Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 33 Merming TónVakinn TónVakinn - tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, voru veitt í þriðja sinn á hátíðartónleikum sem haldnir voru í gærkvöldi í sam- vinnu viö Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Háskólabíói. Tónhstarverðlaunin hlutu aö þessu sinni þau Guðrún María Finnbogadóttir sópransöngkona og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Tónleikunum var útvarpað sam- tímis á Norðurlöndunum og um Eystrasaltslönd. Dagskrá hófst á aðfararorðum umsjónarmanns, Guðmundar Em- ilssonar og lýsti hann í fáum orðum Tónlist Guðrún Maria Finnbogadóttir sópransöngkona og Þorkell Sigurbjörns- son tónskáld hlutu TónVakann, tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, að þessu sinni. Askell Másson aðdraganda TónVaka-keppninnar, og þeirri tónhst sem fyrir eyru skyldi bera. Guðrún María Finnbogadóttir söng ahs fimm aríur með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Anthony Hose: „Deh vieni non tardar" úr Brúðkaupi Fígarós e. Mozart, „Quando m’en vo“ úr La Bohéme e. Puccini, „ Je veux vivre“ úr Rómeó og Júhu e. Gounod, „0 mio babbino caro“ úr Gianni Schicchi e. Puccini og „II Bacio", vals e. Arditti. Allar voru þessar aríur vel sungnar. Rödd Guðrúnar er ungleg og tær og öndun eðlileg og átakalaus. Þessi unga söngkona er bráðefrhleg og er henni óskað th hamingju með árangur sinn til þessa. Hljómsveitin lék Helios-forleik Carls Nielsens í upphafi tónleik- anna, sem var vel við hæfi, þar sem Danskir dagar standa nú yfir hér í borg og er þetta verk einkar fögur landslagsmynd í tónum eftir þá ungan höfund. Á miUi óperuar- íanna flutti hljómsveitin ennfrem- ur Intermezzo úr Cavalleria Rusticana e. Mascagni og lék hún af tUfinningu þetta ægifagra stef. Eftir hlé voru flutt verk eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Fyrst „Hljóm- sveitartröll" sem samið var fyrir ungt fólk, síðan verkið „Fihgree" (Víravirki), en bæði þessi verk heyrðust hér í fyrsta sinn á ís- landi. Eftir sjálfa vérðlaunaafhend- inguna og stutt ávarp séra Heimis Steinssonar útvarpsstjóra flutti hljómsveitin að lokum verkið „Día- fónía“ eftir Þorkel. Með flutningi þessara þriggja verka voru sýndar nokkrar hliðar á fjölbreyttum tón- smíðastíl Þorkels og er .hér notað tækifærið og honum þakkað stórt framlag sitt til íslenskrar tónmenn- ingar. ______________________Afenæli Kolbeinn Baldursson Kolbeinn Baldursson sjúkraliði, Leirubakka 10, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Kolbeinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Bamaskóla Austurbæjar, tók gagnfræðapróf við Gagnfræöaskóla Austurbæjar og lauk sjúkraliðaprófi frá Klepps- spítalanum 1967. Kolbeinn stundaði almenna verkamannavinnu á unglingsárun- um en hóf störf á Kleppi 1964 og hefur starfað þar síðan. Jafnframt hefur hann stundað ýmis önnur störf, lengst af hjá Sindra, Stáli og Hringrás, auk þess sem hann hefur verið leigubílstjóri. Fjölskylda Kolbeinnkvæntist 25.10.1969 Gyðu V. Kristinsdóttur, f. 24.3.1951, sjúkrahða. Hún er dóttir Jóhanns Kristins Jónssonar og Þórunnar Gísladóttur. Börn Kolbeins og Gyðu er Þóra Guðbjörg, f. 11.9.1975, nemi í MS, ogBaldur,f. 18.12.1990. Hálfsystir Kolbeins er Margrét Kolbeinsdóttir, f. 1940, búsett í Kópavogi. Alsystkini Kolbeins eru Björn, f. 