Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVHINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRk-STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Viðunandi fjárlagafrumva'rp Þingið var sett á laugardaginn. Nokkur óvissa ríkir um þinghald í vetur, einkum vegna erfiðleika annars stjómarflokksins, Alþýðuflokksins. Var um tíma talið að þingi yrði slitið strax eftir setningu og boðað til kosn- inga í vetur. Forsætisráðherra hefur hins vegar tekið af skarið og ætlar að þrauka með ríkisstjómina til vors. Ljóst er þó að þingið verður stutt og stormasamt, bæði vegna kosninganna strax í apríl og þeirrar óvissu sem ríkir um styrk og samstarf stjórnarflokkanna, eftir þær uppákomur sem orðið hafa í Alþýðuflokknum í sumar og haust. í þeim mótbyr, sem ríkisstjómin hefur mætt af völdum efnahagserfiðleika og eigin verka, er það ljós í náttmyrkr- inu að gengið hefur merkilega vel að koma viðunandi ijárlagafrumvarpi saman. Fjármálaráðherra hefur ekki verið haldinn sömu athyghsýki og ýmsir aðrir ráðherrar og haft að mestu hægt um sig. Friðrik Sophusson hefur haft vit á því að fara með löndum hávaðalaust og nú hefur honum með lagni og kannski einhverri heppni tek- ist að hnýta saman þá enda sem gera fjárlagafrumvarpið bæði skaplegt og boðlegt. Hann hefur ekki falhð í þá freistni að gefa út kosningavíxla. Þar skiptir mestu máh að halli á ríkisrekstrinum er áætlaður sex og hálfur mihjarður króna og hefúr hann ekki verið lægri miðað við landsframleiðslu síðustu Qög- ur árin. Þetta er afrek út af fyrir sig í þeirri kreppu, sem þjóðin hefur þurft að glíma við. Halli er auðvitað halh, en enginn hafði gert ráð fyrir öðru og hallinn á íslenska ríkisbúskapnum er minni en í velflestum öðrum vestræn- um löndum, hver svo sem viðmiðunin er. Vitaskuld gefa menn sér forsendur sem eru fuglar í skógi en ekki fuglar í hendi. Gengið er út frá áframhald- andi úthafsveiðum sem skapa vinnu og björg í þjóðarbú. Gert er ráð fyrir tiltölulega lítilli hækkun launa, htilh verðbólgu, minni lánsfjárþörf og auknum tekjum. Allt er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Ríkisstjómin var á sínum tíma búin að lofa hahalaus- um hárlögum á kjörtímabilinu. Það hefur ekki gengið eftir og var hvort tveggja, óskhyggjan ein og borin von, þegar efnahagskreppan reið yfir. Við getum þó þakkað og metið að hallinn lækkar hægt og sígandi og almenning- ur á að gefa þessu fjárlagafrumvarpi gaum, vegna þess að stjóm ríkisijármála hefur áhrif á efnahag einstakl- inga, atvinnu, vexti og verðbólguþróun. Staða heimilanna í landinu er voveifleg í ljósi þeirrar skuldasöfnunar sem þar hefur átt sér stað. Útreikningar sýna að hvert heimih skuldar að meðaltah rúmar flórar mihjónir. Samtals em skuldir heimhanna yfir 20 mhljarð- ar króna. Umframeyðsla ríkissjóðs þýðir auknar skatta-. byrðar, aukna lánsQárþörf og hærri vexti. Meðan ríkis- sjóður gætir hófs í útgjöldum sínum og jafnt skuldir sem tap ríkissjóðs grynnka, er von um bættan hag og betri tíð. Yfir því þingi sem sett var á laugardaginn hvhir skuggi upplausnar í öðrum stjómarflokknum. Þar að auki er hætt við að þingmenn verði komnir í kosningaham. Kosn- ingar í aprh leiða th þess að þinghald verður óvenjulega stutt. Aht gerir þetta að verkum að í rauninni hefur Al- þingi það eitt verk, að afgreiða íjárlög. Fjárlagafrumvarp- ið, sem nú hefur séð dagsins ljós, gefur vonir um að fjár- lagavinnan veíjist ekki fýrir þingmönnum. Fjármálaráð- herra hefur gefið upp boltann og vonandi kemur ekkert kosningaæði á þingheim sem splundrað getur viðunandi fiárlagafrumvarpi á síðustu stundu. Ehert B. Schram Allt frá sl. vori hefur í fjölmiðlum verið mikið rætt um hugsanlega aðild okkar íslendinga að Evrópu- sambandinu (ESB). Hana hóf utan- ríkisráðherra með sterkum stað- hæfingum og ályktunum um nauð- syn þess að við sæktum nú þegar um aðild og hins vegar um væntan- leg viðbrögð forystu og stofnana ESB við umsókn íslands. Tilefnið var innganga fjögurra EFTA-ríkja í ESB um næstu áramót. Samherjar hans segja hann berjast fyrir stefnu Alþýðuflokksins en hann gengur þvert á ályktanir landsfundar hans fyrr á árinu. í umræðunni hefur lítið borið á efnislegri athugun á kostinn og göllum aðildar. Utanríkisráðherra hefur rætt við forystu ESB án þess að geta sýnt fram á réttmæti orða sinna. í viðræðum forsætisráð- herra viö forystu ESB nokkru síðar varð ljóst að ýmsar yfirlýsingar utanríkisráðherra voru úr lausu lofti gripnar. Stefnan er skýr - en hvað meinar ráðherrann? Með samþykkt frumvarps