Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna:
Flokkakerf ið í uppnámi
Núverandi skipan ílokkakerfisins
viröist í uppnámi samkvæmt skoð-
anakönnun sem DV framkvæmdi um
helgina. Samtals 44;i prósent að-
spuröra treysti sér ekki til aö lýsa
yfir stuðningi við einstaka framboðs-
lista væri kosiö til Alþingis núna eða
neitaði að gefa upp afstöðu sína.
Þetta er nokkru hærra hlutfall en í
síðustu könnun DV sem framkvæmd
var í ágúst.
Niðurstöður könnunarinnar urðu
þær að af þeim sem tóku afstöðu
reyndust 9,0 prósent styðja Alþýðu-
flokkinn, 16,4 prósent Framsóknar-
flokkinn, 40,9 prósent Sjálfstæðis-
flokkinn, 16,1 prósent Alþýðubanda-
lagið, 9,8 prósent Kvennalistann og
7.8 prósent sérstakt framboð tengt
Jóhönnu Siguröardóttur.
Miöað við könnun DV í ágúst
minnkar fylgi Framsóknarflokks
verulega, eða um 4,4 prósentustig.
Flokkurinn hefur ekki mælst með
minna fyigi í könnunum DV á kjör-
tímabilinu. Um leið eykst fylgi Al-
þýðubandalags um 3,4 prósentustig.
Fylgi annnarra flokka breytist
minna.
Af öllu úrtakinu reyndust 5 prósent
styðja Alþýðuflokkinn, 9,2 prósent
Framsóknarflokkinn, 22,8 prósent
Sjálfstæðisflokkinn, 9,0 prósent Al-
þýðubandalagið, 5,5 prósent Kvenna-
listann og 4,3 prósent sérstakt fram-
boð tengt Jóhönnu Sigurðardóttur.
Óákveðnir reyndust 38,3 prósent og
5.8 prósent neituðu að gefa upp af-
stöðu sína. Til samanburðar má geta
þess að í könnun DV í byrjun ágúst
reyndust 37;7 prósent aðspurðra óá-
kveðin og 4,7 prósent svöruðu ekki.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á milli
kynja og eins á milli landsbyggðar
og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var:
„Hvaða lista mundir þú kjósa ef þing-
kosningar færu fram núna?“
Skekkjumörk í könnun sem þessari
eru 3 til 4 prósentustig.
Kosningaspá DV
DV hefur reiknað út kosningaspá
sem tekur mið af reynslu úr fyrri
könnunum. Samkvæmt spánni fengi
Alþýðuflokkurinn 9,8 prósent at-
kvæða ef kosið væri núna, eða 5,7
prósentustigum minna en í kosning-
unum vorið 1991. Sjálfstæðisflokkur-
- 44,1 prósent kjósenda óákveðið eða dylur afstöðu sína
Fylgi flokka
samkvæmt skoðanakönnun —
MÁgúst
□ Nú
■ Kosn.
20,8
1641
Ustl
lóhönnu
Skoðanakiinaua
Fylgi flokka
— samkvæmt kosningaspá —
inn fengi 34,8 prósent, eöa 3,8 pró-
sentustigum minna en í kosningun-
um. Miðað við síðustu könnun DV
tapa kratar 2,3 prósentustigum en
sjálfstæðismenn auka fylgi sitt um
1,3 prósentustig.
Samkvæmt spánni fengi Fram-
sóknarflokkurinn 18,6 prósent at-
kvæða sem er nánast kjörfylgi hans.
Alþýðubandalagið fengi 19,0 prósent,
bætti við sig 4,6 prósentustigum frá
síðustu kosningum. Kvennalistinn
fengi 10,1 prósent, sem er tæpum
tveimur prósentustigum yfir kjör-
fylgi. Loks fengi listi tengdur Jó-
hönnu Sigurðardóttur 7,8 prósenta
fylgi, sem er 1,2 prósentustigum
meira en DV spáði í ágúst.
Ef þingsætum er skipt á milli
flokka samkvæmt spánni fengi Al-
þýðuflokkurinn 6 menn kjörna á
þing og tapaði 4 af núverandi þing-
sætum sínum. Framsóknarflokkur-
inn fengi 12 menn kjörna, tapaði einu
þingsæti, Sjálfstæðisflokkurinn 22,
tapaði 4, Alþýðubandalagið 12, bætti
við sig 3, og Kvennalistinn 6, bætti
við sig einu. Listi tengdur Jóhönnu
Sigurðardóttur fengi 5 menn kjörna
á þing samkvæmt spánni, bætti við
sig einu þingsæti sé tekið mið af síö-
ustu spá DV.
