Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 7 x>v Húsaleigubætur: Fréttir BIFREIÐASTILLINGAR BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 Sauðárkróksbær greiðir bæturnar Bæjarstjórn Sauöárkróks hefur myndir sem Samband íslenskra úttekt á því. Okkur sýnist aö þetta ákveðiö að greiöa húscdeigubætur samkvæmt nýrri reglugerð félags- málaráðuneytisins. „Við tókum ákvörðun um að greiða þessar bætur frá næstu áramótum. Engu að síöur styðjum við þær hug- sveitarfélaga hefur sett fram þess efnis að lögin um bæturnar verði endurskoðuð. Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir því hvað þetta muni kosta Sauðárkróksbæ þótt það hafi ekki farið fram nein fullkomin muni kosta okkur um 2,5 milljónir króna á ári,“ segir Jónas Snæbjörns- son, forseti bæjarstjórnar Sauðár- króks. NICOLAI Faxafeni 12, sími 882455 VÉLASTILUNG 4.800 kr. Akureyrarbær og húsaleigubætumar: Veruleg tortryggni í garð ríkisvaldsins „I mínum huga er þetta hið versta mál. Ekki það að aðstoða eigi láglaunafólk sem þarf að leigja hús- næði, heldur það hvernig þetta er lagt upp. Á sama tíma og veriö er að einfalda samskipti ríkis og sveitarfé- laga er verið að koma á flóknu og kostnaðarsömu endurgreiðslukerfi," segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, um reglugerð félagsmála- ráðuneytisins um húsaleigubætur. Endanleg ákvörðun um það hvort Akureyrarbær mun greiða bæturnar hefur ekki verið tekin og verður það skoðað áfram eftir að ráðuneytið framlengdi frest þann sem sveitarfé- lögin hafa tii að taka ákvörðun. Jak- ob Björnsson segir það sína persónu- lega skoðun aö hann vilji ekki verk- efni af þessu tagi. „Úrbætur í þessum málaflokki eiga að fara inn í skatta- kerfið og það er illa að þessu staðiö. Einnig gætir verulegrar tortryggni gagnvart ríkisvaldinu um alla fram- kvæmd þessa máls,“ segir Jakob. 3ja sæta sófi teg.3413/18 kr. 74.190,- 2ja sæta sófi teg.3411/18 kr. 68.390,- Winger hægindastóll frá kr. 37.190,- Mismunandi áklæði. Vantage Oak borðstofa með 2 armstólum, 4 stólum, skáp með glerhurðum og skenk kr. 210.650,- - Mesfa úrval landsins af amerískum húsgögnum Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör Allt er þegar þrennt er segir í máitækinu og það á svo sannarlega við um amerísku húsgögnin sem Húsgagnahöllin er einkasöluhafi fyrir hér á landi. Þvi það eru helst þrjú atriði sem eru mest áberandi með þessi amerísku húsgögn og það er hvað þau eru: FALLEG - VÖNDUÐ & ÞÆGILEG Húsavíkurbær greiðir ekki húsaleigubætur: Mótmælum þeim óskapn- aði sem þetta kerfi er - segir Einar Njálsson bæjarstjóri „Það sem fyrst og fremst veldur afstöðu bæjarstjórnar Húsavíkur í þessu máli er að mótmæla því að þetta kerfi, sem ætlað er að taka upp til greiðslu húsaleigubótanna, er afar kostnaðarsamt og óskiivirkt," segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, en bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt samhljóða að taka ekki upp greiðslu húsaleigubóta. Einar segir að í sjálfu sér geri menn sér grein fyrir þeirri þörf að jafna húsaleigukostnað þeirra sem búa í leiguhúsnæði á sama hátt og hús- næöiskostnaður þeirra sem búa í eig- in húsnæði er jafnaður með vaxta- bótum. „En við teljum hins vegar að þessar húsaleigubætur eigi að taka í gegnum skattakerfið á nákvæmlega sama hátt og vaxtabætumar því þar er til kerfi til að framkvæma þetta.“ Um það hvort þessi afstaða bæjai'- stjómarinnar bitnaöi ekki á þeim sem síst skyldi sagöi Einar að það mætti segja það aö sumu leyti. „Bær- inn á nokkuð af íbúðum og fólk sem býr í þeim fær niðurgreidda leigu og það verður óbreytt. En það er líka 'athyglisvert að samkvæmt þessu nýja kerfi fær fólk sem býr í hús- næði í eigu ríkis og sveitarfélaga engar húsaleigubætur. Lögin bitna að því leyti líka á þeim sem síst skyldi." Samkvæmt nýju lögunum er sveit- arfélögunum gert að annast fram- kvæmdina en ríkið greiði síðan 60% upphæðanna. „Andi laganna er í sjálfu sér góður en ef enginn hreyfir mótmælum og vekur athygli á því hvílíkur óskapnaður er þarna á ferð- inni í þessum lögum þá kalla menn yfir sig óskilvirkt og kostnaöarsamt kerfi sem til lengri tima htið verður leigjendum ekki til góðs. Menn verða að mótmæla og krefjast þess að kerf- ið verði lagfært," segir Einar Njáls- son. Heimdallur: Þórður f ormaður Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, var haldinp sl. fóstudagskvöld. Þorsteinn Davíðsson, sonur forsæt- isróðherra, lét þar af embætti form- anns félagsins. Var Þórður Þórar- insson, sem verið hefur varaform- aður, kjörinn í hans stað. Engin mótframboð komu fram. I miklu úrvali Perur, Ijós, lampar, heimilistæki, dyrasímar og loftnet Raflagnaverslunin RAFSÓL Löggiltur rafverktaki Skipholti 33, sími 35600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.