Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Page 11
~ , (3pi ÞiítlÐJUÖAÖUR ‘i. :NÓVBMÖER 1994 Jóhann með verðlaunagripinn sem hann hlaut eftir sigur á Helga - ís- landsmeistaranum síðustu þrjú árin -á laugardag. DV-mynd Ómar Garðarsson Jóhann ís- landsmeistari í 3ja sinn Jóhann Hjartarson stórmeistari er íslandsmeistari í skák 1994 eftir úr- slitakeppni sem lauk í Vestmanna- eyjum um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem Jóhann hlýtur íslands- meistaratitilinn. Hann hlaut 3 vinninga gegn þeim Hannesi Hlífari Stefánssyni og Helga Ólafssyni en þessir þrír urðu jafnir í efsta sæti á Skákþingi íslands fyrr í ár. Helgi og Hannes hlutu 1 'A vinn- ing hvor. Fiskistofa: Vill svipta 23 skip leyfi Fiskistofa hefur beint þeim til mælum til sjávarútvegsráðuneytis- ins að 23 skip verði svipt veiðileyfi vegna veiða umfram heimildir. Að sögn Kjartans Júlíussonar, for- stöðumanns lögfræðisviðs, er nú gripið fyrr inn í en áður þegar um er að ræða umframveiðar. Hann seg- ir að nýtt tölvukerfi geri Fiskistofu kleift að fylgjast betur með en áður. Góð sfldveiði „Það hefur verið mjög góð veiði undanfarnar nætur. Skipin hafa ver- ið að fá allt að 300 tonn í kasti,“ Sig- urður Ólafsson, 2. stýrimaður á Húnaröst RE, sem er að síldveiðum út af Austfjörðum. Sigurður segir að síldin sé á austurleið og menn séu bjartsýnir á áframhaldandi veiði. Verðmætum stolið Miklum verðmætum var stolið í innbroti í heildsölu við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Þjófarnir höfðu spennt upp hurð og höfðu á brott með sér tölvu, prent- ara auk fatnaðar. Talið er víst að verðmæti hins stolna nemi hundruð þúsundum króna. Veröur hann 100 milljónir? Grilljónauppskrift Emils: 7. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrirhverja röð sem þú velur. 4. Sestu I þægilegasta stólinn í stofunni á miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínarkrauma I Víkingalottó pottinum I sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um allt það sem hægt er að gera fyrir 100 milljónir. Verði ykkur að góðu! Og nú er hann tvöfaldur! Högum akstri eftir aðstæðum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.