Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Hver ber ábyrgðina? Upplýst er aö Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, fékk leyfi hjá heilbrigðisráðherra til að taka að sér starf erlendis jafnframt því sem hann gegndi starfi sínu í ráðuneytinu. Upplýst er að Guðjón fékk greidd uppsöfnuð námsleyfi tíu ár aftur í tímann. Upplýst er að Guðjón fékk dagpeninga frá ráðuneytinu meðan hann dvaldi úti við störf sín þar. Samtals voru það 145 dagar og dagpeningarnir námu 2,3 millj. króna Það sem ekki er ennþá upplýst er hver tók þá ákvörð- un að skrifstofustjórinn fengi dagpeningana. Læknafélag íslands hefur greint frá því að dagpeningagreiðslan sé ekki í samræmi við kjarasamninga. í þeim samningum er skýrt kveðið á um það að sinni viðkomandi læknir launuðu starfi í námsleyfi skulu ekki greiddir dagpening- ar eða þá að dagpeningar séu dregnir frá launum. Bæði ráðuneyti og ráðherra var fullkunnugt um að starf Guð- jóns ytra var launað. Þegar Guðjón Magnússon fékk umrætt leyfi var Guð- mundur Bjamason heilbrigðisráðherra. Sighvatur Björg- vinsson, núverandi heilbrigðisráðherra, tekur fram að þegar hann tók við ráðuneytinu af Guðmundi hafi mál Guðjóns Magnússonar verið það eina sem fyrirrennari hans hafi séð ástæðu til að nefna og útskýra. Sighvatur segir að mál Guðjóns hafi verið búið og gert þegar hann (Sighvatur) tók við embættinu og ekki sé við hann að sakast enda þótt greiðslurnar hafi verið inntar af hendi í hans ráðherratíð. Guðmundur Bjarnason hefur viðurkennt að hafa skrif- að upp á samþykki fyrir því að skrifstofustjórinn sinnti báðum störfum samtímis. Hann neitar hins vegar að honum hafi verið kunnugt um að dagpeningar fylgdu með í þeim pakka sem hann skrifaði upp á. Ráðuneytisstjórinn segir aftur á móti að ráðherranum hafi mátt vera fullkunnugt um kostnað sem af staríi Guðjóns hlytist og þeim kjörum sem felast í því að menn fái námsleyfi. Ráðuneytisstjórinn segist hafa farið að fyr- irmælum. Guðmundur Bjamason neitar því og telur sig ekki hafa skrifað upp á annað en samningar segðu til um. Þannig stendur máhð. Og þar við situr. í fyrsta lagi er upplýst að Læknafélagið hafnar því að læknar geti safnað upp námsleyfum til langs tíma. í öðru lagi vekur það furðu að forstöðumaður 1 stóru ráðuneyti geti stundað fullt starf erlendis og annað hér heima (í Háskólanum) á sama tíma og hann stýrir skrifstofu stórs ráðuneytis. í þriðja lagi mátti öllum þessum ráðamönn- um vera ljóst að dagpeningagreiðslur til Guðjóns í fimm mánuði, á sama tíma og hann þiggur laun fyrir störf sín í Svíþjóð í námsleyfmu, stangast á við kjarasamninga. í þórða lagi er þeirri spurningu ósvarað hver hafi á endan- um ákveðið að skrifstofustjórinn fengi dagpeningana. Hér skal enn og aftur áréttað að ekki stendur til að heíja nomaveiðar eða persónugera þetta mál á kostnað mannorðs Guðjóns Magnússonar. Máhð snýst ekki um þann ágæta mann sem einstakhng, heldur um meðferð almannaíjár og ákvarðantöku þeirra sem bera ábyrgð í stjómkerfmu. í þessu undarlega máh vísar hver á annan og svo virð- ist að peningar hafi verið greiddir úr sjóðum ríkisins án þess að nokkur hafi í rauninni leitt hugann að því hvort löglega hafi verið að því staðið. Em fleiri mál í stjórnkerf- inu með þessu marki brennd? Er ekkert eftirht með því að farið sé að samningum? Er enginn ábyrgur fyrir svona ráðslagi? Er nóg að hver vísi á annan? Ehert B. Schram „Bjöm Bjarnason hefur kosið að styðja keríi sem auðveldar skattsvik,“ segir Halldór m.a. í grein sinni. íhaldið, Björn og skattsvikin Þessa dagana er Björn Bjarnason einn aðalþátttakandinn í því sem, Morgunblaðið hefur kallað „niður- soðin stjórnmálabarátta". Til að tryggja sér sæti á framboðslista skrifar hann mikið í blöð en hefur nú gerst ómálefnalegri en nokkru sinni fyrr. Það verður varla til þess að auka traust á þingmanninum að hann skuli leyta sér að fara með jafn miklar rangfærslur og hann gerir í grein í DV. Björn Bjarnason stillir orðunum „kerfi“ og „fólk“ upp sem andstæðum. Samkvæmt því ættu öll kerfi að vinna á móti fólkinu. Ríkisendurskoðun til skaða? Það má vel vera að það hljómi vel í niðursuðupólitíkinni hjá íhaldinu og sé vænlegt til að afla fylgis. Sannleikurinn er hins vegar sá að það verður ekki komist hjá því að byggja upp tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð. Spurningin er fyrst og fremst sú hvort það kerfi er skil- virkt og þjónar hagsmunum fjöld- ans eða ekki. Kerfi sem er götótt og flókið þjónar hagsmunum skatt- svikaranna. Kerfi sem er einfalt og skilvirkt þjónar réttíætinu í víðum skilningi. Björn Bjamason