til laga um Evrópska efnahagssvæðið (EES) veitti Alþingi ríkisstjóminni heimild til að staðfesta samninginn Greinarhöf. telur brýnna nú en áður að á undan aðild að ESB verði gengið til viðræðna við Bandaríkin um fríverslun og aukin samskipti. Vöðum ekki í blindni og þar með aöild íslands að því. í framhaldi þess ályktaði Alþingi með atkvæðum nær allra þing- manna að samskipti í slands og ESB yrðu grundvölluð á tvíhliða samn- ingum og skyldu viðræður teknar upp við endurskoðun EES-samn- ingsins vegna inngöngu EFTA- ríkjanna fjögurra í ESB. Þar sem Alþingi hefur ályktað um málið verður afstöðu stjómvalda ekki breytt nema með nýrri samþykkt Alþingis. Ríkisstjómin hefur, að tillögu ut- anríkisráðherra, fahð stofnunum Háskóla íslands aö gera úttekt á ýmsum hhðum hugsanlegrar að- hdar íslands aö ESB. Úttektin hef- ur ekki legið fyrir en tihögumaöur- inn sjálfur samt fyrir löngu hafið umræðuna og segist ekki þurfa at- huganir háskólastofnana th að taka sjálfur afstöðu - hver var þá thgangur hans með thlögunni? Hann segir afstöðu sína afdráttar- lausa en þrátt fyrir þaö hefur hann ekki lagt th að stefnu íslands verði breytt og sótt um aðhd að ESB. Hann hefur því ekki fylgt afstöðu sinni eftir - nema í orði. Þessi tví- skinnungur ráðherrans er ástæða th að efast um að ætiun hans hafi verið efnisleg umræða um aðhd íslands að ESB. Hagsmunir í viðsjálli veröld Viðfangsefni ríkisstjórnar og Al- þingis er ekki einfaldlega að ákveða hvort við göngum í ESB eða ekki. KjáUaiinn Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Reykjanes- kjördæmi Heldur að tryggja viðskiptahags- muni okkar íslendinga við þær aðstæður sem eru aö skapast og verða ríkjandi í veröld sem skiptist í efnahagsbandalög. Hagsmuni í viðskiptum og öðrum málaflokkum sem ráða rekstrarumhverfi at- vinnugreina og fyrirtækja, verð- mæti afurða okkar og lífskjörum þjóðarinnar. Viðskiptahagsmunir okkar eru ahs ekki eingöngu í Evr- ópu og því síður eingöngu innan ESB, nú eða eftir stækkun þess, þó þar séu þeir langmestir. Á síðustu mánuðum hefur komið í ljós nokkur áhugi bandarískra fyrirtækja á fjárfestingu og starf- 'semi hér. Ein af ástæðum þess er aögangur okkar að mörkuðum Evrópu með aðhd að EES. Þess vegna tel ég nú brýnna en áður að á undan aðhd að ESB verði gengið th viðræðna við Bandaríkin og síð- an fleiri mikhvæg viðskipta- og markaðslönd okkar um fríverslun og aukin samskipti á sviði við- skipta, markaðsaðgengis, fjárfest- inga, atvinnustarfsemi, menntun- ar, þróunar og nýsköpunar. Shka samninga gerum við ekki þegar við höfum gengið í ESB. Árni Ragnar Árnason „Á síðustu mánuðum hefur komið í Ijós nokkur áhugi bandarískra fyrirtækja á fjárfestingu og starfsemi hér. Ein af ástæðum þess er aðgangur okkar að mörkuðum Evrópu með aðild að EES.“ Skoðanir annarra Bruðl á lýðveldishátíð „Greinhegt er að hátíðarhaldið hefur allt farið úr böndum og ábyrgðarlausir aðhar hafa tekið sér fjár- veitingavald í trausti þess að landssjóðurinn hlaupi undir bagga og greiöi möglunarlaust, sem umfram er allar áætlanir og framlag.... Þegar uppi eru mikl- ar kröfur um sparnað og hagræðingu, er ófyrirgefan- legt að hægt sé að komast upp með fáránlegt bruðl á opinberu fé og að þaö sé ekkert mál að eyða um- fram heimhdir og fjárhagslega getu.“ Úr forystugrein Tímans 30. sept. Breytt Evrópusamband „Það er breytt Evrópusamband, sem við íslending- um blasti, ef þeir ákvæðu að sækja um aðhd. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar eða meirihluti hennar á Alþingi hefur ekki lagt neina hindrun í götu þeirra, sem vilja ganga th nánara samstarfs við ESB en felst í EES-aðild. Á Alþingi hefur hins vegar náðst víðtæk sátt um næstu skref th að gæta hagsmuna íslands gagnvart Evrópusambandinu á grundvehi aðhdar- innar að Evrópska efnahagssvæðinu.“ Björn Bjarnason alþingismaöur i Mbl. 29. sept. Umbóta þörff ■ fjármagnsviðskipum „Það er lýsandi dæmi fyrir ástandið hér á landi að Landsbanki íslands fékk nýlega á fimmta mhljarð í eigin fjárframlag og víkjandi lán frá stjómvöldum án þess að nokkur yrði kallaður th ábyrgöar né að rekstrarform bankans yrði endurskoðað. Ekki er ætlunin aö vekja almennan ótta um að allt sé á hraöri niðurleið hér á landi, heldur er einungis ver- ið að benda á að eðlheg „sjálfsskoðun" verði aö eiga sér stað í ljósi reynslu annarra. Slík skoðun krefst þess aö margra spuminga sé spurt, en einnig að þeim sé í sama mæh svarað." Tómas Hansson hagfr. í 36. tbl. Vísbendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.