Skekkjumörk í kosningaspánni eru
1,3 prósentustig hjá Alþýðuflokki, 1,8
hjá Framsóknarflokki, 2,6 hjá Sjálf-
stæðisflokki, 2,1 hjá Alþýðubanda-
lagi og 1,5 hjá Kvennalista.
Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit
kosningaspárinnar verða niðurstöður þessar.
Til samanburðar er staðan í þinginu nú:
kosn. feb. apr. jún. sept. nóv. jan. mars júní sept des. mars júni ág. nú
Alþýðutlokkur 10 5 7 7 8 8 8 7 6 7 6 7 9 8 6
Frámsóknarfl. 13 17 17 17 18 17 18 17 19 18 16 16 14 14 12
Sjálfstæðisfl. 26 21 19 20 21 20 13 20 17 17 18 19 21 21 22
Alþýðubandal. 9 15 14 13 8 11 15 11 13 10 11 10 10 10 12
Kvennalisti 5 5 6 6 8 7 9 8 8 11 12 11 9 6 6
Listi Jóhönnu 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4 5
Niðurstöður kosningaspárinnar urðu þessar (í %):
kosn.feb.'-apr.'-jún.'-sept-nóv'- jan.'-mais jún. sept des. mais júnl ág. nú
_____________ 92 92 92 '92 92 93 'S3 '93 '93 '93 '94 '94 '94
Alþýðuflokkur 15,5 9,1 11,5 11,2 12,3 13,1 13,0 10,7 9,7 10,6 9,3 11,6 14,1 121 9,8
Framsóknarfl. 18,9 26,7 26,0 26,8 27,3 26,8 27,9 26,6 29,8 28,6 25,8 25,1 22,9 23,0 18,6
Sjálfstæðisfl. 38,6 31,9 29,5 31,3 33,3 31,0 20,5 31,2 27,4 27,3 27,6 29,2 33,3 33,5 34,8
Alþýðubandal. 14,4 23,6 23,1 20,0 13,6 17,5 24,3 17,7 19,4 16,1 17,7 16,1 15,6 15,6 19,0
Kvennalisti 8,3 8,8 9,7 10,7 13,4 11,4 14,4 13,6 13,0 17,2 19,5 17,1 13,9 9,3 10,1
Þ-listi 1,8 0 0,3 0 0,3 0 0 0 0,5 0 0 0,3 0 0 0
M-listi 0 0 0 0 0 0,3 0 0 0 0,3 0,2 0,3 0 0 0
Græntframb. 00000000 0,3 000 0,2 00
Borgarafl. 00000000000 0,3 000
Listi Jóhönnu 0000000000000 6,6 7,8
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar.
Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana á
kjörtímabilinu og úrslit þingkosninga
kosn.feb.'-apr.'-jún.'-sept.-nóv'-jan.'-mars jún. sept des. mars júní ág. nú 92 92 92 '92 92 93 '93 '93 '93 '93 '94 '94 '94
Alþýðuflokkur 15,5 8,3 10,7 10,4 11,5 12,3 12,2 9,9 8,9 9,8 8,5 10,8 13,3 11,3 9,0
Framsóknarfl. 18,9 24,5 23,8 24,6 25,1 24,6 25,7 24,4 27,6 26,4 23,6 22,9 20,7 20,8 16,4
Sjálfstæðisfl. 38,6 38,0 35,6 37,4 39,4 37,1 26,6 37,3 33,5 33,4 33,7 35,3 39,4 39,6 40,9
Alþýðubandal. Kvennalisti 14,4 20,7 20,2 17,1 10,7 14,6 21,4 14,8 16,5 13,2 14,8 13,2 12,7 12,7 16,1 8,3 8,6 9,4 10,4 13,1 11,1 14,1 13,3 12,7 16,919,2 16,8 13,6 9,0 9,8
Listi Jóhönnu 0 0 0 0 0 0 0 0 0 '0 0 0 0 6,6 7,8
Aðrir 1,8. 0 0,3 0 0,3 0,3 0 0,3 0,8 0,3 02 0,9 0,3 0,0 0,0
Viðbrögð þingflokka við flárlagafhimvarpinu:
Friðrik íslandsmeistari
í hallarekstri ríkissjóðs
- segir Steingrímur J. Sigfusson, varaformaður Alþýðubandalagsins
Stuttar fréttir
Smuguveiðar bannaðar?
Austfirskir sjómenn hafa kom-
ið því á framfæri við sjávarút-
vegsráðherra aö hann banni
veíðar í Smugunni að vetrarlagi
sökum mikillar ísingarhættu.
Einelti í Grafarvogi
Þeldökk nigerísk kona, sem
búsett er í Grafarvogi, telur sig
verða fyrir einelti af nágrönnum
sínum sem ítrekað vinni
skeramdir á eignum hennar. Stöö
2 greindi frá þessu.
