Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 Neytendur Verðkönnun Samkeppnisstofnunar hjá efnalaugum: 110% verðmunur á að hreinsa kvenblússu - minnstur munur á jökkum, buxum og pilsum í byrjun mánaðarins kannaöi Sam- keppnisstofnun verð nokkurra al- gengra þjónustuliða hjá nærri þrjá- tíu efnalaugum á höfuöborgarsvæð- inu. í könnuninni kom fram ótrúleg- ur verðmunur á ýmsum Uðum og er augljóst að vissara er fyrir neytendur að kynna sér máUn vel áður en farið er með flíkumar í hreinsun. Rétt er að minna á að um mitt síð- asta ár ákvað Samkeppnisráð að feUa úr gildi opinberar ákvarðanir á verð- Usta í ýmsum þjónustugreinum. Þar á meðal vom verðlistar efnalauga en jafnframt gaf ráðið út fyrirmæU sem kváðu á um bann við sameiginlegri útgáfu verðUsta einstakra þjónustu- greina. Greitt aukalega fyrir víð pils í könnuninni kom ennfremur í ljós að u.þ.b. helmingur efnalauganna hefur útbúið eigin verðlista en marg- ar efnalaugar em enn með veröUsta sem tók gildi um mitt áriö 1992. Vert er að hafa í huga að greiða þarf aukalega ef um er að ræða hreinsun á víðu pilsi og einnig ef pils em með feUingum eða „pUseruð". Hreinsun á kvenblússu miðast við fínni blússu, t.d. sUkiblússu, og mið- ast verðið við hámarksverð fyrir þessa þjónustu. Yfirleitt kostar minna að hreinsa einfalda blússu og sums staðar er veröið lægra ef flíkin er með stuttum ermum. Lægra verð fyrir stuttar kápur Sumar efnalauganna reyndust vera með sama gjald fyrir kápu og gilti þá einu hvort hún var með eða án hettu/skinnkraga. Örfá fyrirtækj- anna reyndust vera með sama gjald fyrir aUar kápur og rykfrakka. Þá má einnig nefna að í mörgum tílvik- um er lægra verð fyrir hreinsun á stuttri kápu. Ekki er sama hvert farið er með flíkurnar í hreinsun. Munurinn á kostnaðinum við þessa þjónustu getur verið meira en 100%. DV-myndGVA Hæsta og lægsta verð í könnuninni má sjá í grafi hér á síðunni og þar sést þessi mikfi munur sem vitnað er til í fyrirsögninni. Hér er einvörð- ungu um beinar veröupplýsingar að ræða en ekki var lagt mat á gæði þjónustu. Hreinsun á gluggatjöldum Vegna hreinsunar á gluggatjöldum skal tekið fram að í El. Hvítum flibb- um og El. í MosfeUsbæ kostaði fyrsta kg 505 kr. Eftir það kostaði kg í Hvít- um flibbum 280 kr. og 305 kr. í El. MosfeUsbæ. Af framansögðu er ljóst að ekki er sama hvert farið er þegar kominn er tími tU hreinsa flíkur, sé Utið tíl pen- ingaiegu hUöarinnar eingöngu. Auk kvenblússa var mikill verðmunur á hreinsun á jakkapeysum en minnsti verðmunurinn reyndist lúta að hreinsun á jakka, buxum og pilsi. Mikill annatími fer nú i hönd hjá starfsmönnum hjólbarðaverkstæða enda margir farnir að huga að vetrardekkjunum. DV-mynd GVA Verðkönnun á vetrardekkjum: Sólaðirhjólbarð- ará 2.848 kr. - hjá bílaverkstæði GMÞ í kjölfar verðkönnunar neyt- endasíðu DV á ódýrustu vetrar- dekkjunum (stærð 165x13), sem birt var í blaðinu í gær, barst ábending um að sólaða hjólbarða væri hægt að fá fyrir enn lægra verð en þar kom fram. Við frekari