Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 15 í lok vinnudags hvarf. Og verkefnið var leyst með ágætum. Meining mín er því sú að hvað símafundum viðvíkur þá sé það gæfulegast á þessu stigi málsins að finna leiðir til að útbreiða notkun hefðbundinna símafunda sem mest og láta áherslur á dýrari lausnir bíða um stund. Það merkilega er að enn sem komið er hefur ekki verið gert neitt veigamikið átak í að útbreiða þá tækni sem til er borðleggjandi og hræódýr. Og enn- þá ódýrara er að hagnýta tölvu- samskipti og tölvuráðstefnur til boðskipta. Fleiri aðferðir til sparnaðar Sé tæpt á fleiri aðferðum til að spara utanferðir þá vil ég nefna þann möguleika að menn sem sækja erlendar ráðstefnur til þess eins að sitja að mestu þögulir und- ir upplestrum spekinga af ýmsu tagi geta rétt eins keypt og lesið ráðstefnugögnin þegar þau eru gef- in út 2-3 mánuðum eftir að ráð- stefnurnar eru haldnar. Kostnað- urinn við slíkt er oft um 1/10-1/50 af kostnaði við ráðstefnuþátttöku. Þetta hefi ég sjálfur gert með góð- um árangri um árabil og getað þannig fylgst með langtum fleiri ráðstefnum fyrir langtum minna fé en ella. Jón Erlendsson „Að minni hyggu felst engin afgerandi ávinningur 1 því að fundarmenn geti horft hver á annan á meðan þeir tala saman. Þetta ætti fólk að geta skynjað sem notar símann vandræðalaust í daglegum störfum sínum, m.a. til samninga.“ Símafundir Jónas Kristjánsson ritstjóri benti á það í leiðara fyrir nokkru að spara mætti utanferðir með því að nota símafundi. Nánar til tekið sjón- varpssímafundi. Með slíkri tækni megi minnka verulega kostnað hins opinbera af ferðalögum til út- landa á hvers kyns fundi. Með góðum árangri Málið er í raun einfaldara, auð- veldara og ódýrara en ritstjórinn gefur til kynna. Að minni hyggju felst enginn afgerandi ávinningur í því að fundarmenn geti horft hver á annan meðan þeir tala saman. Þetta ætti fólk að geta skynjað sem notar símann vandræðalaust í dag- legum störfum sínum, m.a. til samninga. Myndlaus orðræða er að vísu ófullkomnara samskipta- form en myndræn. Munurinn er á hinn bóginn ekki svo mikill að ástæða sé til að margfalda kostnað til þess eins að geta séð mynd af viðmælandanum. Hugsanlega er hér um að ræða 5-10 földun á kostnaði. Venjulegir símafundir eru því fullgild og ódýr lausn í flest- um tilvikum. Krafa um að þátttakendur geti horft hver á annan veldur því á hinn bóginn að miklu dýrari og fágætari húnað þarf en ella. Enn- fremur margfaldast kostnaöurinn við sjálfa boðmiðlunina. Sjón- varpsfundir eru því enn sem komið er kostur fárra útvalinna. Síma- fundir eru á hinn bóginn kostur sem allir geta notað vandræðalaust nú þegar. Fjöldi manna hér á landi hefur nýtt símafundi með góðum árangri um árabil. Persónuleg reynsla Sjálfur hefi ég góða reynslu af símafundum. í rúmt ár stjórnaði ég fimm manna norrænni nefnd og tók þá stefnu að halda nánast ekk- ert nema símafundi. Kostnaður við þá minnir mig að hafi verið um 1/10-1/20 af kostnaði við hefö- bundna fundi. Áður en farið var að vinna á þennan hátt haföi ég áhyggjur af því að miklum erfið- leikum væri bundið að nýta þetta form. Vandkvæðin reyndust nán- ast engin. Ýmsir hnökrar komu fram en þeir voru allir minni háttar og auð- leysanlegir. MikiU