Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 10
10 Spumingin MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Finnst þér að Guðmundur Árni eigi að segja af sér? Ástþóra Kristinsdóttir: Já, það finnst mér. Brynja Dagbjartsdóttir: Nei, alls ekki hann frekar en allir hinir. Sólrún Gunnarsdóttir: Nei, af hverju á hann að segja af sér. Þá ættu allir aðrir að segja af sér. Heimir Jón Gunnarsson: Nei, það finnst mér ekki. Þorbjörg I. Jónsdóttir: Nei, það finnst mér ekki. örn Vilmundarson: Já, mér fmnst að hann ætti að segja af sér. Lesendur Engum er bót í annars böli „Leyfum Guðmundi Árna að gera grein fyrir máli sínu og hlustum á skýring- ar hans,“ segir bréfritari. Hilmar Þorbjörnsson skrifar: Mönnum fmnst óhætt að taka nokkuð stórt upp í sig þessa dagana þegar keppst er við að draga skóna af Guðmundi Árna félagsmálaráð- herra. Málið fór hægt af stað og dálít- ið varfæmislega að mér fannst. Ekki þurfti samt lengi að bíða þess að málið tæki á sig alvarlegri mynd. Nú er svo komið að Guðmundur Árni berst fyrir stjórnmálalegri framtíð sinni og óvíst hvernig leikar fara. Vel getur svo farið að Guðmundur Árni verði að segja af sér ráðherra- dómi. Eins kann svo að fara að hann haldi velli í þessari orrustu. - Ég ætla ekki íjölmiðlamönnum einum og sér að standa að baki þessari her- fór, svo einfalt er málið ekki í mínum augum. Það er eins og mér finnist aö þessari orrustu sé stjórnað af óvægari mönnum sem enn hafa ekki komið fram í dagsljósið. Þó skal ég viðurkenna að sumir fjölmiðlamenn sækja fram í þessari orrustu fastar en aðrir og nota til þess óvægar aðferðir. Rétt er að vekja athygli á því að svo virðist sem herfór þessi að Guðmundi Árna sé einna helst hjartans mál einstaka íjölmiðlamanna. Mér virðast þeir hafi sett máliö þannig fram að þeir sætta sig ekki við annað en afsögn ráðherra, án tillits til réttra mála- vaxta eða raunhæfra skýringa. Eigi skal boga of langt toga. - Áköf framkoma fréttastjóra Stöðvar 2 í máli þessu og einnig Ónefndrar blaðakonu á Mbl. hefur veriö með ólíkindum og vakið sérstaka eftirtekt mína. Þetta eiga þó að vera þeir aðil- ar sem einna síst eiga að setjast í dómarasæti. Ég er þeirrar skoðunar að véfengja megi sumar aðgerðir Guðmundar Áma á ráðherrastóli. Það sama má og segja um ýmsa aðra ráðherra í þessari ágætu ríkisstjórn en það bætir ekki stöðu Guðmundar Árna. Ég tel löngu tímabært að fólkið í þessu landi fylgist betur með gjörð- um okkar þjóðkunnu fulltrúa og dæmi þá af verkum sinum. Sú aðferð mun veita þeim aðhald og færa þjóð- ina inn í betri tíma. Við skulum muna að gildi þjóðanna er komið undir gildi hvers einstaks manns og engum er bót í annars böli. Leyfum Guðmundi Árna að gera grein fyrir máli sínu og hlustum á skýringar hans. Látum ekki sleggju- dóma og óeðlilega framsetningu ein- stakra ijölmiðila stjórna afstöðu okk- ar og skoðunum. Við skulum muna að fjölmiðlar eru vanir að geta farið sínu fram. Sýnum þeim aðhald. - Að lokum; við skulum öll vera okkur þess meðvitandi að þekkingin getur orðið að heimsku ef