Sjúkraflutningar
íútboði
í fjárlagafrumvarpinu 1995 er
gert ráð fyrir að bjóöa út sjúkra-
flutninga á tilteknum svæðum.
Formaður landssambands
sjúkraflutningamanna taldi það
óráð í samtali vió RÚV.
Nývegartenging
Nefnd á vegum samgönguráð-
herra hefur fundið vegarstæði
fyrir nýja tengingu milli Norður-
og Austurlands. Aö sögn Stöðvar
2 kostar verkiö vart undir 2 millj-
örðum króna.
Steingrímur J. Sigfússon, varafor-
maöur Alþýðubandalagsins, segir
engin stórtíðindi vera í íjárlagafrum-
varpinu sem Friðrik Sophusson lagði
fram um helgina.
„Pólitískt séð eru merkilegust þau
skilaþoð að hætta við þann vísi að
hátekjuskatti sem var þó kominn og
að leggja til hliðar að skattleggja fjár-
magnsgróðann. Skattpíningu á al-
menna launagreiðendur er haldið
áfram en hátekjufólki og fjármagns-
eigendum er hlift. Það undirstrikast
með þessu frumvarpi að Friðrik
Sophusson er ótvíræður íslands-
meistari í hallarekstri ríkissjóðs á
einu kjörtímabili," segir Steingrim-
ur.
„Mér sýnist , fjárlagafrumvarpið
einkennast af því aö kosningar séu í
nánd. Tekjur eru látnar ná niður
hallanum. 011 fjárlagafrumvörp sem
Friðrik hefur lagt fram hafa ekki
staðist. Útgjöldin hafa í flestum til-
fellum verið langtum meiri en að er
stefnt," segir Finnur Ingólfsson, ný-
kjörinn þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins, um íjárlagafrum-
varpið.
Finnur segir það ótækt að í fjár-
lagafrumvarpi sé gert ráð fyrir að
menn fái happdrættisvinning í viku
hverri, slíkt myndi ekki ganga upp í
heimilisbókhaldinu. Finnur visar
þar til Smuguveiöanna og óvenju-
góðrar loðnuveiði sem ríkissjóður
hefur talið sér til tekna.
„Við höfum séð það fyrr að til
standi að eyða fjárlagahallanum á
tilteknu tímabili en án árangurs. Ég
held aö það sé ekki frekar hægt núna
þrátt fyrir vissan bata í efnahagslif-
inu. Sá bati er hins vegar byggður á
veikiun grunni. Mér sýnist að þarna
sé verið að sýna betri tölur en við
munum standa frammi fyrir þegar
árið er llðið,“ segir Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir, þingkona Kvenna-
listans.
„Ég tel að þetta frumvarp sé ótví-
ræður vitnisburður um að það er
bjartara framundan í efnahagsmál-
um landsmanna. Hallinn minnkar
stórlega sem sýnir að tekjur fara
vaxandi. Einnig hefur tekist vel aö
halda útgjöldum niðri. Fiármálaráð-
herra og ríkisstjórn hafa staðið sig
mjög vel við að koma þessu frum-
varpi í þennan ánægjulega búning.
Samt má ekki gleyma því aö hallinn
er enn töluverður og það þarf að
halda áfram að ná honum niður,“
segir Geir Haarde, þingflokksfor-
maður Sjálfstæöisflokksins.
„Fjárlagafrumvarpið mótast af því
að ríkisstjómin er ákveðin í að halda
áfram því starfi sem hefur unnið síð-
astliðin þrjú ár um að halda verð-
bólgu og vöxtum niðri. Aðhaldssöm-
um aðgerðum í ríkisfjármálum verð-
ur haldið áfram," segir Sighvatur
Björgvinsson ráöherra.
Stuttar fréttir
Hraunflaga féil
Gríðarstór hraunflaga féll úr
bjargi á suðaustanveröu Langa-
nesisl.íostudag. SamkvæmtRÚV
slapp trillusjómaður, sem stadd-
ur var á þessum slóðum, með
skrekkinn.
ÓlgaíSoftís
Helstu stjórnendur Softis, sem
þróar Louis-forritið, hafa sagt
upp störfum sökum ósættis við
eigendur um áherslur í rekstri.
Mbl. greindi frá þessu.
Ahrif Atíanta-
verkfalls
Svo gæti farið aö Samvinnu-
ferðir-Landsýn semji við erlent
flugfélag um írlandsflug veröi af
boðuðu verkfalli flugmanna At-
lanta 10. október nk.
Sprengjuhótun
á Alþingi
Um það leyti sem Alþingi var
sett á laugardag kom fram hótun
á útvarpsstööinni Bylsunni um
sprengju í Alþingishúsinu eða
Dómkirkjunni. Séröæðingar lög-
reglunnar fundu enga sprengju.