Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 22
34 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Afmæli Páll Gíslason PáU Gíslason, yfirlæknir og fyrrv. borgarfiúltrúi, Kvistalandi3, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Páll fæddist á Vífilsstöðum í Garöahreppi. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1943, kandidatsprófi í læknisfræði frá HÍ1950, öðlaðist al- mennt lækningaleyfi 1953, er sér- fræðingur í handlækningum frá 1955, dvaldi við nám á vegum British Council í London 1958-59 og 1963, í Houston í Texas 1967, stundaði framhaldsnám í skurðlækningum í Danmörku 1951-53 og á Landspítal- anum 1953-55. Páll var aðstoðarlæknir á Patreks- firði 1950, hérðaslæknir í Norðfjarð- arhéraði 1951, sjúkrahúslæknir a Akranesi 1955-70 og er yfirlæknir handlækningadeildar Landpítal- ands frá 1970. Þá var Páll kennslu- stjóri læknadeildar HÍ1971-74, stundakennari við læknadeild HÍ 1975-76 og dósent frá 1976. Páll hefur verið virkur í skáta- starfi nær óshtið frá 1936, var rit- stjóri Skátablaðsins 1943^48, vara- skátahöfðingi 1958-71 og skátahöfð- ingi 1971-81. Hann var bæjarfulltrúi á Akranesi 1962-70, borgarfulltrúi í Reykjavík 1974-94, forseti borgar- stjómar 1984-90, fyrsti varaforseti í heilbrigðisráði Reykjavíkur 1974-86 og formaður 1974-78, í stjóm bygg- inganefndar aldraðra á vegum Reykjavíkurbogar frá 1976 og for- maður frá 1982, formaður stjómar Sjúkrastofnana Reykjavíkur 1982-90 og stjómar veitustofnana frá 1986. Páll sat í stjórn Læknafé- lags Reykjavíkur 1954-55, var for- maður Læknafélags Miö-Vestur- lands 1964-70, í samninganefnd Læknafélags íslands 1956-66, í stjóm hjúkrunarheimilisins Skjóls frá 1989 og formaður stjórnar Sjálfs- eignarfélagsins Eirar frá 1990, í stjóm Hjartavemdar á Akranesi til 1970 og í aöalstjóm síöan og í stjóm Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1973. Páll hlaut æðsta heiðurmerki ís- lenskra skáta, Silfurúlfmn, 1962, og æðsta heiöursmerki Alþjóðasam- bands skáta, Bronsúlflnn, 1981, var sæmdur riddarakrosi íslensku Fálkaorðunnar 1977. Hann er félagi í eftirtöldum vísindafélögum: Int- emational College of Surgeons 1971-81; American College of Surge- ons frá 1981; American College of Angiology og Intemationa College of Angiologi frá 1986; European Society of Vascular Surgery frá 1988; Nordisk Kirurgisk Forening frá 1970 og í stjóm þar frá 1981. Fjölskylda Eiginkona Páls er Soffía Stefáns- dóttir, f. 1.5.1924, íþróttakennari. Hún er dóttir Stefáns Sveinssonar verkstjóra og Rannveigar Ólafsdótt- urhúsmóður. Böm Páls og Soffíu eru Rannveig, f. 16.3.1952, læknir; Svana, f. 23.10. 1953, hjúkrunarfræðingur; Guð- björg, f. 24.4.1956, kennari; Gísh, f. 28.5.1958, smiður; Soffía, f. 8.9.1962, forstöðumaður. Systir Páls er Stefanía, f. 22.8.1926,. húsmóðir. Foreldrar Páls vom Gísli Páisson, f. 15.8.1902, d. 11.8.1955, læknir í Reykjavík, og k.h., Svanlaug Jóns- dóttir, f. 9.12.1909, d. 24.6.1983, hús- móðir. Ætt Bróðir Gísla var Stefán stórkaup- maður, faðir Páls, auglýsingastjóra DV. GisU var sonur Páls Haralds, kaupmanns í Reykjavík, bróður Sól- veigar, móður Einars Olgeirssonar. PáU var sonur Gisla, b. á Gmnd, bróður Einars, foður Matthíasar yf- irlæknis, fóður Louisu Ustmálara. Systir Gísla var Kristín, móðir Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, og móðir Jórunnar, langömmu Katrínar Fjeldsted, læknis og fyrrv. borgarráðsmanns. GísU var sonur Páls, skálds og Páil Gíslason. prests í Viðvík, Jónssonar. Móðir Gísla var Stefanía, systir Carls, afa Gunnlaugs Snædals yfirlæknis. Stefanía var dóttir Guðmundar, hreppstjóra á Torfastöðum, Stefáns- sonar. Svanlaug var dóttir Jóns, prests í Otradal, Ámasonar, b. á Þverá í HaUárdal, Jónssonar, b. á Helga- vatni í Vatnsdal, Ólafssonar. Móðir Jóns prests var Svanlaug Björns- dóttir, b. á Þverá, Þorlákssonar. Móðir Svalaugar Jónsdóttur var Jóhanna Pálsdóttir, b. í Stapadal í Amarfirði, Símonarsonar. PáU tekur á móti gestum í Félags- heimUi Fóstbræðra við Langholts- vegídagfrákl. 