Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 íþróttir unglinga Fyrirliði íslandsmeistara 4. flokks Keflavikur 1994, Bjarni Lúðvíksson, tekur hér við upphæðinni sem fyrstu íslandsmeistarar Keflavikur í 4. flokki 1959 lögðu í sjóð fyrir 10 árum og var orðin 167-þúsund krónur. DV-mynd Ægir Már Fyrstu íslandsmeistarar ÍBK14. flokki karla 1959: Eitt albesta lið sem ég hef leikið með segir Magnús Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður 1 knattspymu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta er eitt albesta lið sem ég hef hef spilað með - og samstaðan í hópn- um var einstök," sagði Magnús Torfason þegar hann rifjaði upp at- vikið þegar Keflvíkingar fögnuðu sínum fyrsta íslandsmeistaratith í knattspymu í 4. flokki karla árið 1959. Þeir ellefu leikmenn sem léku með því liöi komu saman fyrir 10 árum Umsjón Halldór Halldórssort að frumkvæði Magnúsar og yfir kaffibolla var sú ákvörðun tekin að hver leikmaður skyldi borga 3000 krónur í sjóð og söfnuðust alls 33 þúsund krónur. Þessir peningar voru síðan lagðir inn á bankareikning. Andvirði bankareikningsins ætti síð- an að renná til þeirra pilta sem næst yrðu íslandsmeistarar í 4. flokki. Verðlaunuðu íslandsmeistara ÍBK í 4. flokki 1994 Það var síðan 10 árum síðar, eða nú í sumar, að 4. flokkur Keflavíkur varð íslandsmeistari - og þá fóru kempurnar á kreik og leystu út upp- hæöina sem nú var orðin 167 þúsund krónur. Þá upphæð afhentu þeir síð- an fyrirliða 4. flokks í hálfleik þegar Keflavík og Akranes áttust við í sum- ar í 1. deildinni. í 4. flokki Keflavíkur 1959 voru margir snjallir knattspyrnumenn sem áttu langan og góðan feril sem slíkir, eins til að mynda þeir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Karl Hermannsson, Guðni Kjartansson og Magnús Torfason. Allt eru þetta vel þekkt nöfn úr knattspyrnunni. Reykjavíkurmeistarar Vals, A-iifl, í handknattleik karla í 5. tlokki 1994. Liðið er þannig skipað: Birgir Birgisson (1), Davið Höskuldsson (5), Fannar Þorbjörnsson (13), Grétar Þorsteinsson (8), Halldór Stefánsson (14), Jóhannes Sigurðsson (3), Jón Guðmundsson (16), Markús Michael (2), Ólafur Gíslason (12), Snorri Guðjónsson (10), Steinarr Guðmundsson (15) og Styrmir Hansson (6). - Þjálfarar liðsins eru þeir Jón Halldórsson og Sigurð- ur Sigurþórsson. DV-mynd Hson Handbolti - 3. flokkur: ÍRReykjavíkur- meistari 1994 Reykjavíkurmótinu í 3. flokki karla lauk sunnudaginn 9. októb- er. ÍR-strákarnir urðu meistarar, sigruðu KR í úrslitaleik. 17 15. Leikurinn var geysispennandi, eins og tölurnar sýna. Þetta er aðeíns einn af mörgum titlum ÍR í Reykjavíkurmótinu. Úrslit leikja ui-ðu sem hér segjr. Riðlakeppnin: Víkingur-KR...........15-23 Fylkir-IR 10-24 Fíölnir-Valur.........16-19 ÍR(b)-Fram... Víkingur-Fylkir KR-ÍR Fjölnir-IR (b) Vikingur-lR.. Valur-Fram KR-Fylkir FjöinirrFram Valur-ÍR(b) .9-15 .24-25 .21-24 13- 17 21-24 .18-14 .20-16 14- 19 „25-17 Undanúrslitin: ER-Fram Valur-KR. 18-16 ,.13-18 Leikið um efstu sætin: 1.-2.IR-KR 17-15 3.-4. Valur-Fram.........18-16 Reykjavikurmeistari: ÍR. á sunnudaginn Unglingasundmót sunddeildar Ármanns verður haldið í Sund- höll Reykjavíkur sunnudaginn 16. október. Sundmótið verður haldið í tveimur hlutum, fyrri hlutinn fyrir hnokka, hnátur, sveina og meyjar og seinni hlut- inn fyrir drengi, telpur, piita og stúlkur. - Fyrri hlutinn hefst með upphitun kl. 8.30 og keppni byrjar kl. 9.30. Seinni hlutinn hefst með upphitun kl. 13.30 og keppni byij- ar kl. 14.30. Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, verður meðal þátttakenda á Sundmóti Ármanns. Styttist í leiki4.flokks Dregið hefur verið í 32-liða úr- slitin í bikarkeppni HSÍ í 4. flokki karla og kvenna 1994 en leikið verður 26. október. Eftirtalin lið drógust saman. 4. ílokkur karla: Vikingur-Fjölnir, ÍR-FH (b), Fylkir (b)-KR (b), HK (b)-Aftur- elding, ÍR (b)-Stjaman (b), Fylk- ir-KR, FH-HK, Fram-Grótta, Vikingur (b)-Va!ur og Þór, V,- Grótta (b). Liðin sem sitja yflr í 32-liöa úr- slitunum: Keflavik, Sijaman. Breiðablik, Haukar, Fram (b) og Völsungur. 4. flokkur kvenna: Fylkjr (b>-Grótta (b), KR (bHBV, Fram (b)-Völsungui-, Keflavík- Haukar, Vaiur-Umf. Bess., Aftur- elding-ÍR og Stjarnan-Fram. Lið sem sitja yfír i 32-liða úrslit- unum: Vikingur, Fjölnir, KR, Grótta, Fylkir, FH (b), ÍR (b), Stjaman (b) og FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.