athugun reyndist þetta rétt vera en GMÞ bílaverk- stæðið selur sólaða, óneglda vetr- arhjólbarða, á 2.848 kr. stykkið. Þetta er 162 kr. lægra en hjá Mæla- verkstæði VDO sem var ódýrast hvað þennan lið varðar. GMÞ bílaverkstæðið býður skipt- ingu á fjórum dekkjum með til- heyrandi umfelgun og jafnvægis- stillingu á 2.800 kr. sem er sama verð og hjá VDO en það er ódýrara hjá Hagkaupi, 2.750 kr„ svo framar- lega sem dekkin séu einnig keypt þar. GMÞ er hins vegar með lægsta verðið hvað varðar neglingu á hvert dekk, eða 800 kr„ sem er 150 kr. lægra en hjá VDO. Sem fyrr lagði DV ekki mat á gæði eða þjónustu. Ósonlagið og CFC: Kæli- og frystiskápar Neytendasamtökin vilja að gefnu tilefni vekja athygli á að um næstu áramót verður óheim- ilt að flytja ínn og seJja kæli- og frystiskápa (frystildstur) sem innihalda CFC-12 (R-12, freon) sem kælinúðil en þetta efni eyðir ósonlagi jarðar. Jafnframt getur reynst erfitt að fá CFC-efni til viðgerða á skápum þar sem um næstu áramót tekur gildi í E vrópu framleiðslu- og inn- flutningsbann á CFC. Neytendur eru þvi hvattir til, ef þeir eru aö kaupa kæli- eða frystiskápa, að kanna hvaða kæliefni er í skápnum. Minnt er á að nú er farið að bjóöa slíka skápa án CFC og þeir þvi ekki skaðlegir ósonlaginu. , SérþjónustaVisa: Símakort og leyninúmer Vegna umfiöllunar neytenda- síðu Í)V sl. þriðjudag, þar sem vikið var að þjónustu Pósts og síma, „ísland beint", vekur Þórð- ur Jónsson, forstöðumaður þjón- ustusviðs Visa, athygli á öðrum kosti sem korthafar Visa eiga möguleika á við þessar aðstæður. Það er að notfæra sér sérþjón- ustu Visa sem er þekkt undir nafhinu VisaPhone og er hægt að nota án álags hótela til milh- landasímtala frá hölega 40 lönd- um. Þessi þjónusta og simakort, sem henni tengist, býðst öhum korthöfum Visa endurgjalds- laust. Korthafar geta valið sér leyninúmer sem þeir nota ásamt kortnúmeri til að panta símtöl gegnum þjónustumiðstoð í við- komandi landi, annaðhvort á sjálfvirkan hátt með áslætti á lyk- ilborð símans eða með því að notfæra sér aðstoð skiptiborðs. Simakostnaðurinn færist á kort- reikning og birtist á næstu Visa- útskrift sundurhðaöur. Geta má þess að.kostnaöur fyr- ir 10 mínútna samtal frá Banda- ríkjunum er 922 kr. miðað við almennt gengi í dag, sem er nokkru lægra en tölur frá Pósti og síma. Læknabókin: Ráðvið flensu Flensa er mjög smitandi sjúk- dómur sem breiðist út sem eldur í sinu er haft eftir lækni nokkrum við Ríkisháskóla New York. Fólkí . er ráölagt að vera heima a.m.k. einum degi eftir aö líkamshiti er oröinn eðlilegur á ný. Ráðlegt er að drekka nóg því vökvar eru sérlega mikilvægir ef viðkomandi er með hita því hætta er á þurrki. Eins geta drykkir verið nærandi ef fólk er of veikt til að boröa. Aspirín, parasetamól eða íbúprófen geta dregið úr hita en engum, sem er undir 21 árs aldri og er með flensu, má þó gefa lyf sem aspirín er í. Ofangreindar uppl. eru úr læknabókinni Heilsugæsla heim- ilanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.