17-19. Til hamingju með af- mælið 3. október 95 ára 60ára Oddur Jónsson, Bakkahlíð 39, Akureyri. 85 ára Jósteinn Finnbogason, Garðarsbraut 7, Húsavík. 80 ára SveinbjörgÁg- ústsdóttir hús- móðir, Melavegi 7, Hvammstanga. Hún eraðheim- an. Auður Eyjólfsdóttir, Logafold 112, Reykjavík. Sigriður Pétursdóttir, Ólafsvöllum, Skeiðahreppi. Sigurrós Benediktsdóttir, T'úngötu 10, Grindavík. Stefán Eiriksson, Barðaströnd 17, Seltjarnamesi. Emil Geir Guðmundsson, Garðarsbraut59, Húsavík. Krlstín Sigurlaug Eyjólfsdóttlr, Framnesi, Borgarfjarðarhreppi. 50ára 75 ára Anna Hlín Guðmundsdóttir, Framnesvegi34, Reykjavik. Bjarni Hauksson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Oddbjörg Sigfúsdóttir, HamrafeUi 3, FeUahreppi. Svava Óladóttir, Smjörhóli, Öxarfjarðarhreppi. Guðrún Kristjánsdóttir, Austurbyggð 17, AkureyrL Bjarni Hclgason, Suðurgötu38 (Bjamabæ), Hafnarfírði. Hanntekurá mótigestum Iaugardaginn8. októbereftirkl. 20íHaukahúsinu viöPlatahrauní Hafnarfírði. Sveinbjörn Sigurðsson, Miðleiti7, Reykjavík. 70 ára Gunnar Guðjónsson, Mávabraut 12d, Keflavik. Guðjón Kr. Pálsson, Heiðmörk25, Hveragerði. Helga Margrét Geirsdóttir, Norðurási 6, Reykjavík. Jón Gunnarsson, Hátúni 13, Keflavik. Herdis Klausen, RaftahUð 29, Sauöárkróki. Anna Lára G. Kolbeins, FlúðaseU 74, Reykjavík. Guðmundur Stefán Maríasson, Krummahólum 4, Reykjavík. Sigríður E. Halidórsdóttir, Túngötu 18, Súðavík. Jóna Helga Hauksdóttir, Háaleitisbraut 151, Reykjavík. Anna Maria Karlsdóttir, StórhóU5,Húsavík. Stefán Ragnar Egilsson, Túnbrekku 3, Ólafsvík. Már Óskarsson, HUðarvegi37, ísafirði. HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG SIMI 12725 Stofnuð 1918 Gísli Ólafsson GísU Ólafsson, verktaki og bæjar- stjómarmaöur í Vesturbyggð, HjöU- um 10, Patreksfirði, er fertugur í dag. Starfsferill GísU fæddist á BOdudal en flutti ungur til Patreksfjarðar og hefur búið þar síðan. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskóla Patreks- íjarðar 1978 og stundaði nám við Vélskóla íslands 1982-84. GísU hefur verið verktaki við jarð- vegsframkvæmdir á Vestfjörðum um margra ára skeiö en hann rekur umsvifamikið fyrirtæki á því sviði í samstarfi við aðra. GísU sat í hreppsnefnd Patreks- hrepps 1986-94, situr í bæjarstjóm Vesturbyggðar sem oddviti sjálf- stæðismanna, er varaformaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og hefur gegnt ýms- Sviösliós íþróttabandalag Reykjavíkur varð 50 ára nú fyrir stuttu og i tilefni af því var haldin fjölmenn afmælisveisla. Á myndinni eru Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Ari Guðmundsson, formaður ÍBR, og Gísli Halldórsson, fyrrum forseti ÍSÍ. umöðrumtrúnaðarstörfumfyrir ■ Sjálfstæöisflokkinn. Fjölskylda GísU kvæntist 24.11.1984 Kristínu Gísladóttur, f. 2.6.1960, íþróttakenn- ara. Hún er dóttir Gísla Þ. Victors- sonar, múrarameistara á Patreks- firði, og k.h., Siguróskar E. Jóns- dóttur póstafgreiðslumanns. Dóttir Gísla og Kristínar er Sunna Sigurósk, f. 9.9.1986. Foreldrar Gísla: Ólafur Kristinn Bæringsson, f. 2.5.1927, d. 12.7.1988, verktaki á Patreksfirði, og Hrafn- hUdur Ágústsdóttir, f. 27.3.1934, húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Bærings Bjama- sonar frá Látrum, og Jóhönnu Guð- bjargar Ámadóttur frá Kdlsvík. HrafnhUdur var dóttir Ágústar Gísli Ólafsson. Sigurðssonar frá Borgarfirði eystra, verslunarmanns og framkvæmda- stjóra á Bíldudal, og Jakobínu Páls- dóttur, prófasts og alþm. í Vatnsfirði Ólafssonar. Ágúst og Jakobína fór- ust bæði með mb. Þormóði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.