Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 13 Vegur meðfram suður- strönd Reykjanesskaga Vorið 1988 samþykkti Alþingi þingsályktun sem ég flutti sem vara- þingmaður, ásamt Guðna Ágútssyni um gerð kostnaðar- og fram- kvæmdaáætlunar um gerð nýs vegar frá Þrengslavegi að Grindavík. Aukin viðskipti Vegalengdin er um 70 km og þótt þar sé akfær vegur er hann lítt notaður. Góður vegur á þessari leið mundi skapa nýja möguleika, ekki aðeins fyrir íbúa næsta nágrennis heldur einnig fyrir stóran hluta landsmanna. Þá myndu margir er- lendir ferðamenn, sem flestir hverjir koma fyrst til landsins um Keflavíkurflugvöll, vilja heíja ferð- ir sínar á vit „Gullfoss og Geysis“ beint frá Keflavíkurflugvelli eða hótelum á Suðurnesjum í stað Reykjavíkur enda kynnisferð um Reykjanesskaga áhugaverður kost- ur. Sömuleiðis fer út- og innflutn- ingur varnings meö flugvélum fram um Keflavíkurflugvöll. Styttri flutningaleið frá Suðurlandi skapaði grundvöll fyrir auknum viðskiptum af því tagi. Brú yfir Ölfusárósa sem stytti til muna leiðina milh útgerðarstað- anna Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þorlákshafnar hefur leitt til auk- innar samvinnu þessara staða. Greiðfær vegur milh Þorlákshafn- ar og Grindavíkur opnaði nýja samgönguleið á svæðinu, vega- lengdir styttust og myndu auövelda hvers konar samvinnu þessara út- gerðarstaða. Sem dæmi vil ég nefna að leiðin frá Suðurlandsundirlendi til Suðurnesja yrði um 30-50 km. Styttri en nú er. Víst er að greiðfær vegur af Suðurlandsvegi til Suður- nesja yrði mikið notaður af þeim sem erindi eiga mihi þessara byggöalaga. Hann yrði styttri, fljótfarnari og jafnvel greiðfærari á vetrum en leiðin yfir Helhsheiði um Reykjavík og til Suðurnesja auk þess sem það yrði skemmtheg tilbreytni fyrir þá sem hingað th hafa tekið helgarrúntinn eitthvað annað aö aka þessa leið. „Greiðfær vegur milli Þorlákshafnar og Grindavíkur opnaði nýja samgöngu- leið á svæðinu, vegalengdir styttust og myndu auðvelda hvers konar sam- vinnu þessara útgerðarstaða.“ Kjallariim Níels Árni Lund 1. varaþingmaður Framsóknar- flokksins i Reykjaneskjördæmi Aukið öryggi Þá vh ég benda á aö draga úr umferð sem nú er um Reykjanes- braut og þegar er orðin mun meiri en brautin getur þjónað með ör- uggu móti. Með þessari vegalagn- ingu yrði aukið öryggi á þeirri leið, auk þess sem hún drægi úr umferð- arþunga um Reykjavíkursvæðið sem ekki er vanþörf á. Þá veitti vegurinn öryggi ef til náttúruham- fara kæmi á svæðinu og margir þyrftu að fara til eða frá Suðumesj- um á skömmum tíma og Reykja- nesbraut væri jafnvel lokuð. Til viðbótar gerð þessa vegar er sjálfsagt að um leið verði lokið gerð greiðfærs vegar milli Grindavíkur og Hafna. Hluti leiðarinnar hefur þegar tekið stakkaskiptum en svo unnt verði aö nota hann sem skyldi þarf að ljúka gerð hans. Ég ítreka að þaö eru mörg rök sem liggja til grundvallar því að hagkvæmt sé og eðlilegt að taka þessa vegalagningu enn frekar til skoðunar og berjast fyrir því að hún verði sett á næstu vegaáætlun. Níels Árni Lund rengslin Grindavík Frá Þrengslavegi að Grindavík. - „Góður vegur á þessari leið myndi skapa nýja möguleika ... “ segir m.a. í grein Níelsar Árna. Boð blaðfest Góðvinur minn, öryrki th margra ára, leit inn á dögunum og óskaði mér til hamingju með orð- heldni stjórnmálamanna og minnti mig um leið vel og vandlega á það að þetta hlyti ég sem fyrrverandi pólitíkus vel að meta. Thefni þessara heihaóska voru orð Friðriks íjármálaráðherra um að staðfastlega yrði staðið við það loforð að hátekjuskattur skyldi ekki lengur lagður á. Önnur saga af efndum Þetta kvað góðvinur minn fagurt til fordæmis sem fylgja bæri enda auðséð nauðsyn þess að eira þeim sem svo mikið ættu undir sér enda vitað að lífsstaðall slíkra væri sá að mikið þyrfti þar til og þarflaust að skerða svo upphafmn lifsmáta. Góðvinur minn er einn hinna greindu alþýðumanna sem fylgist íjarska vel með og er fær vel um að draga þar af ýmsar glöggar ályktanir. Eftir hamingjuóskirnar fór hann hins vegar að minna á mæt loforð önnur sem flokkur Friðriks með hann í fararbroddi fremst hafði gefið fyrir síðustu kosningar um mikla og góða skattalækkun th handa almenningi í landinu enda löngum til þess vitnað þar á bæ þvílíkur óskaplegur skattskelfir KjáUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ Ólafur Ragnar heíði verið og skylda allra vel hugsandi manna að breyta, bæta og laga