greindin vakir ekki yfir henni. - Guðmundi Árna og fjölskyldu hans óska ég allt hins, besta um ókomna framtíð. Við sama heygarðshomið Lúðvíg Eggertsson skrifar: Hér er átt við Jón Sigurðsson, fyrrv. forstjóra Þjóðhagsstofnunar. - A meðan hann var viðskiptaráð- herra og stuttan tíma seölabanka- stjóri, boðaði hann óspart markaðs- lögmálin. Þau áttu öllu að ráða enda þótt halli á ríkissjóði og erlendar lán- tökur hefðu skapað hér efnahags- ástand sem líkja mátti við lögmál frumskógarins. Jón lagði blessun sína yfir láns- kjaravísitöluna enda þótt hún ýtti nafnvöxtum upp fyrir 80% á ári. Taldi Jón vísitöluna hafa „læknað verðbólguna" sem hún raunar gerði og olli stórfelldu hruni fyrirtækja og heimila. Manni hefur þó skilist að tilgangur hagstjórnar sé þvert á móti sá að koma í veg fyrir kreppu. - Jafn- aðarmaðurinn Jón Sigurðsson lét sig einu gilda þótt tekjur launþega, sem greiða áttu uppsafnaðar skuldir, væru ekki verðtryggðar með sama hætti og lánin. Margir voru því fegnir þegar nefndur stjórnmálakappi yíirgaf landið og gerðist bankastjóri Nor- ræna íjárfestingarbankans. Menn þökkuðu jafnvel jeppa Seðlabank- ans, hinum dýra, sem mun hafa flýtt fyrir brottfór Jóns. En ekki er öll nótt úti hjá hagfræð- ingnum. - Honum hefur tekist að lána Reykjavíkurborg mikla fjárhæö sem hækka á skv. lánskjaravísitölu. Þarna hefur nýi borgarmeirihlutinn látið leika á sig þvi að lánskjaravísi- talan gildir hvergi í heiminum nema á íslandi. Öll lán frá útlöndum greið- ast skv. gildandi gengi. Meðan það lækkar ekki á lánið ekki að hækka að krónutölu. Lánskjaravísitalan var 2,1% sl. 12 mánuði en kann að hækka enn meira næstu mánuði vegna yfir- vofandi verkfalla án þess þó að geng- ið þurfi að lækka. - Þetta getur dreg- ið dilk á eftir sér. Flóttamannavandamáliö: Getum þurft að færa miklar fórnir Jón Árnason skrifar: Nýlega hefur nefnd á vegum hins opinbera skilað áliti um flótta- mannavandamálið og þá sérstáklega um það sem snýr að atvinnulausum flóttamönnum sem hingað leita. Sumir þingmenn tala um að „bæta réttindi" flóttamanna og alþjóðasam- tökin Amnesty hafa ásamt Samein- uðu þjóðunum í raun flutt þetta vandamál yfir á þær vestrænu þjóðir sem hafa búið sér best skilyrði með eigin framtaki og dugnaði. Flestar vestrænar þjóöir eru að reyna að herða reglur um innílutn- ing flóttamanna en fast er sótt að þessum þjóðum og afleiðingar eftir- gjafar í þessum efnum hafa leitt til kynþáttavandamála, atvinnuleysis Hringið í síma milli kl. 14 og 16 - eða skrifíð Nafn <IR símanr. veröur að fvlgia bréfinrr og íbúðaskorts heimamanna. Þetta hefur ekki síst orðið sumum Norður- landaþjóðunum dýrkeypt. Við Islendingar höfum nægilegan vanda hér að glíma við þótt ekki bætist þetta ofan á. Ættum við ekki að líta okkur nær og huga að réttind- um okkar sjálfra, svo sem á sviði kosningaréttar eigin þegna, áður en viö fyllumst vorkunnsemi yfir flótta- mönnum sem hingað streyma í stöð- ugt meiri mæli. - Fámenn þjóð eins og við kann að verða fyrir miklum skakkaföllum og þurfa að færa mikl- ar fórnir