Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 Fréttir Bamavemdarstofnanir lagðar niður og nýjum komið á fót: Markvissara og faglegra starf Ákveðiö hefur verið að leggja niður Unglingaheimili ríkisins, meðferðar- heimihð í Sólheimum, móttökudeild- ina við Efstasund og vímuefnadeild- ina Tinda á Kjalamesi og stofna í stað þeirra nýjar ríkisstofnanir, Barnaverndarstofu ríkisins og Mót- töku- og meðferðarstöð fyrir ungl- inga. Á næstu dögum verður lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um stofnun Barnaverndarstofunnar og vonast Guðmundur Árni Stefánsson til þess að frumvarpið hljóti sam- þykki í haust og að lögin taki gildi um áramót. Móttöku- og meðferðar- stöðin tekur til starfa í byrjun nóv- ember. „Segja má að Barnaverndarstofa ríkisins sæki verkefni frá ráðuneyt- inu, til dæmis eftirlit með barna- verndarnefndum, og taki að ein- hverju leyti að sér hlutverk Ungl- ingaheimÚis ríkisins og hafi eftirht með meðferð barna og unghnga. Fé- lagsmálaráðuneytið mun hins vegar sjá um yfirstjórn málaflokksins. Við trúum því að breytingarnar verði til þess að barnaverndarstarfið verði markvissara og faglegra en áður þeg- ar einn aðili hefur heildarsýn með samhæfingu og sérhæfingu og mikih fjölbreytheiki er í meðferðinni," sagði Bragi Guðbrandsson, formaður nefndar um nýsköpun í barna- og unglingamálum, á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt tihögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu taki við göngudeildar- þjónustu Unghngaheimhisins. Borg- Auglýsingaþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir í síma 99-56-70 og velur eftirfarandi: 11 til þess að svara auglýsingu ^ til þess að hlusta á svar auglýsandans “J. (ath.! á eingöngu viö um atvinnuauglýsingar) «ef þú ert auglýsandi og vilt ná f svör - eða tala inn á skilaboðahólfið þitt 44; í sýnishorn af svari j til þess að fara til baka, áfram eöa hætta aögerð Við vinnum með þér! Klippið út og geymið! aukum við Auglýsingaþjónusta DV opnar þér nýja möguleika á aö auglýsa og svara smáauglýsingum DV. Auglýsingaþjónusta DV er sjálfvirk símaþjönusta sem sparar þér tlma og vinnu. I beinu sambandi allan sólarhringinn! Þegar þú auglýsir í smáauglýsingum DV getur Auglýsingaþjónusta DV tekiö viö svörum fýrir þig allan sólarhringinn. Ef þú ert aö svara smáauglýsingum getur þú tekiö upp símtóliö hvenær sem þér hentar. Allirí stafræna kerfinu meö tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. í notkun! Auglýsingaþjónusta DV er einföld og þægileg. Sem dæmi er hér atvinnuauglýsing sem birtist í DV: Söluturn og skyndibitastaður. Oskum cftir fólki til framtíðarstarfa \áð afgreiðslu (fullt starf). Auglvaingaþjónusta DV, s. 99-56-70, tílvrir. 67994> Þú svarar auglýsingunni peð því að hringja í síma 99-56-70, slá inn tllvísuna£númer auglýsingar og að því búnu leggja inn skilaboð. Þá færö þú uppgefið leyninúmer. • Auglýsandinn getur síðan með einu símtali hlustaö á svörin, flokkaö þau og gefið sitt svar. # Þá getur þú hringt aftur, slegið inn leyninúmer þitt og athugað hvort auglýsandinn hafi svarað þér. Meiri möguleikar! Ef auglýsandi vill koma frekari upplýsingum á framfæri um þá vöru eöa þjónustu sem hann auglýsir í smáauglýsingum DV getur hann nýtt sér Auglýsingaþjónustu DV enn frekar. Sem dæmi er auglýsing um bíl sem birtist í DV: Óska eftir staðgreiðslutilboði i VW bjtíllu, árg. 71, ekinn 119 þús. km, þarfnaat lagfæringa, einn eigandi frá upphafi. Auglýsipgaþjúnusta DV, s. 99-56-70, tiWraT45678. ' Þú hringir í síma 99-56-70, og slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar. Þá heyrir þú skilaboöin sem auglýsandinn hefur lagt inn til viðbótar þeim upplýsingum sem eru í auglýsingunni sjálfri. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um Auglýsingaþjónustu DV getur þú haft samband viö smáauglýsingadeild DV í síma 91-63-27-00 aryfirvöld hafa ákveðið að taka þátt 1 að koma á fót fjölskylduráðgjöf og sagðist Bragi gera ráð fyrir að hin sveitarfélögin gæfu endanlegt svar í þessum mánuði. Ákveðið hefur verið að setja 13 milljónir á næsta ári í að koma slíkri ráðgjöf í gang og verða fimm milljónir veittar til sveitarfé- laga á Norðurlandi í sambærilegt verkefni. Gert er ráð fyrir að kostnaöur við húsbyggingu fyrir Móttöku- og með- ferðarstöðina í Grafarvogi nemi sam- tals 70 milljónum króna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fara 35 milljón- ir króna í bygginguna auk þess sem húseignir í eigu ríkisins verða seld- ar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og er stefnt að því að húsið verði tilbúiö næsta haust. Ekki er gert ráð fyrir því að viðbótarfjár- magn þurfi að öðru leyti vegna þess- ara breytinga. Brimvörn á Langasandi Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi: Framkvæmdir við brimvarnargarð á Langasandi hér á Akranesi hófust fyrir nokkrum dögum og er gert ráð fýrir að þeim ljúki fyrir áramót. Nýr garður verður gerður frá Faxabraut að íþróttavellinum á Jaðarsbökkum. Gamla brimvömin á þessu svæði er að mestu leyti komin ofan í sandinn og sjórinn hefur höggvið stór skörð í bakkana. Grafið á Langasandi. DV-mynd Garðar Akranes: Kaupa f isk af eriendum togurum Garðar Guðjónsson, DV, Akxanesi: Vinnsla hjá Krossvík hf. er hafin að nýju efíir nokkurt hlé. Aflinn kemur þó ekki úr skipi fyrirtækis- ins, Höfðavík, heldur úr færeyskum og rússneskum togimim. Færeyskur togari lagði upp 150 tonn af úthafskarfa 9. október og nú í vikunni er von á rússneskum tog- ara með 80 tonn af ýsu. Fáum dögum áður en færeyski togarinn landaði karfanum af Reykjaneshrygg hafði Höfrungur ni. landað 70 tonnum af þorskafurðum úr Smugunni. Gísli Gíslason, bæjarstjóri og stjómarformaður Krossvíkur, segir að fyrirtækið eigi von á að fá fleiri erlend skip í viðskipti á næstunni til að tryggja vinnslu í frystihúsinu. Bæjarráð ákvað nýlega aö auka hlutafé sitt í fyrirtækinu um 22 milij. kr. Gísli segir ljóst að auka verði hlutaféö um 60 miUjónir á næstu árum. Bærinn er eini hluthafinn í fyrirtækinu og það hefur verið rekið með hagnaði þaö sem af er ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.