Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Side 8
8 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 1 .1 ■ ■1 '■ ' Sgg§M| Stuttar fréttir Utlönd Eitt ár frá uppreisn þingsins gegn Jeltsín Rússlandsforseta: Rútskoj segir tíma til að iðrast Alexander Rútskoj, fyrrum vara- forseti Rúss- lands og mað- urinn sem leiddi vopnaða uppreisn gegn Jeltsín forseta fyrir einu ári, sagði í gær að honum lægi ekkert á að reyna að komast aftur á valda- stóla með fulltingi kjósenda. í dag er eitt ár liðið frá því Jeltsín sendi skriðdreka aö þinghúsinu til að bæla niður uppreisn Rútskojs og manna hans. Að minnsta kosti 140 manns létu lifið í þeim átökum. Rútskoj sagði að hann vildi að fram færi ítarlega rannsókn á atburðun- um og hann mundi síðan gefa sér góðan tíma til að mynda hreyfingu til að stjórna landinu. „Við þurfum óhlutdræga, óháða rannsókn og ekki aöeins til að refsa einhverjum. Við þurfum að iðrast þess sem gerðist til að komast að sannleikanum, hvor fylking um sig er sek á sinn hátt,“ sagði Rútskoj í sjónvarpsviðtali. Aðeins um sjö þúsund kommúnist- ar og þjóðernissinnar fóru í kröfu- göngu í kuldanum í Moskvu í gær til stuðnings Rútskoj. Göngumenn for- mæltu Jeltsín forseta og kölluðu hánp morðingja fyrir að bæla niður uppreisn þingsins. Reuter Aukid eftirlit Bandarískar hersveitir hafa aukið eftirlit sitt í höfuðborg Ha- ítí til að koma í veg fyrir ofbeldi. Ráðgjafi handtekinn Bandaríkjmenn hafa handtekið öryggismáiaráðgjafa Cédras her- stjóra á Haítí og fiutt í herskip. Forsetiíembætti Ali Abdullati Saleh, sem var endurkjörinn forseti Jemens eftir sigur sínn á aðskilnaðar- sinnum í suð- urhluta iands- ins, sór emb- ættiseið og lofaði umbótum á efnahag og stjórnmálum. Valdabarátta Þróunarlöndin stóöu uppi í hár- inu á Vesturlöndum á 50 ára af- mælisfundi Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins. Við sama heygarðshorn Bosníu-Serbar liafa gengið á bak orða sinna um að hefta ekki för sveita SÞ meö hjálpargögn. Ofbeldi í tjaldbúðum Ofbeldi hefur brotist út í tjald- búðum fyrir flóttamenn frá Rú- anda i Tansaníu. Skutuáhermenn Harðlínusamtök Palestínu- manna bera ábyrgð á skotárás á ísraelska hermenn á Gaza. Kjósasérforseta Fernando Ifenrique Car- doso, ötull tals- maður mark- aðshyggjunnar, stendur að öll- um likindum uppi sem vegarinn forsetakosningarnar í Brasilíu í dag. Eftiriit með vopnum Fulltrúi SÞ fer til íraks til að ræða eftirlit með vopnabúnaði, eins og vopnahlésskilmálar segja til um. OlíubrákviðPortúgal Tuttugu kíiómetra lönfc olíu- brák barst að ströndum norður- hluta Portúgals í gær. Andstæðingarnir unnu Stjórnarandstööuflokkurinn í afríska eyríkinu Sao Tome sigr- aði í þingkosningum. Dauðalisti Samsærismenn sem myrtu einn leiötoga stjórnarflokks Mex- íkó voru með lista yfir mikil- menni sem átti að drepa. Dregurúrótta Heldur dró úr ótta manna við pláguna á Indlandi þar sem dauðsfóllum ijölgar ekki. Zhirínovskíáferð Rússneski þjóðernisöfga- maðurinn Viadirnír Zhír- ínovskí kom til Norður-Kóreu í morgunogmun væntaniega eiga viðræður viö þarlenda ráðamenn þótt ekki sé Ijósl við hverja. R/lonty Python 25 ára Grallararnir í Monty Python hópnum fögnuðu 25 ára afmæli fyrsta sjónvarpsþáttarins. Milljónir til drottningar Feröamenn