virðist hafa skömm á öllum sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en hann og for- sætisráðherra. Ríkisendurskoðun er hlutíaus stofnun Alþingis sem á að hafa eftirlit með framkvæmda- valdinu. Nú hefur Ríkisendurskoð- un leyft sér að gagnrýna það sem ríkisstjórnin er að gera og þá telur þingmaðurinn að stofnunin „skaði málið“, svo notuð séu hans eigin orð. Þetta er allt sett fram í anda forsætisráðherra sem telur allt vera mest og best sem núverandi ríkisstjóm hefur gert og annað eigi ekki að heyrast. Menn hljóta að vantreysta slíkum mönnum til að vera boðberar réttíætis og lýðræö- islegrar umræðu. Upplýsingum leynt Á sl. hausti lagði ríkisstjórnin Kjallariim Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins mjög seint fram frumvarp til laga um tvö þrep í virðisaukaskatti. Hún leyndi upplýsingum um málið og reyndi að koma í veg fyrir að ég sem formaður efnahags- og við- skiptanefndar fengi aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þing- mönnum ber skylda til að setja sig inn í mál og ég komst aö því að sú aðgerð sem þarna átti að fara út í væri ekki til þess fallin að jafna tekjur í landinu en afleiðingarnar yrðu aukin skattsvik og þar að auki dýrari og flóknari fram- kvæmd. Ríkisendurskoðun hefur staðfest þessa meginniöurstöðu. Samt held- ur Björn Bjarnason því fram að þetta flóknara kerfl, sem upp var tekið, þjóni hagsmunum fólksins og hann neitar staðreyndum. Fjárlagafrumvarpið staðfestir líka í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir m.a.: „Ljóst er að lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% var lang viðamesta og dýrasta breytingin fyrir ríkið.“ Jafnframt segir „að breytingin var ekki skilvirk leið til tekjujöfnunar í samanburði við aðrar aðferðir". í fjárlagafrumvarpinu, sem Björn Bjarnason styður, segir m.a.: „Horfið hefur verið frá því grund- vallarmarkmiði að hafa aðeins eitt skattþrep, a.m.k. um sinn. Þessar breytingar hafa óneitanlega dregið úr skilvirkni kerfisins og gert framkvæmdina erfiðari en ella. Það er óumdeilt að í skattalegu til- liti er eitt þrep og sem fæstar und- anþágur æskilegasti kosturinn." Fyrir fólkið, ekki skattsvikarana Björn Bjarnason hefur kosið að styðja kerfi sem auðveldar skatt- svik. Hann neitar að ræða málefnin á faglegum grundvelli. Slagorð og málefnasnauður áróður hefur tek- ið yfirhöndina. Þingmenn og flokk- ar sem þannig hugsa eru ekki að beijast gegn einni alvarlegustu meinsemd þjóðfélagsins sem eru skattsvik upp á 11 milljarða. Kerfið á að vera fyrir fólkið en ekki skatt- svikarana. Halldór Ásgrímsson „Á sl. hausti lagði ríkisstjórnin mjög- seint fram frumvarp til laga um tvö þrep í virðisaukaskatti. Hún leyndi upplýsingum um málið og reyndi að koma 1 veg fyrir að ég sem formaður- efnahags- og viðskiptanefndar fengi aðgang að nauðsynlegum gögnum.“ Skoðanir aimarra Dónaskapur menntamálaráðherra „Umræðan um siðferöi í stjómmálum aö undan- fórnu snýst að verulegu leyti um hinar óskráðu regl- ur sem eiga að gilda. Meginkjarni slíkra reglna er sá að stjórnmálamenn - og embættismenn - hagi sér ekki þannig að óhóflega tortryggni veki... Mennta- málaráðherra vinnur gegn þessum markmiðum. Hann elur á tortryggni í garð stjórnmálamanna og opinberrar stjórnsýslu og með dónaskap sínum tekur hann þátt í að grafa undan virðingu og trú manna á sjálfa sig og stofnanir hins opinbera." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 12. okt. Prófkjörsbaráttan „Við lifum á tímum þar sem miklar breytingar eiga sér stað í umheiminum og hröð þróun í öllu okkar þjóðfélagsskipulagi.... Auðvitað ætti próf- kjörsbarátta öðru fremur að vera lífleg umræða um framtíðarstefnumörkun en ekki byggjast á tilgangs- lausum myndbirtingum og niðursoðnum klisjum. Stjómmáláflokkar em lifandi fyrirbæri rétt eins og þaö þjóðfélag sem þeir lifa og hrærast í. Ef stjórn- málaflokkamir og frambjóðendur þeirra dragast aft- ur úr þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu get- ur það reynst þeim erfitt að fara fram á að leiða hana.“ Úr forystugrein Mbl. 12. okt. Sárasaklaus siðblinda „Nómenklatúran botnar ekkert í hvaðan á sig stendur veðrið. Hún þekkir ekki spillingu, vegna þess að hún hefur aldrei séð fyrirbærið og þekkir það ekki.... Enn sér ekki nema rétt í topp ísjakans, sem er að koma í sjónmál... Fari svo ólíklega að haldið verði áfram að moka flórinn, munu mörg sárasaklaus andht koma á skjáinn og skilja ekkert í af hverju er verið að draga þau þangað til að svara fyrir sakir sem engar era, aö eigin áliti.“ OO í Tímanum 12. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.