Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 15 Næsta skref er vaxtalækkun Öll teikn eru nú á lofti um að vextir geti lækkað enn frekar á næstunni. Það er enginn vafi á þvi að alltof háir vextir hafa dregið úr afkomubata atvinnulífsins og lagt óþarfa byrðar á hin skuldugu heimih í landinu. Ef eitthvað getur orðið til þess að örva atvinnulífið, auka fjárfestingar og bæta lífskjör, þá er það umtalsverð vaxtalækkun. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að vextir lækki hið fyrsta, eins og efni standa til nú. Vel heppnaðar aðgerðir fyrir ári leiddu til umtalsverðrar vaxta- lækkunar. Það var ómetanlegt. En betur má ef duga skal. Þrjár ástæður hárra vaxta Þegar hið háa vaxtastig var rétt- lætt, nefndu menn einkum þrennt. Óstöðugleika í verðlagsmálum, sókn ríkisins eftir lánsfé og útlána- töp. Staða þessara mála nú sýnir svart á hvítu að vaxtastigið hlýtur að lækka. Mikilvægasti árangur við stjórn efnahagsmála á hðnum árum hefur verið að ná tökum á verðbólgunni. Nú blasir við að verðlag verður með því lægsta sem þekkist í Evr- ópu. Ákvarðanir banka rnn vexti, hljóta að taka mið af líklegri verð- lagsþróun. Með það í huga er ástæða th að ætla að nafnvextir lækki umtalsvert. Að seðja lánsfjárhungrið Talsmenn bankanna vísuðu mik- KjaUaiinn Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum ið í það sem þeir köhuðu óseðjandi hungur ríkisins eftir lánsfé. Vissu- lega hefur lánsfjárþörf hins opin- bera áhrif á vextina. Þess vegna hefur verið lögð á það áhersla að ná utan um stjórn ríkisfjármála, beinlínis í því skyni að stuðla að vaxtalækkun. Það er því athyglis- vert að nú er gert ráð fyrir því aö lánsfjárþörf opinberra aðila verði á þessu ári minni en áætlað var í upphafi ársins. Þar með er hún helmingi minni en árið 1991, þegar ríkisstjómin tók við. Miðaö við for- sendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, er ljóst að þessi þörf hins opinbera eftir lánsfé mun enn minnka og það svo um munar. Nú er þess vegna komið að þeim að standa við stóru orðin, sem töldu að opinber lánsfjárþörf réð vaxta- stiginu. Vilji þeir talsmenn bank- anna sem þannig töluðu forðum láta taka sig alvarlega, hljóta þeir að beita sér fyrir einhhða vaxta- lækkun. Vaxtalækkun er rökrétt Sama er að segja um útlánatöpin. Á það var bent að einmitt hinir ahtof háir vextir hefðu beinhnis leitt til útlánatapa. Þess vegna væri hækkun vaxta ekki líkleg til þess að bæta hag bankanna, heldur fremur að læsa þá inni í vítahring. Sú var enda reynsla manna á Norð- urlöndunum. Nú blasir það viö að afskriftaþörf bankakerfisins fer mjög minnkandi. Enn eitt tilefni vaxtalækkunar er fundið. Aht hnigur þetta að hinu sama. Vaxtalækkun er rökrétt nú. Ríkis- stjórnin greiddi fyrir vaxtalækkun- inni í október í fyrra. Sú aðgerð tókst að mestu, þó enn hafi bank- arnir ekki fylgt eftir nema að hluta. Nú er nauösynlegt að annað skref verði stigið og þannig greitt fyrir nauðsynlegum afkomubata heimh- anna og atvinnulífsins í landinu. Einar K. Guðfinnsson „Vissulega hefur lánsfjárþörf hins op- inbera áhrif á vextina. Þess vegna hef- ur verið lögð á það áhersla að ná utan um stjórn ríkisfjármála, beinlínis í því skyni að stuðla að vaxtalækkun.“ u ML/WCsVSzX I iK ' Láasvi&far forvextlr g VI Irtírátfariéri tékfcaretkn. 12 Omrötfygqé sk oida.br. |án ® Verðfryogo skufdabrján j Afuföa.fékstrsr.og ratkntngsién Isien&kar krónur i Söft ÍISD OEM JPY ECU I af VISA gretðsfusktptum «*tlr vaxtir « Vilji talsmenn bankanna láta taka sig alvarlega, hljóta þeir að beita sér fyrir einhliða vaxtalækkun, segir Einar m.a. í greininni. Er ef nahagslegur ávinningur allt? Hinar ýmsu dehdir Háskólans hafa látiö spekimál sín flæða yfir okkur fávís, vegiö og meti kosti og gaha ESB-aðhdar fyrir okkur sem þjóð. Ekki skal vandleg athugun í efa dregin, mæhstikur allar og reikn- ingsstokkar efalaust ekki af lakara taginu enda hálærðir spekingar æðstu menntastofnunar okkar sem um hafa vélt. En athygli mína vek- ur hversu metið er, hvað er dýr- mætt og hvað ekki. Ljómi logadýrðar Það sem í minni vitund hefur mest ghdi fyrir sjálfstæða þjóð virðist nú ekki skipta lengur svo miklu máli. Fjárhagslegur ávinn- ingur - þó hvergi í hendi, en oft hugsanlegur aðeins - sýnist metinn langt umfram atriði eins og þau að þrengt verði að mun að