Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
Fréttir
Skiptar skoðanir á flokksstj ómarfundi Alþýðuflokksins í gær:
Tillögu um afsögn
ráðherra vísað frá
- höldum áfram að bæta siðferði í stjómmálum, segir Margrét S. Bjömsdóttir
Flokksstjórn Alþýðuflokksins hitt-
ist á fimm klukkustunda löngum
fundi í gær til að ræða málefni Guð-
mundar Árna Stefánssonar félags-
málaráðherra. Á fundinum kom
fram tillaga frá stjórn Félags frjáls-
lyndra jafnaðarmanna um að skora
á Guömund Árna að segja af sér
embætti varaformanns flokksins og
félagsmálaráðherra, setja þannig
hagsmuni flokksins í öndvegi og
„axla ábyrgð á þeirri atburðarás sem
valdið hefur trúnaðarbresti innan
Alþýðuflokksins," eins og segir í til-
lögunni. Samþykkt var að vísa tillög-
unni frá með 67 atkvæðum gegn 13.
Tveir seðlar voru auðir og ógildir.
Fundurinn hófst með því að Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, flutti ræðu þar sem
hann hvatti til siðferðilegrar nafla-
skoðunar innan Alþýðuflokksins og
ræddi í almennum orðum siðferðis-
mál í íslenskum stjórnmálum. For-
maðurinn sagði að siðleysi fjallaði
ekki bara um ráðherrabíla og dag-
peninga og rifjaði upp öfsóknir og
gagnrýni úr ráðherratíö sinni. At-
hygli vakti að yfirmaður tollmála
gerði lítið úr meintu smygli eigin-
konu sinnar á kjötlæri til landsins í
fyrra og minntist ekkert á áfengis-
kaup í tilefni af afmælisveislu Ingólfs
Margeirssonar, fyrrverandi ritstjóra
Alþýðublaðsins.
Margrét S. Björnsdóttir, formaður
Félags frjálslyndra jafnaðarmanna,
ræddi gagnrýni á embættisfærslu
félagsmálaráðherra og taldi viðbrögð
hans viö ályktun félagsins um miðj-
an september barnaskap, en Guð-
mundur Árni gaf þá í skyn að álykt-
un félagsins væri runnin undan rót-
Skiptar skoðanir voru um embættisfærslu Guðmundar Arna Stefánssonar félagsmálaráðherra og greinargerð
hans á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins i gær. Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, FFJ, lagði fram tillögu
um að skorað yrði á Guðmund Árna að segja af sér en frávisunartillaga Jóns Baldvins Hannibalssonar var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Á myndinni má sjá Margréti S. Björnsdóttur, formann FFJ, ræða við Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra og Guðmund Oddsson fundarstjóra. DV-mynd GVA
um núverandi heilbrigðisráðherra.
Vilhjálmur Þorsteinsson, ritari fé-
lagsins, fór yfir helstu gagnrýnina á
embættisfærslu félagsmálaráðherra
og fjöldi fundarmanna tók tfl máls.
Beöiö niðurstöðu
„Málið var rætt opinskátt, ærlega
og af stillingu. Á fundinum kom fram
að skoðanir eru skiptar og að yfir-
gnæfandi meirOiluti flokksstjómar-
manna er sáttur við þá niðurstöðu
sem þingflokkurinn komst að. Ég
flutti dagskrártillögu sem fól í sér að
ályktanir væru ótímabærar. Málið
væri í tilteknum farvegi og við ættum
að bíða þeirrar niðurstöðu. Á þessum
fundi sýndu flokksmenn að þeir eru
menn tO að ræða viðkvæm og vanda-
söm álitamál af hreinskOni og heið-
arleika," sagði Jón Baldvin Hannib-
alsson, utanríkisráðherra og formað-
ur Alþýðuflokksins, eftir fundinn.
„Augljós meirihluti er fyrir því að
fara þá leið sem þingflokkurinn gerði
tOlögu um. Við vorum ósammála
þessari leið og töldum að þegar væru
komnar fram nægar upplýsingar í
málinu. Flokksstjóminni væri ekkert
að vanbúnaði að taka afstöðu. Hún
kaus að bíða átekta og við hlítum því.
Við höldum bara áfram því starfi innan
Alþýðuflokksins að bæta vinnubrögð
og siðferði í íslenskum stjómmálum,“
segir Margrét S. Bjömsdóttir, formað-
ur Félags fijálslyndra jafnaðarmanna.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna:
Nánari skýringa er þörf
Þingflokkur krata:
Siðareglur
verðasettar
Þingflokkur Alþýðuflokksins
hefur sent frá sér yfirlýsingu þar
sem fram kemur að fyrrverandi
og núverandi heilbrigðísráðherra
muni óska eftir því að starfsmenn
Ríkisendurskoðunar kanni til
hlítar gagnrýni á Guðmund Áma
Stefánsson, fyrrverandi heO-
brigðisráöherra, og greinargerö
hans og komist að niðurstöðu um
það hvort embættisfærsla hans
sé í samræmi við viðurkenndar
stjórnsýslureglur og venjur.