tími sparaðist. „Venjulegir simafundir eru því fullgild og ódýr lausn i flestum tilvikum," segir m.a í greininni. KjaUaiiim Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans Komast mátti af með hálfan til einn dag í undirbúning og fundarhöld í stað 3-4. daga sem utanferðir kost- uðu. Á sama hátt hélt ég ritstjóm- arfundi innanbæjar í ritstjóm tímarits verkfræðinga og tækni- fræðinga sem ég ritstýrði um tíma. Stressiö við að þjóta fram og til baka í knöppum matartímum eða Opið próf kjör eðlilegasta leiðin Að undanfórnu hafa fjölmiðlar flallað nokkuð um væntanlega frambjóðendur Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi til Alþingis. Ljóst er að þar eru marg- ir kallaðir en fáir útvaldir. Alllengi hefur sá háttur verið haföur á að frambjóðendur hafa verið valdir á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi. Tækifæri gefast nú til að breyta um aðferð við val á þeim án þess að nokkur sé „settur út í kuldann". Ég tel réttast að gefa fólki kost á að velja frambjóðendur í opnu prófkjöri. Eru opin prófkjör hættuleg? Framsóknarflokkurinn þarf að auka við sig fylgi í Reykjaneskjör- dæmi og markmiðið er að fá tvo menn kjöma. Það gerist ekki nema vekja athygli á stefnumálum hans og jafnhliða að frambjóðendur fái góðan kost á að kynna sig og sínar skoðanir, ekki aðeins fyrir flokks- bundnu fólki heldur og ekki síður fyrir hinum almenna kjósanda sem þarf að ná til. Tækifæri gefst til slíks í prófkjöri. Þar með má búast við því að þeir sem gefi kost á sér láti frá sér heyra í fjölmiðlum og á ööram vettvangi eftir því sem þeir telja vænlegast og þeir eiga kost á. Gefst þar með kjósendum færi á að meta þá og styðja eftir því sem hugur þeirra stendur til. KjaHarinn Níels Árni Lund varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi Alltaf heyrast raddir um að opin prófkjör séu hættuleg og þeim fundið þaö helst til foráttu að þá sé verið að opna leið fyrir stuðn- ingsmenn annarra flokka að hóp- ast til að kjósa lélega menn og veikja þannig framboð viðkomandi flokks. Vera má að þessi skoðun hafi átt einhvem rétt á sér á fyrstu dögum prófkjara hér á landi. Ekki veit ég þó nokkur dæmi um að „slíkt samsæri" hafi komist á laggirnar og þvi síður að þau hafi breytt nokkru varðandi val á fram- boðslistum. Auðvitað reyna allir frambjóðendur að fá fólk til fylgis við sig og alltaf slæðast með ein- hverjir sem ekki styðja flokkinn þegar til kosninga kemur. Á móti má segja að fjölmargir, sem fást til að styðja viðkomandi flokka í próf- kjöri, fylgi sínum mönnum þegar á hólminn er komið. Vænlegasti kosturinn Fyrir framsóknarmenn á Reykja- nesi er mikilvægt að fá opna um- ræðu um störf og stefnu Framsókn- arflokksins. Þótt einhverjir sem ekki hafa stutt flokkinn til þessa taki þátt í opnu prófkjöri trúi ég því ekki að einhver fjöldahreyiing andstæðinga myndist sem hafi það eitt að markmiði að skemma fram- boöiö með því að velja einhverja þá sem síst skyldi í efstu sæti list- ans. Bendi ég jafnframt á aö allt það fólk sem nefnt hefur verið í framboð er þess verðugt að njóta trausts kjósenda. Að lokum vil ég benda á að það fyrirkomulag sem notað hefur ver- ið er engan veginn gallalaust. Fjöldi þingfulltrúa sem endanlega velur listann er m.a. reiknaður