löggjafar- samkomu, dómstólum, innlendu ákvaröanavaldi yfirleitt. Sömuleiðis virðist það ekki vega þungt þótt sjávarútvegsstefna sam- bandsins gangi þvert á okkar hags- muni, jafnvel svo að við munum ekki ráða yfir þessari auðhnd sem öhu skiptir. Hins vegar mikla menn fyrir sér einhverja óljósa efnahagslega Kjallaiinn Helgi Seljan fyrrv. alþingismaður ávinninga sem uþphafnir eru sem kostir umfram gaíla. Ekki fer held- ur mikið fyrir ógnum atvinnuleysis í ESB að séð verður í áhtsgerðum þessum. Nú, en svo eru tíunduð rækhega þessi undraáhrif sem menn sjá í ljóma logadýrðar - áhrifm miklu á stefnu og störf ESB. Miklir menn erum viö Hrólfur minn, þegar ýjað er að því að við forum að stjórna Evrópu. Hvað um gömlu þjóðremb- una svokölluðu sem bliknar í þess- um samanburði? Til hvers var þá barist? Maður spyr sig að því hvort ávinningar fjárhagslegs eðhs séu ofar metnir eigin valdi þjóðar á öh- um þeim málum sem einhverju skipta. En stundargróði, sem auk þess myndi fáum nýtast, í raun meira viröi en sjálfstæöi þjóðar? Skipta fjármunir orðið öllu? Nú er ég út af fyrir sig ekki að gera lítið úr efnahagslegum ávinn- ingum, ef augljósir eru, en ég hlýt ævinlega að spyrja mig hvers eðhs þeir séu, hversu öruggir þeir séu, hvort þeir nýtist þá þjóðinni allri og síðast en ekki síst hvað þeir kunna að kosta okkur í öðru enn dýrmætara. Það skiptir öhu í minni vitund. Ég ætla að vona spekinganna vegna að þessar spurningar fái ekki þau svör sem ég óttast. En umræða daganna einkennist svo miög hér af að hroh setur að mér um það að nú skipti auðgildismatið oröið öhu; andleg reisn, upprétt þjóð sé létt- væg fundin í auðhyggjufárinu. Ef svo er - th hvers var þá barist? Ég ætla að vona að misskilningur minn sé mikill. Helgi Seljan „Sömuleiðis virðist það ekki vega þungt þótt sjávarútvegsstefna sam- bandsins gangi þvert á okkar hags- muni, jafnvel svo að við munum ekki ráða yfir þessari auðlind sem öllu skiptir.“ Meðog NýrvegurmillíNorður- ogAusturlands Fögnum þessari framkvæmd „Bæjar- stjórn Egils- staða hefur fagnað mjög þessari fram- kvæmd og í mínum huga i er hér um ! mjög þarft mál að ræða. j ^.. Um leið leggj- ar4ón 6 E9iissiöáum.' um við áherslu á að unnið verði áfram að tengingu hér innan svæöis, s.s. tengingu við Seyðisfjörð. Það er brýnt aö Noröur- og Austur- land tengist betra vegasambandi bæöi í sambandi viö flutning á vörum og þjónustu og til að auð- veida fólki að ferðast. Þetta er það sem við horfum th, en ég get vissulega skilið sjónarmiö Hús- víkinga og annarra íbúa á norð- austurhorninu að þeir vhji teng- ingu innan fjóröungsins. Ég deili því ekki á þeirra sjónarmið, þau eiga að vissu leyti rétt á sér. Við horfum hins vegar á þetta frá okkar sjónarhomi og fögnum þessu sem okkar hagsmunamáli. Á leiöinni emm við með gífurleg- an farartálma sem við köhum Heiöarenda og er einn mesti far- artálmi innan héraðs. Þetta er á leiðinni frá Feilabæ að Jökulsá, stuttur kafli en dýr í framkvæmd. Þótt Öræfin hafi verið tær hetur þessi kafli oft verið ófær og iag- færing hans er auðvitað thuti af öllu dæminu.“ Norðaustur- horniðsvelt „Það scm er að þessu forgangsröð- unin en ég er ahs ekki ó- sammála nýj- um vegi yfir Möðrudalsör- æfin. En því að ráðast í þessa fram- kvæmd á enn einu sinni að svelta norðaustur- hom landsins hvað varðar sam- göngur. Það er forkastanlegt að ekki eigi að bæta samgöngurnar hér á svæðinu á rnihi Húsavíkur og Egilsstaöa og þar með sam- göngumar milli þéttbýlisstað- anna Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Það er ekki um neina smáhags- muni að ræða fyrir þessa staði að fá mannsæmandi saragöngur. Þaö þarf t.d. enginn að efast um það hvaða þýöingu þaö hafði fyr- ir Borgames aö fá hnngveginn þar í gegn um árið eða fyrir Blönduós en þar heföi verið hag- kvæmara að leggja hringveginn á öðrum stað. Sú samvinna sem er korain á mihi sveitarfélaga á norðausturhorainu er mjögmikh og krefst betri samgangna. Aö fara meö hringvegimi þessa leið til Egilsstaða þarf ekki aö lengja leiðina nema um 100 km en hér er um miklu snjóléttari leið að ræða. Ef byggö yrðu göng í Hellis- heiði yrði mesti hæöarpunktur á ieiðinni frá Akureyri tii Egiis- staða í Víkurskarði en á Möðm- dalsöræfunum er verið að tala um veg í um 600 metra hæð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.