Rannveig Guðmundsdóttir, form-
aður þingflokksíns, kynnti yfir-
lýsingu þingflokksins á flokks-
stjórnarfundi í gær.
í yfirlýsingu þingflokksins
kemur einníg fram að utanríkis-
ráðherra og formaöur Alþýðu-
flokksins hafi ákveöiö að fara
þess á leit við Rikisendurskoðun
að starfsmenn stofnunarinnar
láti fara fram stjórasýsluendur-
skoðun á starfseroi utanríkis-
ráðuneytisins.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
hefur ákveðið aö setja sér al-
mennar starfsreglur. Samkvæmt
þeim skulu þingmenn flokksins
ekki sitja í stjómum peninga-
stofhana, farið verður eför viöur-
kenndum grundvaOarreglum við
val á fólki til trúnaðarstarfa,
kveðið verður á um hvernig va-
rast skuli meinta hagsraunaá-
rekstra og verk þingmanna og
ráðherra verða unnin fyrir opn-
um tjöldum. Þá verður skipuð
nefnd til að undirbúa frumvarp
um starfsemi stjómmálaflokka.
Stjórn Félags frjálslyndra jafnað-
armanna telur að nánari skýringa
sé þörf á ýmsum atriðum í greinar-
gerð Guðmundar Árna Stefánssonar
félagsmálaráðherra. VOhjálmur Þor-
steinsson, ritari félagsins, gerði grein
fyrir þessu í harðorðu yfirhti á
flokksstjómarfundi Alþýðuflokksins
í gær.
í yfirlitinu kemur meðal annars
fram að Guðmundur Ámi hafi ráðið
mann sem sætti rannsókn fyrir stór-
felld skattsvik án samráðs við emb-
ættismenn ráðuneytisins og að ráð-
herrann hafi ekki sagt sannleikann
„Ég er mjög ánægður með niður-
stöðu fundarins. Afstaða flokks-
stjórnarinnar í þessu máh er alveg
ljós. Nú kemur í ljós að þessi hópur
sem hefur haft uppi mjög harövítuga
gagnrýni á mín störf og lagöi fram
thlögu í þá veru að ég segði af mér
sem varaformaður og ráðherra er
Svipuð kjörsókn var í sveitar-
stjómarkosningunum í Stykkis-
hólmsbæ um helgina og í vor, eða
um 88%, og skipting bæjarfulltrúa
hin sama.
Sem kunnugt er vom kosningam-
í þessu máli. Hvatningar Alþýðu-
flokksins verði hjákátlegar ef skatt-
svikara sé umbunaö sérstaklega.
Vilhjálmur bendir á að vafasamt
sé að opinberir hagsmunir einir hafi
ráðið ráðningu Hrafnkels Ásgeirs-
sonar lögfræðings í sérverkefni í
hehbrigðisráðuneytinu og almanna-
fé hafi verið sóaö af vítaverðu
ábyrgðarleysi þegar Steen Johans-
son hafi verið ráðinn kynningarfuh-
trúi í heObrigðisráðuneytinu. Boð-
skapur Alþýðuflokksins um ráðdehd
og hagkvæmni í ríkisrekstri verði
lítt trúverðugur við þessar aðstæður.
htih. Þorri flokksstjórnarinnar hefur
allt önnur sjónarmið í þessu máli,“
sagði Guðmundur Árni Stefánsson
félagsmálaráðherra eftir flokks-
stjórnarfundinn í gær.
„Ríkisendurskoðun fer ofan í þessi
mál og skilar sinni niðurstöðu. Með
því er ég að undirstrika það sem ég
ar þá kærðar vegna þunnra kjörseðla
og að auglýsing um sameiningu
Stykkishólms og Helgafellssveitar
kom ekki á réttum tíma. Kjörseðlar
vom, að sögn kjörstjómar, sérlega
vandaöir og þykkir að þessu sinni.
VOhjálmur ræðir ráðningu Jóns
H. Karlssonar sem aðstoðarmanns
ráðherra og segir að Guðmundur
Árni hafi sýnt dómgreindarleysi í því
máh auk þess sem hann hafi hyglað
sér nærstöddu fólki við ráðstöfun
íbúðar í Hafnarfirði. Engin skýring
hafi verið gefin á fjármálum Hafnar-
fjarðar og ýmsum spurningum enn
ósvarað. Þá hafi aldrei komið fram
hvort Guömundur Árni hafi endur-
greitt biðlaun sem hann hafði fengið
frá Hafnarfjarðarbæ þegar hann
varð heObrigðisráðherra í fyrra.
hef áður sagt að ég legg öll spil á
borðið og síðan skulu menn meta
niðurstöðuna. Ég ætla ekki að tala
um sigur eða ósigur í þessu. Vissu-
lega þykir mér vænt um þennan
stuðning sem ég fann á fundinum.