greiddu sem svarar 250 milljónum króna í aögangs- eyri aö Buckinghahöll í sumar. Rcuter Jóakim, prins af Danmörku. Jóakim Danaprins fyrsturgegnum jarðgöngin Jóakim Danaprins verður fyrstur manna tii að fara þurrum fótum milli austur- og vesturhluta Danmerkur þann 15. október þegar hann ætlar að skríða i gegnum jarðgöngin sem verið er að gera undir Stórabelti. Upphaflega stóð til að Friðrik krón- prins yrði viðstaddur þegar haftið milli austurhluta og vesturhluta ganganna yrði rofið. Mikil hátíða- höld verða af þvi tilefni og hefur tvö þúsund manns verið boðið til veisl- unnar sem sýnd verður í beinni út- sendingu á báðum sjónvarpsrásum. Ritzau Meciarreynirað myndastyrka stjórníSlóvakíu Vladimir Meciar, fyrrum forsætis- ráðherra Slóvakíu, varð sigurvegari kosninganna sem fóru fram þar um helgina og hann ætlar að reyna það sem honum hefur tvisvar mistekist, nefnilega að mynda styrka stjórn og halda henni saman. Meciar og flokkur hans, Lýðræðis- hreyfing Slóvakíu (HZDS), fengu 34,9 prósent atkvæða, eða um 25 pró- sentustigum meira en sá flokkur sem næst kom, flokkur fyrrum kommún- ista. í kosningabaráttunni lagði Meciar höfuðáherslu á andstöðu sína og flokksins við hraðar efnahagsum- bætur. Reuter ítalskir tískukóngar komu á óvart um helgina þegar þeir sýndu tillögur að djarfari baöfatnaöi fyrir næsta sumar en verið hefur nú um hríð. Danska stúlkan Helena Christiansen kom hins vegar ekki á óvart. Hún hefur lengi þótt iturvaxin og bar þvi klæðin vel. Símamynd Reuter Bretar biðu í röðum í morgun eftir játningabók James Hewitt majors: Svaf reglulega hjá Díonu í nær þrjú ár - prinsessan bæði sár og reið vegna uppljóstrana viðhaldsins um einkalíf hennar „Díana var mjög ástfangin af mér og vildi um tíma yfirgefa Karl prins og giftast mér. Vinátta okkar þróað- ist út í hreina ást og við sváfum reglulega saman þau tæpu þrjú ár sem samband okkar varði,“ segir James Hewitt major í bók sem kemur út í Bretlandi í dag. Bók hefur þegar vakið gífurlegt umtal og var aðalefni breskra blaða nú um helgina. Þar greinir majorinn frá ástarsambandi sínu við prinsess- una og dregur ekkert undan. Lengi hefur leikið grunur á að þau hefðu sofið saman. Engin staðfesting hefur Díana prinsessa. þó fengist á því fyrr en nú. Díana kynntist majornum árið 1988 þegar hann tók að sér að kenna henni að sitja hest. Fáum sögum fer af þeirri reiðmennsku en það þótti grunsamlegt hve mikið þau voru saman. Karl prins var þá jafnan einn síns liös eða í fylgd með viðhaldi sínu, Camillu Parker-Bowles. Bók majorsins kemur á slæmum tíma fyrir Díönu. Hún hefur í allt haust verið á milli tannanna á fólki vegna sögusagna um símaat og þrá- hyggju. Nú verður hún enn að verja hendur sínar því margir Bretar hafa neitað að trúa að Díana hafi verið manni sínum ótrú. Margir efast um að majorinn segi satt og rétt frá. Hann á aö sögn í ijár- hagskröggum og veitir ekki af nokkr- um aurum í budduna. Handritið seldi hann fyrir metfé. Díana er að sögn bæði sár og reið vegna uppljóstrana majorsins. Lög- fræðingar hennar eru að kanna möguleika á málsókn en ljóst er að þeir fá ekki stöðvað útkomu bókar- innar í dag. Díana verður því að sætta sig við eitt hneykslið enn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.