Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Svidsljós Verslunarskólanemar héldu skemmtun í Hljómskálagaröinum síðastliðinn fóstudag. Grease-hópurinn mætti og söng við góðar undirtektir. Það var þó meiri stemning yflr sjómannskeppninni en þar var tekið hraustlega á og gátu nemendur spreytt sig hver við annan. Glæsileg verslunarinnrétting fyrir fataverslun ásamt loftlýsingu til sölu. Upplýsingar í síma 61 69 60 frá kl. 9-18. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, simi 68-77-02. ^ Langar þig í öðruvísi skóla einu sinni í viku? □ Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá er með að- stoð miðla? □ Langar þig að vita af hverju langflestir „vís- indamenn“ heimsins hafa eins mikla for- dóma fyrir dulrænni reynsiu fólks og raun ber vitni? □ Langar þig í skemmtilegan skóla eitt kvöld eða eitt laugardagssíðdegi í viku? □ Langar þig að vita hvað eru draugar og hvers vegna þeir sjást? □ Langar þig að setjast í skemmtilegan og fræðandi skóla um möguleika hugaror- kunnar þar sem skólagjöldunum er stillt í hóf? □ Hefur þig ekki lengi langað að vita flest af því helsta sem vitað er um líkurnar á lífi eftir dauðann? □ Langar þig í nám sem ekki er með fyrirfram- skoðanir um fjarhrif, álfa eða huldufólk? Ef svo er þá áttu ef til vill samieið með okkur. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar í síma 91-612015. Pláss eru ennþá laus í tveimur bekkjum skól- ans þar sem nám hefst i þessari og næstu viku. Skráningardagana er svarað í sima Sálarrann- sóknarskólans alla daga vikunnar, kl. 11.00 til kl. 22.30. Skrifstofa skólans er hins vegar opin alla virka daga, kl. 17.00 til 19.00, og á laugar- dögum kl. 14.00 til 16.00. Það var ekki að sjá að sprengjuhótunin í Alþingishúsinu síðastliðinn laugardag hefði nein áhrif á setningu Alþingis, en þá kom þingheimur saman eftir sumarhlé og að vanda var gengið til guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en þing var sett. Toppurinn í næturlífl Reykjavíkur var án efa í Casa- blanca um helgina en þar var margt um manninn og ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér konunglega við dynjandi danstónlist. Um hverja helgi eru óvæntar uppákomur en á laugardaginn sáu gestir um að halda uppi fjöri og dönsuðu léttklæddar yngismeyjar uppi á pöllum og sýndu þar tilþrif. í Casablanca á laugardagskvöld var hópur af glæsilegu fólki og voru Brynjólfur, Guðfinna, Geir og Karl engin undantekning frá því. Þau voru í miklu stuði og gáfu ekkert eftir í að skemmta sér það kvöld. Frami, félag leigubílstjóra, hélt upp á 60 ára afmæli sitt í Perlunni um helgina. Fjöldi manns mætti á leigubílasýning- una sem þar var. Kristinn L. Matthíasson, Ásmundur Jóhannsson og Hörður Björnsson virtu fyrir sér gamla og nýja leigubíla sem stóðu vel pússaðir fyrir utan Perluna. Margrét Eyþórsdóttir og Gunnar Kr.Jónsson voru hæst- ánægð með sýningu Kristínar Þorkelsdóttir en hún opn- aði myndlistarsýningu á laugardaginn í Listasafni Kópa- vogs. Þama gefur aö líta landslagsmyndir málaðar með vatnslitum af náttúru íslands. Hafsteinn Austmann opnaði myndlistarsýningu á laugar- dag í Norræna húsinu. Þar gefur að líta myndir unnar í olíu og vatnsliti, en Hafsteinn hefur haldið fjölmargar sýningar, heima jafnt sem erlendis. Friðgeir Sörlason og Sigríður Elíasdóttir voru ákaflega hrifin af verkunum sem þar voru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.