1942, þýðandi, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Jónsdóttur, starfsmanni hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, og eiga þau tvö böm; Baldur, f. 1949, sjúkraliði og bryti, búsettur i Reykjavík og á hann þrjú börn; Bragi Sigurður, f. 1952, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Málfríöi Ásgeirsdóttur og eiga þau íjögurböm. Foreldrar Kolbeins voru Baldur Kolbeinsson, f. 1.1.1915, d. 21.4.1981, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Anna Kolbeinn Baldursson. Guðbjörg Bjömsdóttir, f. 15.12.1915, d. 25.8.1992, húsmóðir. Kolbeinn og Gyða taka á móti gest- um í Rafveituheimilinu viö EUiðaár, sunnudaginn 16.10. kl. 15.00-19.00. Leikfélag Akureyrar KARAMELLUKVÖRNIN KARaMei, KVÖRNIN Gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna! Sunnud. 16. okt. kl. 14, örfá sæti laus. Þriöjud. 18. okt. kl. 17, örfásæti laus. Fimmtud. 20. okt. kl. 16, örfá sæti laus. BAR PAR Tveggja manna kabarettinn sem sió i gegn á síðasta leikári! Sýnt í Þorpinu, Höfðahlíð 1 íkvöld, 14. okt., kl. 20.30. Á morgun, 15. okt., kl. 20.30. Föstud. 21. okt. kl. 20.30. Laugd. 22. okt. kl. 20.30. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI! Sala aðgangskorta stendur yfir! Miðasala í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan afgreiðslutima. Greiðslukortaþjónusta. LAUGARDAGUR 15.10 KL. 15.00 Furðuleikhúsið sýnir: HLINA KÓNGSSON Leikendur: Eggert Kaaber, Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. SUNNUDAGUR 16.10. KL. 15.00 Möguleikhúsið sýnir: UMFERÐARÁLFINN MÓKOLL 121. sýning. Leikendur: Gunnar Helgason, Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson. Leikmynd: Hlin Gunnarsdóttir. Leikstjfóri: Stefán Sturla. SÍMI: 622669 allan sólarhringinn. Tilkyitningar Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Félag kennara á eftirlaunum Skemmtifundur og félagsvist verður í Kennarahúsinu við Laufásveg laugar- daginn 15. október kl. 14. Fjáröflun Nú stendur yfir Qáröflun fyrir Jónínu Kristínu Jóhannesdóttur, Hraunhálsi, sem tapaði aleigu sinni í brunanum þann 24. júni sl. Að gefnu tilefni hefur verið opnuð sparisjóðsbók nr. 8282 hjá Búnað- arbankanum í Stykkishólmi. SÁÁ-félagsvist Þaö verður spiluð félagsvist í Úlfaldan- um, félagsheimili SÁÁ, á föstudagskvöld- um kl. 20.30. Allir velkomnir. Parakeppni verður á mánudagskvöldum kl. 20. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Guömund- ur Guðjónsson stjómar. Göngu-Hrólfar leggja af stað frá Risinu kl. 10 á laugar- dagsmorgun. Handavinna og föndur í Risinu hefst miðvikudaginn 19. okt., skrásetning á skrifstofu í síma 28812. Einkaklúbburinn í dag er í gangi kyiming á Clarins snyrti- vömm í verslunni Líbíu i Mjódd fyrir konur í Einkaklúbbnum. A föstudags- og laugardagskvöld verður hljómsveitin Sniglabandið á Tveimur vinum og em þar í boði vildarkjör fyrir klúbbfélaga. Klúbbfélagar era hvattir til að (jölmenna. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Féiag eldri borgara, Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Gjábakka í Kópavogi í dag, föstudaginn 14. okt., kl. 20.30. Húsið öllum opið. Fimir fætur Dansæfmg verður í Templarahöllinni sunnudaginn 16. október kl. 21. Upplýs- ingar í síma 54366. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður spiluð sunnudaginn 16. október kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Fyrsti spiladagur í 4 daga keppni. Kaffiveitingar. AUir velkomnir. Tapað fimdið Fermingarúr tapaðist um miðjan september á mffii Skátahúss- ins á Snorrabraut og húss Flugbjörgun- arsveitarinnar. Úrið er silfurlitað quarts- úr með guffi í armbandinu. Finnandi hafi samband í síma 39241. Fundarlaun í boði. Gleraugu töpuðust annaðhvort í MosfeUsbæ eða Reykjavik. Gleraugun vom kringlótt með brúnum Ut í umgjörðinni. Gleraugun era mjög liklega í svörtu mjúku hulstri, merktu Gleraugnaversluninni Augað. Finnandi hringi í síma 666714. þÓIZÐA'R (£Cbð V Oty pjÓYUAátCV KIRKJUSTRÆTI8 s I M I 1 4 i e 1 ecco Laugavegi 41, simi 13570 Teg. 3412 Gróft nubuck leður m/grófum sóla Litur: Svart Stærðir: 36-42 Verð kr. 6.995 NYKOMIÐ \ Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi NÆSTA SÝNINGARTÍMABIL. Föd. 25/11, uppsell, sud. 27/11, uppselt. Þrd. 29/11, nokkur sæti laus, föd. 2/12, uppselt, sud. 4/12, nokkur sætl laus, þrd. 6/12, fid. 8/12, Id. 10/12, örtá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, nokkur sæti laus, sud. 16/10, fid. 20/10, nokkur sæti laus, Id. 22/10, nokkur sæti laus, fid. 27/10. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman í kvöld, löd. 21/10., föd. 28/10, laud. 29/10. Litla sviðiö kl. 20.30. DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce I kvöld, uppselt, á morgun, ld„ örfá sæti laus, fid. 20/10, Id. 22/10. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson i leikgerð Viðars Eggertssonar. í kvöld, þrd. 18/10, föd. 21/10, fö. 28/10, örfá sæti laus, Id. 29/10. Miðasala Þjóöleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-18 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekiö á móti simapöntun- um alla virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00. Stmi 1 12 00 - Greiöslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson í kvöld 14. okt., uppselt. Á morgun 15. okt., uppselt. Sunnud. 16. okt., uppselt. Miðvlkud. 19. okt., uppselt. Fimmtud. 20. okt., uppseit. Laugard. 22. okt. Sunnud. 23. okt. Þrlójud. 25. okt., uppselt. Flmmtud. 27. okt., örfá sætl laus. Föstud. 28. okt. Laugard. 29. okt. Fimmtud. 3. nóv., uppselt. Föstud. 4. nóv., örfá sæti laus. Laugard. 5. nóv. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. í kvöld, föstud. 14/10, laugard. 15/10, fimmtudag 20/10, laugard. 22/10. Stóra svið kl. 20. HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Flisar. Þýðandl Veturllöi Guðnason. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búnlngar: Aöalheióur Alfreösdóttlr. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikhljóð: Baldur Már Arngrimsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurósson. Lelkarar: Ari Matthfasson, Bessl Ðjarna- son, Guólaug E. Ólafsdóttir, Magnús Olals- son, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Maria Sigurðardóttir, Pétur Einarsson, Soffla Jak- obsdóttir, Valgeróur Dan, Vlgdls Gunnars- dóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Þór Tullnius. Frumsýnlng föstud. 21. okt., örfá sæti laus, 2. sýn. sunnud. 23. okt., grá kort gllda, 3. sýn. miðv. 26/10 rauó kort gilda. Miöasaia er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða- pantanir i sima 680680 alla virka daga frákl. 10-12. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús \ / Útblástur Látum bila ekki vera iÁ Y bitnar verst í gangi sU\ á börnunum llíSr™

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.