssyn- ir frá .Egilsstöðum með 214 stig og í því fjórða Hafþór Guðmundsson og Ríkharður Jónasson frá Stöðvarfirði með 184 «tig. Verölaun í peningum voru alls 400 þúsund krónur og skiptust á 10 fyrstu pörin og einnig hlutu nokkur pör humarkassa í verðlaun. Árni Stefánsson hótelstjóri þakkaði þátt- takendum komuna og sagði að reikna mætti með móti sem þessu hér á hverju hausti þar sem þetta væri orðinn fastur liður í mótaskrá Bridgesambandsins. Sigurvegararnir í Hafnarmótinu í tví- menningi, ísak Örn Sigurðsson og Heigi Sigurðsson, voru að vonum ánægðir með árangurinn. DV-mynd Júlia Imsiand Prnófrá 1J5.600 kr. Mikið úrval af píanóum og flyglum á ótrúiegu verði. Teg.: GERTZ, BECHNER, J. BECKER, HELLAS Ed. SEILER, PETROF og ASTOR Sérpöntum: Stuttur afgreiðslufrestur Opið: Virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 11-14 RAÐGREIÐSLUR HLJÓPfÆRASÁtA • STILLIHGAR • VIDGEROIR Ármúla 38 mmwnmmmmmm sími 91-32845 Betri ending með Gericomplex Markvisst við- hald er undir- staða góðrar endingar. Þegar haustar að huga forsjálir hús- eigendur að ástandi glugga sinna. Líkaminn er musteri sálarinnar og góð heilsa er það dýrmætasta sem við eigum. Þúsundir Islend- inga viðhalda heilbrigði sinu með Gericomplex. Það er eina bætiefiiið sem inniheldur Ginseng G115 þykknið sem vinnur gegn truflunum á starfssemi hjarta og æðakerfisins. Gericomplex eykur starfsþrek, stuðlar að aukinni orku og er þess vegna öflug vöm gegn sjúkdómum. Búðu þig undir veturinn með Gericomplex iðh Eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 GERICOMPLEX - ItflEST SELDA BÆTIEFNI Á ÍSLANDI KRAFTAVERK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.