út eftir fjölda sveitarstjómarfulltrúa á hverium stað og fjölda þeirra fé- laga, ungra kvenna og manna sem starfandi eru. Framsóknarmenn í kjördæminu vita að það gefur ekki raunhæfa mynd af vægi byggðar- laganna. Ég ítreka þá skoðun mína að opiö prófkjör framsóknarmanna í Reykjanesi er vænlegasti kostur- inn til að velja frambjóðendur á lista þeirra við næstu alþingiskosn- ingar. Níels Árni Lund „Þótt einhverjir sem ekki hafa stutt flokkinn til þessa taki þátt í opnu próf- kjöri trúi ég því ekki að einhver fjölda- hreyfmg andstæðinga myndist sem hafi það eitt að markmiði að skemma framboðið.. Herl eftirlit meö ofbeldi íkvikmyndum reglurog breytt viðhorf „Við teljum nauðsynlegt að herða regl- umar á hvers konar m\wi- efni - jafnvel þótt ekki sé hægt að sýna fram á bein tengsl á milli „ JX_, , .f , Krislm Jonasdottir, kvikmynda framkvœmdastjórl Og ofbeldis. Barnaheilla. Öllum á að vera þóst að ofbeldi í myndefni hlýtur að hafa áhrif, þótt ekki sé hægt að sjá hvemig. Foreldrar, kvikmyndaeftirlit, kvikmyndahús og aðrir aöilar þurfa að opna augun fyrir því að hugur barnsins er ómótaöur og okkur ber skylda til að vernda hann fyrir ofbeldi. Þess vegna held ég að hertar reglur séu einn af þeirn þáttum sem þarf að herða. Við verðum öll að fylgja með, á heimilum, myndbanda- leigum og víðar. Enginn spyr lengur hvort 9 eða 10 ára krakkar fái myndir leigöar sem era bann- aöar innan sextán ára aldurs. Það er eins og enginn beri ábyrgð - við fulloröna fólkið höfum skotið okkur undan ábyrgð. Hertar regl- urnar, sem væntanlega komast á, veröa þarfar en ekki nægilegar - fólkíð verður að fylgja með. Það var kominn sljóleiki og firring gagnvai’t þessum ofbeldismynd- höndum og reyndar ekki sist tölvuleikjunum þar sem sá sem spilar er virkur gerandií leikjun- um. Hertar reglur og breytt við- horf er aðalatriðíð í þessum efn- um.“ Heimilin eru rótofbeldisins „Kvik- myndum er of mikið kennt um þegar of- beldi á sér stað. Ofbeldi kemur ekki út af sjónvarpi - þaö er of mik- il einföldun. _ _ _ VÍO gerum framkvœmdastjóri boríð það Myndterm*. saman við mannskynssögima, á Rómartímabilinu voru til dæmis engar kvikmyndir sýndai*. Ilins ; vegai*' getur ýmislegt gerst ef menn eru veikir fyrir. Viö erum ékki andvigir eftiriiti með ofbeld- ismyndum en við útgefendur þurfum að beygja okkur undir að allar kvikmyndir séu skoðað- ar. Samstárf við krikmyndaeftir- litið hefur verið gott að því leyti. Það stendur til að fara í gang með herferð þar sem foreldrum er bent á að börn fái ekki að skoða myndir sem bannaöar eru innan sextán ára aldurs. En um leið og eitthvað gerist í þjóðfélaginu er sjónvarpi og myndböndum kennt um. Til dæmis meö atvikið í Nor- egi þegar 5-3 ára sfrákar myrtu litla stúlku kom slikt til tals og eins drengirnir í London. Það er erfitt að dæma þetta,eflaust hafa kvikmyndir einhver áhrif en ekki á svona einfaldan hátt. Þjóðfé- lagsástandið og ástandið á heim- ilunum almennt er rótin aö of- beldinu og ástand foreldra. Fíkni- efni hafa einnig komið til sögunn- ar. þau brengla gjörðir fólks. Ef menn eru í annarlegu ástandi og horfa á kvikmynd getur það þýtt ýmislegt en myndirnar eru ekki orsök, heldur afleiðing."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.