Framtíðin veröur að leiða í ljós hvort
þessu máli sé nú lokið,“ sagði hann.
D-hsti Sjálfstæðisflokks hlaut 405
atkvæði og 4 menn kjörna, B-listi
Framsóknarflokks 193 atkvæði og 2
menn kjörna og H-hsti Vettvangs
hlaut 144 atkvæði og 1 mann kjörinn.
Auðir seðlar og ógildir voru 25.
Guðmundur Ami Stefánsson:
Ánægður með niðurstöðu f undarins
Sama niðurstaða og í vor
Sandkom dv
átak í
Ylirlogn'glu-
þjónaráNorð-
urlandi voruað
fundaísíðustu
vikuogákváðu
iianaa.að ■:
hættaaðtaia
umsvokölluð
„áiok" í um- :::
ferðinniá : ;
sumrín einsog;
gcri hefur ver- ;;
ið. Lögregluliðin á svæðinu hafa tekiö
sig saman á ákveðnum tímum og tek-
ið fyrir ákveðin atriði í umferðinni,
t.d. fylgst sérstaklega meðöryggis-
búnaði ökutækja eina vikuna, með
ástandi ökumanna aðra vikuna
o.s.frv. Það hefur jafnan komið fram
í fjölmiðlum þegar þessar herferðir
hafa veri farnar og sumir ökumenn
voru hreinlega farnir að haga sér eft-
ir þessu. Þeir áttuþað jafiivel til að
hringja álögreglustöðvarnar og
spyija hvort „átak“ væri í gangi og
ef svarið var ják vætt þá héldu þeir
aftur af sér næstu daga og sáu um
að allt myndi standast vökul augu
iagavarðanna.
Er
gangi?
Ávinningurinn
KáribóndiÞor-
grímssoní
GarðiíMý-
vatnssveit
kannaðkoma
orðnmaöhlut-
unumogskofur
ekkiutanaf :
þeimþegar;
honumfinnst
þaðviðeiga. ;
Kárihefurver-
ið nokkuð áberandi i deilu Mývetn-
inga vegna skóladeiiunnar enda
sveitarstjórnarmaður þótt í minni-
hluta sé. Hugmyndir hans um að
skipta Skútustaðahreppi upp í tvö
sveitarfélög hafa ekki allstaöar vakið
hrifningu en Kári segir að það sé
ekki vitlausara að minnka sveitarfé-
lög í þær einingar að menn geti starf-
að sáttir í stað þess að stækka þau.
„Þeir hafa t.d. helst uppskorið það á
Suðurnesjumtm þar sem þeir steyptu
saman þremur s veitarfélögum að
sitja uppi með nafnlaust sveitarfélag,
það er núhelsti ávinningurinn þar,“
segir Garðsbóndinn.
(Jlfaldarúr...
Mýyetningam-;
irorulands-
frægirfyrir
hyersústífir :
þeireruá
meiningusinni :
ogfylgjasann-
færingu sinni
vei efiir. En þaö ;
verstaerað
margarmein-
ingareruyfir-
leitt um flest mál sem upp koma í
sveitinni. Þá senda þeir tóninn sín á
milli eða e.t.v, væri réttara að tala
um „eitruðskeyti". Svoþegarkemur
að því að sætta sjónarmiðin hafa s vo
þung orö fallið að menn geta varla
taiað saman. Sumir vilja tala um að
þeir séu snillingar að gera úlfalda úr
mýflugu og þyrfti það s vo sem ekki
að koma á óvart miðað við hvar þeir
bua. En það mega þeir eiga Mývetn-
ingar að þeirei u margir skemmtfleg-
ir, orðh vassir og einstaklega orð-
heppnir þegar þeir tjá sig.
Hvati byrjaði
Ekkihöfðuþeir
félagarnir Jón
Baldvin
Hannibalsson
ogGuðmundur
Árni Stufáns-
; sonfyrrsleppt ;;
orðinuumsið-
;; væðingarhug- .
myndir sínar í
póhtik.si'inAl-
þýðuflokkur-
inn ætlar að ieiða, en Sighvatur
Bjöigvinsson hófst handa í siðvæð-
inguími. Hánn nánast sparkaði út
Sigurði Fanndal, stjórnarformanni
sjúkrahússinsá Siglufirði, ogsetti
þar inn Hálfdán Sveinsson sem að
sjálfsögðu er krati eins og ráðherr-
ann, Nýi stjómarformaðurinn er auk
þess giftur apótekaranum á staðnum
sem selur lyf til sjúkrahússins. Engar
skýringar fylgdu með þessari ráðn-
ingu, fyrrverandi stjómarformaður
vfldi vera áfram og sjúkrahúsið hefur
þótt vel rekið undir formennsku
hans. En nú er slð væðingin komin
til skjalanna og þá ráða auðvitað önn-
ursjónarraið.