Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 18
18 LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1994 þátt í skipulagningunni. En það sem eftir var af vinnudeginum fór í að undirbúa þáttinn morguninn eftir. Björgun á síðustu stundu Maðurinn minn sótti mig þegar hann var búinn í leikhúsinu og við þurftum að skreppa til endurskoð- andans til að ræða nokkur praktísk mál. Mamma mín var hjá syni okkar á meðan og hann undi sér hið besta við að hlusta á sögur hjá Rönnu ömmu. Á heimleiðinni komum við við í Kryddkofanum og keyptum hrá- efni í einfaldan en góðan austur- lenskan mat. Sonurinn litli vildi fara strax upp í rúm eftir mat því hann vill láta lesa sem mest fyrir sig áður en hann sofnar. Við lásum Skila- boðaskjóðuna og bók um árstíðirnar. Eftir góöa stund með honum þurfti ég að hringja nokkur símtöl því í ljós hafði komið að eitt af atriðunum, sem áttu að vera í útvarpsþættinum, klikkaði á síðustu stundu og það þurfti að ganga frá öðru efni í stað- inn. Þessi hversdagslegi dagur var langt kominn og afganginn notaði ég að mestu í að lesa bókina „Þegar sálin fer á kreik“ þar sem Ingibjörg Sólrún skráir endurminningar Sigurveigar Guðmundsdóttur. Einnig sat ég við tölvuna í svona einn og hálfan tíma og vann úr hugmyndum að efni fyrir sjónvarpsþáttinn í vetur. Góð og vel- útfærð hugmynd að efni held ég að sé lykilatriðið í þessum þáttum. Mér fannst þetta ágætur dagur en á morgun verður fundur niðri í Saga film tíl að undirbúa sjónvarpsþætt- ina „í sannleika sagt“ og ég er viss um að næstu dagar og mánuðir verða oft erilsamari en þessi. Ég vaknaði við útvarpið klukkan hálfátta á miðvikudaginn eins og alla virka daga. Hlý sængin og góð út- varpsdagskrá héldu í mig svo það var erfitt að koma sér í sturtu en það tókst. Hefðbundin morgunverk tóku við hjá fjölskyldunni og klukkan átta mætti smiður tíl okkar en hann er um þessar mundir að aðstoða okkur við að gera upp gluggana að utan- verðu. Ég settí ostatertu, sem ég hafði bak- að kvöldið áður, á bakka en það skal tekið fram að það er ekki hefðbundið morgunverk hjá mér að fást við tert- ur. En ég hafði ákveðið að taka með mér eitthvað gott með kafíinu í vinn- una því það var komið að síðasta vikulega ritstjórnarfundinum uppi á útvarpi áður en ég færi í frí í allan vetur tíl að vinna við sjónvarpsþátt- inn „í sannleika sagt“. Handritagerð og hádegisleikfimi Fyrir klukkan níu héldum við af stað. Sonurinn, sem er þriggja og hálfs árs, fór á leikskólann sinn, maðurinn minn á æfingu í Þjóðleik- húsinu og ég upp á útvarp að sjá um þáttínn „Samfélagið í nærmynd" á rás 1 ásamt Jóni B. Guðlaugssyni. Morguninn fór í að klippa viðtöl, gera handrit, lesa pistil og fieira og svo hófst útsendingin klukkan ellefu. Aðalefnið var umræða um tölvuleiki og fíkn og við Jón vorum í raun með allt of mikið efni. Allt gekk þó ágæt- lega fyrir sig og þættinum lauk klukkan tólf. Þá var að venju rokið í einum grænum hvelh í eróbikkleik- fimi í hádeginu. Ég var samferða vin- konu minni og samstarfskonu, Þór- dísi Amljótsdóttur, og þar sem hún er að taka við af mér í útvarpsþættin- um höfðum við um margt að tala á leiðinni. Ég veit ekkert betra fyrir Sigríður Arnardóttir tekur sér hlé í vetur frá dagskrárgerð í útvarpinu til að sjá um sjónvarpsþættina „í sannleika sagt“. _ DV-mynd Brynjar Gauti skapið og heilsuna en að taka vel á í leikfimi svo við komum að vonum ánægðar út eftír tímann. Því næst tók við vikulegur fundur með öllum sem tilheyra samfélags- ritstjórn rásar 1 þar sem rætt varum efni næstu daga og þar sem ég er alveg að fara í frí var dálítið skrítíð að þurfa ekki að taka svo mikinn Dagur í lífl Sigríðar Amardóttur dagskrárgerðarmanns: Útvarpið kvatt 1 bili Finnur þú fimm breytingar? 277 PI B SIHM 51H1 Baðstu um ermalausa peysu eða ekki? Nafn: Keimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð sjötugustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. Oddný Jósefsdóttir, Sporði, 531 Hvammstanga. 2. Sigurður Óskarsson, Stakkhömrum 17, 112 Reykjavík. Myndirnar tvær tdrðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni tíl hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi íimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni tíl hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka aö verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimrn Úrvalsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Merkiö umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 277 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.