vérði ekki tekið í taumana í tæka tíð. Ásókn erlendra fióttamanna hefur reynt á þolrif margra vestrænna þjóða. VeðjaðáKvenna- listann Kjósandi skrifar: Enginn virðist ætla að þora að taka á máli Guðmundar Árna. Ekki þingmenn og ekki ráöherr- ar. Flokksmenn félagsmálaráð- herra segjast jú helst vilja hefja siðvæðingarátak! Hvemig halda menn að það færi? Beint i va- skinn að sjálfsögðu. - Því veðja ég nú á Kvennalistann að hann fylgi orðum sinum eftir og vinni að því að koma spilltum ráðherr- um og stjórnmálamönnum allra flokka frá embættum. Þungaskattinn burt Kristján Guðmundsson hringdi: Nú er lauslega rætt um að þungaskattur verði lagöur niður en oliugjald tekið upp í staðinn. - Hér er allt óljóst orðað eins og fyrri daginn en líklega átt einung- is við dísilbíla. Aldrei skal eitt yfxr alla ganga; Auðvitað á að leggja þungaskattimx af í núver- andi formi, Hann er óhemju erfið- ur og allsendís óþarfur. Frekar mætti hækka bensíngjaldið því þá ráða menn hvað þeir eyða miklu. Ráðuneytinsóa fjármunum Friðjón skrifar: Fréttir um greiðslur til trygg- mgayfirlæknis, bæði frá félags- málaráðherra og ráðuneyti heil- brigðismála, vekja upp margar spumingar. Starfsmenn, t.d. læknar, virðast hafa það í hendi sér hve mikið þeir geyma af ónýttum svokölluðum námsleyf- um sem aldrei hetðu þó átt aö þekkjast. Það virðist uppfullt af þess konar málum um allt kerflð. Hinir ogþessir virðast geta geymt námsleyfi sín og ekki síður orlof og tekið þau svo út í peningum, jafnvel eftir mörg ár. Gættu ráðu- neytin fjármuna hins opinbera sem skyldi, í stað þess að sóa þeim, skikkuðu þau starfsmenn til að taka sín leyfi á réttum tíma. ESSO-bensínán aukaefna Guðjón Ólafsson skx ifar: Of langt mál væri að skrifa í smáatriðum um kosti og galla aukaefna í bílabensíni. Hér á landi hafa tvö oliufélögin fariö út í það að setja aukaefni (hreinsi- efni eða annað) út í bensínið og auglýsa það sem efhabætt bensín. - Bensín ætti þó aldrei að vera annað en bensín - það sem menn vilja fá á bifreiöar sínar. Ef olíufé- lögin vilja „bæta“ bensín með aukaefnum ættu þau einfaldlega að bjóða viðskiptavinum sínum þau sérstaklega aöskilin svo að þeir geti sjálfir valið hvort þeir vilja efnið yfirleitt. - Að þessu leytinu er Esso-bensínið því hreixxasta bensínið hér og sölu- kerfl Esso líka markvissara en hinna olíufélagamra með tilkomu punktakerfisins. Jónuverðurað ósksinni Eiríkur Guðmundsson hringdi: Ég las grein eftir Jónu Ósk Guðjónsdóttur í DV miövikud. 28. sept. sl. þar sem hún er að svara ritstjóra blaðsins á sirm Mtt. Ðaginn eftir (29. sept. sl.) sé ég svo akkúrat sömu grem í Morgun- blaðinu þar sem Jóna Ósk kvart- ar sérstaklega yflr því að DV hafi ekki birt grein hennar nógu fljótt. Nú hefur Jónu orðið að ósk sinni um að birta sömu grein sína í báðum blöðunum, DV og Mbl. Það er meira hvað kratakonan og forstöðmnaðm- Húsnæðis- nefndar Hafnarflarðar heldur að landsmenn hmigxi eftir „lang- lokusneiðmn" þeirra krata. ( ( ( i i í € I í i 4 i I I i -J-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.