eftir ódám þann. En þar stendur hnífurinn í minni annars skörpu skilningskú, sagði svo góðvinurinn, því ég hef einhvern veginn allt aðra sögu að segja af þeim efnum öllum. Dagljóst væri sitt dæmi um það að á tíð Ólafs þessa Ragnars hefði hann engan skatt greitt af sínum aumu lífeyristekjum enda sér þótt það sanngjarnt nokkuð. Nú byrgði hins vegar svo við, al- veg óvart og utan ahra loforða, að hann fengi nú greitt Friðrik og hans fólki skatt sem næmi nálægt tveggja daga neyslu sinni og væri hún þó auðvitað allfjarri þeirri sem uppar hátekjuskattsins og aðrir slíkir hefðu eðlilega efni á og þörf fyrir - að sjálfsögðu. Gild afsökun Hann kvað Friðrik og félaga eiga sér afsökun gilda því fallegu lof- orðin um skattalækkun hefði verið efnd einstaklega vel við aumingja, bláblönku fyrirtækin okkar, enda alkunna að forstjórar, stjórnarfor- menn og aðrir dáindismenn þar þyrftu að lepja dauðann úr dökkum krákuskeljum allsleysisins. Góðvinur minn sagði sig nefni- lega muna mætavel að skattur hefði veriö hríðlækkaður af gróöa fyrirtækjanna fræknu og fengi hann ekki ráðið í það af viti, hvers vegna ekki mætti eitthvað taka af því sem út af stæði þar þegar öllum bókhaldskúnstarinnar undan- dráttarliðum hefði verið beitt, alla vega ætti hann enga slíka sér til hads og trausts. Nú þótti mér sem ljóminn af heið- ríkju hamingjuóskanna í upphafi væri farinn að fólskvast enda kom- inn annar tónn og harðari þar sem réttlæti og rangsleitni ráðandi manna urðu umræðuefnið en hið síðarnefnda kvað hann hamförum fara á kostnað hins. Lokaorðin voru þau að biðja mig að blaðfesta eitthvað af eldmess- unni en efndir ekki sem skyldi. Aðeins þetta: Almenningur fær að blæða fyrir það sem fyrirtækin fá að sleppa við. Og nú á til viðbótar aö friðlýsa hátekjuskattinn. Hvað næst? HelgiSeljan „Almenningur fær að blæða fyrir það sem fyrirtækin fá að sleppa. við. Og nú á til viðbótar að friðlýsa hátekjuskatt- inn. Hvað næst?“ Meðog ámóli Óbein eignaraðild útlend- inga í sjávarútvegi Ódýraraað fáerlent áhættufé „í fyrsta lagi er það tæknilega mjög erfitt að koma í veg fyrir óbcina eignaraðild útlendinga í sjávarútvegi. Hlutabréfa- markaðUTÍnn GuðlaugurÞórHórSar. er Sem betur *on,(ormaðurSUS. fer orðinn það þróaður að allir eiga í öllum, ef svo má segja, og það yröi ekki hægt að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem eiga í sjáv- arútvegsfyrirtækjum væru á ein- hvern hátt í eigu útlendinga. í öðru lagi er sjávarútvegurinn mjög skuldsettur og það er ódýr- ara fyrir greinina að fá inn erlent áhættufé heldur en að taka lán. Það vantar tilfinnanlega erlent íjármagn í íslenskt atvinnulif. Áhyggjur manna af því aö út- lendingar geti eignast auðlindina eru að sumu leyti skiljanlegar. Það eru hins vegar margar aðrar leiðir færar til að koma í veg fyr- ir að svo veröi en að banna óbeina eignaraöild útlendinga í grein- inni. Þaö er vel að sjávarútvegsráð- herra hafi tekið á þessu máli að undanfornu. Þetta er mjög mikil- vægt mál fyrir sjávarútveginn og þjóðina í heild.“ Hægt að leita lausna innanlands „Fiskveiði- lögsagan er okkar auð- lind. Barátta þessarar litlu þjóðar bygg- ist á því sem auðlindin gef- ur okkur. Við höfum ekki ráö á þvl að MatthiasBjamasonal- skipta á henni Þinvismaður. við útlendinga eða gera þá hlut- , genga og við eigum að varast það að láta þá fara of langt. Að mínum dómi eru það ekki góðir íslendingar sem halda því fram að það sé alveg sjálfsagt að hleypa útlendingum í sjávarúí- veginn. Það lætur enginn útlendingur fiármagn inn í íslenskan sjávar- útveg nema fá fiármagnið aftur út. Þannig að peningamir verða ekki eftir hér á landi. Ef útgerðin i landinu fengi að vera í friöi og fengi sjálf aö skipu- leggja sig væri ekki þessi halli á sjávarútveginum. Hallinn er heldur ekki alls staðar. Hann er fyrst og fremst þar sem aðgerðir stjómvalda hafa bitnað harðast, bæöi nú og fyrr, á stöðum sem byggja á bolfiskveiðum. Þeir stað- ir sem era háðir vinnslu og veið- um bolfisks verða verst úti. Ef menn fengju aö vera í friði myndi þetta allt saman ganga. Svo þyrftum viö auðvitað aö hafa banka sem skilja atvinnulifið og eru ekki alltaf með einhvern sjálfsbirgingshátt. Það er hægt aö leita lausnanna innanlands. Það þarf ekki aö leita lausna út fyrir landsteinana. Starf margra út- flutningsfyrirtæKja hefur verið í góðu lagi og viö höfum haft af mikinn hag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.